Alþýðublaðið - 30.05.1985, Síða 8
8
Fimmtudagur 30. mai' 1985
Kvennasögusafn
íslands 10 ára
Kvenmannslaus í kulda og trekki
kúrir saga vor.
Konurnar eru þar allavega ekki
þótt ekki dræpust þær allar úr hor.
Á þessari vísu hófst platan
„Áfram stelpur“, sem gefin var út
árið 1975, á kvennaárinu. í kjölfar
þess kom svo kvennaáratugurinn,
sem nú er að renna sitt skeið á enda.
Sé saga þjóðarinnar lesin þá
verður lesandinn fljótt var við að
helmingur þjóðarinnar virðist vera
fjarstaddur þegar sagan gerist. En
auðvitað voru konurnar til staðar
þótt þeirra sé að litlu getið í íslands-
sögu karlanna.
Til að fylla upp í þessa eyðu í
sögu þjóðarinnar tóku þrjár konur
sig til á fyrsta degi alþjóðakvenna-
árs Sameinuðu þjóðanna, eða 1.
janúar 1975, og stofnuðu Kvenna-
sögusafn íslands. Það voru þær
Anna Sigurðardóttir, Else Mia Ein-
arsdóttir og Svanlaug Baldursdótt-
ir.
í stofnskrá safnsins segir að
markmið þess sé að safna og varð-
veita hvers konar prentað mál um
konur að fornu og nýju og um mál-
efni sem varða konur sérstaklega,
bækur og rit eftir konur, óprentuð
handrit og bréf kvenna svo og önn-
ur skjöl þeirra, fundargerðir, starfs-
skýrslur og skjöl kvenfélaga, og
annarra samtaka kvenna, auk ýmiss
konar nýsigagna, svo sem ljós-
myndir, segulbönd, hljómplötur o.
fl.
Helsti hvatamaður að stofnun
safnsins var Anna Sigurðardóttir.
Það var hún sem lagði til stofn
safnsins, bækur, handrit, skjöl og
úrklippur, sem hún hafði safnað í
fjölda ára. Auk þess að hýsa safnið
í íbúð sinni á Hjarðarhaga 26, hefur
hún starfað lang mest við safnið.
Blaðamanni lék forvitni á að
skoða safnið og rabba við Önnu þar
sem safnið varð 10 ára í byrjun
þessa árs. Upp á efstu hæð í fjög-
urra hæða blokk tók Anna á móti
blaðamanni og bauð honum til
stofu þar sem hann varð að skrá
nafn sitt í gestabók safnsins.
Á vit kvennasögunnar
Þetta var einn af þessum góðviðr-
isdögum nú í byrjun sumars, þegar
ekki blakti hár á höfði og sólin
hellti geislum sínum yfir landið, svo
gróðursprenging varð í öllum görð-
um höfuðborgarinnar. Blaðamað-
ur hafði því bara ætlað að gera
stuttan stans í safninu og drífa sig
svo í sólbað. En því var alls ekki að
heilsa að sú yrði raunin. Áður en yf-
ir lauk höfðu einir þrír og hálfur
tími liðið og mál til komið að drífa
sig heim í kvöldmat. Þessir klukku-
tímar höfðu flogið hjá án þess að
forvitinn skoðandinn hefði gert sér
nokkra grein fyrir hvað tímanum
leið. Fróðleikur safnvarðarins og
frásagnargleði auk allra gagnanna
sem dregin voru fram úr skúffum í
dagsljósið hreif gestinn burt úr
streitu augnabliksins inn í sögu ís-
lenskra kvenna frá upphafi byggðar
fram á okkar dag.
Fjölskrúðugt safn
Kvennasögusafnið geymir fjöl-
skrúðugar heimildir. Þarna eru
skjalaskápar fullir af úrklippum,
bréfum, skjölum, samningum og
ýmsum öðrum gögnum, sem snerta
sögu kvenna, allt flokkað niður eft-
ir efni. í hillum eru bækur og tíma-
rit, uppsláttarrit jafnt á íslensku
sem erlendum tungum og undir
hillunum pappakassar fullir af
óflokkuðu efni. Einn kassinn var til
að mynda fullur af sýningarskrám
íslenskra myndlistarkvenna.
Þó þarna sé að finna hin margvís-
legustu gögn er röð og regla á öllu,
að minnsta kosti í kollinum á Önnu,
því hún virðist geta gengið að öllu á
vísum stað. En spjaldskráin er ekki
bara inni í höfðinu á Önnu, því
frammi á gangi er fullkomin skrá
yfir þann hluta safnsins, sem búið
er að flokka.
Safnið er að mestu geymt í tveim-
Launataitar V. R. frá 1. febriíar 1003
3. gr.
A-liður.
1. flokkur (karlar): Skrifstofustjórar
og fulltrúar 1. floJcks:
Byrjunarlaun kr. 7193.00
Eftir 1 ár — 7378.00
Eftir 2 ár - 7562.00
Eftir 3 ár - 7746.00
Eftir 4 ár - 7933.00
2. flokkur (karlar): Atalbókarar, adal-
gjaldkerar, er hafa fullkomna bók-
fœrsluþekkingu, sölustjórar, fuUtrúar
II. flokks og bréfritarar, sem sjálfir
geta annast bréfaskriftir á erlendum
tnngumálum:
Byrjunarlaun kr. 5635.00
Eftir 1 ár - 6083.00
Eftir 2 ár - 6454.00
Eftir 3 ár - 6824.00
Eftir 4 ár - 7193.00
.1. flokkur (karlar): Bókarar II. flokks,
sölumenn úti og inni og gjaldkerur II.
flokks:
-ftyrjtmnrlttun
Eftir 1 ár
Eftir 2 ár
Eftir 3 ár
Eftir 4 ár
4. flokkur: AðstoZarfólk í skrifstofum.
a. Skrifstofumenn (karlar) með verzl
unarskóla- eöa hliöstœöa menntun,
bókarar og gjaldkerar:
Byrjunarlaun kr. 4165.00
Eftir 1 ár
Eftir 2 ár
Eftir 3 ár
Eftir 4 ár
llraöritarar (konur):
Byrjunarlaun kr. 4437.00
Eftir 1 ár — 4672.00
Eftir 2 ár - 4954.00
Eftir 3 ár — 5239.00
Eftir 4 ár 5516.00
b. Vélritarar (konur og karlar), sem
vinna að bréfaskriftum á erlendum
tungumálum og annaó aðstofiarfólk
me3 3ja ára starfsreynslu:
Byrjunarlaun kr. 3514.00
Eftir 1 ár —• 3873.00
Eftir 2 ár . 4229.00
Eftir 3 ár - 4580.00
Eftir 4 ár 4932.00
kr. 4982.00
— 5193.00
— 5548.00
— 5912.00
— 6225.00
- 4411.00
— 4657.00
— 4901.00
— 5161.00
c. Byrjerulur og þeir, sem eru yngri
en 18 ára, konur og karlar:
Byrjunarlaun kr. 3212.00
Eftir 1 ár — 3556.00
Eftir 2 ár — 3894.00
5. flokkur: Scndisvcinar:
1972.00
til 2364.00
B-iiður.
/. flokkur, a. Verzlunar- og deildar-
stjórar (karlar):
Byrjunarlaun kr. 6129.00
Eftir 1 ár — 6422.00
Eftir 2 ár — 6701.00
b. Verzlumir- og deildarstjórar (kon-
ur):
Byrjunarlaun kr. 5558.00
Eftir 1 ár - 5959.00
Eftir 2 ár — 6250.00
2. flokkur: Afgreiðslumenn meö verzl-
ttnarskóla- eða hUðstceða menntun^
eða 3ja ára starfsreynslu:
Byrjunarlaun kr. 5045.00
Eftir 1 ár — 5480.00
Eftir 2 ár - 5765.00
3. flokkur: Aörir afgreiÓslumenn:
Byrjunarlaun kr. 4201.00
Eftir 1 ár — 4658.00
Eftir 2 ár — 5045.00
‘t.flokkur, a. Afgrevóslustúlkur mcÖ
verzlunarskóla- eÖa hliöstœöa menntun :
Byrjunarlaun kr. 3907.00
Eftir 6 mán. — 4186.00
Eftir 1 ár - 4752.00
Eftir 2 ár - 4847.00
b. Aörar afgreiðslustúlkur:
Byrjunarlaun kr. 3269.00
Eftir 6 mán. — 3652.00
Eftir 1 ár - 4310.00
Eftir 2 ár - 4607.00
Eftir 4 ár - 4809.00
Eftir 5 ár - 4847.00
5. flokkur: Unglingar að 16 ára aldrí:
Byrjunarlaun kr. 2625.00
Eftir 1 ár 2917.00
Eftir 2 ár - 3177.00
6. flokkur: Sendisveinar.
1972.00
til 2364.00
Afgreiðslust. í söluturnum.
Afgrciðslustúlkur með verzlunarskóla•
eöa hliöstœÖa menntun:
Tvískipt vakt:
Byrjunarlaun kr. 4064.00
Eftir 6 mán. — 4353.00
Eftir 1 ár — 4941.00
Eftir 2 ár — 5041.00
Þriskipt vakt:
Byrjunarlaun kr. 2709.00
Eftir 6 mán. — 2902.00
Eftir 1 ár — 3294.00
Eftir 2 ár — 3361.00
Aðrar afgreiðslustúlkur:
Tvískipt vakt:
Byrjunarlaun kr. 3401.00
Eftir 6 mán.
Eftir 1 ár
Eftir 2 ár
Eftir 4 ár
Eftir 5 ár
— 3798.00
— 4482.00
— 4792.00
5001.00
— 5041.00
Þrískipt vakt:
Byrjunarlaun kr. 2267.00
Eftir 6 mán.
Eftir 1 ár
Eftir 2 ár
Eftir 4 ár
Eftir 5 ár
— 2532.00
— 2988.00
— 3195.00
— 3334.00
— 3361.00
Afgreiðslust. i apótekum.
a. Nemar, 3ja ára námstími:
Byrjunarlaun kr. 3269.00
Eftir 6 mán — 3652.00
Eftir 1 ár — 4310.00
Eftir 2 ár — 4607.00
b. Lærðar aðstoðarstúlkur eftir 3ja
ára námstíma með 2ja vetra bóklcgu
námi:
1. ár kr. 5045.00
2. og 3. ár — 5285.00
4. ár — 5406.00
c. Aðrar afgreiðslustúlkur taki laun
samkvæmt hinum almenna samningi
V. R. við vinnuveitendur, B-lið 4.
fl. a eða b, eftir því sem við á (sjá
taxta hér á undan).
Einsog sjá má á meðfylgjandi myndþá er ekkiýkja langt síðan gert var upp á milli kvenna og karla ílaunasamn-
ingum. Myndin er af launasamningi verslunarmanna í Reykjavík frá 1. febrúar 1963. Fyrstu þrír flokkarnir eru
eingöngu œtlaðir körlum. Konur komast fyrst á blað í 4. flokki. Sé litið á B-lið taxtanna, sjáum við að sérstakir
samningar eru fyrir karla sem eru verslunar- og deildarstjórar, en aðrir gilda fyrir konur í sömu stöðum.
Þó vissulega sé búið að leiðrétta misrétti á opinberum pappírum, einsog þessum launataxta, sýndi nýgerð
könnun, að í raun gildir sama misréttið ennþá í samfélaginu. Konur og karlar í sömu stöðum eru langt frá að
vera með sömu laun.
Anna Sigurðardóttir, forstöðumaður Kvennasögusafns íslands.
ur herbergjum. í öðru eru úrklipp-
urnar, tímaritin, skjölin, bréfin og
ýmislegt sem snertir sögu kvenna á
einn eða annan hátt. í hinu herberg-
inu eru fyrst og fremst bækur um
og eftir konur, flokkað niður i ljóð,
leikrit, ævisögur o. s. frv. Á gangin-
um eru svo auk spjaldskrárinnar
skáldsögur eftir íslenskar konur,
auk þess sem einstaka íslensk skáld-
saga eftir karlmann fær að fljóta
með, fjalli hún um konur.
Hlutverk safnsins
Kvennasögusafnið þjónar ákaf-
lega veigamiklu hlutverki, því
þarna er á einum stað hægt að
ganga að flestum heimildum um líf
og sögu kvenna á íslandi í gegnum
aldirnar. Sú hefur líka verið raunin
að stærstur hluti gestanna er þarna
í þeim tilgangi að verða sér úti um
heimildir, sem hvergi annarsstaðar
er að finna. Þetta eru fyrst og
fremst skólakrakkar, mest úr
menntaskólum og fjölbraut, en
einnig úr Háskólanum. Fræðimenn
leita líka fanga í safninu og þó
nokkuð er um að safninu berist bréf
erlendis frá, þar sem beðið er um
heimildir varðandi eitt og annað i
sögu íslenskra kvenna.
í fyrra voru gestir safnsins 275
talsins og komu margir þeirra oftar
en einu sinni. Þessi fjöldi sýnir að
þörfin fyrir svona safn er fyrir
hendi, þrátt fyrir það hefur gengið
erfiðlega að fá hið opinbera til að
styðja þessa starfsemi. Á þessu ári
Framhald á bls. 11
Kosningaréttur
íslenskra kvenna
Byggt á Ártölum og áföngum í sögu íslenskra
kvenna frá 1746—1975, eftir Önnur Sigurðar-
dóttur,
1882: Konur, sem eiga með sig sjálfar, fá kosninga-
rétt, sbr. lög nr. 10,12. maí 1882,3. gr.: Ekkj-
ur og aðrar ógiftar konur, sem standa fyrir
búi, eðaá einhvern hátt eiga með sig sjálfar,
skulu hafa kosningarétt, þegar kjósa á í
. hreppsnefnd, sýslunefnd, bæjarstjórn og á
safnaðarfundum, ef þær eru 25 ára og að
öðru leyti fullnægja þeim skilyrðum, sem
lög ákveða fyrir þessum réttindum.“
1886: Konur sem með lögum nr. 10, 12. maí 1882,
fengu kosningarétt við hreppsnefnda- og
sóknarnefndakjör o. fl., fá nú kosningarétt
við prestkosningar.
1902: Konur sem fengu kosningarétt 1882 fá nú
loks kjörgengi til sveitarstjórna og sóknar-
nefnda.
1915: íslenskar konur og hjú fá kosningarétt til Al-
/ þingis með stjórnskipunarlögum. Er miðað
við 40 ára aldur, en skyldi aldursmarkið
lækka um eitt ár næstu 15 árin.
1920: Með stjórnarskrá konungsríkisins ísland, fá
íslenskar konur og hjú full pólitísk réttindi
25 ára.