Alþýðublaðið - 30.05.1985, Qupperneq 15
32: Filippseyjar
Frelsishreyfing Moro-þjóðarinnar
hefur 4—5000 manns undir vopn-
um á suður-eyjunum. Hefur farið
halloka en í staðinn hefur risið upp
ný skæruliðahreyfing, Nýi þjóðar-
herinn með 10—15.000 manns und-
ir vopnum. Berst gegn stjórn Mar-
cos um allar eyjarnar.
33. Austur-Tímor,
Indónesíu
Frelsishreyfingin Fretelin hefur far-
ið halloka en berst þó áfram.
34: Nýja-Kaledónía
Frumbyggjarnir vilja sjálfstæði frá
nýlendustjórn Frakka. Franskætt-
aðir íbúar vilja áframhaldandi sam-
band við Frakkland. Báðir aðilar
hafa hafnað málamiðlunarsam-
komulagi Frakka og blóðug átök
hafa átt sér stað.
Hingað til hefur mönnum nœgt að
berast á banaspjótum ájörðu niðri.
Nú situr Hvell-Geiri við stjórnvöl-
inn.
Suður-Afríka 1985.
Stríð
sem
er
lokiö
1: Kúba
Borgarastyrjöld 1952—59. Kastró
komst til valda. Grísaflóainnrásin
frá Bandaríkjunum 1961 mistókst.
2: Dóminikanska
lýðveldið
Innrás frá Bandaríkjunum 1965.
3: Venezuela
Skæruliðaátök frá 1962 til loka átt-
unda áratugarins.
4: Chile
Margendurtekin landamæraátök
við Argentínu. Herforingjabylting
1973.
5: Bólivía
Borgarastríð á sjöunda og áttunda
áratugnum. Fjöldi herforingjabylt-
inga.
6: Úrugvaí
Túbamaros-skæruliðar virkir á átt-
unda áratugnum.
7: Argentína
Landamæraerjur við Chile. Skæru-
liðaátök. Ógnarstjórn herforingja á
árunum 1977—82.
8: Falklandseyjar
Styrjöld milli Bretlands og Argen-
tínu 1982.
9: Tékkóslóvakía
Innrás Sovétmanna 1968.
10: Ungverjaland
Innrás Sovétmanna 1956.
11: Tyrkland
Borgarastyrjöld sem leiddi til her-
foringjabyltingar 1980.
12: Grikkland
Borgarastyrjöld 1946—49 með
íhlutun Breta og Bandaríkjanna.
Herforingjabylting.
13: Kýpur
Styrjöld milli tyrkneskra og grískra
íbúa eyjarinnar. Tyrknesk innrás
1974.
14: Alsír
Frelsisstríð gegn Frökkum 1954
—62.
15: Líbýa
Landamærastríð við Túnis og
Egypta. Síðast 1977.
16: Eayptaland
Súes-stríðið 1956. Stríð við ísrael
1948, 1967 og 1973.
17: Guinea-Bissau
Frelsisstríð við Portúgali 1963—
1974.
18: Nígería
Bíafrastríðið 1967-270.
19: Sómalía
Stríð við Eþiópíu 1980.
20: Kenýa
Mau-mau-hreyfingin herjaði á
bresku nýlenduherrana fyrir sjálf-
stæðið 1964.
21: Madagaskar
Stríð við frönsku nýlenduherrana
1947—48. Borgarastyrjöld 1971
—72.
22: Jemen
■ Landamærastríð milli Norður- og
Suður-Jemen. Borgarastyrjöld í N-
Jemen með egypskri innrás á sjö-
unda og áttunda áratugnum. Bresk
innrás í S-Jemen 1956—60.
23: Oman
Borgarastríð 1965—75.
24: Indland/Pakistan
Stríð milli Indlands og Pakistans
1947—48, 1965 og 1971.
25: Indland/Kína
Landamærastríð 1962, ’67, ’71 og
’75.
26: Indland/
Bangladesh
Stríðið 1971 endaði með því að
Austur-Pakistan lýsti yfir sjálf-
stæði sínu með hjálp Indverja.
27: Kína
Borgarastyrjöld 1945—1949. Al-
þýðulýðveldið Kína undir stjórn
Maos stofnað upp úr því.
28: Kórea
Stríð milli Norður- og Suður-Kóreu
1950—’ 53.
29: Indókína
Frelsisstríð við Frakka 1945—54.
Borgarastríð milli Norður- og Suð-
ur-Víetnam eftir 1954. Bandarísk
íhlutun í styrjöldina 1961—75. Laos
og Kambútsea dregin inn í styrjöld-
ina.
30: Indónesía
Frelsisstríð gegn Hollendingum
1945—49. Fjöldamorð á kommún-
istum og öðrum stjórnarandstæð-
ingum 1965. Fjöldi hinna myrtu
ónákvæmur, en var örugglega fleiri
hundruð þúsund.