Alþýðublaðið - 30.05.1985, Page 16

Alþýðublaðið - 30.05.1985, Page 16
16 Fimmtudagur 30. mai 1985 Einusinni var kóngur, sem gekk undir nafninu Jóhann landlausi. Það liggur í augum uppi hvers vegna hann var kallaður það. En á öðrum tíma var uppi stórsöngvari, sem var kallaður Jubal viljalausi og nú skulum við fá að heyra hvernig á því stóð. Hann hét Klang í höfuðið á föður sínum hermanninum, og það var hljómur í nafninu. Náttúran hafði líka gefið honum sterkan vilja, sem sat einsog járnstöng í mænunni og það var rausnarleg gjöf, sem bar að hlúa að i lífsbaráttunni. Strax sem kornabarn þegar hann lærði að tala kallaði hann ekki sjálfan sig „hann“ einsog hinir pjakkarnir, heldur talaði hann strax um sig sem „ég“. „Þú ert ekkert ég!“ sagði gamla fólkið. Þegar hann var orð- inn örlítið stálpaðri tjáði hann vilja sinn með því að segja „ég vil“. En þá var honum svarað: „Þú hefur engan viljaþ og „Vilji þinn vex á trjánum". Auðvitað var þetta vanhugsað af hermanninum, en hann vissi ekki betur því hann var hermaður og hafði vanist því að vilja bara það sem hershöfðinginn vildi. Klang unga fannst skrýtið að „hafa engan vilja“, þó hann hefði mjög sterkan slíkan, en svo varð að vera. Dag nokkurn þegar hann var nær fulltíða, spurði faðirinn hann: „Hvað viltu verða?“ Drengurinn hafði ekki hugmynd um það enda löngu hættur að vilja nokkuð þar sem það var bannað. Vissulega hneigðist hann að tónlist- inni, en það þorði hann ekki fyrir sitt litla líf að segja, því hann var viss um að þá yrði reynt að sporna við þeirri tilhneigingu hans. Hann svaraði því einsog hlýðinn sonur: „Ég vil ekkert“ — Þá geristu víntappari! sagði faðirinn. Hvort ástæðan var sú að faðirinn var kunnugur einhverjum víntapp- ara eða vegna þess að vínið hafði svona sterkt aðdráttaraf) á hann er ekki gott að segja. Hver sem ástæð- an var þá var Klang unga komið fyrir niðri i vínkjallara og þar leið honum ágætlega. Það var höfgur ilmur af rauðu lakki og frönsku víni þarna niðri og þar voru stórar hvelfingar einsog í kirkju. Þegar hann sat við ámuna og rautt vínið fossaði varð lund hans svo létt að hann byrjaði að raula allslags vísur, sem hann hafði heyrt. Vertshúseigandinn, sem Iifði í vini, hafði yndi af söng og glaðværð og lét því unglinginn afskiptalaus- an; það tók undir í hvelfingunum. Og þegar hann þandi rödd sína í „Dýpstu kjallarahvelfingu“, dróg- ust viðskiptavinir að og það líkaði vertshúseigandanum. Svo einn góðviðrisdag bar far- andsölumann, sem var fyrrverandi leikhússöngvari, að garði. Þegar hann heyrði til Klang varð hann svo uppnuminn að hann bauð honum út að skemmta sér um kvöldið. TRYGGIR ÞER ÞÆGINDI FYRSTA SPOLINN Bíll frá Hreyfli flytur þig þægilega og á réftum tíma á flugvöllinn. Þú þantar fyrirfram Víð hjá Hreyfli erum tilbúnir að flytja þig á Keflavíkurflugvöll á réttum tíma i mjúkri límosinu. Málið er einfalt Þú hringir i síma Ó8-55-22 og greinir frá dvalarstað og brottfarartima. Við segjum þér hvenær bíllinn kemur. Eltt gjald fyrir hvern farþega Við flytjum þig á notalegan og ódýran hátt á flugvöllínn. Hver farþegi borgar fast gjald. Jafnvel þótt þú sért einn á ferð borgarðu aðeins fastagjaldið. Viö vekjuiri þig Ef brottfarartírni er að morgni þarftu að hafa samband viö ollur milli kl. 20:00 og 23:00 kvöldið áður. Við getum séð um að vekja þig með góðum fyrirvara. ef þú óskar. Þegar brottfarartimi er siðdegis eða að kvöldi nægir að hafa samband við okkur milli kl. 10:00og 12:00 sama dag. UREYFÍL/. Ó85522 Og þeir fóru í keiluspil, þeir borðuðu krabba með dilli, þeir drukku púns og fyrst og síðast sungu þeir. Eftir að nokkrum glösum hafði verið lyft og þú-skálin drukkin, sagði farandsalinn: — Hversvegna ræðurðu þig ekki að leikhúsinu? — Ég? svaraði Klang, ekki get ég það? — Þú átt að segja: ég vil! þá geturðu það. Þetta var ný viska fyrir Klang, því frá þriggja ára aldri hafði hann hvorki notað orðið „ég“ né „vil“. Nú orðið þorði hann ekki að hafa vilja eða óska sér neins og hann frá- bað sig frekari freistingum. En farandsalinn kom aftur, margsinnis, og hafði með sér stór- söngvara. Freistingin varð of mikil og Klangurinn gerði upp hug sinn kvöld eitt þegar raunverulegur prófessor hafði klappað honum lof í Iófa. Þá kvaddi hann vertshúseigand- ann og lyfti skál í þakklætisskyni við vin sinn farandsalann, sem hafði gefið honum sjálfsálitið og viljann aftur; „viljann, þessa járn- stöng í mænunni, sem lætur mann- inn vera uppréttan svo hann falli ekki á fjóra fætur“. Og aldrei myndi hann gleyma vini sínum, sem hafði kennt honum að trúa aftur á sjálfan sig. Svo fór hann og kvaddi föður og móður. — Ég ætla að verða söngvari! sagði hann svo það bergmálaði í kotinu. Faðirinn leitaði að hrísvendinum og móðirin grét; en allt kom fyrir ekki. — Týndu ekki sjálfum þér sonur minn! voru síðustu orð móður hans. Klang unga áskotnuðust pening- ar svo hann gat ferðast til framandi landa. Þar lærði hann að syngja rétt eftir settum reglum og á -nokkrum árum varð hann að reglulegum stór- söngvara. Græddist fé og fékk eigin stjórnanda, sem sá um að sviðsetja fyrir hann. Nú blómstraði vinurinn Klang og nú gat hann bæði sagt ég vil og ég skipa. Sjálfið hans tók vaxtakipp og varð yfirnáttúr legt að stærð, og hann þoldi engin önnur ég í návist sinni. Hann neitaði sér ekki um neitt og hann afneitaði sér engu heldur. En nú þegar hann snéri aft- ur til heimalands síns, upplýsti stjórnandinn hann um að það væri ekki hægt að heita Klang þegar maður væri orðinn stórsöngvari; hann yrði að taka sér virðulegra nafn, helst erlent, því sú var venjam „Hinn Stóri“ átti í stríði við sjálf- an sig því að skipta um nafn var alls ekki auðvelt, það bar of mikinn keim af þv.í að afneita föður sínum og móður, og gat Iitið illa út. En ef það var venjan þá: varð það svo að vera. Hann grandskoðaði Biblíuna í leit að réttu nafni, því þar voru þau. Og þegar hann rakst á Jubal, „Son Lanehs, sem fann upp á allslags leikjum", tók hann það. Þetta var gott nafn og þýðing þess úr hebresku var Básúna. Þar sem stjórnandinn var Englendingur vildi hann að Klang tæki sér titilinn Sir og það gerði hann Sir Jubal sem sagt. Þetta var jú allt ósköp saklaust, þar sem slík var venjan, samt sem áður var það undarlegt að með nýja nafninu var Klang allur annar mað- ur. Það var einsog fortíðin væri út- þurrkuð og Sir Jubal hafði á til- finningunni að hann væri borinn og barnfæddur Englendingur, talaði með hreim, safnaði börtum og gekk með hálstau; já köflóttu fötin uxu út af sjálfu sér einsog börkurinn á trjánum; hann varð stífur í fram- göngu og heilsaði með öðru auga; snéri sér aldrei við þegar kunnugir kölluðu á eftir honum á götu og hann stóð alltaf í miðjum sporvagn- inum. Hann þekkti varla sjálfan sig aft- ur! Nú var hann aftur sestur að í heimalandi sínu og orðinn stór- söngvari við Óperuna. Hann lék konunga og spámenn, frelsishetjur og púka og hann var svo góður leik- ari að hann hélt sig vera þá sem hann túlkaði. Dag einn þegar hann v^r á gangi

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.