Alþýðublaðið - 30.05.1985, Qupperneq 20
20
‘ ' oft e'kkí annað sagt én að
kvenfólk megi aldrei um frjálst
höfuð strjúka,ekki einu sinni á
þeim dögum, sem nefndir eru
hvíldardagar . . . Víða eru
kaupakonur látnar þjóna kaupa-
mönnum. Hún situr því oft við
þvott eða staglar í skóræfla, þeg-
ar kaupamaðurinn hrýtur í rúmi
sínu . . . út yfir tekur þó þegar
daglaunahjú þessi ganga á vot-
engi. Allir, sem snert hafa á orfi
og hrífu, hljóta að játa, að mun
erfiðara sé að raka en slá á vot-
engi, ef jafnt er haldið áfram, þar
að auki er rakstur mun óþokka-
legri vinna og fer margfalt verr
með föt. Það er því hart, þegar
sá, er hefur þá vinnuna, sem er í
alla staði verri og stendur þó
jafnlengi að verki, hefur hálfu
minna kaup, og verður þó stund-
um allt fyrir það að klæða þann
kaupdýrari úr fötunum að kvöldi
ogþjónahonum . . . Ef litiðertil
heyþurrks, þá eru kvenmenn
vanalega eins duglegir við hann
og karlmenn. Við heyband eru
þær og liðugri í dreifum, enda
vilja flestir bindingamenn heldur
hafa kvenmann með sér en karl-
mann. Þegar þetta er athugað
greinilega, hljóta allir að sjá, að
konur eru við mörg heyverk jafn-
duglegar sem karlar.
Og síðan bætir Hermann Jónasson
við:
Af hverju kemur þá hinn mikli
mismunur á kaupinu?
Bríet gefur út Kvennablaðið á
árunum 1895—1919. Ýmsir, bæði
karlar óg könúr, 'Sfcnáú gréinár ý’’
blaðið. Mörgum skynsömum karl-
manni blöskraði oft ósanngirnin
gagnvart vinnukonunum. Árið 1910
skrifaði Friðrik Ásmundsson
(Brekkan) grein í Kvennablaðið.
Hann segir þar m.a.:
Þótt ég sé karlmaður, þá hefi ég
þó oft hugsað um þann mikla
mun, sem gerður er á karli og
konu í lífinu; misréttið gengur
þar eins og rauður þráður frá
æðstu stétt til hinnar lægstu, . . .
Friðrik álítur að margir telji jafn-
rétti kvenna og karla sjálfsagðan
rétt, en mjög mikið misrétti eigi sér
stað í sveitunum, hvað snertir kaup-
gjald og vinnutíma, einkum þann
tíma ársins sem útiverk standa yfir.
Og hann heldur áfram:
Almennast er að kvenfólk vinni
úti jafnlangan tíma og karlmenn,
þó kaupið sé oft og tíðum ósann-
gjarnlega mikið lægra; en þar
með er ekki búið; þegar inn í bæ-
inn kemur og frístundir eru fyrir
karlmennina, þá verða stúlkurn-
ar að fara að „þjóna”, þ.e. að þvo
sokkaplögg og vettlinga karl-
mannanna og bæta og „stoppa”
föt þeirra og svo náttúrlega að
hugsa um sín eigin föt, sem oft og
tíðum verða að sitja á hakanum,
því tíminn er svo naumur og eitt-
hvað af nóttunni verða þær þó að
sofa.
Þetta virðist nú vera nokkuð
skrýtið. Karlmenn eru taldir mik-
ið duglegri og hafa þar af leið-
andi mikið hærra kaup, en þó
hafa þeir mikið styttri vinnutíma
en kvenfólk. En það er vaninn,
sem hefir helgað þennan ósið, svo
Nv lína
Hjólkoppar 12“ 13“ 14“.
Verð frá kr. 1995.-
Krómhringir 12“ 13“
Verð kr. 2200.-
G\varahlutir
■ Hamarshöffta 1
Hamarshöfða 1
Simar 3651 Oog 83744
abriel
Höggdeyfar
Standard............kr.
Red Rider ..........kr.
Striders............kr.
Stýrisdemparar .... kr.
Adustable E.........kr.
M. Pherson..........kr.
Loftdemparar.......kr.
Póstsendum.
Gerið verðsamanburð.
G%varahlutir
Hamarshöfða 1
Simar 36510 og 83744
545.
690.
855.
770.
1335.
1490.
2220.
Fimmtudagur 30. maí 1985
að Staðarfelli
Elfa Björnsdóttir ásamt Guðmundi Vestmann, forstöðumanni meðferðar-
heimilisins að Staðarfelli.
að fléstum éðá ’öllum húsbænd-
um finnst ekki til um það, þó að
þeir leggi það á annað hjúa sinna,
sem þeir hlífa hinu við, þrátt fyrir
óréttlætið sem í því felst.
Hvenær þessi siðvenja var með
öllu lögð niður er mér ekki kunn- .
ugt, en Iífseig mun hún víða hafa
verið. í einu byggðarlagi, Árnes-
sýslu, mun mál, sem kaupakona
sótti og vann fyrir dómstólunum
árið 1917, hafa stuðlað að því að
kaupakonur a.m.k. sluppu við
þjónustubrögð.
Vegir auglýs
inganna
eru . . .
Það er hart slegist um peninga
landsmanna um þessar mundir.
Bankarnir keppast við að gera
sparifjáreigendum gylliboð og
verslanir og ýmis þjónustufyrir-
tæki láta ekki sitt eftir Iiggja í
stríðinu. En það eru ekki bara
þeir, sem geta boðið gull og græna
skóga í staðinn fyrir peningana,
sem taka þátt í leiknum, því opin-
berir aðilar, sem bjóða bara upp á
skuldakvittun eru engir eftirbátar
hinna. Ríkisútvarpið hefur verið
ötult við þá iðju við innheimtu af-
notagjalda sinna og oftsinnis
stungið öllum öðrum ref fyrir rass
hvað frumlegheit varðar, stund-
um svo að enginn hefur skilið upp
né niður í uppátækinu. En nú er
gjaldheimtan farin að blanda sér í
stríðið líka. Hingað til hafa þeir
látið nægja að tilkynna gjalddaga
pent í tilkynningatíma rásar eitt.
Akurnesingar sáu að við svo búið
mátti ekki standa og ákváðu að
auglýsa duglega í rás tvö og minna
gleymna Skagamenn á að borga
keisaranum það sem keisarans er.
í sjálfu sér er ekkert kyndugt við
þetta uppátæki, ef málum væri
ekki þannig hagað að hlustunar-
skilyrði fyrir rás tvö á Skaganum
eru afar slæm, svo flestir bæjar-
búar eru löngu búnir að gefast
upp á að meðtaka hinn engil-
saxneska boðskap rásarinnar í
gegnum surgið og hafa útvarpið
bara stillt á rás eitt. Það er því
hætt við að gjaldheimtan á Akra-
nesi hafi farið í geitarhús rásar tvö
í leit að gulli.
Ertu tæpur
1 UMFERÐINNI
án þess að vita það?
örvandi lyf og megrunarlyf
geta valdið því.
ú®
Nýlega var stofnað styrktarfélag
Staðarfells á fjölmennum fundi á
Hótel Loftleiðum. Meðal stofnfé-
laga eru einkum fyrrum vistmenn á
meðferðarheimili SÁÁ að Staðar-
felli í Dölum, aðstandendur þeirra
og margir velunnarar. Félaginu er
ætlað, að styrkja starfsemina að
Staðarfelli, sem þegar hefur sannað
ágæti sitt. Rúmlega tólf hundruð
einstaklingar hafa verið í eftirmeð-
ferð að Staðarfelli vegna alkahól-
isma og hafa margir þeirra snúið lífi
sínu til betri vegar.
Félagar í nýstofnuðu styrktarfé-
lagi hafa ekki setið aðgerðarlausir.
Félagið var stofnað 21. apríl síðast-
liðinn og í maímánuði héldu stjórn-
armenn vestur að Staðarfelli með
þrjátíu rúm, sem þeir færðu með-
ferðarheimilinu að gjöf.
Mikill hugur er í félagsmönnum
og dagana 21. til 23. júní næstkom-
andi verður haldin fjölskylduhátíð
að. Staðarfelli og þar ætla fyrrum
vistmenn, aðstandendur og aðrir
velunnarar staðarins að samgleðj-
ast með glæsibrag í gjörbreyttu lífi.
Leggjum ekki af staö i feröalag í lélegum bíl eöa illa útbúnum.
Nýsmurður bíll meö hreinni oliu og yfirfarinn t.d. á smurstöð er lík-
legur til þess aö komast heill á leiöarenda.
yUMFERDAR
rAð
Söluskattur
Hér með úrskurðast lögtak fyrir vangreiddum
söluskatti sem í eindaga er fallinn og álagður er
í Kópavogskaupstað. Fer lögtakið fram að liðnum
8 dögum frá birtingu úrskurðar þessa.
Jafnframt úrskurðast stöðvun atvinnurekstrar
þeirra söluskattsgreiðenda sem eigi hafa greitt
ofangreindan söluskatt. Verður stöðvun fram-
kvæmd að liðnum 8 dögum frá birtingu úrskurðar
þessa.
Bæjarstjórinn í Kópavogi
22.mai 1985.
Reyndu reykostinn
með
ávöxtum Vátf
- eða brauðmat.
Rcykostur er réttuefndur fulltrúi Norðurlanda
í ábætisostaflokknum okkar - þakinn dillfræjum
og gefið reykbragð með rcyksalti.
Hvor tveggja ævaforn hefð í norrænni matreiðslu
(samanber islenska hangikjötið og sænska gravlaxinn).
Jafnvígur á veisluborðinu scm hversdags.
Ábœtisostur IRP sem vert er að gefa gaum!