Alþýðublaðið - 07.02.1987, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.02.1987, Blaðsíða 1
Laugardagur 7. febrúar 1987 26. tbl. 68. árg. Gylfi Þ. Gíslason 70 ára Gylfi Þ. Gíslason er 70 ára í dag. Þetta blað er að mestum hluta helgað afmœli hans. Birtar eru rœður, sem Gylfi hefur flutt við ýmis tœkifœri, svo og myndir úr starfi hans og lífi. Einnig eru birtar afmœliskveðjur. Nokkrar kveðjur bárust svo seint, að ekki reyndist unnt að komaþeim íblaðið, og verðaþœr birtar eftir helgi. Þetta eintak Alþýðublaðsins er prentað í 25 þúsund eintök- um og því dreift mjög víða. Framboðslisti Alþýðuflokksins í Reykjavík Á fundi fulltrúaráðs Al- þýðuflokksfélaganna í Reykjavík á fimmtudags- kvöld var framboðslisti Alþýðuflokksins vegna væntanlegra Alþingis- kosninga samþykktur. Listinn fer hér á eftir: 1. Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar 2. Jóhanna Sigurðardóttir, alþm., varaform Alþýðuflokksins 3. Jón Baldvin Hannibalsson, alþm., formaður Alþýðu- flokksins 4. Lára V. Júlíusdóttir, lögfrœð- ingur Alþýðusambands Islands 5. Jón Bragi Bjarnason, lífefna- fræðingur 6. Björgvin Guðmundsson, fram- kvœmdastjóri 7. Margrét Heinreksdóttir, frétta- maður 8. Hinrik Greipsson, form. Sambands ísl. bankamanna 9. Jóna Möller, kennari 10. Óttar Guðmundsson, yfir- lœknir SÁÁ 11. Björn Björnsson, hagfrœðing- ur Alþýðusambands Islands 12. Aðalheiður Fransdóttir, fisk- verkakona, trúnaðarmaður, Granda 13. Sigþór Sigurðsson, form. nem. fél. Fjölbr.sk. í Breiðholti 14. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, kennari 15. Valgerður Halldórsdóttir, há- skólanemi 16. Bjarni Sigtryggsson, aðstoðar- hótelstjóri Sögu 17. Hildur Kjartansdóttir, varafor- maður Iðju 18. Regína Stefnisdóttir, hjúkrun- arfrœðingur 19. Ragna Bergman, form. Verka- kvennafélagsins Framsóknar. 20. Pálmi Gestsson, leikari 21. Sigurlaug Kristjánsdóttir, tœkniskólakennari 22. Alfreð Gíslason, handknatt- leiksmaður 23. Björg Kristjánsdóttir, húsmóð- ir 24. Jóhanna Vilhelmsdóttir, skrifstm., stjórnar maður í VR 25. Lýður S. Hjálmarsson, nemi, í stjórn Öryrkjabandalagsins 26. Olafur Ágústsson, verkamaður 27. Guðrún Hansdóttir, banka- starfsmaður Framh. á bls. 3 Kaup á sunium vörum ákvanðast af því sem stendur á botninum. Viðbit með fjölómettaðri fitu á stöðugt vaxandi gengi að fagna vegna þess að fjölmargir telja harða fítu lítt holla. AKRABLÓMI hefur hærra hlutfall af fjölómettuðum jurtaolíum en almennt gerist í viðbiti - þess vegna færðu hann mjúkan úr ísskápnum beint á brauðið - í steikinguna, baksturinn og matseldina. Kynntu þér hvað stendur á botni öskjunnar um hlutfall harörar og fjölómettaðrar fitu. iMwgB Hiklaus kaup þeirra sem hugsa um hollustuna -og verðið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.