Alþýðublaðið - 07.02.1987, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 07.02.1987, Blaðsíða 7
Laugardagur 7. febrúar 1987 7 GYLFI Þ. GISLASON 70 ÁRA einstaklingnum til alls sem lifir fimmtíu árin í sögu Alþýðuflokksins eru liðin. Önnur koma á eftir. Enginn veit, hvað þau bera í skauti sínu. Okkur og þeim, sem á eftir koma, ber helg skylda til þess að halda áfram barátt- unni fyrir frelsi og rétti, hagsæld og hamingju. Þegar Alþýðuflokkurinn hófgöngu sínafyrir fimmtíu árum, var fátæktin stærst vandamála, og rétt- leysi lítilsmagnans, umkomuleysi oln- bogabarnsins. Allt þetta hefur breytzt. Nú komumst við öll sómasamlega af. Verkamaðurinn og sjómaðurinn, iðn- aðarmaðurinn og bóndinn njóta virð- ingar í starfi sínu, þjóðfélagið hefur viðurkennt skyldur sínar við gamalt fólk og börn, þeir, sem eru sjúkir eða standa með einhverjum hætti höllum fæti í lífsbaráttunni, eiga rétt á sjálf- sagðri aðstoð samfélagsins, allir eiga jafnan rétt til menntunar. Auðvitað skortir enn mikið á, að við höfum náð eins langt á öllum þessum brautum og við kjósum. Þess vegna bíða okkar mörg og stór verkefni. En við erum á- réttri leið að þessu leyti. Og vísindi og tækni eiga enn eftir að færa okkur nýj- ar framfarir og nýja velmegun á næstu árum og áratugum og munu auðvelda okkur að gera þjóðfélagið betra og rétt- látara. Einmitt nú, á hálfrar aldar afmæli Alþýðuflokksins, á fimmtíu ára afmæli flokks íslenzkra jafnaðarmanna, lang- ar mig til þess að minna á og undir- strika, hver hlýtur ávallt að vera og verða kjarninn í allri baráttu jafnaðar- manna í stjórnmálum og félagsmál- um. Auðvitað er aukin velmegun mik- ilvæg. Auðvitað er bætt mentun mikils virði. Auðvitað eru betri og stærri skip, nýjar og fullkomnari verksmiðjur og þægilegri og glæsilegri búðir æskileg- ar. En einu megum við aldrei gleyma. Allar verða framfarirnar að vera í þeim anda, sem verið hefur aðalsmerki jafn- aðarstefnunnar frá þvi að hún fæddist i brjósti hinna beztu manna sem hug- sjón um frelsi og réttlæti, um samúð og samhjálp. Annars verður árangurinn ekki sá, sem þeir vildu, að hann yrði. í sögu Gests Pálssonar um Hans Vögg segir: „Engum datt í hug, að vert væri að reynaað kynnasthonum, þekkjahann eða þíða burt klakann, sem frosinn var utan um þessa vatnskarlssál eins og föturnar hans á vetrardegi. Nei, það datt engum í hug, sízt af öllum Hans sjálfum. Vaninn var orðinn eðli hans. En hefði nokkur mátt líta inn í sál hans, mundi hann að líkindum hafa komizt að raun um, að hún fyrir innan klakann var orðin eins kreppt af vatns- burðinum og hendurnar hans. En hestarnir í Reykjavík vissu það betur en allir menn, að þrátt fyrir allan vanans klaka var sálin hans Hans Vöggs ekki oröin eins köld og hendurn- ar. Það er sorgleg sjón að sjá útigangs- hestana i Reykjavík á veturna. Þeir hrekjast um fjöruna eða göturnar, skinhoraðir, þyrstir og athvarfslausir. Enginn skiptir sér hið minnsta af þeim, og enginn veit jafnvel, hver á þá. I stormunum og byljunum híma þeir nötrandi undir húsveggjunum eða láta fyrir berast á bersvæði, hálfdauðir úr sulti og kulda. Þessa hesta tók Hans Vöggur að sér. Hann vatnaði öllum, sem hann náði i, klappaði þeim og klóraði undir eyrun- um og setti upp við þá langar hróka- ræður, sem enginn skildi neitt í nema hann og þeir. Af þessu varð hann svo ástsæll í þeirra hóp, að þeir stundum fylgdu honum eftir flokkum saman um göturnar. Aldrei var Hans kátari eða ánægðari en þegar svo bar undir. Hann raulaði þá vísuna sína nokkru hærra en venjulegt var, vaggaði dálítið meira út í hliðarnar og var brosleitur út undir eyru. Líkt var farið sambúð hans við götu- strákana. Það gekk sú saga um Hans, aö þegar hann var nýorðinn vatnskarl, hefðu götustrákarnir farið að hrekkja hann og erta eins og hina vatnskarlana og vatnskerlingarnar. Þeir köstuðu í hann snjókúlum, heltu úr fötunum fyrir honum og kölluðu eftir honum ýmis háðsyrði. Hans tók öllu þessu með mestu still- ingu. Og einu sinni, þegar ertingarnar og fúkyrðin keyrðu fram úr hófi, sagði hann við þá ofur rólega: „Þetta gerir ekkert til, blessuð börnin þurfa að leika sér“. Þó undarlegt kunni að virð- ast, sljákkaði í strákum, og smátt og smátt hættu þeir alveg að erta Hans gamla. Og eftir ekki alllangan tíma kom þar, aö það var skoðað hinn mesti ódrengskapur að gera nokkuð á hluta hans. Hitt kom oft fyrir, að hann væri tek- inn til þess að koma sáttum eða stund- arfriði á milli götustrákanna og hinna vatnskarlanna og vatnskerlinganna. Og þó hann hefði enga amtsmanns- skipun til þessara starfa, varð honum þó meira ágengt en flestum sátta- nefndarmönnum mundi hafa orðið". Svo mörg eru þau orð í sögunni. Hans Vöggur var olnbogabarn síns tíma. Hann var kaldur og hrjáður. En í sál hans bjó sú hlýja, sú góðvild, sú samúð með mönnum og málleysingj- um og sú elska til allra þeirra, er standa höllum fæti eða eru á villigöt- um, sem er innsti kjarni allra hugsjóna jafnaðarstefnunnar. Vonandi á hvert nýtt ár um alla fram- tíð eftir að færa íslenzkri þjóð nýjar framfarir, meiri velmegun, aukið rétt- læti, glæstari menningu. En allt á þetta þó að þjóna því, að maðurinn verði göfugri og farsælli en hann var. Þess vegna verður sóknin fram á við að heyjast undir merkjum mannúðar og bræðralags, virðingar fyrir einstaklingnum, kærleika til alls, sem lifir. Þess vegna verðum við að læra af Hans Vögg, hugarþeli hans og hjartalagi. Við höfum sigrazt á eymd- inni og armóðnum, sem setti svip á lífsbaráttu hans. En sigurvonir okkar í eilífri baráttu fyrir frelsi og réttlæti eru tengdar því, að við tileinkum okkur þá afstöðu, sem setti svip sinn á sálarlif hans, — það hugarfar góðvildar og þann vilja til samhjálpar, sem er aðalsmerki sannr- ar og hreinnar jafnaðarstefnu. Megi gæfa íslenzkrar alþýðu, gjör- vallrar islenzkrar þjóðar, reynast slík, að hún sæki á komandi árum fram undir slíku merki. Það er afmælisósk mín til Alþýðuílokksins og allra Al- þýðuilokksmanna, nú á hálfrar aldar aimæli flokksins, að honum megi auðnast að stuðla að þvi með stefnu sinni og starfi, að íslenzkt þjóðfélag, ís- lenzkt þjóðlíf beri í sívaxand mæli svipmót þessara hugsjóna. Cyljl Þ. Gíslason i rœðustól á Alþingi. Gylfi Þ. Gíslason, forseti Sameinaðs þings, við rœðustól, vafa- laust að rœða við gesti.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.