Alþýðublaðið - 07.02.1987, Qupperneq 23

Alþýðublaðið - 07.02.1987, Qupperneq 23
Laugardagur 7. febrúar 1987 _____________________23 GYLFI Þ. GÍSLASON 70 ÁRA Framtíðin Framhald af bls. 4 vaxandi athygli. Samband ungra jafn- aðarmanna eru ekki gömul samtök. Fjörtíu ár eru ekki langur tími. Samt hefur margt og mikið gerzt, hér á ís- landi og í heiminum, á þeim fjörtíu ár- um, sem samtök ykkar hafa starfað. En miklu meira á samt eftir að gerast á næstu fjörtíu árum. Enginn getur að vísu vitað með vissu, hvað þessir kom- andi áratugir eiga eftir að bera í skauti sinu.En það er þó öruggt, að þessir ára- tugir verða tími enn miklu meiri breyt- inga en átt hafa sér stað á liðnum ára- tugum. Pað er afmælisósk mín til Sam- bands ungra jafnaðarmanna fertugs, að það megi bera gæfu til þess að kynna sér eftir föngum þann vanda, sem framundan er, hér á landi og í heiminum öllum, gera tillögur um skynsamleg viðbrögð við þessum vanda í anda jafnaðarstefnunnar og leitast við að eiga hlut að hyggilegum og farsælum úrræðum, ráðstöfunum, sem búi öllum mönnum á komandi áratugum betri lífskjör og aukið ör- yggi, geri þá að menntaðri og farsælli mönnum en þá, sem á undan þeim fóru, að betri mönnum og hamingju- samari. Ávarp á 40 ára afmœli Sambands ungrajafnaðarmanna 3. maí 1969. Að vera Framhald af bls. 9 til náinna tengsla við ýmsa þá, sem eru okkur margfalt stærri og voldugri. Það hvarflar ekki að mér að segja, að við höfum eitthvað að óttast af hendi þeirra. Ég held mér sé líka óhætt að segja, að við séum búnir að vinna bug á þeirri minnimáttarkennd, sem ekki var óeðlilegt, að ásækti okkur. En mér finnst við íslendingar ekki mega loka augunum fyrir því, að okkur er vandi á höndum í þeirri veröld, sem er og verð- ur á morgun. En sá vandi er ekki vandi okkar einna. Hann er vandi allra smá- þjóða. Ef til vill finnum við sárast til hans, af þvi að við erum smæstir allra. En von okkar er hin sama og von ann- arra smáþjóða. Og hvað er þá eðlilegra en að okkur séu þau tengsl kærust, sem binda okkur þeim þjóðum, sem eru okkur skyldastar, virða sömu verð- mæti mannlífsins og við, trúa á sömu hugsjónir og við? Þetta er skýringin á því, að í augum mínum er aðild Islands að norrænni samvinnu ekki aðeins kurteisleg sam- skipti við frændþjóðir. Hún er meira en stefna í utanríkismálum. Hún er meira en tilraun til eflingar sameiginlegra hagsmuna og menningar. Að baki henni liggur ósk um samstöðu um það mál, sem er eilífðarmál íslenzkrar þjóðar, viðleitni hennar til þess að halda vakandi skilningi á því, að hið minnsta smáblóm megi ekki gleymast í þeim stóra garði nytjajurta, sem nú er lögð áherzla á að skipuleggja með að- stoð nýjustu tækni. Það er af því, að mér finnst þeir, sem fjalla um menntun og menningu á Norðurlöndum, vera öllum öðrum lík- legri til þess að skilja okkur íslend- inga, vanda okkar og vonir, drauma okkar og hagsmuni, að þessi annar fundur norrænna menntamálaráð- herra er velkominn til íslands. Ég vona, að þessi orð mín séu nægileg skýring á því, sem ég sagði í upphafi, að þegar ég býð ykkur öll hjartanlega velkomin, þá er ég ekki aðeins að gegna ljúfri kurteisisskyldu, heldur einnig að flytja ykkur kveðju íslenzkr- ar þjóðar, — í einlægri von um góða samvinnu og vináttu, nú og um alla daga. Kanaríeyjar - Tenerife - Gran Kanari Örugg sólskinsparadís í skammdeginu. Enska ströndin - ameríska ströndin - Las Palmas - Puerto de la Cruz BROTTFÖR ALLA LAUGARDAGA Lengd ferða: 10 dagar, 17 dagar, 24 dagar eða 31 dagur. Dagflug báðar leiðir. Hægt að fá aukadaga í Amsterd- am á heimleið. _________ Þið vetjið um dvöl i íbúðum, án matar, eða á fjögurra og fimm stjörnu hótelum með morgunmat og kvöldmat, á éftirsóttustu stöðum Kanaríeyja. Fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferðir. Sjórinn, sólskinið og skemmtanalífið eins og fólk vill hafa það. Aðrar ferðir okkar: Karnival í Ríó. Dvalið á einni frægustu baðstrónd veraldar, Cobacabana í Rio de Janeiro. Ferðast um landið og til Argentínu og Paraguay. Brottfbr: 28. febr., 21. dagur, kr. 78.400,- ódýrar Ástralíuferðir. ódýr vetrardvöl á Mallorka og Costa del Sol. 3 mánuðir, verð frá kr. 49.000,- Viku- og helgarferðir til Evrópuborga. Skiöaferðir til Austurríkis. Flórídaferðir. FLUCFERÐIR SGLRRFLUC Vesturgötu 17 símar 10661,15331, 22100. SUMARAÆTLUN Beint leiguflug til Benidorm, Mallorka og Costa Del Sol. „Gamla verðið" frá í fyrra gildir fyrir þá sem bóka fyrir 12. feb. ÞEGAR FÆRÐ OG VEÐUR GERA AKSTUR ERFIÐAN Á reynslubrautum Toyota hefur Tercel 4WD farið í gegnum erfið próf. Hann heldursínu striki í frosti, hita, regni og þurrki og hefur sannað ágæti erfiðustu aðstæður. En prófraun tímans er samt mikih vægust. Ánægðir ökumenn um allan heim hafa reynt Tercel 4WD á því pró fi og farið með sigur af hólmi. TOYOTA TERŒL 4WD

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.