Alþýðublaðið - 07.02.1987, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 07.02.1987, Blaðsíða 10
Laugardagur 7. febrúar 1987 GYLFI Þ. GÍSLASON 70 ÁRA Á 50 ára afmæli Sové tríkj anna Góðir hátíðargestir. Fáir atburðir á þessari öld hafa verið afdrifaríkari en októberbyltingin í Rússlandi og stofnun Sovétríkjanna fyrir réttum fimmtíu árum. Áhrifa þessara miklu viðburða hefur ekki aðeins gaett í sögu þeirra þjóða, sem byggja Sovétríkin. Þeir hafa einnig haft stórkostleg áhrif á hugmyndir manna í öðrum hlutum heims, á þró- un mála um víða veröld, á örlög þjóða og einstaklinga. Þetta á við um alla helztu atburði mannkynssögunnar, ekki hvað sízt á siðari öldum, þegar all- ar þjóðir og öll lönd höfðu tengzt meiri eða minni böndum. í dag mundi at- burður eins og október-byltingin hafa enn víðtækari og enn skjótari áhrif um víða veröld en hún hafði á sinum tíma. Heimurinn er orðinn minni en hann var, allt mannkyn býr í nánara nábýli nú en þá. Október-byltingin færði mönnum, sem aðhylltust nýjar skoðanir á skipan efnahagsmála og stjórnmála, svo að segja alger völd í einu fjölmennasta og hráefnaauðugasta riki veraldar. Skoð- anir hinna nýju leiðtoga voru gerólíkar þeim, sem mótuðu efnahagslíf og stjórnarhætti í Vestur-Evrópu og Am- eríku. Áratugum saman virtist þróun- in stefna i þá átt, að iðnaðarþjóðir byggju við tvenns konar þjóðfélag, ger- ólíkt að flestu leyti. Og þessi þróun var á góðri leið að skipta þessum þjóðum, og raunar heiminum öllum, í tvær fylkingar, svo ólíkar, að þær virtust lít- ið eða ekkért eiga sameiginlegt. Sam- bandið var lítið, kynnin takmörkuð. Við slíkar aðstæður kemur tortryggnin til skjalanna, og þegar hún fær að leika lausum hala, er fjandskapurinn venju- lega á næsta leiti. Á síðustu árum og áratugum hefur manninum með aðstoð vísinda tekizt að beizla öfl náttúrunnar í svo ríkum mæli, að hann er nú ekki aðeins herra jarðarinnar, heldur er hann einnig að verðaherra himingeimsins. En jafn- framt því sem vísindin hafa búið mannkyni betri skilyrði til hagsældar en það hefur átt kost á nokkru sinni fyrr, hafa þau fengið valdhöfum verald- Þessa rœðuflutti Gylfi Þ. Gíslason í tilefni 50 ára af- mœlis Sovétríkj- anna 6. nóvember 1967. ar svo máttug vopn í hönd, að auðvelt er að eyða heimsbyggðinni í skjótri svipan. Við slíkar aðstæður má mann- kyn ekki skiptast í fjandsamlegar fylk- ingar, i þjóðir, sem hvorki þekkja né skilja hver aðra, sem haldnar eru tor- tryggni og jafnvel óvináttu hver í garð annarrar. Það er þess vegna óblandið ánægjuefni öllum góðviljuðum mönn- um að bilið, sem um langt skeið virtist vaxandi milli sósíalísku ríkjanna i Evr- ópu annars vegar og lýðræðisríkjanna í Vestur-Evrópu og Ameríku hins veg- ar, er nú tvímælalaust minnkandi. Þeir kapitalísku þjóðfélagshættir, sem mót- uðu lýðræðisríkin fyrir fimmtíu árum, hafa síðan tekið miklum breytingum. Þar er nú alls ekki lengur sá kapital- ismi, sem þar var fyrir hálfri öld. Á því er enginn vafi, að hér er sumpart um að ræða áhrif þeirra hugmynda, sem október-byltingin bar fram til sigurs í Sovétríkjunum. Og með hliðstæðum hætti hefur orðið — og er einkum að verða nú á síðustu árum — mikil breyt- ing á skipum efnahagsmála í sósíalísk- um löndum í Evrópu, og raunar á fleiri sviðum. Breytingarnar í báðum þjóðfé- lögunum stefna tvímælalaust í þá átt, að draga úr mun þjóðfélagsháttanna, minnka bilið, sem áður virtist vera að vaxa. Auðvitað er munurinn enn mik- ill. Við, sem erum lýðræðissinnar, telj- um skorta á andlegt frelsi og stjórn- málafrelsi í sósíölsku ríkjunum. Ég veit, að málsvarar þeirra gagnrýna einkaeignarrétt og áhrif atvinnurek- enda í lýðræðisríkjunum. En við erum ekki heldur allir sammála um allt í lýð- ræðisríkjunum. Það er hvorki nauð- synlegt né eðlilegt. Aðalatriðið er, að menn geti rætt það í bróðerni og vin- semd, sem menn eru ekki sammála um. Og það geta menn nú í samskipt- um lýðræðisríkjanna og sósíölsku ríkj- anna. Meðal annars þess vegna hefur munurinn á þjóðfélagsháttunum minnkað og á eftir að halda áfram að minnka. Og um leið og hann minnkar, verður einnig auðveldara að ræðast við í vinsemd og læra hver af öðrum. í þessu sambandi verður mér oft hugsað til frásagnar, sem ég las einu sinni í æviminningabók frægs hers- höfðingja í síðari heimsstyrjöldinni. Hann var í stuttu orlofi heima hjá sér og var að leika við sjö ára gamlan son sinn. Þábarst honum skeyti, sem hann þurfti að svara um hæl. Hann brá sér inn í næsta herbergi til þess að semja svarið, en til þess að láta drenginn hafa eitthvað fyrir stafni á meðan, tók hann landabréf af heiminum, sem lá á borði í stofunni, klippti það í nokkra hluta og fékk drengnum þá og bað hann um að sýna sér, hvað hann kynni í landafræði með þvi að raða hlutunum saman aft- ur. Hershöfðinginn þóttist viss um, að hann hefði fengið drengnum yfrið verkefni, meðan hann væri að semja svarskeytið. En eftir nokkur andartök kallaði strákurinn: Pabbi, komdu, ég er búinn. Hershöfðinginn kom forviða inn í stofuna, og þegar hann sá, að drengurinn hafði leyst verkefnið rétt, sagði hann: Ekki grunaði mig, að þú værir búinn að læra svona mikið í landafræði. Ég er það heldur ekki, sagði drengurinn. En þetta var enginn vandi. Það var mynd af manni aftan á landabréfinu. Með einföldum hætti vekur þessi frá- sögn athygli á þvi, að það er maður að baki allra þjóðfélagsvandamála, öll þjóðfélagsvandamál eru mannleg vandamál. Ef við gerum okkur þetta ljóst, ætti okkur einnig að verða auð- veldara að gera okkur hitt ljóst, að þörf er mannlegra sjónarmiða til þess að leysa þau, og ekki síður, hversu mikla þýðingu það hefur fyrir manninn, að þau verði leyst af réttlæti og skynsemi. Góðir hátíðargestir! Nú, þegar minnzt er fimmtíu-ára-afmælis októ- berbyltingarinnar og Sovétríkjanna.er mér það sérstök ánægja að geta sagt, að milli íslands og Sovétríkjanna hefur í allan þenna tíma ríkt vinsamlegt samband. Vegna fjarlægðar voru sam- skipti þó lengi vel lítil, en á síðari árum hafa samskiptin hins vegar orðið mikil og vaxandi, bæði á sviði viðskipta og menningar. Sovétríkin eru eitt af helztu viðskiptalöndum íslendinga. En jafnframt hafa tekizt náin og mjög ánægjuleg samskipti á sviði lista og vísinda. Og í kjölfar náinna og vaxandi kynna milli sovézkra og íslenzkra manna i öllum starfsgreinum og stétt- um hefur siglt vinátta, sem ég vona, að ekki megi aðeins haldast, heldur einn- ig vaxa með hverju nýju ári. Ég færi leiðtogum Sovétríkjanna og þjóðum þeim, sem víðlent ríki þeirra byggja hugheilar hamingjuóskir í til- efni fimmtíu-ára afmælisins með ósk um gæfu og gengi. Ég óska þess, að vinátta Sovétþjóðanna og íslendinga megi haldast um allan aldur. Gyljl P Gislason fíytur rœöu á þingi Norðurlandaráös í Reykjavík. Pegar Danir afhentu handritin. Gylfi P. Gíslason ásamt Jörgen Jörgensen og Helge Larsen.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.