Alþýðublaðið - 07.02.1987, Síða 4

Alþýðublaðið - 07.02.1987, Síða 4
4 Laugardagur 7. febrúar 1987 GYLFI Þ. GÍSLASON 70 ÁRA Framtíðin og j afnaðarstefnan Allir, sem hugsa um stjórnmál og hafa áhuga á þeim, eiga jöfnum höndum aö láta sig skipta viðfangsefni samtíðar og vandamál framtíðar. Ef athugað væri, hvort einhver munur væri á hugsun og starfi ungra áhugamanna um stjórnmál og hinna, sem eldri eru, kæmi mér ekki á óvart, þótt niðurstað- an yrði sú, að athygli hinna yngri beindist fremur að viðfangsefnum framtíðar, en hinna eldri að viðfangs- efnum samtíðar. Ef til vill er þetta ekki óeðlilegt. Hver er sjálfum sér næstur. Hinir eldri eru fyrst og fremst samtíð- arinnar menn. Hinir yngri framtíðar- innar menn. En hvorugir mega gleyma þvi, að allir þurfa að láta sig hvor tveggja viðfangsefnin varða, þótt áhuginn á þeim geti verið ólíkur. Sann- leikurinn er sá, að ekki verður tekið skynsamlega á vandamálum samtím- ans, nema viðfangsefni framtíðar séu höfð i huga. Og vandamál framtíðar verða ekki leyst hyggilega, nema á grundvelli góðra lausna á viðfangsefn- um samtimans. Mér finnst ég hafa veitt því athygli, að ungir menn nú á tímum láta sig við- fangsefni framtíðarinnar skipta í vax- andi mæli. Petta á einkum og sér í lagi við um unga jafnaðarmenn, hér á landi og erlendis. Ég fagna þessu, þótt ég hafi talið rétt að minna um leið á það, að vandamálum samtíðarinnar verður einnig að sinna. En mér finnst það í traustu og heilbrigðu samræmi við sjónarmið jafnaðarstefnunnar, að ungir jafnaðarmenn sýni vandamál- um komandi kynslóða sérstakan áhuga. Eitt af því, sem skilur jafnaðar- menn og einstaklingshyggjumenn er einmitt, að jafnaðarmenn vilja ekki láta framtíðina skapast af sjálfri sér, — láta hana verða afleiðingu af sjálf- stæðri þróun þjóðfélagsafla, — heldur vilja þeir móta framtíðina, hafa áhrif á það, hvernig hún verður. Hér er um að ræða grundvallarskoðanamun jafnað- armanna og einstaklingshyggju- manna á þjóðfélagsþróuninni. Við vilj- um beita sjónarmiðum og reglum áætlunarbúskapar, við viljum stjórna, ráða örlögum okkar. Einstaklings- hyggjumennirnir telja manninum farnast þá bezt, að hann reyni sem minnst að stjórna þjóðfélagsþróun- inni, heldur láti öfl markaðarins og þjóðfélagsskipunarinnar móta þróun- ina. Einmitt út frá þessum sjónarmiðum er eðlilegt að ungir jafnaðarmenn geri sér sérstakt far um að horfa fram í tím- ann og hugleiða, hvernig skynsamleg- ast sé að hagnýta sjónarmið áætlunar- búskapar til lausnar á vandanum, sem bíður. En hann er mikill. Hann er í sannleika sagt miklu meiri en menn almennt gera sér grein fyrir. í þessu sambandi langar mig til þess að gera stuttlega að umtalsefni mesta vanda- mál mannkynsins á næstu áratugum, mannfjölgunarvandamálið. Á fyrstu öld eftir Krists burð voru jarðarbúar um fjórðungur úr milljarð eða 250 milljónir manna. Það liðu 1650 ár, þangað til mannkynið hafði tvöfaldazt að tölu. Á næstu tvö hundr- uð árum jókst tala jarðarbúa um mill- jarð eða eitt þúsund milljónir. Annar milljarður bættist við á næstu öld, og síðan einn milljarður enn á þrjátíu ár- um. Nú er áætlað, að hvorki meira né minna en þrir milljarðar hafi bætzt við um næstu aldamót. Og úr því mun það Gylfl Þ. Gíslason stjórnar húrrahrópi á handboltaleik. vaxa um einn milljarð á hverjum átta árum, ef miðað er mannfjölgunina nú. Ég skal að þessu sinni ekki víkja að þeim stórkostlegu vandamálum á sviði félagsmála, sem af þessari mann- fjölgun leiðir, og þá ekki að því, að hve alvarlegu leyti þau snerta persónulega farsæld manna. En mig langar til þess að fara fáeinum orðum um áhrifin á hagvöxt i heiminum. Rannsóknir hafa leitt í ljós, að mikil mannfjölgun í þró- unarlöndunum hefur mjög lamandi áhrif á hagvöxt þeirra. Ef dæmi er tekið af Indlandi og Mexikó, þar sem lífskjör eru mjög svipuð og mannfjölgun einn- ig eða um 40 af þúsundi, hefur verið áætlað, hvað gerast mundi, ef mann- fjölgunin minnkaði um helming á 25 árum, þ.e. úr 40 af þúsundi í 20 af þús- undi, en það er enn nokkru meiri mannfjölgun en algengust er í þróuð- um löndum. Á einum mannsaldri gæti sú þjóðin, sem drægi þannig úr mann- fjölgun sinni, bætt lífskjör sin um 40%. Þetta sýnir, að það er fyrst og fremst hin gífurlega mannfjölgun, sem nú eykur bilið milli ríkra þjóða og fátækra, með því að halda hagvexti þeirra niðri. Það hefur ennfremur kom- ið í ljós, að þessi mikla mannfjölgun er óháð þéttbýli, sem fyrir er. Sannleikur- inn er sá, að í þróunarlöndunum er alltof lítill skilningur á nauðsyn þess, að draga úr fólksfjölguninni. Sumir hafa talið, að sum lönd skorti fólk til þess að uppfylla jörð þeirra og auka hagvöxt. En hið rétta er, að hvergi í heiminum er nú autt land, þar sem eru vegir, skólar, húsnæði og framleiðslu- tæki. Þegar nýtt fólk bætist við í þess- um löndum, sem talið hefur verið, að vanti fólk, verður það fyrst að nota dá- lítið af því fjármagni, sem fyrir hendi er og þegar er af skornum skammti, jafnvel áður en það getur notið hinna lágu lifskjara fólksins, sem fyrir er. Þetta er byrði, sem kemur í veg fyrir, að unnt sé að bæta lífskjörin með fleira fólki. En hvað er til bragðs að taka? Til þess að geta svarað því, verður að skilja eðli vandamálsins, orsakir fólksfjölg- unarinnar. Hún á ekki rót sína að rekja til hækkaðrar hlutfallstölu fæddra, heldur til stórkostlegrar lækkunar á hlutfallstölu dáinna, fyrst og fremst vegna gífurlegra framfara í læknis- fræði og heilsuvernd. Það er sigursæl barátta mannsins við dauðann, sem skapað hefur þetta vandamál. Enginn heilbrigður og skynsamur maður get- ur óskað þess, að sá sigur hefði ekki unnizt eða að maðurinn afsali sér hon- um og láti pestir og plágur takmarka mannfjölgunina, eins og áður var. Af þessu verður sú ein ályktun dreg- in, að þróunarlöndunum sé brýnust nauðsyn á að draga úr fólksfjölgun og að það sé meginforsenda efnahags- framfara og bættra lífskjara. Það er engin tilviljun, að ráðstafanir í þessa átt eru á alþjóðamáli nefndar fjöl- skylduáætlanir. Það bendir til þess, að jákvæðra ráðstafana sé þörf til þess að ráðast gegn þessum vanda, áætlunar- gerðar, stjórnar á mannfjölguninni. Efnahagsvandamál þróunarland- anna er óskaplegt. í Suður-Ameríku vaxa þjóðartekjur á mann árlega um minna en 2%, í Austur-Asíu um 2%, i Afríku um 1 % og i Suður-Asíu um Vá %. Það mundi taka 35 ár í Austur Asíu að tvöfalda þjóðartekjurnar á mann, í Suður Ameríku meira en 40 ár, í Af- riku næstum 70 ár og i Suður-Asíu næstu hálfa aðra öld. Jafnvel í hinum mœli Sambands ungrajafnaðar- manna 3. maí 1969. bezt stæðu þessara landa mundi venjulegur borgari ekki merkja nokkra breytingu frá ári til árs. Þetta varpar skýru ljósi á nauðsyn þess, að þróuðu þjóðirnar aðstoði van- þróuðu löndin í stórauknum mæli. Þau geta það. Á undanförnum áratug hafa þær bætt við þjóðartekjur sínar árlega um 400 milljörðum dollara, en það samsvarar því, að þær hafi aukið tekj- ur sínar árlega um fjárhæð, sem er jafnhá árlegum heildartekjum vanþró- uðu landanna í Asíu, Afríku og Suður- Ameriku samanlagt. En vandamál vanþróuðu þjóðanna lýtur ekki aðeins að framleiðslumál- um og nauðsyn aukins hagvaxtar. Menntunarskortur er mikill. I Suður- Ameríku eru 30% ibúanna ólæsir, í Asiu 60% og 80% í hitabeltislöndum Afríku. Ólæsið og menntunarleysið er raunar ekki aðeins mannlegt vanda- mál, vandamál, sem lýtur að þroska- skilyrðum og farsæld, heldur er menntunin ein öruggasta leiðin til framleiðsluaukningar og aukins hag- vaxtar. Mikil vandamál bíða mannkynsins á þeim sviðum, sem ég hef nú minnzt á. Mig langar til þess að óska þess, ekki sízt nú, á 40 ára afmæli sambands ungra jafnaðarmanna, að ungt fólk, bæði hér á landi og um víða veröld, gefi þessu vandamáli gaum og veiti því Framhald á bls. 23

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.