Alþýðublaðið - 07.02.1987, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 07.02.1987, Blaðsíða 6
6_____________________ GYLFI P. GÍSLASON 70 ÁRA Laugardagur 7. febrúar 1987 Virðingin fyrir og kærleiki Einn fyrsti íslenzki rithöfundurinn, sem varð fyrir áhrifum af jafnaðar- stefnunni, Gestur Pálsson, birti fyrir um það bil áttatíu árum stutta smá- sögu, sem telja má meðal perlna í ís- lenzkum bókmenntum, söguna um Hans Vögg, líf hans og dauða. Hans Vöggur hafði verið vatnskarl í Reykja- vík, nær því svo lengi sem menn mundu eftir og raulaði alltaf sömu vís- una með sama laginu, þegar hann var búinn að pósta vatnið upp í föturnar sínar úr póstinum í Aðalstræti og gekk af stað: Vöggur karlinn vatnar borg; Vögg þó ílestir gleyma. Enga gleði, enga sorg á hans líf að geyma. „Vinnukonurnar í húsum þeim, sem Hans bar vatn til, skoðuðu hann eins og nokkurs konar lægri veru, sem ekki væri orðum eyðandi viö“, segir Gestur í sögunni. „Pær köstuðu til hans mat- arbita eftir skipun húsmóðurinnar. Hann tók við, þakkaði fyrir. og borðaði þegjandi. Húsbændurnir borguðu honum vatnsburðinn á vissum tím- um. Svo var öllum viðskiptum hans við heiminn lokið, að undanteknum hestum og götustrákum“. Lýsing Gests Pálssonar á Hans Vögg er ein fyrsta lýsing íslenzkra raunsæis- bókmennta á olnbogabarninu á ís- landi, á verkamanninum, sem vann verk sitt af trúmennsku, nauðsynlegt verk, sem enginn gat verið án, en hlaut lítil laun og naut lítillar virðingar, og engum var hlýtt til, — nema hestum og götustrákum. Þannig var íslenzkt þjóðfélagfyrir síðustu aldamót. íslend- ingar voru þjóð örsnauðra bænda og fiskimanna. Höfðingjarnir, sem betur máttu sín, voru margir hverjir hroka- fullir og litu niður á almúgann. En nú gerðust stórir atburðir í ís- lands sögu. Fyrir 70—80 árum hófst hér á landi gagngerari bylting í at- vinnumálum og fjármálum en saga nokkurs annars nágrannalands kann frá að greina á jafnskömmum tíma. Ef það, sem gerzt hefur á íslandi i efna- hagsmálum á undanförnum sjö til átta áratugum, hefði gerzt með þjóð, sem verið hefði jafnmargar milljónir að tölu og íslendingar hafa verið þúsundir, þá væri það veraldarsaga. Á örfáum ára- tugum hefur bláfátæku bændaþjóðfé- lagi verið breytt í vel efnað iðnaðarríki. Um síðustu aldamót voru íslendingar án efa snauðust þjóð í Vestur-Evrópu. Nú eru þeir í hópi þeirra, sem búa við bezt lífskjör. Táekni og verkmenning tuttugustu aldar hafa gert islendingum kleift að efna til örra framfara á skömmum tíma. Þeim tókst það vegna þess, að þótt þeir hefðu verið blásnauðir í aldir, höfðu þeir aldrei glatað menningu sinni. Alþýðumenntun hafði aldrei dá- ið út á íslandi í allri fátæktinni. Það var því menntuð alþýða og vel viti borin, sem hóf tæknibyltinguna á tuttugustu öld og skapaði hinn skjótfengna ávöxt. Hans Vöggur raulaði vísu fyrir munni sér við vinnu sína, góða vísu. En sú mikla saga, sem gerzt hefur á íslandi á þessari öld, er ekki aðeins fólgin í þeim verklegu framförum, sem orðið hafa. íslenzkt þjóðfélag er ekki aðeins bjargálna. Það hefur einnig orð- ið velferðarríki. Ekki aðeins vantspóst- urinn er horfinn, heldur einnig oln- Pessa rœðuflutti Gylfi P. Gíslason á 50 ára afmœlis- hátíð Alþýðuflokks- ins á Hótel Sögu 11. mars 1966. bogabarnið, sem Gestur Pálsson lýsti með þessum orðum: „Nú er hann kominn yfir fimmtugt, var langleitur og toginleitur, óliðlegur' í vexti og lotinn í herðum, eins og ílest- ir vatnskarlar verða af því að líta alltaf niður fyrir sig til þess að gá að, hvort ekki hellist úr fötunum. Og með aldr- inum var göngulag hans orðið hið sama, hvort hann hélt á vatnsfötunum eða ekki. Þegar hann gekk í kirkjuna á sunnudögum, — en það gerði hann alltaf, — þá gekk hann lotinn í herðum, álútur og hélt frá sér handleggjunum, eins og hann bæri vatnsfötur í báðum höndum". Samtímis tæknibyltingunni barst jafnaðarstefnan til íslands. Hugsjónin um að rétta hlut hins fátæka og snauða, hins réttlausa og litilsvirta, vann hug og hjarta margra manna. Og hin kúgaða stétt batzt samtökum um að sækja rétt sinn og efla hag sinn. Hún fann, að hún var voldug og sterk, er hún hafði tekið höndum saman. Fyrir réttum fimmtíu árum stofnuðu islenzkir jafnaðarmenn og verkalýðs- sinnar fyrstu heildarsamtök sín á ís- landi, Alþýðuílokkinn og Alþýðusam- band íslands. Með þeim atburði var skorinn upp herör í íslenzkum stjórn- málum og félagsmálum í baráttu fyrir góðri afkomu vinnandi manna, jöfn- uði og öryggi, fyrir frelsi og manrétt- indum þeim til handa, jöfnum skilyrð- um til menntunar, fyrir því bræðra- lagi, sem gerir lífið gott og göfugt. Síðan Alþýðuflokkurinn hóf baráttu sína fyrir réttum fimmtíu árum, hafa ótrúlegar framfarir orðið í íslenzkum atvinnu- og félagsmálum. Engan hefði þá órað fyrir, að jafnmikið mundiá- vinnast á hálfri öld. Auðvitað er ekki allt gott, sem síðan hefur gerzt, Al- þýðuflokknum eða verkalýðshreyfing- unni að þakka. Árangurinn er fyrst og fremst að þakka sameiginlegu átaki allrar þjóðarinnar, allra stétta, lærðra og leikra, ungra og gamalla. En á eng- an mun þó hallað, þótt ég segi, að í sög- unni af íslenzkum framförum, af is- lenzkum umbótum á síðustu fimmtíu árum er þáttur Alþýðuflokksins glæsi- legur. Þær eru furðulega margar, hug- myndirnar um nýjar réttarbætur, auknar hagsbætur, meira öryggi, betri menningu, sem átt hafa upptök sín í Alþýðuflokknum og smám saman náð fram að ganga. Fyrir þetta skulum við þakka brautryðjendunum, öllum þeim, sem í upphafi lögðu hönd á plóg- inn, öllum, sem í hálfa öld hafa unnið Alþýðuflokknum og með því lagt traustustu og beztu hornsteinana í þá þjóðfélagsbyggingu, sem er nú heim- kynni okkar Islendinga. En tíminn nemur ekki staðar. Fyrstu Gyljl Þ. með Lisbeth Palme, eiginkonu Olofs Palme áflokksþingi Alþýðuflokksins. GylfiÞ. býðurBjörnJónsson.fyrrumforsetaASÍ, velkominn í Al- þýðuflokkinn. Frá sýningu bókaútgejanda. Gylji Þ. Gislason ásamtBaldn heitnum Eyþórssyni.Jorstjóra Odda. Gylji Þ. GíslasonJlytur ræðu á flokksþingi Alþýðujlokksins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.