Alþýðublaðið - 07.02.1987, Page 12

Alþýðublaðið - 07.02.1987, Page 12
12_____________________ GYLFI Þ. GÍSLASON 70 ÁRA Laugardagur 7. febrúar 1987 Afmæliskve ðj ur til Gylfa Þ. Gíslasonar Kynni mín af Gylfa Þ. Gíslasyni, jafn- aðarmanninum og rithöfundinum, tókust löngu áður en ég kynntist manninum sjálfum og lærði að meta hann að verðleikum. Snemma á ungl- ingsárum barst mér í hendur lítið kver eftir Gylfa: Jafnaðarstefnan, trúi ég það heiti. Ef mig ekki misminnir voru þeir fóstbræður Marx og Engels utan á kápunni í félagi við minni spámenn norðurevrópskra krataforingja: Staun- ing, hin danska síðskegg og Clement Atlee nauðrakaðan (sem stórbokkinn Churchill sagði ákaflega litillátan — og ekki að ástæðulausu). Ég man ekki betur en ég hafi haft þetta kver í farangrinum í sveitina sumarið 1950. Þegar illa viðraði til úti- verka gafst næði til að brjóta heilann um fræði Gylfa. Af lestri þessa kvers rann upp fyrir mér hvílíkur reginmun- ur væri á mannskilningi jafnaðar- manna og kommúnista — og er þó ein- lægt verið að kenna báða við sama ism- ann. Gylfi boðaði ekki Paradís á jörðu samkvæmt formúlu sjálfskipaðrar úr- valssveitar, þeirra sem allt þykjast vita og skilja öðrum betur. Gylfi boðaði trú á manninn, dómgreind hans og sið- gæðisvitund. Samkvæmt hans ritúali er jafnaðarstefnan spurning um sið- ferðilegt gildismat; hún er húmanismi + mannréttindabarátta. Gylfi útskýrði orsakasamhengi efna- hagsskipulags og lýðræðis. Hann sýndi fram á, að lýðræði fengi ekki staðist, nema þar sem hið efnahags- lega ákvörðunarvald dreifist á marga aðila, sem eru óháðir valdhöfum. Sú röksemdafærsla leiðir til niðurstöðu, sem við köllum blandað hagkerfi, þar sem eignarréttarform eru margvísleg og efnahagslegt vald er dreift. Þarna var opnaður gluggi til nýrra átta. Þarna heyrði ég í fyrsta sinn sagt frá því, um hvað nútímaleg jafnaðarstefna snýst. Þetta var ekki hörð kenning í saman- burði við þann rétttrúnað rannsóknar- réttarins, sem lesa mátti af guðspjöll- um Einars og Brynjólfs. Og vakti til umhugsunar, sem hefur reynst lífs- seig. Gylfi sýndi fram á það með fræði- legum rökum og vísan til sögulegrar reynslu, að hinn kosturinn er sá, að valdhafarnir (Ríkið) fari einir með þetta gífurlega vald. Það endar ævin- lega í valdbeitingu — lögregluríki. Gildir þá einu, hvort böðulshöndin er brún eða rauð — eins og Tómas kvað. Sú kom tíð á pólitísku gelgjuskeiði, að mér þóttu fræði Gylfa helst til þurr og hversdagsleg — varla nógu spenn- andi fyrir tíðarandann. Um skeið varð ég innilyksa í völundarhúsi hinnar há- timbruðu hugmyndafræði Marx gamla og epígóna hans. Þaðan rataði ég út aftur síðla á menntaskólaárum undir leiðsögn Djilasar og Croslands hins enska. Sá var reyndar húmanísk- ur hagfræðingur og listunnandi, sem minnti um margt á hinn þýskskólaða Gylfa. * * * Ég rifja upp þessi bernskukynni af leiðbeinanda og læriföður á 70 ára af- mæli hans, vegna þess að hún staðfest- ir, að Gylfi Þ. Gíslason hefur verið óvenjulegur stjórnmálamaður. Þeir stjórnmálamenn íslenskir, sem með ritverkum sínum hafa náð því að sá frjókornum nýrra hugmynda í huga unglinga á mótunarskeiði, eru ekki margir. Þeir sem hafa afvegaleitt ungar sálir í pólitískri hjátrú og hindurvitn- um, eru helst til margir. Andlegur heiðarleiki, yfirburða- þekking, rökrétt hugsun, skýr fram- setning og látlaus stíll — þetta eru kostir, sem prýða hvern mann. Gylfi Þ. Gíslason hefur sýnt það í lífsstarfi sínu, að hann er þessum kostum bú- inn umfram flesta menn. Hann var á sínum tíma mjög um- deildur stjórnmálamaður. Hann fór ekki varhluta af sleggjudómum og ill- mælgi miður góðgjarnra samtíðar- manna. En verkin blífa. Þess vegna er það, að vegur Gylfa og virðing með þjóðinni fer vaxandi. Hann er metinn að verðleikum af verkum sínum. Um það blandast engum hugur lengur að hann skipar varanlegan sess í fremstu röð stjórnmálaleiðtoga okkar íslend- inga á lýðveldistímanum. * * * Við sem nú erum á miðjum aldri eða rúmlega það eigum margar minningar um framgöngu Gylfa í íslensku þjóð- lífi. Ég minnist hans frá fjölsóttum kappræðufundum á vegum Stúdenta- félags Reykjavikur, þar sem hann sótti og varði málstað jafnaðarmanna af þekkingu, leikni og reisn. Framganga hans í útvarpsumræðum frá Alþingi kom oft á óvart; hann tók viðfangsefn- in einatt öðrum tökum en aðrir ræðu- menn og nálgaðist þau af meiri yflrsýn en títt er um menn, sem eru niður- sokknir í dægurmálaþras. Það er flestra manna mál, þeirra sem ég þekki úr röðum skóla- og lista- manna, að menntamálaráðherrann Gylfi Þ. Gíslason, hafi borið af öðrum, sem því virðulega embætti hafa gegnt, að þeim ólöstuðum. Töekifæris- og samkvæmisræður Gylfa frá þessum tíma urðu oft fleygar. Gylfi á til skálda að telja, enda vafðist ekki fyrir honum að ávarpa þingveislur í léttu og leik- andi bundnu máli. Tónskáldinu Gylfa hafa menn kynnst £if rómantískum lögum hans við öndvegisljóð Tómasar Guðmundssonar, Jóns Helgasonar og annarra þjóðskálda. Oft eru það örlög manna, sem þegið hafa í vöggugjöf jafn margbrotið gáfna- far og hér er lýst, að þeir verða verka- smáir, vegna skorts á einbeitingu. Það er hins vegar til marks um skapfestu og viljastyrk Gylfa, að þessir marg- brotnu hæfileikar voru agaðir til skap- andi verka. * * * Afmælisritið, Hagsœld, tími og hamingja, sem vinir Gylfa standa að, í tilefni 70 ára afmælisins, endurspeglar vel fjölbreytni viðfangsefna og ótrúleg vinnuafköst höfundar. Ungur gerðist Gylfi háskólakennari að starfi og hug- Framh. á bls. 15 Ferðasögur mínar hafa batnað til muna eftir að ég hóf að ferðast með SAS I g er einn af þeim sem ferðast mikið CTj^jstarfs míns vegna. Ég verð að geta '"treyst einum aðila fyrir ferðaáætlun minni. Ég vil ferðast þægilega og láta hlutina ganga snurðulaust fyrir sig. Hratt og örugglega. Þegar ég kem því við þá flýg ég með SAS flug- félaginu. Þjónusta SAS er frábær. Fyrir venju- legt fargjald flýg ég á Euro Class og nýt margs konar fyrirgreiðslu á jörðu niðri. Ég hef aðgang að Scanorama þjónustustöðvum á flugvellinum. Þar býðst mér fyrsta flokks hvíldaraðstaða og ég hef einnig aðgang að góðri skrifstofuaðstöðu þar sem ég get haldið litla og stóra fundi. SAS tryggir mér þægilegt ferðalag og styttir ferðalagið með þjón- ustu og fyrirgreiðslum á áfangastöðum, þannig að þegar öllu er á botninn hvolft er ódýrara að fljúga með SAS á Euro Class heldur en að reyna að brjótast í gegn- um fargjaldafrumskóginn á eigin spýtur“. Þú getur hagnast á því að vera SAS farþegi. Leitaðu upplýsinga um það hjá ferðaskrifstofunni þinni eða hjá SAS skrifstofunni. Efþú ferðast mikið starfs þíns vegna. * Hannes Guðmundsson framkvæmdastjóri.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.