Alþýðublaðið - 07.02.1987, Blaðsíða 21

Alþýðublaðið - 07.02.1987, Blaðsíða 21
Afmæliskveðj ur til Gylfa Þ. Gíslasonar skóla Islands, en Gylfi lagði sinn drjúga skerf að grundvelli viðskiptafræðikennslunnar við skólann á sínum tíma og kom aftur til kennslu eftir að ráð- herradómi lauk. Hann er einn af virtustu kennurum stofnun- arinnar fyrr og siðar. Prátt fyrir orðstír og völd er Gylfi einstakt ljúfmenni. Mannúðin, aðall jafnaðarstefn- unnar, á hjarta Gylfa og hug. Hversu oft hefur hann ekki brýnt fyrir félögum sinum í Al- þýðuflokknum að án góðs hjartalags séu vitsmunir lítils virði. Ungur nam hann þann sannleika, að allt skuli í kær- leika gjört. Þess vegna eru margir pólitiskir andstæðingar Gylfa, persónulegir vinir hans. Auk þess er hann líka elskaður og dáður sem tónlistarmaður. Gylfi er afburða ræðumaður, orðsins list bókstaílega leikur honum á tungu. Hann hefur fjölda þjóðtungna á valdi sínu. Þegar honum tekst vel upp, þá bókstaílega geislar hann af andagift. Gylfi er ekki einungis vinsæll hér á landi, heldur á hann nána vini út um allan heim. Allir helstu leiðtogar jafnaðar- manna í veröldinni eru per- sónulegir vinir hans og hann er einn af máttarstólpum nor- ræns samstarfs. Ef Gylfi hefði lagt fyrir sig alþjóðastjórnmál væri hann Ttygve Lie og Dag Hammarskjöld íslendinga. Þrátt fyrir bardaga stjórn- málanna er Gylfi einstakur húmoristi. Á fundum leysir hann oft grútfúlustu mál með nýrri hlið, sem kemur fólki til þess að taka gleði sína á ný. Kímnigáfa er ein af göfugustu eðliskostum mikilla stjórn- málamanna ásamt sáttfýsi og bræðraþeli. Þá fara saman miklir vitsmunir og göfugt hjarta. Til hamingju með daginn foringi. Megi okkur öllum end ast viðkynningin við þig sem allra lengst. Guðlaugur Tryggvi Karlsson Framboðslisti Alþýðuf lokksi íis í Reykjavík 1987 kynntur Framboðslisti Alþýðuflokks- ins í Reykjavík verður kynntur á Hótel Sögu sunnudaginn 8. febrúar kl. 20.30 í Súlnasal. Aðalræðumaður kvöldsins verður Jón Sigurðsson. Fjöldi landsþekktra skemmti- krafta mun koma fram með Ríó-tríóinu í broddi fylkingar. Almenna bókafélagið: Hagsæld - tímar og hamingja — ritgerðir og ræður eftir Gylfa Þ. Gíslason, í tilefni af 70 ára afmæli hans. Gylfi Þ. Gíslason er 70 ára í dag. í tilefni af því kemur út hjá AB bók eftir Gylfa, Hagsæld — tímar og hamingja. Úrval úr verkum hans, ritgerðir og ræður frá upphafi. Bókin skiptist í nokkra höfuð- þætti: Hagfraeöi — hagsaga, Jafn- aðarstefnan, íslensk hagstjórn, ís- lensk menning, ísland meðal þjóða og Samferðamenn. Hér er á ferðinni mikið rit, u.þ.b. 350 bls. Helgi Skúli Kjartansson valdi efnið. Fjölmargar myndir eru í bókinni. Fjölskylduskemmtun í Mosfellssveit Sunnudaginn 8. febrúar kl. 17.00 efnir Leikfélagið og Skólahljóm- sveit Mosfellssveitar til fjölskyldu- skemmtunar í fþróttahúsinu að Varmá. Efnisskrá er fjölþætt og leitast við að hafa efni fyrir alla aldurs- hópa. Leikfélagið og Skólahljóm- sveitin hafa átt gott samstarf um árabil við skemmtanahald í sveit- inni, en fá einnig til liðs við sig dansara frá Heiðari Ástvaldssyni og Sigríður Þorvaldsdóttir kemur fram í hlutverki „Rympu á rusla- haugnum“ hinu nýja leikriti Her- dísar Egilsdóttur. LANCIA THEMA: IBURÐUR, ÞÆGINDI 0G TÆKNILEG FULLK0MNUN Við hjá Lancia viðurkennum fúslega að við höfum gaman af því að vera fyrstir. Fyrir 25 árum síðan smíðuðum við fyrsta ítalska bílinn með framdrifi. Pað var líka okkar hug- mynd að smíða bíl með sjálfstæðri fjöðrun á öllum hjólum og sjálfberandi yfirbyggingu. Og enn erum við í fararbroddi. Nú er það fólksbíll sem skipar sér á bekk með þeim bestu í Evrópu og sameinar kraft og aksturseiginleika sportbílsins og íburð og þægindi luxusbílsins. Þetta er LANCIA THEMA. Að innan er THEMA íburðarmikill og geysilega rúmgóður og undir húddinu leynist 165 hestafla TURBO vél með millikæli og ýmsum tæknilegum eiginleikum, sem hingað til hafa eingöngu verið notaðir í vélar kappakstursbíla. Þessi vél skilar THEMA TURBO úr kyrrstöðu upp í 100 km hraða á aðeins 7.2 sekúndum og hámarkshraðinn er 218 km/klst! Vélin er næsta hljóðlaus og titringsdeyfar eyða öllum titringi, þannig að þú finnur raunverulega aldrei fyrir þessum ógnarkrafti. Hröðunin og mýktin er slík, að líkast er að setið sé í þotu í flugtaki! Ef þetta er ekki nóg fyrir þig, þá er hægt að fá THEMA með 32 ventla FERRARI V8 vél og þá er hröðunin í 100 km hraða aðeins 6.8 sekúndur! LANCIA THEMA TURBO kostar nú aðeins 895 þúsund krónur* með álfelgum og ríku- legum búnaði. Aðrar gerðir af LANCIA THEMA kosta frá 760 þúsund krónum*. Ef þú telur að þú eigir aðeins það besta skilið, hafðu þá samband við okkur og fáðu að reynsluaka LANCIA THEMA TURBO, ÞAÐ ER LÍFSREYNSLA ÚT AF FYRIR SIG! LANCIA THEMA ER FLUTTUR INN AF BÍLABORG H.F. ÞAÐ TRYGGIR ÖRUGGA ENDURSÖLU OG 1. FLOKKS ÞJÓNUSTU, SEM ER RÓMUÐ AF ÖLLUM SEM TIL ÞEKKJA! LANCIA THEMA FÆST í 5 MISMUNANDI GERÐUM: THEMA TURBO - 2000 cc, 165 hö, 0-100 km/klst = 7.2 sek. THEMA i.e - 2000 cc, 120 hö, 0-100 km/klst = 9.7 sek. THEMA 6V - 2850 cc, 150 hö, 0-100 km/klst = 8.2 sek. THEMA TURBO DIESEL - 2500 cc, 100 hö, 0-100 km/klst = 11.9 sek. THEMA 8.32 - 2927 ccc, 218 hö, 0-100 km/klst = 6.8 sek. LANCIATHEMA^ BÍLABORG HF SMIÐSHÖFÐA 23, SlMI 63-12-99 ★ gengisskr. 14.1.87

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.