Alþýðublaðið - 07.02.1987, Síða 19

Alþýðublaðið - 07.02.1987, Síða 19
Laugardagur 7. febrúar 1987 19 I GYLFI P. GÍSLASON 70 ÁRA Afmæliskveðj ur til Gylfa Þ. Gíslasonar Hann var alltaf boðinn og búinn aö að- stoöa ókkur ungu mennina í Alþýðu- flokknum. Hann var okkar fræðari. Hann var okkar lærifaðir. Og Jafnaðar- stefnan eftir Gylfa Þ. Gíslason var okk- ar biblía. Kynni okkar Gylfa hófust sem sagt í Alþýðuflokknum, í samtökum ungra jafnaðarmanna. Og atvikin höguðu því svo, að leiðir okkar áttu eftir að liggja saman lengi og viða. Ég kynntist Gylfa sem kennara í Menntaskólanum í Reykjavík og í viðskiptadeild Háskóla íslands. Og þau ár, er ég starfaði sem blaðamaður á Alþýðublaðinu, átti ég nær dagleg samskipti við hann. Gylfi var og er frábær kennari. Það var hrein unun að vera í tímum hjá honum í Há- skólanum og hlýða á fyrirlestra hans. Honum var sérstaklega lagið að gera flókna hluti einfalda. Allir eru sam- mála um það, að Gylfi hafi verið af- bragðs kennari. En hann hefði einnig getað orðið mjög góður blaðamaður og ritstjóri. Það sáum við blaðamennirnir á Alþýðublaðinu vel, þegar Gylfi sendi okkur klausur eða greinarkorn úr þinginu. Það var ávallt eins og þaul- vanur blaðamaður hefði skrifað þetta. Síðar átti ég eftir að kynnast Gylfa sem ráðherra og yfirboðara í viðskipta- ráðuneytinu, er ég starfaði þar. Þá kynntist ég enn nýrri hlið á Gylfa. Al- þjóð er kunnugt um það hve Gylfi var snjall sem stjórnmálamaður og ráð- herra. En við sem unnum í daglegu samstarfi við hann í ráðuneytinu, sá- um þetta enn betur. Afköst Gylfa voru ótrúleg. Hann var mjög fljótur að átta sig á hlutunum. Hvert mál lá strax ljóst fyrir honum. Hann var þægilegur í samstarfi sem ráðherra og vinsæll af starfsfólki sínu. Og mér er það minnis- stætt úr viðskiptaráðuneytinu, að öll hagsmunasamtök, sem þurftu að leita til Gylfa sem ráðherra, létu sérstaklega vel af samstarfinu við hann. Gylfi Þ. Gíslason varð fyrst ráðherra árið 1956 í svonefndri vinstri stjórn Hermanns Jónassonar. Fór Gylfi með menntamál og iðnaðarmál í þeirri stjórn. Hann var þá aðeins 39 ára gamall. Var Gylfi síðan ráðherra sam- fellt i 15 ár eða til ársins 1971. Þekkt- astur er Gylfi fyrir störf sín í ríkis- stjórnum þeim, er kenndar voru við „viðreisn“, þ.e. samsteypustjórnum Al- þýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins, er voru við völd 1959—1971. Gylfi var tvímælalaust duglegastur af ráðherr- um Alþýðuflokksins á viðreisnartím- anum og það bar mest á honum af ráð- herrum flokksins. Gott samstarf hans og Bjarna heitins Benediktssonar átti ’ áreiðanlega stóran þátt i því að skapa stöðugleika viðreisnartímans. Á viðreisnarárunum reis sól Gylfa Þ. Gíslasonar hæst sem stjórnmála- manns. Markaði hann og mörg merk spor í stjórnmálasögu þessara ára. Gylfi vann mikið starf að undirbúningi aðildar íslands að EFTA, Fríverslunar- samtökum Evrópu. Átti hann stærst- an þátt í inngöngu íslands i samtökin. Sem viðskiptaráðherra vann hann einnig að afnámi innflutningshafta og tókst að gera innflutningsverslunina að mestu frjálsa. Hann vann að mörg- um íleiri umbótamálum á sviði við- skiptamála en fleiri verða ekki talin hér. Sem menntamálaráðherra vann Gylfi einnig að framgangi margra merkra mála og þar rís hæst lausn handritamálsins. Árið 1968 var Gylfi kosinn formaður Alþýðuflokksins og gegndi því starfi til ársins 1974. Hann var duglegur flokksformaður og sinnti því starfi mjög vel. Það var gaman að hlusta á Gylfa gera grein fyrir málum í flokks- stjórn Alþýðuflokksins og í Alþýðu- flokksfélagi Reykjavikur. Þá nutu kennarahæfileikar hans sín vel. Raunar er sama hvað Gylfi hefur tek- ið sér fyrir hendur. Hann hefur ávallt rækt öll sín störf vel enda óvenju fjöl- hæfur. Gylfi er t.d. mjög ritfær. Það liggja eftir hann margar bækur og rit- smíðar, m.a. fjölmargar kennslubæk- ur svo og bækur og rit um jafnaðar- stefnuna og stefnumál Alþýðuflokks- ins. Þá höfum við undanfarin ár fengið að kynnast nokkrum af tónsmíðum Gylfa. Lög hans eru hugljúf og falleg. Ég sagði í upphafi þessa greinar- korns, að ég hefði fyrst kynnst Gylfa Þ. Gíslasyni sem róttækum ungum eld- huga í Alþýðuflokknum. Og það er rétt, Gylfi var leiðandi í róttækari armi Alþýðuflokksins á þeim tíma. Á við- reisnarárunum fékk Gylfi á sig annað yfirbragð og margir töldu hann þá hneigjast til hægri. Víst breytast skoð- anir manna oft, er þeir eldast og þeir horfa á málin frá öðrum sjónarhóli en þegar þeir voru ungir. En þó Gylfi hafi setið lengi í ríkisstjórn með Sjálfstæð- isflokknum hafa grundvallarskoðanir hans á jafnaðarstefnunni ekki breytst. Hann er og hefur alltaf verið sannur jafnaðarmaður, trúr hugsjónum jafn- aðarstefnunnar. Hins vegar er Gylfi þannig maður að hann hefur viljað starfa með öðrum af fullum heilindum. Og þannig var það á viðreisnarárunum. Gylfi og raunar Al- þýðuílokkurinn í heild tóku þátt í því stjórnarsamstarfi af heilindum og þess vegna m.a. hélst samstarfið svo lengi sem raun bar vitni. Þegar ég lít til baka minnist ég með mikilli ánægju náins samstarfs okkar Gylfa um langt árabil, einkum í Al- þýðuflokknum og í viðskiptaráðuneyt- inu. Stundum greindi okkur á um áhersluatriði i stjórnmálunum. En aldrei hafði það nein áhrif á samband okkar. Eftir að Gylfi hætti afskiptum af stjórnmálum fækkaði fundum okkar. Og í dag fylgist ég aðeins með honum úr fjarlægð en ekki vegna daglegra samskipta eins og áður var. Þó langt sé um liðið vil ég nota þetta tækifæri og þakka Gylfa þá leiðsögn og handleiðslu sem hann veitti mér og öðrum ungum jafnaðarmönnum á sín- um tíma. Þá mynduðust bönd, sem aldrei hafa rofnað. Ég árna Gylfa og fjölskyldu hans heilla í tilefni dagsins. Björgvin Guðmundsson. Eiður Guðnason um ásakanir BJ-manna Reykjavík, 6. febrúar, 1987 Frásögn á forsíðu Þjóðviljans í gær um launagreiðslur til starfs- manns þingflokks Alþýðuflokksins er röng og uppspuni frá rótum. Karl Th. Birgisson starfaði fyrir þingflokk Alþýðuflokksins í nóvember og desember. Ég geiddi honum laun af því fé sem þing- flokkur Alþýðuflokksins fær sam- kvæmt Iögum frá Alþingi til slíkra hluta. Bandalag jafnaðarmanna, sem áður var, á ekki og hefur aldrei átt neitt tilkall til þess fjár. Sá sjóður, sem áður var í vörslu þingflokks Bandalags jafnaðar- manna, og ákveðnir einstaklingar gera nú tilkall til, er i vörslu Iðnað- arbanka íslands og úr þeim sjóði hefur aldrei ein einasta króna til Al- þýðuflokksins komið. Vandséð er hvaða tilgangi álygar og rógur af þessu tagi eiga að þjóna. Þeir menn sem stunda slíkt ættu að halda sig eins langt frá póli- tík og kostur er. Það væri öllum fyr- ir bestu. Eiður Guðnason, formaður þingflokks Alþýðuflokksins. Fimm dálka forsíðufrétt Þjóð- viljans í gær er svohljóðandi: Flokkssjóðir, — BJ-menn þjóf- kenna krata. í undirfyrirsögn segir síðan: Mál BJ gegn Stefáni og Guð- mundi tekið til úrskurðar í gær. Þorsteinn Hákonarson: Launa- greiðslur til Karls Th. Birgissonar hreinn þjófnaður. Jón Baldvin stjórnar þessu á bak við tjöldin. í „frétt Þjóðviljans er síðan haft eftir Þorsteini Hákonarsyni að Karli Th. Birgissyni hafi verið greidd 3ja mánaða laun úr sjóðum BJ, eftir að hann réðst til starfa hjá Alþýðuflokknum. í framhaldi af þessu bulli er síðan útlistað hverjar „kröfur“ BJ eru á hendur Alþýðu- flokknum! Er það harmþrungin upptalning. Énginn annar fréttamiðill en Þjóðviljinn sýnist hafa komist í þessa „stórfrétt". Þeir láta ekki „fréttirnar“ fram hjá sér fara þar á bæ! si.5°-tí si is •60 ■S1 6». kjörbók KJÖRBÓMN: VÍSASTA UEHNN AÐSETTUMARKI Ef þú setur markið hátt og hyggur á góða fjárfestingu í framtíðinni er Kjörbók Landsbanka Istands einmitt fyrirþig. Kjörbókin er óbundin og örugg ávöxtunarleið. Hún ber háa vexti sem leggjast við höfuðstólinn á sex mánaða fresti. Til þess að tryggja að Kjörbókareigendur njóti ávallt hagstæðustu kjara er ASS- tryggðra reikninga og hag- stæðari leiðin valin, Settu þér markmið og byrjaðu strax að leggja inn á Kjörbók. ávöxtunin ársfjórðungslega borin saman við ávöxtun bundinna sex mánaða vísitölu- Landsbanki ísiands Banki allra landsmanna f 100 ár

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.