Alþýðublaðið - 07.02.1987, Blaðsíða 20

Alþýðublaðið - 07.02.1987, Blaðsíða 20
20_____________________ GYLFI Þ. GÍSLASON 70 ÁRA Laugardagur 7. febrúar 1987 Gylfi Þ. Gíslason er einn af þeim mönnum, sem hafa verið þjóð sinni dýrmætir og verka hans mun lengi sjá stað. Jafn- aðarmenn standa í mikilli þakkarskuld við þennan mæta mann. Hann hélt um stjórnvöl- inn á miklum umbrotatímum í sögu Alþýðuflokksins. í sam- vinnu við aðra hugumstóra baráttumenn tókst að sigla fleyinu fyrir boða og sker, en margur harður hnúturinn laskaði bátinn. En hugsjónin og ílokkurinn hafa haldið velli; þökk sé eldhugunum. Mér hefur alltaf þótt það einn helsti kostur Gylfa Þ. Gíslason- ar, hversu vandaður hann er til orðs og æðis. Öll framganga hans er mótuð af yfirvegun og virðingu fyrir hverjum manni. Hann fjallar oft i skrifum sín- um um eílingu þeirra verð- mæta, sem eru manninum mikilvægust: virðingu fyrir sjálfum sér og kærleika til ná- ungans. Meginhugtök jafnað- arstefnunnar má lesa úr öllu lífi hans. Ég var svo lánsamur, að kynnast manninum Gylfa Þ. Gíslasyni um leið og ég kynnt- ist stjórnmálamanninum Gylfa. Hann og fjölskylda hans sýndu mér mikinn kærleika og hlýju á rótlausu aldursskeiði. Ekki minnkaði virðing mín fyr- ir heiðursmanninum Gylfa við þau kynni. Nú, þegar Gylfi Þ. Gislason er 70 ára, getur hann litið yfir far- inn veg og glaðst yfir verkum sínum. Hann hefur mátt þola súrt og sætt, sem jafnan er hlutskipti stjórnmálamanns- ins. En uppskeran af öllu starfi hans hefur komið þjóðinni til góða, aukið farsæld hennar. Sá er árangur verka hans og betri niðurstöðu getur enginn stjórnmálamaður óskað sér. Á þessum tímamótum flyt ég Gylfa innilegar þakkir fyrir þátt hans í þróun og eflingu jafnaðarstefnunnar og fyrir persónuleg kynni. Arni Gunnarsson Ungum var mér ljóst, að hús það hið mikla sunnan Hring- brautarinnar, Háskóla íslands, byggju mikilmenni. Þeir lækn- uðu sjúka, hugguðu sorg- mædda og varðveittu arfinn dýra, íslenska tungu og menn- ingu. Þekktu landslög, tungu þjóðanna og sögu. Þeir reistu mannvirki sem stóðust og vit þeirra margfaldaði afrakstur brauðstrits þjóðarinnar. Gnúp- leitir leituðu þeir sannleikans í fræðum sinum. Göfugir leiddu þeir æskuna til þroska. Fljótt skildist mér að þessum mönn- um væri eftirsóknarvert að likj- ast. Þjóðarleiðtogar voru þeir einnig og mikil var sú upphefð og virðing þegar sjálfur menntamálaráðherrann, pró- fessor við Háskólann, með sinni yndislegu konu, heiðraði árshátíðir okkar menntskæl- inga í MR með nærveru sinni. Þannig kynntist ég Gylfa Þ. Gislasyni fyrst, á því skeiði æv- innar, sem stundum er skil- greint þannig; að eiga heiminn. I því hugarástandi er við hæfi að ganga jafnaðarstefnunni á hönd og ég gekk í Alþýðuflokk- inn. Gylfi var óþreytandi að mæta á fundi hjá okkur ungum jafnaðarmönnum og útskýra jafnt rök jafnaðarstefnunnar, sem aðgerðir stjórnarinnar í einstökum atriðum. Eftir nám var svo hafið starf á hans ráðherravettvangi við bankamál og verðlagsstjórn- un. Einnig fastar hnýtt böndin við Alþýðuflokkinn. Leiðir lágu svo saman í Há- Framh. á bls. 21 Afmæliskveðj ur til Gylfa Þ. Gíslasonar A timamótum í ævi merkra manna er oflofið innan seiling- ar, þegar afreka þeirra er minnst. Það er þó hvorki skrum né hátimbrað orðagjálfur, þeg- ar fullyrt er, að Gylfi Þ. Gíslason sé einn gagnmerkasti stjórn- málaleiðtogi þessarar aldar. Með hugsjónir sínar að vopni og með óbilandi elju og dugn- aði hefur hann haft meiri áhrif á þróun islenskra þjóðmála en flestir aðrir stjórnmálamenn. Frá unga aldri hefur hann barist fyrir framgangi jafnaðar- stefnunnar, og hugsjónin um frelsi, jafnrétti og bræðralag hefur mótað flest hans verk. Á ferli sinum naut hann ekki ávallt þeirra elda, sem hann kveikti, en svo lánsamur er hann 70 ára gamall, að dómur sögunnar hefur þegar verið upp kveðinn. Og dómsorðin eru þau, að hann hafi verið framsýnni en gengur og gerist og að þjóðin njóti nú i mörgu skynsamlegra ákvarðana hans og farsælla starfa. Það þyrfti mikinn pappír og prentsvertu til að koma á blað öllum afrekum Gylfa Þ. Gísla- sonar. Vinnusemi hans og af- köst hafa verið slík, að með ólíkindum er. Áhrif hans á þró- un og uppbyggingu íslenska skólakerfisins eru óumdeild. Sama gildir um utanríkisvið- skipti, aukið viðskiptafrelsi, þróun bankamála, listir og menningu. Rétt eins og talað er um afreksmenn í íþróttum, hefur Gylfi verið afreksmaður í stjórnmálum. . ■ '0Í0 '-ww-- ^ , /- v ÞEGAR HUN MARGRET BORGARSDOTTIR LEITAÐI TIL OKKAR FYRST, ÁRIÐ 1976, ÁTTI HÚN NÁKVÆMLEGA 26.090 KRÓNUR. í DAG HAFA KRÓNURNAR 96 FALDAST Haraldur frændi hennar sagðist vera viss um að hún Margrét væri rugluð. Sannleikurinn er hins vegar sá að Margrét var óvenjulega heilbrigð kona. Hún gerði sér grein fyrir því að ráðgjafar Fjárfestingarfélagsins voru menn, sem hún gæti treyst. Sjálf sagðist hún ekki vera fjármálaspekingur. Sérfræðingar Fjárfestingar- félagsins ráðlögðu Margréti ávallt að kaupa verðbréf sem gáfu góðan arð. Að sjálfsögðu ráðlögðu þeir henni að kaupa KJARA- BRÉFIN þegar þau voru gefin út. Það væri lang einfaldast. „Þá þarft þú engar áhyggjur að hafa af peningunum þín- um, Margrét mín. Kjarabréfin eru örugg og við sjáum til þess að alltaf standi á bak við þau sérfræðilegt val á traustum verðbréfum," sögðu þeir. Eins og svo oft áður höfðu sérfræðingar Fjárfesting- arfélagsins rétt fyrir sér. Um síðastliðin áramót átti Margrét 65 ára afmæli. Þá átti hún 2.500.000 krónur í TEKJUBRÉFUM. Af þeim fær hún ríkuleg mánaðarlaun heimsend ársfjórðungslega. Og hver skyldi hafa ráðlagt henni Margréti að skipta Kjarabréfunum sínum yfir í Tekjubréf? Ekki var það Haraldur frændi. Ne-e-ei. Hann situr enn við sinn keip. Auðvitað var það sérfræðingur hennar hjá Fjárfestingarfélaginu, nú sem fyrr, sem ráðlagði henni það. TIL UMHUGSUNAR: 1. Af hverju sögðu séríræð- ingarnir að Kjarabréfin væru örugg? 2. Hvers vegna skipti Margrét yfir í Tekjubréf, þegar hún var komin á eftirlaunaaldur? 3. Hvemig getur venjulegt fólk, sem ekki telur sig vera fjármálaspekinga, ávaxtað fé sitt í tryggum verðbréfum? Sendið rétt svör til Fjáríestingaríélagsins, Hafnarstræti 7, Reykjavík, merkt Haraldur frændi. Besta svarið í viku hverri, allan þennan mánuð, fær eintak af bókinni góðu, FJÁRMÁLINÞÍN, í verðlaun. FJARFESTINGARFÉIAGIÐ Hafnarstræti 7-101 Rvík. & 28566. Gurtnar Óskarsson einn af ráðgjöfum Fjárfestingarfélagsins

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.