Alþýðublaðið - 07.02.1987, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.02.1987, Blaðsíða 3
Laugardagur 7. febrúar 1987 3 alþýdu- blaöíó Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 681976 Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Örn Bjarnason, Ása Björnsdóttir, Kristján Þor- valdsson og Jón Danielsson Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot Alprent hf., Armúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Siðumúla 12 Áskriftarsíminn er 681866 Gylfi Þ. Gíslason 70 ára Gylfi Þ. Gíslason er 70 ára í dag. Gylfi er einn af merkustu stjórnmálaforingjum þessararald- ar og gætir áhrifa hans vlöa í menntakerfinu, banka-og viðskiptalífi og ásviöi menningarog lista. Hann kom mikið við sögu í samskiptum íslands við ýmsar alþjóðastofnanir, hefur stundað kennslu- og fræðistörf og verið mikil- virkur rithöfundur. Gylfi Þ. Gíslason lauk kandidatsprófi í hag- fræði frá háskólanum í Frankfurt am Main árið 1939 og hóf þegar kennslustörf við heimkomu. Hann var skipaður dósent 1940 og prófessor 1946. Doktorsprófi lauk hann 1954 og var gerð- ur að heiðursdoktor við Háskóla íslands 1971. Eftirað Gylfi lauk námi í Þýskalandi hóf hann þegarafskipti af stjórnmálum og varð fljótlega einn helsti forystumaður Alþýðuflokksins. Hann hefur nú setið í miðstjórn hans í 46 ár, og var ritari og formaður í mörg ár. Hann var þing- maður Reykvikinga i 32 ár eða frá 1946 til 78. Hann var menntamálaráðherra samfellt í 15 ár og viðskiptaráðherra í 12 ár. \Jlylfi fór með samskipti íslands við alþjóða- stofnanir á sviði efnahagsmála og tók mikinn þátt i norrænu samstarfi. Hann var í mörg ár formaður menningarmálanefndar Norður- landaráðs og fjárlaganefndar ráðsins. Hann er nú formaður Norræna félagsins á íslandi, sem í dag efnir til samkomu Gylfa til heiðurs. A stjórnmálaferli sínum hefur Gylfi unnið mörg stórvirki, sem lengi mun sjá stað í ís- lensku þjóðlífi. Hann var einarður baráttumað- urfyriraðild íslands að Fríverslunarsamtökum Evrópu. Hann átti verulegan þátt í farsælli lausn handritamálsins, beitti sérfyrirnýskipan í kennslu- og menntamálum og svo mætti lengi telja. Hér er ekki unnt að nefna nema helstu þætt- ina á afrekaskrá Gyifa Þ. Gíslasonar. Eljusemi hans og dugnaður hefur verið með ólíkindum, og afköstin samkvæmt því. Hann hefur notið virðingar og trausts jafnt meðal samherja og pólitískra andstæðinga. Störf hans hafa verið metin að verðleikum, og hann á því láni að fagna að hafa notið sannmælis, einkum þó hin síðari ár, þegar i Ijós hefur komið hversu fram- sýnn hann hefur veriö í öllum verkum sínum og ákvörðunum. Rauði þráðurinn i lífi og starfi Gylfa Þ. Gísla- sonar er trúin á hugsjónir jafnaðarstefnunnar; trúin á manninn og jafnan rétt allra til lífsgæð- anna. SkoðanirGylfa mótuðust mjög ákreppu- árunum í Reykjavlk, þegar honum rann til rifja fátæktin og atvinnuleysið. Hann hefur lýst því svo, að þá hafi vaknað í brjósti sér eldheit and- staða gegn þvi ranglæti, sem felst í örbirgð og atvinnuleysi, og sterk samúð með þeim, sem urðu undir í Kfsbaráttunni. Hann hefur verið trúr þeim skoðunum, sem mótuðu allt líf hans og starf. Og hann hefur haft sérstaka hæfileika og einurð til að fylgja eftir hugmyndum sínum um betra og réttlátara þjóðfélag. Það er ián íslenskra jafnaðarmanna að njóta forystu manna á borð við Gylfa Þ. Gíslason. — Á þessum tímamótum í ævi hans eru honum færðar innilegar þakkir fyrir mikið framlag í þágu flokks og þjóðarheildar. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar auglýsir eftirtaidar stöður lausar til um- sóknar 1. Þrjár nýjar stöður félagsráðgjafa við hverfaskrifstof- ur fjölskyldudeildar. 2. Staða deildarfulltrúa við fjölskyldudeild, hverfa- skrifstofu, Asparfelli 12. Áskilin er félagsráðgjafa- menntun og starfsreynsla á sviði fjölskylduverndar og barnaverndar. 3. Afleysingarstaöa í 12 mánuði á sviði fóstur- og for- ræðismála. Áskilin er félagsráðgjafamenntun og starfsreynsla á sviði fjölskylduverndar. 4. Félagsráðgjafarog fólk með sambærilega menntun eða starfsreynslu af vettvangi félagsmálaþjónustu og barnaverndar óskast til sumarafleysinga. Upplýsingar um ofangreind störf veitir yfirmaður fjöl- skyldudeildar ( slma 25500. Umsóknarfrestur er til 27. febrúar 1987. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykja- vikurborgar, Pósthússtræti 9,5. hæð ásérstökum eyðu- blöðum sem þar fást. ILAUSAR STÖÐUR HJÁ J REYKJAVÍKURBORG Starfsmenn óskast til sumarafleysinga á Slökkvistöð- ina í Reykjavík á sumri komandi. Umsækjendurskulu veraáaldrinum 20—28áraog hafa meirapróf til aksturs. Iðnmenntun eða sambærileg menntun æskileg. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Slökkvistöðvar- innar. Umsóknir skulu hafa borist fyrir 1. mars n.k. Nán- ari upplýsingar veitir Tryggvi Ólafsson skrifstofustjóri. Frá Borgarskipulagi Kynning á tillögum að deiliskipulagi Kvosarinnar er í Byggingarþjónustunni, Hallveigarstlg 1, til 6. mars n.k. Opið kl. 09.00—18.00 alla virka daga. Fulltrúar höfunda og Borgarskipulags verða til viðtals á staðnum á fimmtudögum kl. 15.00 —18.00, fráfimmtudeginum 12. febrúartil fimmtu- dagsins 5. mars 1987. Framboðslisti 1 28. Þorsteinn Jakobsson, stýri- maður 29. Hörður Filippusson, dósent 30. Eggert Jóhannesson, lœknir við Borgarspítalann 31. Emelía Samúelsdóttir, hús- móðir 32. Gunnar Dal, rithöfundur 33. Atli Heimir Sveinsson, tón- skáld 34. Guðni Guðmundsson, rektor MR 35. Rögnvaldur Sigurjónsson, píanóleikari 36. Gylfi Þ. Gíslason, prófessor, fyrrv. formaður Alþýðu- flokksins. Tölvur Fyrningar forrit — fyrir bókhaldsstofur og endurskoðendur. Komið er á markaöinn fyrningar forrit fyrir bókhaldsstofur og end- urskoðendur. Forritið léttir á allri þeirri vélrænu vinnu sem felst í því að setja saman fyrningarskýrslur fyrir tugi fyrirtækja. Gert er ráð fyrir mismunandi teg- undum afskrifta. Útprentaðar skýrslur eru smekklega uppsettar, og gera þær ráð fyrir neðanmáls- textum og eru tilbúnar til afhend- ingar. Skýrslur fyrra árs eru varð- veittar þannig að innsláttur gagna verður óverulegur eftir fyrsta árið. Forritið framkvæmir áramóta uppfærslu fyrir eina eða allar skýrslur kerfisins eftir vali. 1 þeirri aðgerð eyðast úr viðkomandi skýrslu þær færslur, sem bókfært verð er 0, þ.e. seldar eða ónýtar eign- ir. Forritið er gert fyrir PC sam- hæfðar tölvur. Allar frekari upplýsingar fyrir hendi hjá söluaðila. Söluaðili er RÁÐGJAFASTOF- AN, Rekstrar- og tölvuráðgjöf, Bíldshöfða 18. Á mölinni mætumst með bros á vör — ef bensíngjöfin aa«Bow Hvert stefnir f íslenskum skólamálum? Hafa höfundar „svörtu skýrslunnar“ frá OECD rétt fyrir sér? Málfundafélag félagshyggjufólks býöur öllu áhugafólki um skólamál til fundar laugardaginn 7. feb. Fundurinn veröur haldinn í Odda, húsi Há- skólans, stofu 101, kl. 13.30. Frummælendur: Halldór Guðjónsson kennslustjóri Háskóla íslands Svanhildur Kaaber formaður Bandalags Kennarafélaga Eygló Eyjólfsdóttir konrektor Menntaskólans viö Hamrahlíð Fundarstjóri: Kristín Ástgeirsdóttir kennari. Halldór Svanhildur Eygló Kristín MÁLFUNDAFÉLAG FÉLAGSHYGGJUFÓLKS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.