Alþýðublaðið - 14.03.1987, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 14.03.1987, Qupperneq 2
2 Laugardagur 14. mars 1987 alþýðu- ■ n rnIM Alþýðublaöið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 681976 útaefandi: Blað hf. Ritstjórar: Árni Gunnarsson og Ingólfur Margeirsson Blaðamenn: Örn Bjamason, Ása Bjömsdóttir, Kristján Þor- valdsson og Jón Daníelsson Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Sctning og umbrot Alprent hf„ Ármúla 38 Prentun: Blaðaprcnt hf„ Siðumúla 12 Askriftarsíminn er 681866 Kjarni jafnaðarstefnu Jón Sigurösson, efsti maður á lista Al- þýöuflokksins í Reykjavík, gerir grein fyrir lífi sínu og lífsviðhorfum í ítarlegu viötali sem birtist í Alþýðublaöinu í dag. Þardreg- ur hann saman stefnu Alþýðuflokksins í einn kjarna þegar hann segir: „Ég vil berj- ast gegn óréttlæti og finn til meö þeim sem minna mega sín og eru beittir rangs- leitni og kúgun. Menn geta ekki horft upp á misrétti og sagt aö sér komi þaö ekki við. Menn veröa aö staldra við og hugsa og framkvæma síðan eitthvað sem gerir heiminn eða a.m.k. þeirra nánasta um- hverfi aö dálítið betri stað að búa og lifa á. Allt snertirþettaokkurog okkurkemurallt óréttlæti við. En hvað eru svo tilfinningar? Tilfinningar eru ekki síst samkennd með’ öðru fólki. Þá erum við komnir að rótum jafnaðarmennskunnar. Mér stendur ekki á sama um fólk — það er kjarni jafnaðar- mennskunnar að láta sér ekki standa á sama um hagi annarra." Kjarninn í stefnu Alþýðuflokksins er um- önnun fyrir manninum. Þess vegna berst flokkurinn fyrir því að efla stöðugleika og nýsköpun í efnahagsmálum, og fyrir af- komuöryggi og sanngjarnri tekjuskipt- ingu. Alþýðuflokkurinn vill að hlutverk rík- isins verði skilgreint að nýju og miðað við þarfir nútímans. Alþýðuflokkurinn vill minnkandi markaðsbúskap og minni ríkis- forsjá í atvinnulífi, frjálsa útflutningsversl- un og liðveislu við erlenda markaðssetn- ingu og vöruþróun. Alþýðuflokkurinn vill fækka og stækka sveitarfélög og færa völd og fjármagn heim í héruð. Alþýðu- flokkurinn vill staðgreiðslukerfi skatta en ekki bara launafólks og að skattsvik verði upprætt og fyrirtækin beri sinn hlut skatt- byrðinnar. Alþýðuflokkurinn vill sameigin- legan lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn og samræmd lífeyrisréttindi og að lífeyris- sjóðurinn verði deildskiptur eftir lands- hlutum. Alþýðuflokkurinn vill húsnæðis- lán í stað lánsloforða og meira valfrelsi milli séreignar og leigu. Alþýðuflokkurinn vill lækkavexti með því að minnka skulda- söfnun ríkissjóðs og að tekjuöflun ríkisins hækki ekki lánskjaravísitölu. Alþýðuflokk- urinn vill nýja heilbrigðisstefnu sem þátt í sókn til betra mannlífs. Alþýðuflokkurinn vill minni ríkisafskipti af atvinnulífi og meiri velferð fyrir fólkið. jr I flóknum og tæknilegum umræðum stjórnmálamannanna gleymist oft kjarni umræðunnar: maðurinn sjálfur, fólkið í landinu og velferð þess. Kjósendur, þ.e. all- ur almenningur stendur oft utangátta með sín daglegu vandamál og skilur illa tyrfinn málflutning stjórnmálamanna. Einstakl- ingurinn vill einnig oft gleymast [ hinni pólitísku umræðu. Oft er það vegna þess að hagsmunaöflin sem ráða ferðinni huga ekki að sameiginlegum hag heildarinnar, heldur safna saman fjármunum og völdum í sérhópa. Traust almennings til alþingis- manna fer að sjálfsögðu rýrnandi eftir því sem miðstýringu og hagsmunagæslu sér- hópa er meira stjórnað úr sölum alþingis. Það er því mikilvægt að menn skilji þá staðreynd að kjarninn í stefnu Alþýðu- flokksins er að látasérekki standa ásama um fólk. Alþýðuflokkurinn vill ekki að aft- urhaldssöm miðstýringaröfl eða sérhags- muna ráðskist með líf almennings í land- inu. Alþýðuflokkurinn vill ekki horfa að- gerðarlaus á kulda og mannfyrirlitningu nýfrjálshyggjunnar sem tekur fjármagn fram yfir manneskjuna. Alþýðuflokknum er ekki sama að lágkúrumenning streymi yfir landið á kostnað þjóðlegs menningar- arfs. Alþýðuflokknum erekki sama hvernig einstakiingum reiðir af í þjóðfélagi okkar. Eitt af aðalsmerkjum jafnaðarstefnunnar er og hefur alltaf verið mannúð og sam- kennd með öðrum mönnum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.