Alþýðublaðið - 14.03.1987, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 14.03.1987, Qupperneq 5
Laugardagur 14. mars 1987 5 Allir þessir sleggjudómar um stjórnmálamerm eru dálítið dapur- legt fyrirbæri. Ummæli eins og ég sé kerfiskall eða býrókrat er vitn- isburður um, hvernig íslensk stjórnmál eru oft persónugerð ... Á menntaskólaárunum tók Jón mikinn þátt í leiklistarstarfsemi skólans. Hér lœðist hann ásviðinu Íblíðu ogstríðu, skólaleikriti M.A. 1959, ásamt Önnu Guðrúnu Jónasdóttur, Pétri Einarssyni núverandi leikhússtjóra á Akureyri og Laufeyju Þorbjarnardóttur sem síðar varð eiginkona hans í blíðu og stríðu. Jón Sigurðsson hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa hérlendis og erlendis. M.a. hefur hann verið fulltrúi íslands ístjórn Norræna fjárfestingarbank- ansfrá 1976 og stjórnarformaður hans á árunum 1984—86. Á myndinni sést Jón á 10 ára afmœli bankans og með honum tveir stjórnarmenn, þeir Eero Ihomainen, frá Finnlandi og Jan O. Karlsson frá Svíþjóð. Laufey Þorbjarnardóttir, útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum á Akur- eyri vorið 1962. Jón var á þeim tíma við hagfrœðinám í Stokkhólmi en flaug heim daginn áður en Laufey útskrifaðist. Þau giftust sama ár. Jafnaðarstefnan er íslandi til góðs. Alþýðuflokkurinn er t.d. að mörgu leyti frjálslyndari í efnahagsmálum en Sjálfstæðisflokkurinn sem er bundinn af gamalgrónum sérhags- munum. Alþýðuflokkurinn vill ganga lengra í valddreifingu og frjálsræði í markaðsmálum en Sjálfstæðisflokkurinn og draga úr ríkisafskiptum í atvinnumálum og viðskiptum. Nýleg dæmi um stöðn- un og úrelta atvinnustefnu stjórn- arflokkanna eru tillögur ríkis- stjórnarinnar í Útvegsbankamál- inu. Samstarf Sjálfstæðismanna við Framsókn hefur ráðið þar úr- slitum, en Framsóknarflokkurinn er í viðjum úreltrar atvinnustefnu. Alþýðubandalagið hneigist of mik- ið til miðstýringar og ríkisforsjár, aðhyllist pólitísk trúarbrögð. Engu að síður eigum við margt sameigin- legt með flokknum í heilbrigðis-, mennta og félagsmálum. Ef ég dreg þetta allt saman, þá hefur Alþýðu- flokkurinn það fram yfir aðra flokka að vera víðsýnn umbóta- flokkur!* — Ertu þvífylgjandi að Alþýðu- flokkurinn fari í stjórn eftir kosn- ingar? „Auðvitað viljum við fara í stjórn. Felst það ekki í orðinu „stjórnmál" þar sem forliðurinn er „stjórn?“ Við teljum að við höfum mikilvæg mál fram að færa og vilj- um berjast fyrir þeim. En að sjálf- sögðu verðum við að sjá úrslitin fyrst. Við viljum taka þátt í stjórn- armyndun til að mynda stjórn um málefni en ekki stóla. Sjálfstæðis- flokkur — Alþýðuflokkur er ekki fjarlægur möguleiki, en það fer eft- ir málefnum. Hins vegar vil ég síður en svo útiloka aðra flokka eða aðrar samsteypustjórnir. Stjórnir á ekki að mynda um einstaka menn eða einstök málefni heldur mörg málefni og heildarstefnu." — Áttu þér draumastjórn? „Draumastjórnin er stjórn með aðild Alþýðuflokksins þar sem sjónarmið flokksins fá mikið gildií* Of mikið af lagaákvæðum — Þú hefur fengið á þig orð fyr- ir málefnalega framsetningu á stjórnmálum. Eru þingmenn al- mennt of ómálefnalegir á þingi? Skortir þá undirstöðu og þekkingu í málum sem þeir fjalla um hverju sinni? „Á Alþingi er nauðsynlegt að þingmenn séu með rætur á ýmsum sviðum þjóðlífsins. Þannig er t.d. æskilegt að þingmenn hafi verið eða séu sjómenn, verkamenn, bændur, atvinnurekendur, kennar- ar, embættismenn, læknar, prestar o.s.frv. Það er þinginu hollt að þingmenn séu ekki allir atvinnu- pólitíkusar frá barnsaldri. Það er án efa gagnlegt að þingmenn séu sérfróðir um mál sem þeir eru að fást við. Ég veit að margir þing- menn eru sammála mér í þessu. En auðvitað eiga þingmenn ekki að vera sérfræðingar. Þetta er líka spurning um verkaskipulag; sér- fræðiþekkingin er hjá embættis- mönnum og sérfræðingum, en það má ekki þýða að löggjafarvaldið færist til þeirra í reynd!‘ — Er sú þróun ekki hœttuleg lýðrœðinu? „Hún getur verið það. Þetta er spurning um hvernig hið þjóð- kjörna þing beitir löggjafarvaldinu. Lög eiga að lýsa grundvallarreglu í samfélaginu. í seinni tíð höfum við fengið mikið af almennt orðuðum stefnuyfirlýsingum í lög en Iíka ým- is smásmuguleg ákvæði eins og reykingarreglur á vinnustöðum o.s.frv. Það er of mikið af slíkum ákvæðum í lögum. Lagaákvæði sem erfitt er að fara eftir, ýmist af því að þau eru svo óljóst orðuð eða svo smásmuguleg að ekki er hægt að fara eftir þeim, gera það að verkum að menn hætta að bera virðingu fyrir lögunum. Hættan er sú að menn sjái ekki skóginn fyrir trjám. Við verðum að virkja lýðræðið að nýju og láta fólkið sjálft, vinnustaði eða aðra hópa leysa sín innanhúsvandamál en ekki löggjafann. Þetta er lang- tímamál í löggjafarstarfi" Hef ekki búið í fílabeins- turni — Nú ert þú farinn að þeysast um vinnustaði með fundi. Er þetta ekki talsverð breyting Jrá þvi að ganga um flosteppi Þjóðhagsstofn- unar? Hvernig finnst þér að stíga úr fílabeinsturni og rœða við alþýð- una? Nú skellihlær Jón: „Ég kannast ekki við að hafa búið í fílabeins- turni. Ég hef verið ráðgjafi og málamiðlunarmaður sem hefur starfað með mörgum mönnum, stofnunum og samtökum en ekki setið einangraður. Ég hef verið sáttamaður í mörgum vinnudeilum og er alls ekki óvanur því að hitta fólk úr ýmsum hópum þar sem hagsmunir rekast á. Meðal annars hef ég unnið mikið við fiskverðs- samninga, kvótakerfið og kjara- samninga og er vanur því að hlýða á skoðanir þeirra sem við þessar ákvarðanir búa á opnum fundum og á öðrum stöðum. En það er rétt ég hef ekki haldið pólitíska fundi á vinnustöðum áður. Þessir fundir eru skemmtilegir og gefandi. Það er mikilvægt að fá andann frá fólki: og heyra viðhorf þess og skoðanir á málefnum flokksins og þjóðmálum yfirleitt. Menn reyna auðvitað einn- ig að koma frambjóðenda í klípu á svona fundum. Það er líka skemmtilegt en auðvitað misjafn- Iega skemmtilegt. Og ef þú ert að ýja að því að ég tali óskiljanlegt mál þá er því til að svara að ég hef lítið verið gagnrýndur fyrir hag- fræðsku. Eg vona að ég tali yfirleitt skiljanlegt mál!‘ Foreldramissirinn mótaði mig á margan hátt Jón missti foreldra sína ungur. Móðir hans lést þegar hann var tíu ára og faðir hans dó þegar Jón var fimmtán ára. Ég spyr hann um þessa erfiðu reynslu. „Húnvar ákaflega sár. fyrir mig og bræður mína“, segir Jón hægt. „Móðir mín hafði verið veik í nokk- ur ár áður en hún dó og það voru erfið ár fyrir unga drengi. Auðvitað var þetta reynsla sem mótaði mig á margan hátt. En ég átti góða að og við bræðurnir vorum samrýndir. Ég á tvo bræður, Þóri sem er tveim- ur árum eldri en ég og starfar nú sem kennari við Menntaskólann við Sund í Reykjavík, og Guðmund sem er ári yngri en ég og er starfandi heilsugæslulæknir á Seltjarnarnesi. Ættingjar mínir á ísafirði og víðar reyndust okkur vel. Á sumrin var ég lengi í sveit hjá góðu fólki í Ögri við Djúp og í Arnardal í Skutulsfirði. Ömmur okkar voru báðar mjög merkilegar konur og mér mikils virði í bernsku. Faðir minn dó sum- arið áður en ég fór í Menntaskólann á Akureyri. Upp frá því vorum við bræðurnir á eigin vegum. Á þessum árum var það ekki ógerningur. Þetta var hægt. Ég vann fyrir mér á sumrin og lifði á þeim tekjum yfir veturinn!' Á leiksviði á ísafirði og Akureyri — í Menntaskólanum á Akur- eyri gastu þér gott orð sem leikari. Þú hefur ekki hugsað þér að leggja leiklistina fyrir þig? „Nei alls ekki sem atvinnu. Leik- listarlífið í skólanum var grósku- mikið og þetta var talinn einn skemmtilegasti félagsskapurinn. Leiklistin var Iíka félagsstarf sem sýndi svo áþreifanlegan árangur — sjálfar sýningarnar — og þetta tvennt heillaði mig!‘ — En þörfin fyrir leikrœna tján- ingu? Jón brosir: „Félagsskapurinn var númer eitt. Annars var þetta ekki í fýrsta skipti sem ég stóð á Ieiksviði. Eg hafði tekið þátt í leiksýningu sem barn á ísafirði. Þannig var að hópur frá Þjóðleikhúsinu fór í leik- för um Vestfirði með leikritið Tópas eftir Marcel Pagnol sumarið 1953. Þarna voru stórar stjörnur á ferð- inni; Haraldur Björnsson, Róbert Arnfinnsson, og Sigríður Hagalín. Það vantaði nokkra stráka til að leika baldinn skólabekk og við vor- um nokkrir „púkar“ fengnir til að aðstoða stjörnurnar. Þetta gekk nú allt skammlaust fyrir sig og ég man ennþá rulluna mína. Hún var for- skriftin sem bekkurinn hafði í skriftartímanum: „Illur fengur, illa forgengur!* Satt að segja skildum við „púkarnir" þetta ekki fyrr en eftir dúk og disk. Seinna vantaði strák til að leika blaðsöludreng í „Kjarnorku og kvenhylli“ eftir Agnar Þórðarson en þá kom Brynjólfur Jóhannesson til að Ieika í sínum gamla heimabæ. Og ég var fenginn til að leika strákinn. Ég get reyndar stært mig af því að hafa leikið með verðandi atvinnuleikur- um í MA. Við stóðum þá saman á sviði Pétur Einarsson, núverandi leikhússtjóri á Akureyri og ég. En sem betur fer fyrir áhorfendur lauk mínum leikferli við stúdentsprófið!1 — Kannski að leiklistarþekking þín nýtist þér á þingi? „Hafi ég eitthvað lært í leiklist þá er ég löngu búinn að gleyma því. Því er nú verr og miður!‘ Skáldskapur og ást í Menntaskóla — Þúortirennfrem urá skólaár- unutn? „Skáldferillinn var nú alveg bundinn við ritstjórnartíma minn við skólablaðið. Það þurfti að fylla síðurnar með einhverju!1 — Hefurðu ekki ort síðan? „Ég get sett saman vísu ef ég má til svona í samkvæmisleikjum!1 — Önnur félagsleg afrek á menntaskólaárunum? „Ég vil nú ekki kalla það afrek en í MA var ég formaður leikfélagsins og sat í ritstjórn skólablaðsins með- al annars með Halldóri Blöndal. Svo tók ég þátt I íþróttum skólans, sérstaklega í skólaíþróttinni blaki; ég segi það með stolti að mitt bekkj- arlið var blakmeistarar þrjú ár í röð. Ég hef reyndar gaman af íþróttum ennþá og æfi körfubolta tvisvar í viku!‘ En menntaskólaárin voru ekki einungis tími náms' — og leikja, þarna kynntist Jón eiginkonu sinni, Laufeyju Þorbjarnardóttur frá Grenivík: „Hún var í skólanum á sama tíma og ég en tveimur bekkj- um á eftir mér. Við settum eig- inlega fyrst upp heimili við Fálka-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.