Alþýðublaðið - 14.03.1987, Page 6
6
Laugardagur 14. mars 1987
Menn geta ekki horft upp á mis-
rétti og sagt aö sér komi það ekki
við. Mér stendur ekki á sama um
fólk. Þetta er kannski kjarni jafn-
aðarstefnunnar, að láta sér ekki
standa á sama um fólk...
götuna í Reykjavík í ársbyrjun 1964
þegar ég kom heim frá námi. Þá
voru synirnir tveir, Þorbjörn og
Sigurður Þór fæddir. Seinna bætt-
ust tvær dætur í hópinn, Anna
Kristín 1965 og Rebekka, fædd
1977.
Fannst Svíþjóð betri en
Svíar
— Jón lagði sem sagt fyrir sig
hagfræði og tölfræði. Hann segist
þó hafa velt öðrum greinum fyrir
sér eins og arkitektúr; hann hafi
alltaf haft gaman af að mála og
teikna. En hagfræðin varð ofan á
og Stokkhólmur varð fyrir valinu
sem háskólaborg: „Ég kunni sér-
staklega vel við mig í Svíþjóð. Ég
var eins og aðrir bjartsýnir íslend-
ingar sem byrja háskólanám í er-
lendum borgum; settist beint á
skólabekk i sænskum háskóla og
byrjaði að læra fræðin á sænsku
eins og venjulegur Svíi, þótt undir-
stöðukunnáttan í málinu væri
skóladanska frá íslandi. En þetta
blessaðist allt saman. Ég byrjaði
reyndar á lögfræði sem valgrein
með hagfræðinni. íslenska nýlend-
an var stór og nokkuð innhverf; ís-
lendingarnir umgengust helst ís-
lendinga. Þarna var gott fólk eins
og Ólafur frændi minn Jónsson
bókmenntagagnrýnandi, Kristján
Bersi Ólafsson, skólastjóri í Flens-
borg, Sveinn Einarsson, fyrrum
Þjóðleikhússtjóri og kona hans
Þóra Kristjánsdóttir, listfræðingur,
Haraldur Ölafsson, alþingismaður,
Guðmundur Magnússon, pró-
fessor, Kjartan Jóhannsson, al-
þingismaður og fleiri“
— Jón Baldvin hefur sagt það ú
prenti að þú hafir lesið frú 6 ú
morgnana til miðnœttis og eina
leiðin til að draga þig frú bókunum
hafi verið að plata þig ú bíó til að
horfa ú John Wayne — myndir og
aðra vestra?
„Já, formaðurinn hefur látið
hafa þetta eftir sér. Sannleikurinn
er nú hins vegar sá að Jón Baldvin
og Bryndís kona hans, komu til
Stokkhólms þegar ég var í lokahrin-
unni fyrir fil. kand-prófið. Þá las ég
náttúrlega stíft. Það er hins vegar
misskilningur hjá Jóni Baldvini, að
ég hafi stundað námið svona kapp-
samlega allan námstímann. Hins
vegar er það hárrétt hjá Jóni
Baldvin að ég fór mikið i kvik-
myndahús og hafði dálæti á
vestrum, sérstaklega ef þeir voru
gerðir af John Ford. En ég hafði
einnig áhuga á annarri kvikmynda-
gerð; sá mikið af frönskum og
ítölskum myndum, á þessum árum
skall franska kvikmyndabylgjan,
„nýja bylgjan" einmitt á. Ég var
einnig hrifinn af sænskum mynd-
um, einkum myndum Bergmans og
þá sér í lagi kómedíum hans eins og
„Sommarnattens leende“ (Bros
sumarnæturinnar). Stokkhólmur
bauð einnig upp á stórkostlegt
menningar- og listalíf eins og leik-
hús, söfn og tónleikaí*
— Hvernig lögðust Svíarnir í
þ‘g?,
„Ég verð nú að segja eins og er,
að í fyrstu fannst mér Svíþjóð betri
en Svíar, öfugt með Bretland sem ég
kynntist nokkrum árum síðar. En
eftir því sem ég hef kynnst Svíum
betur, hefur þetta viðhorf mitt
breyst, þeir eru jafngóðir og land
þeirra er gott!‘
Varði gengisfellingu
Olofs Palme
— Jón kom heim frú Svíþjóð
1964 og stakkst ú bólakaf í efna-
hagsþvargið. Hann hóf störf hjú
Efnahagsstofnun sem þú var undir
stjórn Jónasar Haralz. í stjórn
stofnunarinnar var einnig Jóhann-
es Nordal. Jón segist vera ánægður
„Ég hef alltaf haft mikinn úhuga d íslensku múli og bókmenntum og skúldskap.
Mínir menn eru aðallega 18. og 19. aldar skúld“, segir Jón.
Hjónin Laufey Þorbjarnardóttir og Jón Sigurðsson ú góðri stundu ú heimili sínum.
með samstarfið við þessa tvo helstu
hagfræðinga viðreisnarstjórnar-
innar. Ári siðar lá leiðin til London:
„Ég var við nám við London School
of Economics í tvö ár. Mér líkaði vel
í London. Yfirleitt hefur mér líkað
vel þar sem ég hef verið. Nú var öll
fjölskyldan með, enda börnin orðin
þrjú og það yngsta nýfætt þegar við
héldum til Bretlands. Við bjuggum
fyrir utan London, á tveimur stöð-
um — í Orpington í Kent og Forest
Hill. Þetta voru heilmikil ferðalög í
skólann, stundum gat lestarferðin
tekið hálfan annan klukkutíma inn
í borgina. Orpington var þá einna
frægust fyrir það að þarna áttu
frjálslyndir þingmann. Ég komst
ekki hjá því að fylgjast með pólitík
í Bretlandi, þetta var á stjórnaráum
Harolds Wilson og ég fylgdist tölu-
vert með málefnum Verkamanna-
flokksins.
Og til að gera langa sögu stutta:
Að loknu númi í Bretlandi, kom
Jón Sigurðsson heim til Islands og
tók aftur til starfa hjú Efnahags-
stofnun, sem hann hafði reyndar
verið viðloðandi í sumarfríum. Ár-
ið 1971 var stofnunin gerð að deild
í Framkvœmdastofnun og kölluð
hagrannsóknadeild. Hún starfaði
undir því heiti þangað til Þjóðhag-
stofnun var stofnuð 1974 og var
Jón forstjóri hennar frú upphafi.
Enferillinn hefur ekki einungis ver-
ið bundinn við Þjóðhagstofnun. A
úrunum 1980—83 varJón fastafull-
trúi Norðurlandanna hjú Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum í Washington.
Hann hefur einnig verið fulltrúi Is-
lands í stjórn Norræna fjúrfest-
ingabankans frú 1976 og stjórnar-
formaður bankans 1984—86: „Það
kom m.a. í minn hlut ú Washington-
úrunum að þurfa að verja 12%
gengisfellingu Svía í október 1982,
sem var fyrsta verk ríkisstjórnar
Olofs Palme sem þú tók við völd-
um. Þeirsættu mikilli gagnrýni nú-
grannaþjóðanna og Evrópubanda-
lagsþjóðanna sem töldu að Svíar
hefðu með þessu skapað sér bœtta
samkeppnisaðstöðu með ósann-
gjörnum hætti. Ætli Svíar hafi ekki
bara verið heppnir að hafa mig,
vanan mann í gengisfellingum að
verjasinn múlstað? En þetta fórallt
velhjú Svíum ogþeim hefur vegnað
vel ú eftir. Enda situr kratastjórnin
enn að völdum við góðan orðstír",
segir Jón og brosir breitt.
Ég er tilfinningavera og
stendur ekki á
sama um fólk
— En er ekki maður sem er van-
ur slíkum úbyrgðar- og stjórnunar-
störfum úkaflega stjórnsamur að
eðlisfari?
„Vonandi er ég stjórnsamur þar
sem mér er ætlað að stjórna“, svar-
ar Jón um hæl. Hvort stjórnsemi
mín nær út fyrir það, verða aðrir að
dæma um. Fyrri störf mín hafa að
sjálfsögðu mótað mín vinnubrögð.
En ef ég tek dæmi af Þjóðhagstofn-
un, þá einkenndust vinnubrögðin
þar af samvinnu manna en ekki af
skipanaröð eða goggunarröð. Hinu
er ekki að neita að ég vil stundum
ráða — en ég hlusta alltaf á aðra.
Og ég ber mikið undir aðra, og legg
mikið upp úr því að menn skiptist á
skoðunum. Það er góð vinnuaðferð
og á vel við í stjórnmálum. Þannig
er kjarninn í hverju máli fundinn.
Og þannig vil ég vinna; að ákvörð-
un í hverju máli sé vel undirbyggð
og undirbúin.“
— Ertu haldinn fullkomnunar-
úrúttu — óforbetranlegur „per-
feksjónisti?"
„Jaaa, — ég vil reyna að gera vel.
Það er nauðsynlegt í lífinu. Það er
hins vegar því miður fjarri að það sé
fullkomið eða „perfekt“ sem ég
geri. Enda er það alltaf afstætt hvað
sé best. En ég vil vera kröfuharður
við sjálfan mig“
— Menn sem hafa unnið með
þér hafa haft orð ú því hve vel og
skipulega þú vinnur — allt að því
eins og vél. Menn hafa jafnvel spurt
sig hvort þú hugsir aðeins rökréttar
hugsanir og sinnir lítið þínu tilfinn-
ingalífi?
„Þetta er náttúrlega eins og hver
önnur firra. Ég er tilfinningavera,
ef þú ert að spyrja um það. En til-
finningar ber ég kannski meira
innra með mér en utan á mér. Ég vil
♦
berjast gegn óréttlæti og finn til
með þeim sem minna mega sín eða
eru beittir rangsleitni og kúgun.
Menn geta ekki horft upp á misrétti
og sagt að sér komi það ekki við.
Menn verða að staldra við og hugsa
og framkvæma síðan eitthvað, sem
gerir heiminn eða a.m.k. þeirra
nánasta umhverfi að dálítið betri
stað að búa og lifa á. Ailt snertir
okkur, okkur kemur allt óréttlæti
við. En hvað eru svo tilfinningar?
Tilfinningar eru ekki síst samkennd
með öðru fólki, þá erum við komnir
að rótum jafnaðarmennskunnar.
Mér stendur ekki á sama um fólk,
þetta er kannski kjarni jafnaðar-
stefnunnar, að láta sér ekki standa
á sama um hagi annarra.
— Svo við höldum úfram að tala
um þinn innri mann og ferðalög
hugans — þú ert mikið fyrir bók-
menntir og skúldskap?
„Ég hef alltaf haft áhuga á ís-
lensku máli og bókmenntum. Ég
hef miklar mætur á 18. og 19. aldar
kveðskap. Mínir menn eru Jón Þor-
láksson, Jónas Hallgrímsson og
Grímur Thomsen. Af nútíma-
mönnum held ég mikið upp á
Matthías Johannessen og Hannes
Pétursson. Af skáldverkum úr jóla-
bókaflóðinu síðasta hef ég lesið
m.a. Tímaþjófinn eftir Steinunni
Sigurðardóttir, Grámosinn glóir
eftir Thor Vilhjálmsson, hvort
tveggja skemmtilegar og athyglis-
verðar bækur og Níu lykla eftir
Ólaf Jóhann Ólafsson. Ólafur Jó-
hann yngri er greinilega efnilegur
höfundurí*
Að vinna verkin vel án þess
að
vanrækja fólkið sitt
— Hvernig finnst þér, húlf-
fimmtugum embœttismanni að
vera dreginn út úr tiltölulega hljóð-
lútri tilveru inn ísviðsljós fjölmiðla
og stjórnmúla?
„Fyrir mann sem er frekar hlé-
drægur að eðlisfari er þetta auðvit-
að dálítið erfitt en það þýðir ekki
annað en að sætta sig við það. Ætli
maður venjist þessu ekki. Hins veg-
ar verður að fara með gát í persónu-
kynningu. Það er kannski alltof
mikið fjölmiðlafár í stjórnmálum
— eins og þetta viðtal.“
Og nú hlær Jón dátt.
— Stundum fæ ég það ú tilfinn-
inguna að þú sért hinn fullkomni
maður — og hinn fuUkomlega
hamingjusami maður.
„Nú þykir mér týra. Lífið hefur
fært mér margt gott en ekki held ég
því fram, að ég sé hinn fullkomlega
hamingjusami maður og svo sann-
arlega mætti margt betur fara í fari
mínu“, segir Jón og brosir. „Ég vildi
til dæmis hafa meira þrek og svo
mætti heimurinn vera betri við
mann“
— Hvernig þú?
En nú verður Jón alvarlegur aft-
ur: „Vandinn í lífi manns er oftast
sá, að ná því að vinna verkin sín vel
en vanrækja ekki fólkið sitt og vini
sína. Það er fáum gefið að hitta
fullkomið jafnvægi i þessu. En
maður verður alltaf að reyna að
þroska sig og bæta“
Segir Jón Sigurðsson.