Alþýðublaðið - 14.03.1987, Side 10

Alþýðublaðið - 14.03.1987, Side 10
10 Laugardagur 14. mars 1987 Bjarni P. Magnússon kosningastjóri Alþýðu- flokksins: Fundur í kosningamiðstöðinni að Síðumúla 12 Ástæðulaust að vera með TAUGAVEIKLUN út af skoðanakönnunum Bjarni P. Magnússon, borgarfulltrúi er kosn- ingastjóri Alþýðuflokks- ins fyrir alþingiskosning- arnar 1987. Bjarni er ekki ókunnur þessu starfi, því hann hafði með höndum yfirumsjón kosningamála ’78, þegar flokkurinn vann sinn stœrsta og glœsilegasta sigur. Við hittum Bjarna að máli í kosningamiðstöðinni, að Síðumúla 12, og rœddum um kosningabaráttuna og pólitíkina. Kosningamiðstöðin „Hér hittast þeir sem skipa kosn- ingastjórn og hérna eru allar helstu ákvarðanir teknar. Það er síðan okkar starfsmannanna að sjá um að málum sé komið í framkvæmd;’ sagði Bjarni þegar við spurðum hann fyrst urrrStarfið á kosninga- miðstöðinni. „Þessi kosningamið- stöð á að þjóna öllu starfi flokksins í landinu og við leggjum því mikla áherslu á að komast í gott samband við skrifstofurnar á landsbyggðinni og reyna að samræma starfið sem kostur er. “ Þegar er búið að opna kosningaskrifstofur á helstu þétt- býlisstöðum í kjördæmunum. Þess- ar skrifstofur geta síðan leitað til kosningamiðstöðvarinnar varðandi allar helstu upplýsingar og fengi það efni sem gefið er út og að gagni kemur í kosningabaráttunni. Að sögn Bjarna er nú verið að leggja síðustu hönd á allt kosningaefni. Bjarni er 39 ára gamall og hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir flokkinn. Flestir kannast nú við Bjarna sem borgarfulltrúann, en áður hefur hann verið formaður Sambands ungra jafnaðarmanna, fræðslustjóri, unnið að gerð stefnu- skrár fýrir ’78, ritstjóri Alþýðu- blaðsins um skeið, verið formaður framkvæmdastjórnar og I flokks- stjórn. Bjarni var einnig sem áður sagði kosningastjóri ’78 þegar flokkurinn vann sinn glæsilegasta sigur. Við spurðum Bjarna hvort hann ætti von á einhverju hlið- stæðu í alþingiskosningum ’87: Sveitarstjórnarkosning- arnar þáttaskil „Ég er sannfærður um að við náum betri árangri en 1978. Við höfum alltaf unnið á þegar kosningabar- áttan er komin í gang og ég á ekki von á því að það verði nein breyting á. “ Bjarni benti t.d. á að í borgar- stjórnarkosningunum var hann ekki inni samkvæmt sumum skoð- anakönnunum. „Við höfum alltaf unnið vel á endasprettinum og þó við höfum verið að fara niður sam- kvæmt síðustu könnunum, þá veg- ur það á móti, hve við stöndum miklu betur að vígi nú en ’78. Flokkurinn er miklu breiðari í dag. Sveitarstjórnarkosningarnar mörk- ? uðu viss þáttaskil fyrir okkur, þegar við fengum fjölda frambjóðenda inn i sveitarstjórnir. Þetta fólk kem- ur nú til starfa í flokknum og við sjáum það á listunum og verðum virkilega vör við það í öllu starfi.“ Bjarni sagði að hingað til hafi stefna og starfsemi flokksins mikið til verið mótuð af þingflokknum, og e.t.v. meira en í öðrum flokkum. Þetta telur hann hins vegar mikið hafa breyst eftir síðustu sveitar- stjórnarkosningar. „Það sem skipt- ir mestu máli er að alls staðar þar sem við höfðum afl til í sveitar- stjórnunum, tókum við að okkur stjórn og öxluðum ábyrgðina. Við erum því með í dag fjölda ungra karla og kvenna sem eiga eftir að verða stjórnmálamenn framtíðar- innar og hafa gífurleg áhrif innan flokksins.“ Fátækur flokkur Bjarni er þaulkunnugur fjármál- um Alþýðuflokksins. í formannstíð hans hófst mikill uppgangur hjá Sambandi ungra jafnaðarmanna og arftakar hans hafa í engu slakað á, þannig að í dag á SUJ eignir upp á margar milljónir króna. Það er hins vegar ekki mikið ríkidæmi hjá flokknum sjálfum. Við spurðum því Bjarna hvort „fátæktin" hái ekki flokknum I öllu kosninga- starfi: „Alþýðuflokkurinn er að mínum dómi nokkuð vel rekinn. Þó t.d. Alþýðublaðið hafi ekki verið nema fjórar síður, þá höfum við ekki tapað á því. Flokksskrifstofan er rekin af einum og hálfum starfs- manni og allur kostnaður því í lág- marki. Þetta gerir það að verkum að megnið af því fjármagni sem við höfum, getur farið í að reka öfluga kosningabaráttu. Við höfum ekkert bákn sem tekur allt til sín. Sjálf- stæðisflokkurinn er t.d. rekinn eins og fyrirtæki, allan ársins hring. Framsókn er með Tímann á hausn- um og Alþýðubandalagið þarf ef- laust að setja einhverja peninga í Þjóðviljann þó ég vilji ekki fullyrða neitt um það. Alþýðublaðið er hins vegar rekið með hagnaði þrátt fyrir smæð sína. Ég er ekki að segja að við höfum mikið fjármagn umleikis en ég held að við höfum alveg nægilegt svig- rúm til að reka öfluga og öðruvísi kosningabaráttuí* En, það hlýtur að há flokknum að hafa ekki sterkara blað eða fjöl- miðil? „Auðvitað er visst öryggi í því að hafa sterkan fjölmiðil. Það væri t.d. ekki ónýtt að hafa Morgunblað- ið eða Dagblaðið. — Þó, þau dag- blöð séu okkur ekki fjandsamleg, þá er vitað mál að þau hliðra til fyr- ir Sjálfstæðinu — ef eitthvað er. Þessi blöð leitast þó við að túlka sjónarmið manna og eru yfirleitt mjög opin fyrir greinarskrifum, sérstaklega Dagblaðið, og Morgun- blaðið hefur mér vitanlega aldrei neitað neinum um grein. Fyrir stjórnmálaflokk skiptir auðvitað miklu að hægt sé að koma skoðunum á framfæri. Það hefur sýnt sig að það er ekki nauðsynlegt að flokkar eigi endilega öflugan fjölmiðil svo hægt sé að vinna kosningar. Við unnum okkar stærsta sigur þrátt fyrir að Alþýðu- blaðið væri Iítið“ Vinnustaðafundir Bjarni sagði að Vilmundur Gylfason hefði haft mikla hæfi- leika til að ná athygli og umfjöllun fjölmiðla. Hann hefði einnig rutt braut kjallaragreinanna. í kosning- unum ’78 byrjuðu einnig Vilmund- ur og Bjarni með vinnustaðafund- ina sem vöktu mikla athygli. „Þetta var gífurlega erfitt til að byrja með. Okkur var t.d. sumstaðar hent út. En ég er ekki í nokkrum vafa um að vinnustaðafundirnir hjálpuðu okk- ur mikið í þessum kosningum" Bjarni telur að e.t.v. hafi vinnu- staðafundir ekki sömu áhrif í dag. „Ég held þó engu að síður að þeir séu nauðsynlegir og þar njóti sumir stjórnmálamenn sín best. Vilmund- ur var mjög sterkur á slíkum fund- um og Jón Baldvin nýtur sín mjög vel augliti til auglitis við fólkið. —• í keppninni um frítíma fólks hlýtuf að vera einfaldast að fara til þess. Þar komast menn heldur ekki hjá því að finna undirtektirnar" Skoðanakannanir Nokkuð hefur verið deilt um skoðanakannanir og áhrif þeirra á kjósendur. Því vilja einnig sumir halda fram að stjórnmálaflokkar hagi orðið kosningabaráttu sinni með tilliti til þess hvenær skoðana- kannanir eru framkvæmdar. Menn benda á að yfirleitt leki út hvenær skoðanakönnun fer I gang og því sé hægt að haga áróðri í samræmi við það: „Ég held ég geti fullyrt að Al- þýðuflokkurinn geri það ekki. Það kvisaðist reyndar út á dögunum að nú færi DV af stað með könnun. Ég held þó að það hafi frekar verið eitt- hvað sem menn höfðu á tilfinning- unni. Afstaða DV og Morgunblaðs- ins til Sjálfstæðisflokksins kemur e.t.v. best í ljós undir þessum kring- umstæðum eins og um helgina þeg- ar DV er með skoðanakönnun í gangi á sama tíma og landsfundur Sjálfstæðisflokksins stendur yfir. Það er auðvitað verið að gera þeim greiða með því að framkvæma skoðanakönnun í kringum lands- fund. Ég tel þó ástæðulaust að vera með einhverja taugaveiklun út af skoðanakönnunum" Unga fólkið — í þessum kosningum kemur fram stór hópur ungs fólks undir tvítugu. Kemur þessi hópur til með að breyta einhverju um kosninga- baráttuna og úrslitin? „Ég held að stór hluti ungs fólks í dag sé vel upplýst um stjórnmál. En þeir sem velta þessum hlutum lítið fyrir sér hljóta að byggja mikið afstöðu sína á þeim sem í framboði eru og vilja þá gjarnan fylgja þeim sem koma til með að vinna. Ég tel einnig að ungt fólk sem aðhyllist fé- lagshyggju og vill almennt afskipti ríkisvaldsins af mannúðarmálum, geti hugsað sér að kjósa, Alþýðu- flokk, Framsókn, Alþýðubandalag eða Kvennalista. Það skiptir þvi miklu hver þessara aðila er í sókn, hverjir eru djarfastir og hverjir eru liklegastir til að vinna. Ég held að það hjálpi okkur mik- ið núna gagnvart þessu óákveðna fólki, hversu mikið við höfum tekið að okkur ábyrgðarstöður í stjórnun bæjarfélaga. Ég hef þá trú að þetta fólk treysti okkur til að gera eitt- hvað. — Ég held til dæmis að stór hluti þess fólks sem studdi okkur ’78 hafi haldið áfram að styðja okk- ur. Það er t.d. kórvilla að halda því fram sífellt að við séum að taka eitt- hvað af Sjálfstæðisflokknum. Við höfum séð til þess að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur ekki fengið eins mikið fylgi ungs fólks og þeir hafa talið eðlilegt samkvæmt gam- alli forskrift." - En hver eru helstu mál í kosn- ingabaráttunni? Stóru málin „Það er óhætt að segja að þessi kosningabarátta snúist um stórmál. í lífeyrissjóðsmálinu eigum við

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.