Alþýðublaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 13
Laugardagur 14. mars 1987 13 Molar Sterk stjórnun „Kratar þurfa að lúta sterkri stjórn" sagði Þorsteinn Páls- son, formaður Sjálfstæðis- flokksins í eldhúsdagsumræð- unum í fyrradag. Sumir hafa orðið til að túlka þessi orð for- mannsins á þann veg að honum lítist hreint ekkert á loforð Al- þýðuflokksins um að afnema ríkisforsjá og miðstýringu. Enn aðrir fréttaskýrendur skilja orð Þorsteins Pálssonar sem yfirlýs- ingu þess efnis að hann muni segja af sér formennskunni og einhvér sterkur maður koma í staðinn. Við túlkum þessi orð hins vegar svo, að Þorsteinn Pálsson ætli sér að halda áfram stjórnarsamstarfinu við Fram- sóknarflokkinn að loknum kosningum og hafa stjórn á stjórnarandstöðunni líka, — í Stalín-anda Sjálfstæðisflokks- ins. Passamyndir Tilbúnar strax Þessi auglýsing birtist í blaöinu Degi á Akureyri. Og þarna sannast það sem Mola hafði reyndar iengi grunað, að það er ekki lengi gert að skjóta Stein- grím J. Sigfússon niður, — og nú er það sem sagt búið og gert. Annars er þessi auglýsing frá Ijósmyndastofu og viðbúið að þingmaðurínn hafi lifað „skot- ið“ af. Gáfulegt „Senn líður að lokum þessa kjörtímabils...J‘ sagði Stein- grímur Hermannsson, forsætis- ráðherra, í upphafi ræðu sinnar í eldhúsdagsumræðum á Al- þingi s.l. fimmtudagskvöld. Vilja sumir meina að þessi orð séu þau fyrstu sem af viti koma frá forsætisráðherranum allt kjörtímabilið. • Allt út á krít Þorsteinn Fáisson iét ekki sitt eftir liggja í eldhúsdagsumræð- unum, frekar en forsætisráð- herra. í ræðu sinni sagði Þor- steinn m.a.: „Það vorum við sem gáfum þjóðinni krítar- kort.“ Það er mál manna að Þorsteinn hefði ekki þurft að hafa ræðu sína öllu lengri. Þessi litla setning segir í raun allt um ráðdeild þessarar úrræðalausu .ríkisstjórnar sem setið hefur frá 1982: Úrræðin hafa verið látin bíða næsta dags, næstu viku, næsta árs og bíða nú loks næstu ríkisstjórnar. Dalalíf Allaböllum hefur verið mikið í mun að koma því á framfæri, nú síðustu vikur fyrir kosningar, að þeir hafi ekkert á móti því að bændur fái Iaunahækkanir eins og aðrir þegnar þjóðfélagsins. Gekk svo langt að miðstjórn Al- þýðubandalagsins gaf út sér- staka yfirlýsingu undir yfir- skriftinni „Ályktun um land- búnaðarmál“ þar sem segir orð- rétt: „Bændur eru lágtekjustétt og hafa brýna þörf fyrir kjara-, bætur eins og annað vinnandi fólk.“ — Þessu ættu auðvitað flestir að geta verið sammála’, nema kannski hann Ásmund- ur... ---------------------------------------—\ ÚTBOÐ Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í verkið: Höfðastrandarvegur, Enni — Þrast- arstaðir, 1987. Lengd 3,3 km, magn 14.000 rúmmetrar.) Verki skal lokið 30. september 1987. Útboðsgögn verðaafhent hjá Vegagerð rík- isins á Sauðárkróki og ( Reykjavfk (aðal- gjaldkera) frá og með 16. þ.m. Skilaskal tilboðum ásömu stöðum fyrirkl. 14.00 þann 30. mars 1987. Vegamálastjóri. Alþýðuflokksfélag Garðabæjar Fundur hjá bæjarmálaráði verður haldinn mánu- daginn 16. mars kl. 20.30 að Goðatúni 2. Dagskrá: Bæjarmálin rædd. LAUSAR STÖDUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Fóstrur, þroskaþjálfar eða aðrir með uppeldisfræði- lega menntun og reynslu, óskast til stuðnings börn- um með sérþarfir á dagvistarheimilum ( vestur- og miðbæ, heilt eða hlutastarf eftir samkomulagi. Upplýsingar hjáGunnari Gunnarssyni sálfræðingi á skrifstofu Dagvistar barna I slma 27277 eða 22360. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykja- vfkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöóum sem þar fást. Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfirði heldur opinn stjórnmálafund fimmtudaginn 19. mars I Alþýðuhúsinu við Strandgötu kl. 20.30 með efstu konum á lista flokksins I Reykjavlk og Reykjaneskjör- dæmi. Flutt verða stutt ávörp. Fyrirspurnum svarað. Fundarstjóri verður Gylfi Ingvarsson. Allir velkomnir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.