Alþýðublaðið - 14.03.1987, Síða 14
14
Laugardagur 14. mars 1987
Launamisrétti kynjanna
Auka þarf vægi dagvinnu
Um 50 manns sóttu ráðstefnu ASÍ og BSRB, þar sem fjallað var
um launamisrétti kynjanna. — Alþýðublaðið ræddi við Láru V.
Júlíusdóttur.
„Þessi stefna hefur aldrei verið
mótuð af samtökunum hér heima
svo okkur þótti tími til kominn að
setjast niður og ræða þessi mál“,
sagði Lára V. Júlíusdóttir, lögfræð-
ingur ASÍ og frambjóðandi Al-
þýðuflokksins í Reykjavík, í samtali
við Alþýðublaðið í gær. Um 50 full-
trúar komu á ráðstefnu ASÍ og
BSRB um siðustu helgi þar sem
fjallað var um launamisrétti kynj-
anna. Ráðstefnan var haldin í Borg-
arnesi. Tilefnið var að jafnréttis-
nefnd heildarsamtaka verkalýðs-
hreyfinga á Norðurlöndum hafði
ákveðið að endurskoða fjölskyldu-
stefnu samtakanna sem mörkuð
var árið 1976.
í lok ráðstefnunnar var mótað
plagg sem þegar er búið að leggja
fyrir miðstjórn ASÍ og verður
væntanlega lagt fyrir stjórn BSRB.
„Þetta veröur vonandi samþykkt
hjá samtökunum, því það er nauð-
synlegt að við höfum samræmda
stefnu í þessum málum“, sagði
Lára.
Ný könnun
Fiórir fyrirlesarar voru á ráð-
stefnunni og fjölluðu þeir allir um
launamisréttið sem var aðalum-
ræðuefni fundarins. Bolli Þór
Bollason skýrði frá niðurstöðum
könnunar Þjóðhagstofnunar á
launamun kynja. Stofnunin er að
leggja síðustu hönd á úrvinnslu
könnunarinnar. „Þær niðurstöður
sem þarna koma fram eru svo sem
engin ný sannindi fyrir það fólk
sem unnið hefur að þessum málum.
Þar kemur í ljós að launamunur
kynjanna er einkum í yfirvinnu og
aukagreiðslum, sem eru nær ein-
göngu til karla. Þeir njóta ivilnana
sem konur ekki fáí‘
Guðrún Hallgrímsdóttir talaði
um ástæður launamunar og fullyrti
að aðalorsök launamunar fælist i
þjóðskipulaginu sjálfu, karlaveld-
inu. Hér miðaðist allt við að karlinn
færi út að vinna og konan sæti
heima.
Lítið þokast
í máli Guðrúnar kom fram að lít-
ið hefur þokast þau 20—30 ár sem
sókn kvenna hefur staðið á vinnu-
markaðinum. Benti hún á að það
væri margt sem stæði í vegi fyrir
minnkandi launamun. Því hefur
t.a.m. stundum verið haldið fram
að aukin menntun kvenna væri lyk-
illinn að lausn en reyndin hefur orð-
ið sú að því meir sem konan mennt-
ar sig, því meira verður bilið á milli
hennar og karlsins. „Þetta eru nátt-
úrlega dapurlegar staðreyndir, sem
konur eru alltaf að reka sig á“, sagði
Lára. „Það eru margir þættir sem
eru í raun afleiðing þessa ríkjandi
þjóðskipulags. Við vitum það hins
vegar að það er erfitt að ráðast á or-
sökina nema gera eitthvað róttækt.
Niðurstaða Guðrúnar var einmitt
að konur ættu að vera kröfuharðari
og krefjast hver og ein á sínum stað,
þess sama og karlarnir"
Ingibjörg Guðmundsdóttir fjall-
aði um tímabundnar aðgerðir til
hagsbóta fyrir konur og talaði um
með “hvaða hætti mætti nýta
ákvæði 3. greinar laga jafnréttis til
þess að draga úr launamun kynja.
Böðvar Guðmundsson talaði um
starfsmat og þær leiðir sem má nota
til að nálgast þetta jafnrétti.
Draga þarf
úr yfirvinnu
Úr fjörugum hópumræðum varð
sú meginniðurstaða að auka þyrfti
vægi dagvinnu, draga úr yfirvinnu
og leggja hana af þannig að fólk
geti Iifað af dagvinnunni. Lára
sagði að með því teldu menn fund-
inn ákveðinn lykil að velferð fjöl-
skyldunnar. „Með því móti gætu
menn farið að sinna fjölskyldunni.
Það væri hægt að skipta með sér
vinnutima. Það væri lykillinn að
launajafnrétti, því eins og kom
fram hjá Bolla Þór er misréttið
fólgið í þessari meiri vinnu sem
karlarnir vinna umfram konurnar.
Ef við drögum úr þeirri vinnu,
drögum við líka úr launamisrétti"
Lára sagði að bent hefði verið á
tvær leiðir til að draga úr yfirvinn-
unni: „Önnur leiðin var sú að draga
svo úr yfirvinnunni að það dytti
engum í hug að vinna hana. Ef þú
Lára V Júlíusdóttir
færð ekki hærra kaup á milli 5 og 10
á kvöldin, þá vinnur þú ekki nema
til fimm. Hin leiðin var að gera yfir-
vinnuna það dýra að atvinnurek-
endur hefðu ekki efni á að kaupa
hana. Menn greindi á um þessar
leiðir og það er náttúrlega Ijóst að
stefna verkalýðshreyfingarinnar
hefur verið að gera yfirvinnuna
ennþá dýrari en hún er í dag. Af-
sláttarleiðin gengur því þvert á
stefnu hreyfingarinnar, en þarna
kom þó fram að ýmsir eru henni
hlynntir"
Lára sagði aðspurð að þáttur lög-
gjafans hefði komið lítið til um-
ræðu. Hún sagði að viðfangsefni
ráðstefnunnar hefði náttúrlega
fyrst og fremst miðast við það hvað
verkalýðshreyfingin gæti gert í
þessum málum.
Norrænir
starfsmenntunarstyrkir
Menntamálaráðuneyti Danmerkur, Finnlands, Noregs
og Svlþjóðar veita á námsárinu 1987—88 nokkra styrki
handa Islendingum til náms við fræðslustofnanir i
þessum löndum. Styrkirnireru einkum ætlaðirtil fram-
haldsnáms eftir iðnskólapróf eða hliöstæöa menntun,
tii undirbúnings kennslu I iönskólum eða framhalds-
náms iðnskólakennara, svo og ýmiss konar starfs-
menntunar sem ekki er unnt að afla á íslandi. Fjárhæð
styrks I Danmörku er 15.000 d.kr., I Finnlandi 17.600
mörk, I Noregi 18.000 n.kr. og f Svfþjóð 10.000 s.kr. mið-
aðviðstyrktil heils skólaárs. — Umsóknirskulu berast
menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavlk,
fyrir 21. aprfl n.k. — Nánari upplýsingarfást I ráðuneyt-
inu.
Menntamálaráðuneytið,
12. mars 1987.
Kjarabót fyrir einstaklinga
Launareikningur-nýrtékkareikningur með hærri vöxtum.
Við bjóðum þeim fjölda einstaklinga sem leggja
reglulega ínn fé, nýjan íékkareikning sem sameinaí
kosti veltureiknings og sparireiknings.
Launareikningur er með 4% lágmarksvöxtum, en
fari innstæðan yfir 12.000 krónur reiknast 9% vextir
af því sem umfram er.
Aðalkjarabótin felst í því að af Launareikningi
reiknast dagvextir.
Handhafar tékkareiknings geta
breytt honum í Launareikning án þess að skipta
um reikningsnúmer.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í öllum
afgreiðslum bankans.
Innlánsviðskipti - leið til lánsviðskipta.
bín^ðarbanki