Alþýðublaðið - 14.03.1987, Page 20
20
Laugardagur 14. mars 1987
með honum og það varð úr að ég
fór með Laxfoss. Það var allt sam-
an mjög lærdómsríkt.
Of mikið ísað
Þar komst ég að því að ég ísaði of
mikið og ekki bara ég heldur bát-
arnir almennt. Við megum ekki
flytja of mikinn ís út, við verðum að
flytja fisk líka! Ég komst einnig að
því að fiskurinn er ekki nógu vel
þveginn, það vantar töluvert mikið
á það. Líka er mikill munur á fiski
sem er annars vegar látinn í körin
beint úr bátunum og hins vegar hin-
um sem er umísaður við bryggju.
Fiskur sem ekki er umísaður við
bryggju er miklu fallegri, gljáir bet-
ur. Enda höfum við aldrei fengið
nema miðlungsverð fyrir okkar fisk
vegna þess að við göngum þannig
frá honum að við umísum hann við
bryggjuna. Það kemur reyndar til
af því að við höfum ekki aðstöðu
um borð í bátunum.
Vanda skal hráefnið
Þannig að þetta var lærdómsrík
ferð og ég er alveg viss um það að ef
við pössum okkur á því að vanda
hráefnið vel og gera eins vel og við
getum, að þá fáum við gott verð.
Það er verið að tala um lágmarks-
verð núna, en ég er alveg ósammála
því. Ég var þarna í Hull en fór svo
á markað í Grímsby einn morgun-
inn og þá var verið að selja þar fisk
úr skuttogara. Sá togari hafði verið
á Vestfjarðamiðum. Þetta var smár
þorskur, mjög smár ætisfiskur og
mér fannst þetta bara vera hálfgerð
drulla, en það fengust samt tæpar
sextíu krónur fyrir kílóið af þessu
og það kalla ég alls ekki lágt verð.
Og nú eru menn að tala um lágt verð
í dag, en ég hitti Jóhannes „gáma-
vin“ í morgun og þá voru þeir að fá
fyrir kílóið það hann vissi svona um
það bil fimmtíu til sextíu krónur.
Þetta þótti honum ekkert sérstakt
verð. Staðreyndin er nefnilega sú að
menn eru bara óánægðir ef þeir fá
ekki alltaf sjötíu til áttatíu krónur
fyrir kílóið í dag. Það þýðir bara
ekkert að búast við því að fá topp-
verð. Það er ekkert réttlæti að ein-
blína alltaf á hámarkið.
En ég átti langt viðtal við Pétur
Björnsson um þetta mál og hann
var harður á því að ef þetta væri
stór og fallegur fiskur sem væri vel
með farinn, þá fengist mjög gott
verð fyrir hann. Hann sagðist ekki
kvíða því neitt.
Pétur að hirða markaðinn
í Hull
Pétur þessi Björnsson er búinn
að koma sér upp þarna miklu fyrir-
myndarfyrirtæki og þjónustan sem
menn fá þarna er til sannrar fyrir-
myndar. Eg kynntist þessu dálítið,
það voru þrjú skip að landa þegar
ég var þarna úti i Hull. Það er núna
rúmt ár síðan hann byrjaði með
þennan fiskmarkað og hann er þeg-
ar kominn með yfir 90<Vo af allri
fisksölu í Hull, — hvorki meira né
minna. Og svo er hann líka aðeins
farinn að þreifa fyrir sér í Grimsby.
Menn fara yfir til hans aðeins vegna
þess hvað hann veitir góða þjón-
ustu, það er ég alveg viss um. Það
stendur aldrei á greiðslu eða neinu
slíku frá honum, skilst mér.
Með verðmæti í
höndunum
Ég vil endilega hvetja alla þá
menn sem eru í þessu gámafiskiríi
að hugsa vei um það að þeir eru
með matvæli í höndunum og að ef
þeir gera sitt besta, ganga vel frá
þessu og annað slíkt, þá þurfa þeir
ekki að vera hræddir um að fá ekki
gott verð. Við getum aldrei búist við
því að fá gott verð fyrir einhvern
skít. Þetta skiptir framtíðina og alla
landsmenn miklu máli.
Til Saudi-Arabíu
1976 réði ég mig til fiskveiða í
Persaflóa, í gegnum norskt fyrir-
tæki sem heitir Fidego. Þar datt ein-
um Seiknum í einu sambandslýð-
veldi Saudi-Arabíu það snjallræði í
hug að fara að gera út! Hann lét
reisa fimmtán hundruð tonna verk-
smiðju af fullkomnustu gerð sem
þá var til og kaupir síðan sjö báta
og veiðarfæri á þá alla og síðan var
farið að leita að fiskinum! en það
var meinið að sá fiskur var enginn
til. Við áttum að fiska þarna sardín-
ur í þessa bræðslu, en það voru bara
engar sardínur til þarna neinstaðar.
En fyrir leikmenn sem þarna fóru
um þá virtist vera töluverður fiskur
þarna, en þetta var bara hjóm ofan
á. Svo þegar farið var að setja
„astic“ tæki á þetta, þá kom upp úr
dúrnum að þetta var ekki neitt
neitt.
Seikinn gafst upp
Við vorum ráðnir þarna í eitt ár,
en eftir níu mánuði gafst maðurinn
upp og sagði okkur bara að við gæt-
um farið heim. Við fengum hins
vegar kaupið okkar í eitt ár eins og
um var samið og það var mjög
þokkalega launað. Þegar ég var
þarna þá var ég með rúm eitt hundr-
að þúsund á mánuði og allt frítt.
Miðað við kaup hér heima, þá var
það mjög gott og ævintýralegur
peningur má segja.
Á bandarískum
dráttarbátum
Þarna í Persaflóanum þá kynnt-
ist ég Norðmanni sem heitir Alf
Jessesen, hann var forstjóri þarna
fyrir bandarískt dráttarbátafyrir-
tæki. Við vorum þarna í Persafló-
anum fjórtán íslendingar og hann
bauð okkur vinnu þarna. Ég kem
reyndar heim eftir Persaflóaævin-
týrið og er hér eina vertíð og síðan
hélt ég út aftur og fór að vinna hjá
þessu bandariska fyrirtæki sem
heitir Seahorse.
Það fyrirtæki átti eitthundrað og
tuttugu stykki dráttarbáta. Þarna
var ég stýrimaður á þessum bátum.
Þetta gekk nú allt saman mjög
þokkalega, mundi ég vilja segja. Ég
byrjaði á því að vinna niður i
Nígeríu og var þar í þrjú og hálft ár.
Sótsvartir undirmenn!
Að vísu var dálítið erfitt, svona til
að byrja með, að vinna með þessum
svörtu. Þeim þótti ég vinnuharður
og virtust ekki geta skilið hvernig
íslendingar bera sig almennt að við
vinnu. En þá kom Jesseisen til mín
ogsagði:„Þú verðurbara að athuga
það Jón, að nú ert þú ekki á íslandi
við fiskveiðar. Þú verður annað
hvort að fara heim eða að laga þig
eftir þessu fólki hérna. “ En það tók
mig tíma að venjast þessu. Ég var
raunverulega aldrei sáttur við það
að manni væri bannað að vinna eða
láta aðra vinna. Síðan lærði ég inn
á þetta og þetta varð mjög ljúft líf
eftir að ég vandist því.
Latir — lygnir og þjófóttir
En þeir voru erfiðir svertingjarn-
ir, það var nefnilega ekki nokkur
lifandis leið að treysta þeim. Ég lýsi
þeim með þremur orðum: latir,
lygnir og þjófóttir. Ég er þó síður en
svo með eitthvert kynþáttahatur, en
það er ákaflega erfitt að treysta
þeim. Sem dæmi um það, þá varð
maður alltaf að læsa alla hluti nið-
ur. Það var aldrei hægt að fara frá
herberginu sínu öðruvísi en að læsa
því. Ef maður skildi eftir skyrtu
einhvers staðar, þá gastu verið
öruggur með það að hún var horf-
in. Svo ef maður greip einhvern í
skyrtunni, þá fékk maður alltaf
sama svarið: Ég hélt að þú værir bú-
inn að henda henni úr því að hún
var þarna! Maður varð oft að flysja
þá úr skyrtunum og þess háttar.
Málið er að þeir virðast bara ekki
skilja hvað eignarréttur manna er.
Þetta er bara viðtekin venja þarna.
Þetta fólk er ennþá upp í trjánum.
Þarna var ég sem sagt stýrimaður
í þrjú og hálft ár og þurfti að
stjórna þessum mönnum. Þetta var
ansi skrýtileg reynsla.
„í hers höndum“
Mér er sérstakleg minnisstætt
þegar ég var einu sinni í Angóla. -
Við vorum þar í litlu þorpi sem heit-
ir Sojó. En rétt ofan við kæjann þar
var herbækistöð og þar voru Kúbu-
menn. Við lágum þarna við bryggju
og ég var upp í brú og var með kíki
og var einmitt að kíkja þarna upp
eftir. En þá hafði glampað á sjón-
aukann hjá mér og ég vissi ekki
fyrri til en að þarna er allt í einu
kominn bíll fullur af hermönnum
niður á bryggjuna og þeir fullyrtu
að ég hefði verið að taka ljósmynd-
ir.
Nú þeir voru þarna alveg vitlaus-
ir með alvæpni og mér leist nú ekk-
ert á biikuna, en yfirmaður okkar
þarna hann spurði þá að því hvort
þeir vildu ekki koma niður í bát og
fá sér að borða. Og þeir voru aldeil-
það var náð í bjór handa þeim í land
og það var ekki minnst á myndavél-
ina neitt meira. En þetta er víst al-
vanalegt þarna. Þeir voru bara að
búa sér til ástæðu til þess að fá að
éta. Því að þarna í Angóla þar hafði
fólk nóg af peningum, en það gat
bara ekkert keypt fyrir þá. Það var
ekkert til af vörum. Og þarna sáu
þeir sér færi á að fá eitthvað al-
mennilegt í gogginn, en til þess nota
þeir hvert tækifæri.
Haldið til Brasilíu
Svo var ég i hálft annað ár í
Brasilíu. Það var mjög ljúft. Þar er
mikil lífsgleði og mjög gott fólk.
Reyndar eru þar eins og allstaðar
rib'baldar innanum. Og það er eng-
inn vandi að koma sér í vandræði á
þessum stöðum, en það er líka eng-
inn vandi að sleppa án þess að
koma sér í vandræði.
Þarna var ég í því sama, stýri-
maður hjá þessu sama fyrirtæki, en
þarna var ég með brasilíska undir-
menn og það var mikill munur á
móti því að vera með þá svörtu. Það
mátti alveg treysta Brasilíumönn-
unum, það er alltaf ákaflega mikils
virði.
Lífið ljúfa
Það var mikið um skemmtanir í
Brasilíu og mjög ljúft líf. Fallégar
konur og allt það. Ef þig langar að
lifa með konu eina nótt í Brasilíu,
þá gefurðu henni að borða, ferð
með henni út og síðan áttu nóttina
með henni. Og það er yfir höfuð
mjög fallegt fólk í Brasilíu. Og eitt
af því sem mér fannst svolítið
skemmtilegt þar, en þarna eru allir
litir af fólki sem til eru, að þar var
maður aldrei var við kynþáttahat-
ur. þar virðast allir vera jafnir.
Þarna var ég fram á mitt ár 1984.
Svo var ég þarna eiginlega á allri
vesturströnd Afríku. Ég var í -
Kamerún, Saire, Port Nuar.
Kaupið hækkaði
sjálfkrafa
Hjá þessu fyrirtæki byrjaði ég
með sextiu dollara á dag alla daga
vikunnar, frídaga og allt. Ég gerði
sex mánaða samning í einu og
kaupið hækkaði alltaf um fimm
dollara við hvern nýjan samning
sem gerður var, bara sjálfkrafa. Þú
þurftir ekkert að vera að fara í verk-
fall og ströggla út af því.
Að vísu þá fékk ég einu sinni
25% kauphækkun og það stafaði
af því, að þetta fyrirtæki var með
lífeyrissjóð, en það voru svo ör
mannaskipti hjá þeim að þeir gáf-
ust upp á því og hækkuðu bara alla
um 25%. Og þegar ég hætti þá er ég
kominn með hundrað þrjátíu og sex
dollara á dag, sem var mjög gott
kaup. Þarna þurftu menn ekkert að
vera að berjast fyrir kaupinu sínu.
Þetta gerðist bara sjálfkrafa og það
var mjög góð regla!
Aftur heim
Þaðan liggur svo leiðin heim til
íslands, loksins — og á sjóinn á bát
frá Eyjum. Þá fór ég á bátinn -
Stefni, sem Sigurður Einarsson á og
hef verið á þeim báti síðan, sem
stýrimaður. Þar líkar mér vel, það
er gott að vinna hjá Sigurði. Þetta
er sómamaður.
Ég fer á sínum tíma frá Eyjum og
út í lönd í gosinu og flyt ekki til
Eyja aftur fyrr en ég er hættur að
vinna þarna úti. Að vísu var ég að
vinna hérna í hreinsuninni og réri
hér tvær vertíðir, en bjó þá í Kópa-
vogi. En ég hef aldrei getað hugsað
mér að stunda sjóinn nema frá
Vestmannaeyjum. það er kannski
af því að ég þekki ekkert annað.
Og heimkoman til Vestmanna-
eyja var mjög góð og ljúf. Og ég er
sáttur við allt þetta: Ferðalögin,
gamanið og erfiðleikana í bland við
annað. Þegar ég kem aftur til Eyja,
þá var faðir minn orðinn sjúkur og
hann lést fyrir ári síðan, en ég
keypti húsið af móður minni. Pabbi
var að vísu ekki dáinn þegar gengið
var frá því og þar bý ég núna, að
Brimhólabraut 7.
Sambýliskonu minni hafði ég
kynnst einu sinni þegar ég var í fríi
frá vinnunni úti. Henni kynntist ég
í Reykjavík, en hún heitir Guðný
María Gunnarsdóttir. Hún er
reyndar fædd í Reykjavík, en uppal-
in í Landeyjunum á Bólstað.
Milli Jóns forseta og
kvennanna
Sjálfur er ég fæddur 1934 á
merkisdegi 18. júni. Það er dagur-
inn á milli Jóns Sigurðssonar for-
seta og kvenfrelsisdagsins. Þegar ég
held upp á afmælið mitt þá byrja ég
17. júní og held út til hins 19. Þá fæ
ég mér kannski pínulitið í krúsina,
en ekki hættulega mikið vona ég.
Það er hvergi betra að vera en á ís-
landi og mér líður alltaf best í Vest-
mannaeyjum. “
Hluti af skipshöfn Bondós á RAKIII.
Bondó skipstjóri, ásamt Kenyabóa og Eþiópíumanni.
is til í það. Þeir fóru niður og átu og