Alþýðublaðið - 14.03.1987, Side 23
Laugardagur 14. mars 1987
23
hafi verið stórkarlalegur leikari sem
notaði kraftmikinn og rúmfrekan
leik sem dregur oft dám af sviðsleik
enda stóðu rætur Danny Kaye í leik-
húsinu.
Fyrsta kvikmynd Danny Kaye
sem sló ærlega í gegn var Kid from
Brooklyn frá árinu 1946. þar leikur
hann lítinn hvunndags meðaljón
sem neitar að láta í minni pokann í
stíl við persónur ameríska gaman-
leikarans Harold Lloyd. The secret
life of Walter Mitty var gerð ári síð-
ar og þar sýnir Danny Kaye hinn
mikla hæfileika sinn að bregða sér
í ýmis gervi. í myndinni leikur hann
mann sem sekkur sér í dagdrauma
og ímyndar sér að hann sé ýmsar
hetjur, og að sjálfsögðu leikur Kaye
öll ofurmennin. Fleiri myndir
fylgdu í kjölfarið eins og A song is
Born, The Inspector General, On
the Riviera og kannski hans fræg-
asta mynd, kvikmyndin um Hans
Christian Andersen, hinn heims-
fræga ævintýrahöfund Dana.
Sármóðgaði Dani
Reyndar fór Danny Kaye sérstaka
ferð til Danmerkur þegar myndin
var frumsýnd þar 1952 og varð sú
ferð hálfmislukkuð því honum varð
það á að láta blaðaljósmyndarana
taka mynd af sér liggjandi í rúmi
skáldsins H.C. Andersen-safninu
og hélt þar að auki á spenntri regn-
hlíf. Þetta var húmor sem meira að
segja Dönum fannst of grófur og
var Danny kaye óspart víttur fyrir
að vanhelga minningu skáldsins.
En Danir fyrirgáfu Danny Kaye að
lokum og segja sumir að eina orðið
sem Danny lærði almennilega í
dönsku hafi verið „undskyld”.
Hvað um það, þegar leið á sjötta
áratuginn fór stjarna Danny Kaye
að daprast og margar af síðari
myndum hans eru beinlínis slæmar.
Hann gerði margar sjónvarps-
myndir sem ennfremur voru mis-
Danny Kaye hafði yndi af að stjórna
stórum hljómsveitum og varð reyndar
heimsfrœgur sem kómískur stjórnandi.
Hér veifar hann sprotanum fyrir fram-
an dönsku sinfóníuna „Det Kongelige
Kapel“.
jafnar að gæðum. Kona Danny
Kaye, Sylvia Fine var besti handrita-
höfundur gamanleikarans og hún
aðstoðaði hann jafnframt við
hreyfingar, leikræna tjáningu og
hugmyndir. Danny Kaye var vanur
að segja að konan hefði skapað
hann. „I’m a wife-made man” sagði
hann oft og urðu þau orð fleyg.
Barnahjálp SÞ og
dramatísk hlutverk
Samtímis því sem vinsældir hans
fóru dalandi á hvíta tjaldinu, tók
Danny Kaye að vinna fyrir Barna-
hjálp Sameinuðu þjóðanna og ferð-
aðist víða um vanþróuð lönd til að
hughreysta, skemmta og aðstoða
sveltandí börn. Óefað var þessi að-
stoð gamanleikarans grundvölluð á
hugsjón en margir urðu til að gagn-
rýna þessa aðferð Sameinuðu þjóð-
anna og mæltist hún misjafnlega
fyrir.
Á síðustu árum leikferilsins lék
Danny Kaye mörg alvarleg hlutverk
og sýndi og sannaði að hann hafði
góð tök á túlkun dramatískra hlut-
verka. Sennilega reis hann hæst sem
dramatískur leikari i hlutverki gyð-
ingsins sem sífellt er ofsóttur og
niðurlægður í myndinni Merry
Andrew frá árinu 1958.
Danny Kaye var 74 ára þegar
hann lést. Að baki á hann brokk-
gengan feril. Nýverið sýndi íslenska
sjónvarpið þrjátíu ára gamla mynd
með honum, The Court Jester eða
Hirðfíflið. Það væri gaman ef sjón-
varpið sýndi fleiri myndir frá há-
tindi ferils gamanleikarans Danny
Kaye.
Hafnarfjörður —
íbúðarlóðir
Hafnarfjarðarbær hefur til úthlutunar lóðir fyrir
Ibúðarhús í Setbergi og víðar. Um erað ræðalóðir
fyrir einbýlishús, raðhús og fjölbýlishús.
Nánari upplýsingar veitir skrifstofa Bæjarverk-
fræðings Strandgötu 6, þar með talið um gjöld
vegna lóðanna bygginarskilmála o.fl. Umsóknum
skal skila á þar til gerðum eyðublöðum sem þar
fást eigi síðar en þriðjudaginn 31. mars n.k.
Bæjarverkfræðingur.
SUMARAÆTLUN
1987
m
«S=.--J----- . J
APRÍL
MAÍ
JÚNÍ
ÁGUST
ÁGUST
ÁGUST
OKTÓBER
OKTÓBER
OKTÓBER
SEPTEMBER
SEPTEMBER
SEPTEMBER
Benidorm sumaráætlunin 1987 er komin. Pantaðu tímanlega því s.l. Pantaðu strax, dagsetningarnar á brottfarardögunum eru hér í auglýs-
sumar komust færri með en vildu á Hvítu ströndina á Spáni. Benidorm ingunni. Við lánum þér myndband um Benidorm endurgjaldslaust.
býður upp á góða gistingu, frábæra matsölu og skemmtistaði. Aðstaða
til íþróttaiðkunar er einstök, skemmtigarðar og tívolí af bestu gerð.
Auðvitað er líka hægt að njóta lífsins í ró og næði á ströndinni og fara
í skoðunarferðir um nágrennið með fararstjórum Ferðamiðstöðvar-
innar. Benidorm er einn sólríkasti staðurinn á suðurströnd Spánar,
það mæiast 306 sólardagar á ári.
AÐALSTRÆTI 9 - REYKJAVlK - S. 2 8 1 3 3
FERÐA
Ce+dxcd
MIÐSTÖÐIIM JccMd