Alþýðublaðið - 11.04.1987, Side 4

Alþýðublaðið - 11.04.1987, Side 4
4 55 Eg veit vel að það er eina leiðin að láta sig hníga niður hér heima og rísa svo upp annars staðar. Það er að minnsta kosti eina vitið að snúa við á meðan maður hefur krafta til að byrja annars staðar.<( stoð við að hrinda henni í fram- kvæmd af því að þetta er bara hug- myndin og ekkert annað. Þá er far- ið fram á það við þig að þú sannir hugmyndina og til þess að geta sannað hugmyndina verðurðu ein- hvern veginn að sparka þér áfram og á meðan þú ert að hamast við það til að sanna hugmyndina þína, þá lendirðu í alls konar hindrunum sem þú kannt ekkert á, vegna þess að enginn kann alla hluti og enginn kann á allar hliðar kerfisins og það er enginn sem kemur þér til aðstoð- ar þar sem þína þekkingu þrýtur. Þess vegna þarf að koma til sam- vinna og skilningur miklu fleiri. Líka vegna þess að einstaklingurinn með hugmyndina, hann á að fá að einbeita sér að því að þróa hana, en hann á ekki að þurfa að standa í allskonar snatti og eyða öllum sín- um kröftum í að sanna að hug- myndin eigi rétt á sér. Þannig fara hæfileikar til spillar. Það er þarna sem aðrir verða að koma inn í myndina og halda verkinu áfram. Þar á ég við fjármagnsútvegun, markaðssetningu og sölumennsku o.s.frv. Þetta fólk sem hefur orðið að standa í þessu það er gersamlega búið að vera þegar það loksins hef- ur náð því takmarki sínu að sanna að góð hugmynd sem það hefur burðast með er góð og þess verð að nýta hana. En þá er það bara orðið nokkuð seint. Ég hef óbilandi trú á þessu landi okkar. Við eigum mjög mikið af hugmyndaríku fólki sem getur gert stórkostlega hluti ef það fær tæki- færi. Það er alveg óskiljanlegt hvað allir hlutir ganga hægt hérna hjá okkur. Enginn gaumur gefinn Ég var í Handíða- og myndlista- skólanum og þar sá ég fjölmargt fólk með snilldarhugmyndir, en þessu fólki var enginn gaumur gef- inn. Við kunnum ekki einu sinni að fjárfesta í myndlist hvað þá öðru. Það er líka fróðlegt að skoða þá að- stöðu sem fólki í myndlistaskólan- um er boðið upp á. Það segir í raun- inni alla söguna. Þarna eigum við virkilegan fjársjóð, en það er ekkert í hann lagt. Og hér á íslandi er fólk mikið í tónlist, það er mikið í Ieik- list og það er mikið í myndlist. Eins eru margir sem stunda dans. Ég á við að við eigum mikið af fólki með fallegar listrænar tilfinningar, en við gerum ekkert til að nýta þetta. Og í sambandi við hönnun, til dæmis fatahönnun, þá eigum við að selja hana en ekki magn ein- göngu. Það getum við nefnilega. Við þurfum að gefa þessu fólki sem vinnur við hönnun svolítið frjálsar hendur og frelsi til að vinna úr sin- um hugmyndum. Það er dálítið ein- kennandi fyrir ástandið að ég hef aldrei fengið þá sem skipta máli til þess að ræða þessa hluti í alvöru. Nýjar hugmyndir eru alls ekki tekn- ar alvarlega. Nýjar hugmyndir eru meira að segja oft tengdar við ein- hvers konar kjánagang eða ung- lingauppreisnir eða annað furðu- legt. Þetta er allt einhvern veginn svo klaufalegt hjá okkur. Vísitöluskautarnir Ef þú kemur ekki rúllandi á vísi- töluskautunum, þá er ekki tekið neitt mark á þér. Én þegar þú svo á hinn bóginn ert kominn inn í þenn- an gamla hugmyndaheim, sem gamlingjarnir eru tilbúnir að taka gildan, þá ertu líka um leið orðinn steingeldur og allt nýjabrumið og allt þetta spennandi sem þú Iagðir upp með í byrjun, horfið og gleymt. Þess vegna erum við sífellt að mjólka steingeldar kýr. Og það kemur bara andskotinn hafi það ekkert út úr því. En það vantar ekki að þá er gelda beljan orðin að heil- agri belju, bara af því að þú ert fall- inn inn í gamla góða kramið, sem ekkert kemur út úr en allir eru til- búnir að leggja blessun sína yfir af gömlum vana. Þetta er alveg hroða- legt. Bundnar hendur Fatahönnun t.d. hún þróast ekki eðlilega innan svona stórra fyrir- tækja vegna þess að fólk hefur svo bundnar hendur og það hefur svo litla möguleika til þess að kynna hugmyndir sínar þótt góðar séu. Þess vegna þarf að gera starfsfólki þessara stærri fyrirtækja kleift að tjá sig og láta því í té aðstöðu til þess að þróa sínar hugmyndir og tilraun- ir þannig að það sé trygging fyrir því að það sé sífelld nýsköpun í gangi. Þegar stjórnendur þessara fyrirtækja átta sig loksins á því að hérna er um að ræða beinharða peninga þá kannski gæti þetta farið að ganga eitthvað og þá væri líka hægt að flytja fjöll í þessum efnum. Allt kom fyrir ekki Við hefðum getað verið leiðandi í tískumálum á Norðurlöndum fyr- ir svona þremur árum síðan og þá barðist ég um á hæl og hnakka til þess að reyna að fá aðstoð og skiln- ing hérna, en allt kom fyrir ekki. Seinna voru svo allir boðnir og bún- ir að útskýra fyrir mér að ég hefði ekki leitað á rétt mið eða snúið mér til réttra aðila, en enginn fékkst til að segja mér hvaða mið þetta væru. Það er alltaf verið að benda á „Þá þessa hina“ sem finnast hvergi og enginn veit hverjir eru að því er virðist. Ég fór með föt á sýningu til Sví- þjóðar fyrir þremur árum síðan og ég fékk alveg einstaklega góðar undirtektir og einnig í Noregi, þar fékk ég mjög góðar undirtektir, en svo kom ég hérna heim og þá byrj- aði nú alvara lífsins. Ég hélt svei mér þá að ég myndi ekki lifa það af. Enginn skilningur neins staðar. Reisupassinn Það sýnir sig að við ^etum vel selt föt til annarra landa. Eg hef t.d. selt jakkaföt til útlanda. Við erum núna að vinna úr þýskum efnum sem við erum að flytja aftur út til Þýska- lands. Þetta er ekki í neinu magni ennþá vegna þess að það er engin fyrirgreiðsla hérna heima. Og það sem mér finnst við vera að gera: Mér finnst við vera í óða önn að út- búa reisupassa fyrir fólk til annarra landa, fólk sem nennir að vinna. Við erum hreinlega að hrekja það úr landi vegna þess að þetta fólk það fær ekki súrefni til að Iifa og starfa hérna á íslandi. Og það er al- veg ægilegur hlutur. Ég er búin að berjast í þessu miklu lengur en ég hefði þorað að vona að ég gæti gert eða hefði þol til og ég veit að ég get þetta ekki mikið lengur. Hvar er rétti maðurinn? Ég veit vel að það er eina leiðin að láta sig hníga niður hér heima og rísa svo upp annarsstaðar. Það er að minnsta kosti eina vitið að snúa við á meðan maður hefur krafta til að byrja annarsstaðar. Mér finnst þetta alvarlegt mál. Ég er búin að reyna að fá SIS til að vinna með mér að undirbúningi að þessu og hinu og ég hef aldrei hitt á rétta manninn sem hefur með neina ákvörðun að gera þrátt fyrir mikla Ieit. Það er búið að benda mér á þróunarfélög og alls konar félög, en það er eins og enginn hafi með neitt að gera. Su manneskja er bara ófinnanleg. Ég er ekki að segja að þetta fólk geri ekki allt mögulegt, en ég veit bara ekki hvað. Eg hef ekki hug- mynd um það. Allavega mitt fyrir- tæki virðist hvergi passa inn í þá mynd. Og þetta finnst mér mjög al- varlegt mál þegar fólk sem er fullt af áhuga fær hvergi neina svörun, þrátt fyrir örvæntingafulla leit. Því að við verðum að athuga það að hér er um hag alls landsins að ræða, ekki bara mitt skinn, því ég er ekki sú eina sem er í þessum vandræð- um. Það er eins og við pössum hvergi inn í neitt. Vanmat Það er talað um að hér sé verið að leggja fjármagn í vissa hættu eða áhættu. En það er bara miklu meiri áhætta að láta svona tækifæri sér úr greipum ganga ár eftir ár, því að við eigum snillinga á sviði eins og fatahönnun. Við eigum líka sauma- konur fjölmargar sem eru hreinir snillingar, en þær eru flestar van- metnar og það er lýsandi dæmi að fyrir nokkrum árum þá voru settar á stofn saumastofur i fjölmörgum plássum út um allt land og þær áttu að bjarga byggðarlaginu, atvinnu- Iega séð. Keyptar voru saumavélar, en það var eins og enginn hafi áttað sig á því að það vantaði listakon- urnar sem kunnu að hanna og framleiða góða vöru. Þetta gerist einfaldlega ekki þannig að keypt er saumavél og fengin í hendur ein- hverri konu og henni svo skipað að skapa listaverk. Hlutirnir gerast einfaldlega ekki svoleiðis. Málið er að það er enginn tími innan fyrir- tækjanna ætlaður í hönnun sem er úthugsuð. Og það sem gerist í þeim efnum það, hlýtur að gerast í lyft- unni eða þá á nóttunni, því til hönn- unar er ekki ætlaður neinn tími. Og þetta er svo svakalegt vegna þess hvað við eigum góða hönnuði. Brotlending Ég hef farið erlendis á sýningar og þess háttar og skoðað mig um og þegar ég kem heim þá er ég svo lukkuleg og allt er svo gaman, en svo brotlendir maður alltaf hérna heima — enginn skilningur og ekki neitt. Meira að segja þessir menn sem þó taka jákvætt undir hlutina, þeir hafa ekkert annað til málanna að leggja en að vísa manni á ein- hvern sem er í rauninni nafnlaus og valdalaus. Og þá er ég rétt einu sinni búin að rölta einn vonlausa hring- inn enn. Samvinna allra Það sem ég vil er að komist á samvinna um þessi mál. Ég vil fá samvinnu þeirra sem vilja í alvöru setjast niður og gera eitthvað í þessu. Égvilgjarnafá samvinnu við SÍS og Alafoss t.d. Ég lít á okkur það lítið skip að það veiti ekkert af allri áhöfninni til að eitthvað gangi. Ég er ekkert endilega að tala út frá mínu fyrirtæki eingöngu, en það sem mér finnst að verði að koma til er meiri skilningur þeirra sem ráða fjármagninu á því, að fyrirtæki þarf ákveðinn tíma til að koma sér á fæturna. Ný fyrirtæki fara ekkert á hausinn vegna þess að verkmennt- un vantar. Það vantar samtengingu við bókhald, banka og verkmennt- un. Og ég held að það sem við verð- um að gera til þess að þróa upp okk- ar fyrirtæki, er að t.d. endurskoð- andi vinni meira með þessum litlu fyrirtækjum, þannig að þú þurfir ekki alltaf að vera að leita langt yfir skammt, heldur sé þetta meira á hendi endurskoðunarskrifstofunn- ar. Eða þá að banki bjóði þér þessa þjónustu sem væntanlegum við- skiptamanni, eins og þetta er víðast erlendis. Og ég get ómögulega skil- ið að með alla þessa banka út um allar tryssur, þá eru gerðar svo miklar kröfur til fyrirtækjanna um allskonar pappírsútveganir, að bankarnir með allan þennan mann- skap og allt þetta starfsfólk þeir geti ekki sameinað það mikið hjá sér að þeir geti verið ráðgefandi í upphafi, þegar nýstofnuð fyrirtæki þurfi mest á ráðgjöf að halda, til þess að fólk lendi ekki alltaf í þessum víta- hring. Bankinn á síðan að fylgjast með og sjá hvort einhver glóra er í því sem viðkomandi er að gera eða ekki. Skattakaffæring Ríkið á líka að veita aðstoð fyrsta árið eða árin á meðan fyrirtækin eru að festa rætur, þannig að fyrir- tækin séu ekki kaffærð í sköttum á meðan þau eru að byggjast upp. Ég er ekki að biðja um að fá eitthvað gefins. Ég er aðeins að biðja um að garðurinn sé verndaður á meðan gróðurinn er að festa rætur. Ég ef- ast ekki um að það sé vilji allsstað- ar, en við verðum að fara að nýta þann vilja. Það er kominn tími til og þótt fyrr hefði verið. Utflutningsráð virðist sem betur fer vera að taka sig á. Það hefur ver- ið allt annar og betri tónn í þeim upp á síðkastið og betri heldur en hann hefur nokkurn tímann verið áður. Það er vilji, en það er eins og vanti verkkunnáttu. Ég vil líka að það sé mögulegt að aðskilja at- vinnureksturinn annars vegar og rekstur heimilanna hins vegar. Það getur ekki gengið að fólk sem er að reyna að koma sér upp og stofna fyrirtæki þurfi að leggja það eina litla sem það á, þ.e. heimilið sitt undir í þeim slag. Það verður ein- faldlega til þess að enginn þorir að hreyfa sig, því ekki vill fólk setja fjölskyldu sína á vonarvöl, ef illa skyldi nú fara. Þarna verður að koma til betri grundvöllur og heil- brigðari samvinna strax í upphafi, með aðstoð góðra manna. Heilbrigðar reglur Það er svo auðvelt að vinna inn í reglur þegar þær eru fyrir hendi, en það er hins vegar mjög erfitt að þurfa að finna reglurnar út og jafn- vel búa þær til samhliða því að vera að rembast við að byggja upp fyrir- tæki — lítið eða stórt. Við erum mikið klessuþjóðfélag. Við gerum ekkert í málunum fyrr en þau eru komin í klessu. Þá er farið að stokka upp og allir þykjast hafa ráð undir rifi hverju, en þá er það oft á tíðum of seint og allt er farið í vask- inn. Svo einfalt er það Ég vil líka gera þær kröfur til iðn- aðarráðuneytisins og bankanna að þetta séu stofnanir allrar þjóðar- innar, en ekki bara einhverra út- valdra. Ég geri t.d. kröfur til Iðnað- arbankans. Hvers vegna heitir fyrir- tækið Iðnaðarbankinn? Veit það einhver? Ég hef mikið álit á fólkinu í Iðnaðarbankanum, en það er ekki nóg. Ég hef ekki fengið þar þá fyrir- greiðslu sem ég hef þurft. Við erum lítil þjóð og við verðum að vinna saman. Hlutirnir eru nú ekki flókn- ari en þetta. Og hananú.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.