Alþýðublaðið - 11.04.1987, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 11.04.1987, Qupperneq 6
6 Laugardagur 11. apríl 1987 Karvel Pálmason: Eini valkosturinn er Alþýðuflokkurinn Nú þegar senn líð- ur að alþingiskosn- ingum er eðlilegt, að horft sé til haka. Lit- ið yfir farinn veg og hugað að hvað hefur gerst, hvernig til hef- ur tekist. Við spyrjum stjórn- völd þau, sem ráðið hafa ferðinni, hvort „þau hafi gengið til góðs götuna fram eft- ir veg“ fyrir okkur Vestfirðinga? Hvar er góðærið? Haldið hefur verið fram, og það með réttu, að mikið góðæri hafi ríkt á íslandi. En góðæri þetta hef- ur farið hjá garði Vestfirðinga. Á sama tíma og peningum er af hálfu stjórnvalda dælt á Reykjavíkur- svæðið til uppbyggingar fjölgar því íbúðarhúsnæði hér á Vestfjörðum sem stendur autt og yfirgefið. Fólki fækkar stórlega. Fjármagn frá Vestfjörðum er sogað á Reykjavíkursvæðið, og þar nýtt í alhliðauppbyggingu, en Vest- firðir settir hjá. Vestfirðingar! Vonandi eigum við góðærið inni. Talið er að frá lífeyrissjóðum á Vestfjörðum hafi á árinu 1986 runnið yfir 300 millj.kr. til Bygging- arsjóðs ríkisins en aðeins 40 millj. kr. komið til baka til Vestfjarða. Hvar var byggt fyrir 300 millj., sem komu frá Vestfjörðum? Eigum við að standa að uppbyggingu annars staðar á landinu á sama tíma og við erum svelt? Hvað œtla þingmenn Vestfjarða að gera? Þau eru mörg réttlætismálin, sem bíða þess, að við þeim verði hreyft fyrir okkur Vestfirðinga. Þar ber fyrst að nefna kvótann. Sá biti þeirrar ríkisstjórnar og þing- meirihluta á Alþingi, sem honum hafa ráðið, hefur orðið Vestfirðing- um sá erfiðasti þröskuldur í upp- byggingu Vestfjarða sem dæmi eru um. Og það er nánast hneyksli að við Vestfirðingar áttum, þegar kvótinn var innleiddur, forsætis- ráðherrann Steingrím, samgöngu- ráðherrann Matthías, forseta sam- einaðs þings Þorvald Garðar og varaforseta sameinaðs þings Ólaf Þ. Þessir menn innleiddu kvótann með beinum eða óbeinum hætti, þeir hafa borið ábyrgð á honum og bera enn. Þeir hafa hengslast í stuðningi við þá ríkisstjórn, sem ábyrgðina ber. Hvað hefði gerst hefðu þessir fjórmenningar neitað stuðningi? Hvað með samgöngumálin ? Engum sem hugsar, tala nú ekki um af viti, getur dulist að Vestfirðir eru sá landshluti, sem langverst er settur að því er varðar samgöngur. Hér búa menn við einangrun svo vikum og mánuðum skiptir í sam- göngum og engu líkara en ráða- menn telji það sjálfsagt. Að minnsta kosti er ekki mikið gert til breytinga á þeim viðhorfum. Breyting kvótans frá því, sem nú er á þann veg að hann þjóni sjávar- byggðum fyrst og fremst, og þar með okkur Vestfirðingum, er krafa sem við Vestfirðingar setjum fram til okkar þingmanna. — Og henni verðum við að fylgja eftir. Við gerum einnig þá kröfu til þeirra þingmanna, sem kjörnir verða á Alþingi 25. apríl fyrir Vest- firðinga, að þeir nýti þá aðstöðu, sem þeim gáfst til að hrinda í fram- kvæmd fjögurra ára sérstökum framkvæmdum í samgöngumálum fyrir Vestfirði. Ekki bara í orði. Heldur og í verki. Miklu fleiru af að taka Auðvitað er miklu fleira, sem gera þarf fyrir Vestfirði en þetta tvennt. En þetta er þó það sem skil- yrðislaust þarf að knýja á nú þegar, að gert verði. Skattamál, húsnæðismál, vald- dreifing, lífeyrismál o.fl. mætti auðvitað nefna, sem breyta þarf. Hin tvö atriðin, breyting á kvóta- málinu og sérstakt átak í sam- göngumálum fyrir Vestfirði, er lyk- illinn að því hvort tekst að stöðva fólksflótta frá Vestfjörðum. Hverjir bera ábyrgðina? Við Vestfirðingar hljótum að íhuga hverjir það eru, sem bera ábyrgðina á því hvernig okkar mál hafa þróast. Síðastliðin 12 ár hafa Sjálfstæð- isflokkur, Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag farið með stjórn landsins, misjafnlega lengi hver flokkur. Þessir þríflokkar bera þvi höfuðábyrgð á því, hvernig hag Vestfirðinga er komið. Þetta gamla þríflokkagengi hefur haldið svo á málum að vaxandi fjöldi Vestfirð- inga flýr heimabyggð og haslar sér völl á suðurslóð. Við þessu er eitt svar Gegn þessari öfugþróun er að- eins til eitt svar. Þríflokkunum, sem ráðið hafa, verður að hegna. Þeim verður aðeins hegnt með atkvæða- tapi. Það er það eina, sem þeir skilja. Smáflokkarnir, sem hér eru í boði, koma ekki til með að leysa vandann. Eini valkosturinn fyrir Vestfirð- inga er Alþýðuflokkurinn. Við tefl- um hér fram samhentum lista. Lista baráttuglaðs fólks, sem vill tæki- færi til að hafa áhrif á góða og já- kvæða framþróun Vestfjarða og Vestfirðinga. Fulltrúar þríflokkanna hafa svikið. Þeim ber að hegna. Hegn- ingin er fólgin í fylgistapi. Látum svo verða. Vestfirðingar. Takið á með Al- þýðuflokknum. Gefið honum tæki- færi 25. apríl. Allt er að vinna. Fylkjum liði. Tryggjum tvo menn af A-lista á þing frá Vestfjörðum 25. apríl. Dr. Jón Bragi Bjarnason prófessor: Matvælatækni framtíðarinnar Miklar framfarir hafa orðið í matvœla- iðnaði á íslandi á undanförnum árum. Þessar framfarir hafa stuðlað að mikilvægri verðmœtaaukningu í helstu útflutnings- grein okkar, fiskiðn- aðinum. Mikilvœgt framfarastökk og af- stöðubreyting yarð raunar þegar fslend- ingar fóru að átta sig á því að fiskvinnsla vœri matvœlaiðnaður. Ýmis athyglisverð dæmi mætti nefna um nýsköpun í fiskiðnaði, sem stuðlað hafa að verðmæta- aukningu og bættri markaðstöðu, en aðeins fá verða að nægja. Áhugi stærsta saltsíldarmarkaðar okkar á lægri saltinnihald krafðist rann- sókna, sem leiddu til þróunar nýrra saltsíldarafurða. Þróun tandurfisks leiddi til bættrar markaðsstöðu og verðmætaaukningar á saltfisk- mörkuðum. Endurbætur á neyt- endaumbúðum frysts fisks vekur vonir um vaxtarmöguleika á þeim vettvangi. Gerð tilbúinna rækju- rétta á Skagaströnd með markaðs- færslu á Bretlandi og tilraunir með kúfisk í súpur í Stykkishólmi í sam- vinnu við bandaríska matvæla- framleiðendur vísar veginn til stór- kostlegra möguleika í matvælaiðn- aði á Islandi. Tilbúnir réttir Sala á tilbúnum réttum hefur aukist gífurlega á undanförnum misserum í Norður Ameríku og Evrópu. í Bandaríkjunum er nú mikill uppgangur í framleiðslu til- búinna rétta, bæði skyndirétta og sælkerarétta. Líklegt er að á næstu árum verði hér starfræktar mat- vælaverksmiðjur, sem framleiði undir vörumerkjum erlendra fyrir- tækja, annaðhvort alveg tilbúna rétti eða hluta í tilbúna rétti. Vænt- anlega mun skapast aukið svigrúm til þess að nýta botnfiskafla og af- skurði af honum betur, en einnig ýmsar aðrar fisktegundir eins og krabba, skel, rækju, humar, hörpu-. disk og fleira. Tilkoma frystitogara með að- stöðu til að vinna aflann um borð og frysta hann áður en dauða- stirðnun er lokið, gefur betri mögu- leika á að þíða og endurvinna fisk í ýmsa tilbúna rétti. Geislun matvæla er nú, seint um síðir, að ryðja sér til rúms. Það gæti dregið mjög úr þörf fyrir frystingu og lengt geymslu- tíma pakkaðs, fersks fisks svo vik- um skiptir, ekki síst ef þurrís og kol- díoxíðfylling á pakkningar er not- uð samhliða til kælingar og varna gegn gerlamyndun og oxun. Þessar breytingar á meðferð fersks fisks opna fjölmarga mögu- leika til endurbóta í skipulagi vinnslu og markaðssetningar á fiskafurðum. Vöruþróun fyrir sér- hæfða markaði, betri nýting hrá- efnis, meiri sérhæfing í vinnslu og verslun með sjávarfang gæti veru- lega aukið verðmæti sjávarauð- linda, þótt afli aukist ekki umfram það sem nú er. Eldi á vatna- og sjávarlífverum (laxi, silungi, lúðu, sandhverfu, kræklingi) á án efa eftir að verða mikilvæg grein sem er nátengd sjáv- arútvegi, bæði markaðslega og með nýtingu fiskúrgangs til fóðrunar á eldisfiski. Verslun með eldisfisk gæti haft mikilvæg jákvæð áhrif á verslun með aðrar sjávarafurðir og skipulag á flutningum og dreifingu þeirra. Endurskipulagning fisk vinnslunnar Tölvuvogir og tölvustýrð fram- Ieiðslukerfi, sem haldið hafa inn- reið sína í fiskvinnsluna á undan- förnum árum eru fyrsti þátturinn í umfangsmikilli endurskipulagn- ingu fiskvinnslunnar. Næsta stig er stóraukin sjálfvirkni, bæði við meðhöndlun hráefnis, flökun, ormatínslu og snyrtingu, svo og pökkun fiskflaka og annarrar neyt- endavöru úr fiski. Flokkun fisks og kyngreining á Ioðnu og síld fyrir frystingu eða hrognatöku á að geta orðið sjálfvirk. Tæknistýrður skurður á fiski getur aukið hráefn- isnýtingu. Hér er um að ræða fram- farir, sem byggja á nýrri tækniþekk- ingu á sviði tölvutækni, Ijóstækni og myndgreiningu, svo og vélmenn- um. Tilkoma frjálsrar verðlagningar og tölvuvædds uppboðsmarkaðar á fiski er liður í þessari þróun sem sennilega er skammt undan. Hann gæti stuðlað að stórbættum gæð- um og hækkuðu verðmæti sjvar- afla, eins og áður er sagt, í samspili við aðrar breytingar á flutninga- og vinnslutækni. Athafnaþrá og athafna- orka Líftækni mun hafa töluverð áhrif í fiskiðnaði bæði með nýrri fram- Jeiðslu á ensímum og öðrum lífefn- um úr úrgangsefnum sjávarútvegs en einnig með því að nota ensím við vinnslu sjávarafla. Með tilkomu nýjunga af þessu tagi ásamt bættri hráefnismeðferð á að verða unnt að draga mikið úr mannaflaþörf, minnka vinnuálag, auka afköst og arðsemi fyrirtækja og laun þeirra sem að fiskvinnslu starfa. Tölvutækni og líftækni mun opna leiðir og ný svið í fiskvinnslu sem skapa ný störf. Ennfremur mun útflutningur á þekkingu á sviði sjávarútvegs geta orðið at- vinnuvegur. Á undanförnum árum hefur átt sér stað stórkostlegt bruðl í upp- byggingu atvinnuveganna. Nægir þar að nefna ótrúleg orkuvinnslu- og stóriðjuævintýri, allt frá Kröflu til Blöndu með viðkomu á Fljóts- dalsheiði og Reyðarfirði, fyrirbæri sem Jón Sigurðsson forstjóri á Grundartanga hefur nefnt undan- haldsiðnað. Skefjalaus offjárfest- ing í landbúnaði og fiskveiðum á áttunda áratugnum hefur kallað á kvótaúrræði, sem ber keim af hafta- og skammtakerfi fyrri ára- tuga. Úrvinnslugreinarnar fiskiðn- aður, iðnaður og hátækni sitja hins vegar á hakanum. Til þess að snúa þessari öfugþró- un við og efla íslenska atvinnuvegi þurfum við að: * Bæta menntun á öllum stigum, bæði verklega og bóklega. * Stórefla rannsóknir, bæði grunnrannsóknir, nytjarann- sóknir og þróunarstarfsemi. * Velja sérstök áherslusvið, bæði í menntun og rannsóknum, i tengslum við mótun nýsköp- unarstefnu. * Efla sjóði áhættufjármagns til nýsköpunar í atvinnulífi. * Gera fýsilegra að fjárfesta í nýjum atvinnufyrirtækjum með skattalagabreytingum. Við verðum að leysa úr læðingi at- hafnaþrá og athafnaorku hugvits- fólks með því að byggja brýr yfir fyrstu erfiðleikatímabil og með því ryðja þröskuldum hafta og banna úr vegi nýsköpunar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.