Alþýðublaðið - 11.04.1987, Qupperneq 14

Alþýðublaðið - 11.04.1987, Qupperneq 14
14 Laugardagur 11. aprtl 1987 Árni Gunnarsson skrifar: Er þetta sérkennilegt kosningamál... eða hvað? Kosningarnar 25. aprtt n.k. geta orðið býsna örlagaríkar fyrir íslenska þjóð. Kjós- endur standa frammi fyrir tveimur afger- andi valkostum. Þeir verða að svara þeirri spurningu hvort þeir vilja að áhrifa ný- frjálshyggjunnar gœti áfram í stjórn lands- málanna, eða hvort jöfnuður og réttlœti fái að hafa meiri áhrif en verið hefur. Fulltrúar nýfrjálshyggjunnar boða það, að markaðslögmálin skuli í einu og öllu ráða tekjuskipt- ingu, þróun byggðar og þeir hafa gert harða atlögu að velferðarkerf- inu með þeim afleiðingum, að heil- brigðis- og menntakerfið hefur orð- ið fyrir alvarlegum skakkaföllum. Misréttið blasir hvarvetna við. í landinu búa tvær þjóðir í tvennum skilningi. Annars vegar eru það hin- ir efnaminni, sem hafa greitt niður verðbólguna með láglaunastefnu stjórnvalda, og hins vegar fjár- magnseigendur, sem hafa leikið sér á verðbréfamarkaðnum og rakað saman miklum fjármunum. Þá hef- ur landsbyggðin orðið að þola gíf- urlegt misrétti. Þar eru launatekjur lægri en á höfuðborgarsvæðinu, eignaupptaka hefur átt sér stað vegna lækkunar fasteignaverðs, vandi landbúnaðarins hefur haft al- varlegar afleiðingar fyrir þjónustu- iðnað á þéttbýlisstöðum og bænd- ur, vöruverð og framfærslukostn- aður er hærri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, og hverskon- ar opinber þjónusta er lakari. Byggðastefna íhaldsmanna í Sjálfstæðisflokki og Framsókn hefur brugðist. FÓlksflótti af lands- byggðinni er staðreynd. Það verður eitt meginverkefni nýrrar rikis- stjórnar að snúa þessari þróun við, brjóta niður áhrif nýfrjálshyggj- unnar og færa valdið og fjármun- ina heim í héruð. En misrétti nýfrjálshyggjunnar birtist í fleiri myndum. Frumskóg- arlögmálið hefur valdið því, að ...hins vegar fjármagnseigendur sem hafa leikið sér á verðbréfa- markaðnum og rakað saman mikl- um fjármunum. ungt fólk hefur orðið að taka á sig manndrápsbyrðar til að lúta því lögmáli sjálfseignarstefnunnar að eignast þak yfir höfuðið. Þeirra hlutskipti hefur orðið sleitulaust strit, óbærilegir skuldabaggar og tjöld hafa verið dregin fyrir alla framtíðarsýn. Á þessu sviði þarf að gera grund- vallarbreytingar á samfélagsbygg- ingunni. Það verður að tryggja það að ungt fólk geti notið bestu ára æv- innar, bæði við heimilisstofnun og uppeldi barna sinna. Þetta gildir jafnt um þá, sem stunda langskóla- nám og þá, sem fara ungir út á vinnumarkað. Á íslandi hefur verið fylgt stefnu, sem í eðli sínu er mannfjandsamleg. Öllu hefur verið snúið við. Ungs fólks bíður ekkert annað en glórulaust brauðstritið í einhverju mesta láglaunalandi Evr- ópu. Konum er gert að vinna fyrir smánarlaun, hávaxtastefna og lána- kjör eru á þann veg að það jafngild- ir einskonar skuldafangelsi að taka fjármuni að láni. Með tillögum sínum um kaup- leiguíbúðir, breytingar á vaxta- stefnu réttlátari tekjuskiptingu, breytingar á skattakerfinu, bendir Alþýðuflokkurinn á leiðir, sem geta snúið þessari öfugþróun við. Flokkurinn vill, að börnin fái for- félag, sem þeir hafa lagt grunninn að með ævistarfinu. Og ekki er minni skuld okkar við börnin, sem við erum búin að veðsetja fyrir er- Iendum lánum, flæma foreldrana frá og erum á góðri leið með að svipta landgæðum. Álþýðuflokkurinn er flokkur ...háyaxtastefna og lánakjör eru á þann veg að það jafngildir eins- konar skuldafangelsi að taka fjár- muni að láni. eldra sína aftur og að unnt verði að skapa raunverulegar tómstundir svo mannleg samskipti geti komist í eðlilegt horf. Einhverjum kann að finnast þetta sérkennilegt kosn- ingamál, en ég bið hvern mann, sem þessar línur les, að hugleiða hvernig ástandið er og hefur verið á hans eigin heimili. í allri umræðunni um hagstjórn- araðferðir, hefur gleymst að huga að manninum sjálfum og hvernig honum vegnar, ekki eingöngu í ver- aldlegum efnum, heldur einnig andlegum. Kynslóð þeirra, sem nú eru á miðjum aldri, hefur fjarlægst ýmsar manngildishugsjónir, sem áður þóttu bæði sjálfsagðar og eðlilegar. Manninum og sálarheill hans hefur verið fórnað á altari auðhyggjunnar. Og það er mál að snúa af þeirri braut. í mörgum tilvikum höfum við gleymt börnum og öldruðum, sem ekki hafa myndað með sér samtök þrýstihópa til að koma málum sín- um á framfæri. Öldruðum eigum við skuld að gjalda fyrir það þjóð- mannúðar og manngildis, og full- trúar jafnaðarstefnunnar verða i öllum verkum sínum að taka mið af þörfum einstaklingsins, en játast aldrei undir stefnu hinnar óheftu markaðshyggju, sem segir, að hver sé sinnar gæfu smiður, án þess að taka tillit til þess, að smíðatól mannanna eru misjöfn. — Það er kominn tími til þess, að bregðast hart við hinni óheftu markaðs- hyggju, sem lætur sér í léttu rúmi liggja afkoma allra annarra en þeirra, sem hafa fjármuni til að búa til fjármuni. Jafnaðarmenn geta ekki Iátið það líðast, að einhver tiltekinn hóp- ur þjóðfélagsins nái í krafti fjár- magnsins þeirri aðstöðu og völd- um, að hann geti ráðið kjörum og örlögum hins vinnandi manns. Kosningabaráttan núna snýst um framtið og afkomu mikils hluta þjóðarinnar, sem hefur orðið að þola misrétti nýfrjálshyggjunnar á flestum sviðum. Jafnaðarstefnan á nú meira erindi til íslendinga en nokkru sinni fyrr. Og ekki er minni skuld okkar við börnin, sem við erum búin að veð- setja fyrir erlendum lánum...

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.