Alþýðublaðið - 11.04.1987, Síða 16

Alþýðublaðið - 11.04.1987, Síða 16
16 Laugardagur 11. apríl 1987 Um landbúnaðarstefnu: Tryggjum byggð í landinu ÖLLU Bœndastéttin hefur verið bundið á klafa Sambandsins, Framsóknar- flokksins og Sjálfstœðisflokksins og getur sig ekki þaðan hreyft nema Alþýðuflokkurinn komi til... framleiða nema fyrir innanlands- markað eigi að leggja niður rann- sóknarbúin og fela reyndum bænd- um að taka við starfseminni sem þar fer fram í það minnsta að sumu leyti. Margir yngri bændur hafa talsverða reynslu og þekkingu við ræktun bústofns. Ekki er heldur óeðlilegt að draga saman „hobbí- búskap“ og jafnvel að Ieggja hann niður. Nauðsynlegt er að vinna meira úr landbúnaðarframleiðslunni heima í héraði og fá úr henni verðmætari vöru. Við þá úrvinnslu gæti skapast mikil vinna. Ég tek líka undir nauð- syn þess að milliliðakostnaður verði lækkaður sem myndi leiða til lækk- aðs vöruverðs eða myndi það gerast með frjálsari dreifingu vörunnar eins og ég hef áður getið um. Fylgj- ast yrði vel með að ekki skapaðist við það svartur markaður af hendi bænda en gera mætti dýralækna ábyrga fyrir því. í sambandi við úrvinnslu land- búnaðarvöru mætti nefna ullina. í mínu byggðarlagi er starfandi lítil saumastofa. Bændakonur vinna við saumaskapinn hálfan daginn frá 13.00 til 17.00. Þetta er sá tími úr deginum sem ekki er nýttur við bú- skapihn nema um heyskapartím- Mér er ljóst að það gæti verið hagkvæmara að hafa búin fá í land- inu fyrir neytendur en þá leysum við ekki byggðavandann og eyðum heil- um héruðum. Alþýðuflokkurinn á að mínu mati óplægðan akur í sveitum landsins. Þar á hann að standa með þeim sem minna mega sín enda meginhugsjón jafnaðarstefnunnar. Ég tel það nauðsynlegt að sameina bændur og verkamenn í baráttu fyrir bættum hag með starfsemi sérstakra erindreka sem ferðast um og ræða við fólk í þessum stéttum, sem eiga allt sameiginlegt þegar betur er að gáð. Bændastéttin hefur verið bundin á klafa Sambandsins, Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokksins og getur sig ekki þaðan hreyft nema Alþýðuflokkurinn komi til og losi þar um með meiri kynningu á eðli og hugsjón jafnaðarstefnunnar. Þessar hugleiðingar mínar eru settar á blað eftir að hafa lesið drög að landbúnaðarstefnu Alþýðu- flokksins. Mér er ljóst að flokks- systkin mín eru kannski ekki öll sammála mér en þetta er hugsað sem innlegg í umræðuna. Jafnaðar- stefnan á mikla framtíð ef barist er á öllum vígstöðvum. Kristján Þórðarson, bóndi á Breiðalæk á Barðaströnd skrifar Varðandi framtíð- arstefnu í landbúnaði verður Alþýðuflokk- urinn að hafa að markmiði að tryggja byggð í landinu öllu en það gerist ekki nema með því að hefðbundinn land- búnaður dragist ekki meira saman en orðið er. Þetta er hœgt með því að hafa hámarks- stærð á búunum en gœta verður þess að framleiða ekki nema sem nœst fyrir innan- landsmarkað. Ef um hámarksstærð búa er að ræða þarf ekki að skammta hverj- um og einum því það kæmi af sjálfu sér. Eg tel að 440 ærgilda fram- leiðsla, sem er sú bústærð sem mið- að er við í verðlagsgrundvelli, nægi til að framfleyta fjögurra manna fjölskyldu ef offjárfesting hefur ekki átt sér stað sem því miður hef- Þak verður að setja á bústœrð, því annars koma upp nokkur stór verksmiðjubú í kringum Reykjavík og Akureyri... Ég tek mjög undir það að einok- unarstarfsemi kaupfélaganna verði að Ijúka... ur verið mikið af. Menn hafa keppst við að byggja gripahús og fengið lánafyrirgreiðslu án mikillar fyrirhafnar enda þótt augljóst hafi verið að ekki væri hægt að fram- leiða meiri landbúnaðarvörur. Þak verður að setja á bústærð, því annars koma upp nokkur stór verksmiðjubú í kringum Reykjavík og Akureyri og þá væri raskað hugsuninni um fjölskyldubúskap. Það þarf að afnema einokunar- starfsemi Sambandsins — það er höfuðnauðsyn — og að koma á samkeppni í sölu afurða milli selj- enda. Ég veit ekki um marga bænd- ur hér um slóðir sem væru á móti því. Það er blöskrandi fyrir okkur bændur að horfa upp á að kýrkjöt- ið, sem við fáum 130 kr. fyrir kílóið, selt út á fjögur til sexhundruð krón- ur og þá sem nautakjöt. Þetta mundi lagast ef samkeppni kæmist á. Ég tel svæðaskiptingu í landbún- aði réttlætanlega og tek undir að umframframleiðsla verði notuð sem hlutur okkar í matvælagjöfum til bágstaddra þjóða. Þá væri frekar mögulegt að standa við skuldbind- ingar í því efni. Ég tel að á meðan ekki er hægt að ann. Þetta hefur mikið að segja í dreifbýli þar sem samkomur eru fá- ar en þarna hittast þær og spjalla saman og vinna úr eigin fram- leiðslu. Ég tek mjög undir það að einok- unarstarfsemi kaupfélaganna verði að Ijúka og tel að Alþýðuflokkur- inn geri allt of lítið úr þeim vanda sem bændur búa við þar sem Sam- bandið og kaupfélögin eru. Leyfa þarf ýmsum aðilum að leita mark- aðar erlendis og jafnvel aðstoða þá af ríkisvaldinu. Ég tel að stöðva eigi innflutning á landbúnaðarvörum til varnarliðs- ins. Það þarf ekki að spilla sam- starfi okkar við bandalagsþjóðir okkar; aðeins að sýna festu í sam- skiptum við þær. Ég tel að landið allt eigi að vera þjóðareign. Enda þótt bændur hafi umráðarétt yfir jörðum sínum þá hafa þeir ekkert að gera með það land sem þeir nota ekki til ræktun- ar. Ég teldi ekki gott að banna upp- rekstur á fjall en ítala í landið er nauðsynleg. Fyrir fjórum árum var allur fjárstofn í mínum hreppi skor- inn niður vegna riðuveiki. Gróður tók strax við sér og eftir þessi ár hef- ur gróður milli fjalls og fjöru gjör- breyst. Til þess að geta haldið uppi skóla og öðru menningarlífi þarf öll byggðin að haldast. Maðurinn sem er með grundvallarbúið eða minna er jafn þarfur hlekkur í þeirri keðju og sá sem er ef til vill með fjórfalt grundvallarbú. Þess vegna verður við að miða framleiðslubúin við þá stærð sem framfleytir meðalfjöl- skyldu. Aðstaða til menntunar verður að vera í sveitunum þvi börnin sem al- ast þar upp eiga fullan rétt á mennt- un eins og aðrir landsmenn enda fara þau á vinnumarkað í þéttbýli í flestum tilvikum og þurfa að standa þar jafnfætis öðrum.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.