Alþýðublaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 5
Laugardagur 1. ágúst 1987 5 „JÓN PÁLL ER LANDKYNNING" — segir aðstoðarmaður hans, Hjalti „Úrsus“ Árnason, kraftlyftingamaður Trjábolir jafnhattaðir — En í hverju fleiru var svo keppt? „Næst þurftum við að draga net með grjóti í yfir þverslá sem hvíldi á tveimur staurum. Og þetta var átak sem reyndi mjög á handleggina og hliðarvöðvana undir höndun- um, en það eru þeir vöðvar sem t.d. reynir mest á þegar maður er að róa báti með árum svo að allir skilji hvað um er að ræða. Þarna var um að ræða tíu keppnisgreinar á tveim- ur dögum og við byrjuðum klukkan níu á morgnana og vorum að alveg til klukkan tíu á kvöldin, þannig að þetta var grimmdarvinna alveg. Seinni daginn tóku svo við grein- arnar sem Bill Kazmaiir er sérfræð- ingur í. Og þá var byrjað á því að jafnhatta trjábolum þar sem við stóðum upp á palli og jafnhöttuð- um upp yfir höfuð. Þar á eftir tók- um við svo dálítið labb með hjól- börur sem eru hlaðnar með 700 kílóa fargi, ef ég man rétt. En það er fimmtíu kílóa labb eftir alls konar krókaleiðum. Eftir þetta var svo komið að réttstöðulyftu. Og Kazmaiir var nú nokkuð öruggur með að hann myndi vinna rétt- stöðulyftuna, en hann á yfir 400 kíló í þeirri lyftu. Síðasta greinin var svo einskonar þjóðaríþrótta- grein þeirra Skota sem þeir kalla Dimmy steina, en Dimmy þessi var mikill íþróttamaður og átti að vera sterkur mjög, en hann var uppi á 18. öld. En hér er um að ræða tvo steina sem vega samanlagt hátt í fjögur- hundruð kíló og þeir eru hvor um sig með hlekk eða hring sem hægt er að halda í og hann er sagður hafa lyft þeim báðum upp í einu og geng- ið með þá svoleiðis einhverja vega- lengd. Og hann er sagður hafa stað- ið yfir þeim klofvega og lyft þeim báðum þannig á milli fótanna og gengið með þá ofan af fjalli. Og þessi saga er reyndar ekki ósvipuð ýmsum íslenskum sögum um sterka menn til forna. En þessum steinum hefur engum tekist að lyfta báðum í einu, nema þá með ólum vegna þess að átakshringirnir eru svo grannir og erfitt og sárt að ná taki á þeim. Við áttum að bera þessa steina yfir brú, annan í einu og hlaupa svo til baka og sækja þann seinni. Og þetta var sem sagt síðasta greinin.“ Lurkum laminn — Hvaða greinar þóttu þér erf- iðastar við að eiga? „Við vorum nú mikið að tala um það, ég og Hjalti Árnason „Úrsus,“ sem var mér til aðstoðar að mér hefði ekki tekist nógu vel að hitna í keppninni, en Hjalti fór út til þess að kynna sér greinarnar og stóð sig mjög vel í því starfi. Því hann er grjótharður ef hann vill. En Capes sagði mér að þetta hefði verið alerf- iðasta mót sem hann hefði tekið þátt í. Þannig að það er erfitt að gera upp á milli greinanna. Þær voru allar mjög erfiðar. Og Hjalti | sagði við mig fyrir mótið að honum litist ekki á blikuna ef ég yrði fyrir meiðslum þannig að hann yrði að hlaupa í skarðið! “ — Er meiningin að halda slíka keppni árlega, Jón? „Jú, það er nú meiningin að halda svona mót árlega, en þetta var eina tækifærið fyrir okkur þrjá, mig Capes og Kazmaiir til þess að mætast í keppni þar sem við vorum allir í góðu formi akkúrat núna. Og Capes hefur í rauninni aldrei verið betri en einmitt núna, þótt hann sé alltaf að tala um það að hann sé að hætta. Hann talar líka oft um það að hann vildi óska þess að hann væri 10 árum yngri. En það eru uppi hugmyndir um að halda mót sem þetta á hverju ári. Allavega vill Kazmaiir fá að reyna sig aftur, því hann hefur gaman af svona keppn- um.“ — En varstu fyrir einhverjum meiðslum eftir þessi miklu átök? „Já, já, ég er allur meira og minna lurkum laminn, en ég er fljótari að ná mér núna eftir mót en ég var áður. Það er eins og maður harðni með tímanum. En ég er teygður og togaður hér og þar. Þó meiddist ég hvergi alvarlega, en ég var þreyttur og þurfti mikið að sofa eftir átökin. Og svo er bara stóra spurningin hver okkar þriggja vann keppnina. En það get ég því miður ekki sagt þér strax.“ „Það sem einkennir Jón Pál ef til vill öðru fremur er það hvað hann er einstaklega viljasterkur. Honum er mögulegt að yfirstíga hreint ótrú- legustu kvalir og þjáningar. Og get- ur einnig gert allt sem hann hefur ákveðið. Ef hann hefur ákveðið eitthvað þá er nánast ekkert sem getur stoppað hann af. Og það er öruggt mál að hann getur afborið meiri kvalir en nokkur annar mað- ur sem ég hef kynnst.“ Það er Hjalti „Úrsus“ Árnason sem talar — og hann ætti að þekkja Jón Pál manna best. „Og þegar Jón er kominn út í keppni þá er ekkert um annað að ræða en að sigra. Annað sætið er bara hreinlega aldrei inni í mynd- inni. Það er aldrei minnst á annað sætið, það er ekkert annað en sigur sem talað er um. Ekkert annað kemur til greina. Það er líka eitt sem væri rétt að kæmi fram að kröfur fólksins í landinu eru svo ósveigjanlegar. Ef til dæmis ég eða Jón lendum í öðru sæti, þá er ekki einu sinni minnst á það í fjölmiðlum, þrátt fyrir það að við erum kannski að etja kappi við sterkustu menn veraldar. Það er ekki einu sinni nefnt á nafn. Fólkið heimtar sigur.“ — En hvernig er það með Jón Pál, œfir hann ekki mjög mikið og af mikilli nákvœmni? „Jú, það er æft mjög mikið allt árið og það tapast helst aldrei úr dagur frá æfingum. En það kemur fyrir að hann missir úr dag frá æf- ingu, þá er hann miður sín lengi á eftir. Það er eins og dagurinn sé ger- samlega farinn forgörðum ef hann nær ekki að æfa einhverra hluta vegna. Hann lifir alveg fyrir þetta fyrst og fremst.“ — En hvernig er Jón Páll sem vinur og félagi? „Jón Páll er alveg úrvalsdrengur. Hann er alltaf mjög glaðvær og skemmtilegur og alltaf mikil gam- ansemi í kringum hann enda er hann orðinn heimsfrægur fyrir þessa gamansemi sína. Hann er alltaf mjög glaðvær og bjartsýnn og það er ekki minnsti eiginleikinn i þessu sporti, það er að vera bjart- sýnn og láta ekki neinn áróður hefta sig í þvi sem maður er að gera. Og þar er Jón Páll alger sér- fræðingur." — Nú hafið þið Jón Páll unnið mikið saman Hjalti. Telur þú að þú hafi lcert mikið af þessum manni? „Já, alveg gífurlega og það er Jóni mikið til að þakka hvað það er hár standard í kraftlyftingunum í dag, því að það var hann sem varð fyrstur til að brjótast í gegnum þessa múra og þá var miklu auð- veldara að koma á eftir. Og bæði ég og Torfi Ólafsson höfum orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að hafa hann sem lærimeistara. Og Jón er alltaf tilbúinn að Ieiðbeina og hefur meira að segja gaman af því.“ — Þannig að Jón Páll er alveg toppmaður? „Já, bæði sem íþróttamaður og persónuleiki er hann alveg ein- stakur. Jón hefur gert mikið fyrir íslensku þjóðina, en hún hefur kannski ekki gert neitt ýkja mikið fyrir hann í staðinn. Við skulum athuga að það eru fjölmargir út- lendingar sem þekkja ísland aðeins vegna þessa eina manns. Jón Páll er ef til vill mesta landkynning sem ís- land hefur nokkurn tímann eignast. Við megum ekki gleyma því að þessi landkynning er ómetanieg og enginn einn maður í íþróttum hefur staðið sig í þeim efnum með slíkum ágætum og Jón Páll Sigmarsson.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.