Alþýðublaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 16
16 Laugardagur 1. ágúst 1987 Kvikmyndin Platoon (Flokksdeild- in) hlaut þrenn Oskarsverðlaun — fyrir leikstjórn, sem besta kvikmyndin og fyrir klippingu og hljóð. Hún hefur verið dásömuð sem stríðsmynd allra tíma; metsölumynd sem sýnir hið sanna andlit stríðsins. Skýringarn- ar á velgengni þessar- ar kvikmyndar eru þó flóknari en svo. Platoon er fyrst og fremst endurspeglun á samvisku banda- rísku þjóðarinnar, til- raun til að skilja og réttlœta að hluta stríðsþátttöku og sið- ferðishrun. Platoon er eins konar útgönguleið þjóðar úr kviksyndi Ijótrar stríðssögu. Það er ekki nema von að fram- leiðendur í Hollywood hafi skellt skollaeyrum við þeirri hugmynd - Oliver Stone leikstjóra að gera kvikmynd sem gerðist í Víetman- stríðinu. Þótt Stone hefði að baki handrit að mörgum frægum kvik- myndum (Midnight Express, Scar- face, The Year of the Dragon,) og leikstýrt hinni þekktu kvikmynd - Salvador, þótti þessi tillaga hans lítt frumleg og enn síður söluvænleg. Lái þeim hver sem vill; stríðs- myndir hafa verið fastur fram- leiðslukjarni í Hollywood allt frá Platoon er hvorki frumleg kvikmynd né skapandi. Hún er fyrst og fremst útgönguleið fyrir bandarisku þjóð- ina sem vill taka sjálfa sig í sátt vegna strlðsins i Vletnam. ÞJÓÐAR upphafi kvikmyndanna, en sérstak- lega hefur þeim fjölgað eftir lok mikilla stríða eða stríðsátaka sem Bandaríkin hafa tekið þátt í. Þann- ig fengu áhorfendur kippur af stríðsmyndum í lok síðari heims- styrjaldar og myndir af þeim stríðs- velli berast á markað enn þann dag í dag. Kóreustríðið skilaði ennfrem- ur góðum slatta af kvikmyndum úr verksmiðjunum í Hollywood og fyrri heimsstyrjöldin hefur enn- fremur verið fest á kvikmynda- filmu. Stríð sem breytti ímynd Ameríku í umgetinni kvikmyndafram- leiðslu hefur hinn siðferðilegi vandi verið lítill. Umrædd stríð hafa skil- að jákvæðri mynd af Bandaríkjun- um og stríðsþátttöku þeirra og hæg heimatökin hjá leikstjórum og framleiðendum að spila á þjóðar- rembu og fórnfýsi hermanna frels- isins með tilhlýðilegu melódrama. í lok styrjaldarinnar síðari og í upp- hafi sjötta áratugarins var slík kvik- myndaframleiðsla allt að því fastur liður í Marshall-áætluninni til að gefa Everópuþjóðum jákvæða mynd af bandarískum hermönnum og amerískri utanríkisstefnu. Víetnamstríðið breytti hins vegar ímynd Ameríku, og hún hefur aldrei orðið söm aftur. Það sár sem Víetnamstríðið skildi eftir í huga fólks um heim allan, grær aldrei að fullu og allra síst heima fyrir, þar sem sjálfsímynd Bandaríkjanna hrundi og olli varanlegri siðferðis- kreppu og sálarkvölum. Þegar leið á styrjöldina í Vetnam og fjölmiðl- arnir, aðallega sjónvarp, flutti fregnir af hinum óhugnanlegu stríðsátökum og stríðsglæpum Bandaríkjamanna, breyttist hugur manna til styrjaldarinnar. Æ erfið- ara var fyrir valdhafana í Washing- ton D.C. að réttlæta stríðið eða gera það sannverðugt varnarstríð fyrir hið vestræna frelsi. Að lokum hrundi spilaborgin og Bandaríkin hörfuðu út úr frumskógum Víet- nam og víðar í Asíu — án sæmdar sem Richard Nixon forseti reyndi þó að koma heim og saman. Styrjöldin í Víetnam var stríðið sem Bandaríkjamenn vildu og reyndu að gleyma. Kvikmyndaiðn- aðurinn kveinkaði sér einnig undan því að lýsa stríðinu, því flöturinn á viðfangsefninu var erfiður og sár. Eftir að John Wayne gerði tilraun til að hefja ameríicana á stall með áróðursmyndinni Green Barets sem gerð var í brennandi stríði, fitjuðu framleiðendur í Hollywood upp á nefið, þegar minnst var á Víetnam. Hins vegar leið ekki á löngu þangað til mótmælahreyfingunni í Bandaríkjunum hafði vaxið það fiskur um hrygg að framleiðendur kvikmynda sáu þar arðvænlegan hóp kvikmyndahúsagesta. Þar með var kominn grundvöllur fyrir kvik-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.