Alþýðublaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 17
Laugardagur 1. ágúst 1987 17 myndir um fórnarlömb Víetnam- stríðsins. Myndir í stíl við Coming Home og Deer Hunter tóku að sjá dagsins ljós og nutu mikillar að- sóknar. Leikstjórar eins og Francis Ford Cappola reyndu hins vegar að finna sjálfstæðan, listrænan efni- við í styrjöldinni í Víetnam og sköpuðu kvikmyndir í flugeldastíl eins og Apocalypse Now. Rambó og fréttamaðurinn Tíminn leið og á níunda áratugn- um — tíu árum eftir að Víetnam- stríðinu lauk, var kominn hæfileg fjarlægð á stríðið til að taka það til umfjöllunar að nýju, enda höfðu styrjaldarhörmungarnar, sem breyttu ímynd Ameríku, alltaf búið innra með þjóðinni. í raun og veru gerðist tvennt á þessum tímamót- um. í fyrsta lagi höfðu repúblikan- ar tekið völdin í Hvíta húsinu og stefna Reagans forseta að hefja gömul amerísk gildi á loft, orðið opinber menningarstefna. Þetta átti einnig við kvikmyndaiðnaðinn. Menn eins og Sylvester Stallone sáu sína sæng uppreidda og Rambó sá dagsins ljós (undanfarinn hét First Blood) þar sem bandaríska ofur- mennið heldur til Víetnam og endar stríðið í annað sinn og á þann veg sem bandarískir haukar hefðu ósk- að, og hefðu eflaust kallað striðslok með sæmd. í öðru lagi hafði rann- sóknarblaðamennskan fengið byr undir báða vængi eftir Watergate- hneykslið og bandarískur heiðar- leiki fengið nýja ímynd — í gegnum hinn ódrepandi og heiðvirða blaða- mann, sem leggur allt í sölurnar til að koma sannleikanum áleiðis til fjöldans. Rambó-myndirnar voru aðeins skammgóður vermir — flótti búinn til af draumaverksmiðjunum í Hollywood. Sársaukinn bjó áfram með þjóðinni. Þar með hefst síðara skeið Víetnam-kvikmynda og sem stendur enn; framleiðsla á raunsæj- um, hálfljóðrænum kvikmyndum í fréttamannastíl um ljóta stríðið í Asíu. Killing Fields hét fyrsta myndin af þessu tagi og þar er frá- sögumaðurinn einmitt fréttamað- ur. Ástralski leikstjórinn Peter Weir (m.a. Witness, Moskitóströndin) var einnig á þessum slóðum í kvik- myndinni The Year of Living Dangerously. í kvikmyndinni Killing Fields er sársauki og veruleiki stríðsins séður gegnum hin raunsæju og mannlegu augu fréttamannsins. Að vísu voru vondu mennirnir í þeirri mynd Rauðu Khmerarnir i Kambódsíu en skrefið yfir í Platoon var orðið mjög stutt. Skylda og siðferði Platoon hefur mikið verið hampað sem nýrri gerð stríðskvik- mynda. Þetta er rangt. Það er ekk- ert nýtt í Platoon. Hún er aðeins rökrétt framhald af kvikmyndun- um um stríðið í Víetnam; byggð á siðferðiskröfu almennings vestra. í raun og veru er undarlegt að kvik- myndin skuli hafa hlotið þrenn Óskarsverðlaun. Hún er ekki frum- leg að neinu leyti. Söguþráðurinn segir frá ungum Bandaríkjamanni sem er nýliði í styrjöldinni. Hinn ógnvekjandi veruleiki stríðsins breytir honum og hann skrifar hug- hrif sín í bréfum til ömmu sinnar en þau flétta söguramma myndarinn- ar. Þetta er frásögutækni sem rit- höfundurinn Remarque notaði í heimsfrægri skáldsögu sinni úr fyrri heimsstyrjöldinni, „Tíðinda- laust af vesturvígstöðvunum," og sem hefur verið kvikmynduð mörg- um sinnum. Hið raunsæja yfir- bragð Platoon er í sama stíl og Kill- ing Fields og The Year of Living Dangerously. Stríðsatriðin eru fremur viðvaningsleg og mörg atriðin langdregin og einhæf. En hvað er það sem gerir Platoon að metsölumynd? Hvað gerir það að verkum að hún fær Óskarsverð- laun sem besta kvikmyndin og Stone fyrir bestu leikstjórnina? Að mínu mati er það fyrst og fremst samviska bandarísku þjóðarinnar sem veitir „fréttamanninum" Stone verðlaun fyrir að benda þjóðinni á útgönguleið úr Víetnamstríðinu. í lokasenu myndarinnar flýgur nýlið- inn Chris Taylor yfir Iíkmergð stríðsvallarins eftir að hafa drepið Bames liðsforingja með eigin hendi. Barnes er fjöldamorðinginn, líkamnaður: hermaðurinn sem hugsar ekki um siðferði eða sið- fræði, heldur drepur blákalt. And- stæða hans er Elías, reyndur her- maður sem er farinn að setja spurn- ingamerki við allt stríðið, og Barnes myrðir hann þess vegna með köldu blóði. í lokasenunni hugsar Chris um þessa tvo menn og finnur að hann er sambland þeirra beggja: hann gegnir blindri skyldu til að vinna stríð en hann spyr engu að síður um siðfræði þess að fremja voðaverkin. Lokasenan er samantekt á sálar- ástandi bandarísku þjóðarinnar vegna Vietnamstríðsins: henni var att út í stríð á forsendum frelsis og gegndi herskyldu sinni. Þegar þjóð- in uppgötvaði glæpinn og að hinar siðfræðilegu forsendur stríðsins voru ekki aðeins brostnar, heldur höfðu aldrei verið til, leitaði hún út- göngu með sæmd en fann enga. Oliver Stone hefur haldið þessum spegli gegn þjóð sinni. Þess vegna snertir Platoon djúpa, sálfræðilega strengi í Bandaríkjamönnum. Hvort Platoon veitir amerísku þjóðinni bata vegna Víetnamstríðs- ins er önnur saga. En Víetnam- myndirnar eru ekki allar. Meistari - __ Stanley Kubrick (m.a. Clock- work Orange, 2001 — A Space Odyssey, The Shining) er þessa dag- ana að ljúka við mynd úr Víetnam- stríðinu. Hún ber heitið Metal Jacket og það verður fróðlegt að sjá hvaða tökum Kubrick tekur á sam- visku bandarísku þjóðarinnar. 1 Vletnam hrundi ameríski draumurinn til grunna. Kvikmyndin Platoon leit- ast við að sætta Bandaríkjamenn við hrunið. FAGMENNIRNIR VERSLA HJAOKKUR Því að reynslan sannar að hjá okkur er yfirleitt til mesta úrval af vörum til hita- og vatnslagna. BURSTAFELL byggingavöruverslun Bíldshöfda 14 sími38840

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.