Alþýðublaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 3
Laugardagur 1. ágúst 1987 Veöriöum verslun- armannahelgina: Votviðra- samt en styttir upp Veðrið um verslunarmannahelg- ina verður breytilegt; búist er við votviðri fyrri hluta helgarinnar en væntanlega styttir upp á sunnudag og mánudag. Samkvæmt spánni viðrar best á Suð-Austurlandi. í heild er spáin þessi: Hæg norð- læg átt um landið og skúrir um vest- anvert landið og norðanvert til S- Austurlands en þar verður þurrt og léttskýjað. Á sunnudag tekur hins vegar að þorna upp og jafnvel sést til sólar á mánudeginum. Á vinsæl- ustu stöðunum um verslunar- mannahelgina, Vestmannaeyjum og Húsafelli, verður svipað veður; skúrir á laugardag en þornar upp sunnudag og mánudag. Fólk er hér- með hvatt til að búa sig vel og gleyma ekki regnfötum og öðrum skjólflíkum heima. Góða helgi ! Sumarhús eru komin I tlsku á Islandi og verða nú vinsælli með hverju árinu sem Ifður. Nefna má sem dæmi að orlofshús stéttarfélaganna, eru yfirleitt öll upppöntuð snemma vors. Á sfðari árum hafa ýmsir aðrir aóilar einnig tekið að reisa sumarhús til útleigu. Húsin á myndinni standa rétt fyrir utan þorpið I Vík I Mýrdal og landslagið I kring er óneitanlega með tignarlegra móti. Sjónvarp: BORNIN VIUA BREYTINGAR Auglýsingar vinsælastar. Kennsla á áhugasviöinu. Innlendir þættir út. Niður- stöður úr könnun SKAÍS koma á óvart. Börn og unglingar vilja ýmsu breyta hvað varðar sjónvarpsefni og samkvæmt nýrri könnun sem SKÁÍS hefur gert fyrir ríkisútvarp- ið virðast forstöðumenn stofnunar- innar hafa rennt býsna blint í sjóinn við val á efni fyrir þessa aldurs- hópa. íslenskir þættir sem sérstak- lega hafa verið ætlaðir börnum og unglingum, njóta takmarkaðra vin- sælda en börnin vilja fremur sjá ýmislegt sem ekki hefur verið á dag- skránni. Yfirgnæfandi meirihluti barna og unglinga telja að kennsla í sjón- varpi ætti að fara fram á tímabilinu frá kl. þrjú á daginn til kl. sjö á kvöldin. Nærri tveir þriðju eru þessarar skoðunar. Næststærsti hópurinn vill hafa þessa kennslu á kvöldin. Þessi svör falla að stórum hluta saman við núverandi heima- námstíma, en hátt í 40% þeirra sem svöruðu í könnuninni stundar heimanámið á þessum tíma. AU- margir lesa líka heimalexíurnar á kvöldin og talsverðir hópar stunda þetta nám á morgnana eða strax eft- ir hádegið. Það vekur raunar athygli þegar skoðaðar eru niðurstöður sem varða núverandi sjónvarpsefni, að íslenskir þættir sem settir hafa verið á dagskrá sjónvarpsins sérstaklega vegna þessara aldurshópa eru ekki sérlega vinsælir. Þannig vildu fjöldamargir fella niður þætti eins og „Rokkana“, „Stóru stundina okkar“ og „Unglingana í frum- skóginum". Auglýsingar virðast hins vegar enn vera með vinsælasta sjónvarps- efni fyrir þessa aldurshópa, því að af öllum þeim fjölda barna og ung- linga sem skilaði inn svörum í könnuninni, vildu aðeins þrír losna við auglýsingar af dagskránni. Jafnvel Tommi og Jenni eiga sér fleiri andstæðinga, 7 talsins, að ekki sé minnst á aðra næstum jafn vinsæla þætti, svo sem Steinaldar- mennina, fílinn Babar og litlu prúðuleikarana. Ef vikið er að þeim efnistegund- um sem börn og unglingar vilja sjá meira af í sjónvarpi, ber fyrst og fremst að telja bíómyndir sem mjög margir virðast vilja fjölga. Náttúru- lífsþættir, teiknimyndir og gaman- þættii koma svo næstir á eftir vin- sældaröðinni. Enn má raunar nefna að nokkur hluti þessara ald- urshópa vill sjá meira af spurninga- þáttum, fræðsluþáttum, íþróttum og framhaldsþáttum og einstaka vill jafnvel sjá meira af fréttum. Þá má nefna að starfskynning er vinsælt sjónvarpsefni og virðist jafnvel ekki unnt að greina mark- Mikil óánægja ríkir meðal íbúa við Njálsgötuna í Reykjavík, vegna þeirrar miklu umferðar sem fylgir lokun Laugavegarins. Hafa þeir sent borgaryfirvöldum og lögreglu- stjóra bréf, þar sem þeir lýsa óánægju sinni. Þar kemur m.a. fram, að hraði við götuna sé ótrú- lega mikill á stundum, auk gler- brota og sóðaskapar. íbúarnir fara fram á skjótar úrbætur. Alþýðublaðið hafði samband við Þórarinn Hjaltason, yfirverkfræð- ing Umferðardeildar í Reykjavík og spurði hann um gang mála. Hann sagði meðal annars, að hann væri búinn að mæla hraðann á Njálsgöt- unni og hefði komið í ljós, að hann væri 33 km á klst. Menn gætu þó ekið þar á um 40 km hraða, þrátt fyrir 8 cm háar hraðahindrunaröld- ur. Hann sagði, að gatan væri með hættulegustu götum í bænum og ástandið væri slæmt þar. Settar hefðu verið hraðahindranir við nokkrar nálægar götur, en skoðanir væru skiptar um hraðahindranir al- mennt. Til stendur að taka upp einstefnu á Njálsgötu, en ekki er hægt að ákveða það fyrr en búið er að at- huga allt hverfið, en þeirri athugun lýkur væntanlega fyrir næsta vor. „Það er enginn vafi á því, að ein- tækan mun á milli aldurshópa hvað þessu viðvíkur. Milli 60 og 70% af börnum og unglingum allt frá þriggja ára aldri og upp úr hafa áhuga fyrir þessu efni. Áhugi fyrir barnaíþróttum er svipaður og fyrir starfskynningu, stefna eykur öryggið, það hefur sýnt sig annars staðar", sagði Þór- arinn. Varðandi umverðarþungann á Njálsgötunni nú, sagði hann að ekki hefði verið hægt að beina allri umferðinni niður á Hverfisgötu og en þegar kemur að kennslu fyrir börn fer áhuginn greinilega dvín- andi með aldrinum. Nærri 80% yngstu barnanna vilja fá kennslu í sjónvarpið en í 13—16 ára aldurs- hópnum er þetta hlutfall komið niður undir helming. Skúlagötu, vegna mikillar slysa- hættu þar. Starfsmaður hjá Hreinsunar- deild borgarinnar sagði, að erfitt væri að komast að til að hreinsa, vegna bíla sem færi lagt allsstaðar sunnanmegin , í götunni. Fríhelgin mikla: Verslunarfólk fólk í fullri vinnu „Þetta er óforskammað hjá ríkisvaldinu, að láta fólkið vinna á þessum eina frídegi, þeir gátu alveg frestað þessu í nokkra daga. Og fyrir utan það, hvernig þetta á að vera; einn vöruflokkur með 25% sölu- skatti, annar með 0% og einn með 10%, þeir eru orðnir þrír,“ sagði Júlíus Jónsson, verslunar- stjóri, í versluninni Nóatúni í Reykjavík, um söluskatt á mat- vörur. Verslunarstjórar í Hagkaup- um og Miklagarði tóku í sama streng og lýstu yfir mikilli óánægju starfsfólks og við- skiptavina, bæði varðandi skatt- inn og vinnu um þessa helgi. Margt verslunarfólk var búið að ákveða með löngum fyrir- vara, að fara úr bænum og verð- ur nú að hætta við. í Hagkaupum, Skeifunni var búið að panta 50 manna rútu, sem svo þurfti að afpanta. Þar þurfa þeir að telja um 10 þús. vörutegundir og bjóst Guð- mundur Friðriksson, verslunar- stjóri við, að það tæki 1—2 daga. I Hagkaupum, Kjörgarði, verður unnið á laugardag," það fer eftir manskap," sagði Álf- heiður Jónsdóttir, verslunar- stjóri, aðspurð um hve langan tíma það tæki. Hún sagði enn- fremur, að fólk gæti vel þegið yfirvinnu almennt," en ekki um þessa helgi. “ í Miklagarði fer allur mánu- daginn í vinnu og verður fram- haldið á þriðjudag ef þarf.Egill Viggósson, aðstoðarverslunar- stjóri, sagði reglugerðina afar óljósa, t.d. væri nýtt nautahakk undanþegið söluskattinum, en væru unnir úr því hamborgarar, þýddi það söluskatt, — og sama væri að segja um fleiri matvör- ur. í Nýja-bæ og JL-húsinu verður lokað yfir helgina. Ferskt grænmeti, ávextir o. fl. sleppur við skattinn, en allt sem er unnið, fryst o. þ. h. fellur undir söluskattinn. Einnig bök- unarvörur, s .s. hveiti, sykur o. fl. Einnig brauð, sultur, dósa- og pakkamatur ýmiss konar. Verð á hreinlætisvörum helst óbreytt. Bréf til borgaryfirvalda og lögreglustjórans í Reykjavík Við íbúar við Njálsgötu í Reykjavík förum þess eindregið á leit við borgaryfirvöld og embætti lögreglustjórans í Reykjavík, að nú þegar verði gerðar viðeigandi ráðstafanir við Njálsgötuna vegna aukinnar umferðar og annarra óþæginda sem íbúar götunnar hafa orðið að þola undanfarnar vikur vegna framkvæmda við Laugaveg í Reykjavík. Viðeigandi ráðstafanir eru að okkar mati aukið eftirlit lögregl- unnar hvað varðar hraða og bif- reiðastöður á gangstéttum, aukið eftirlit borgaryfirvalda með gler- brotum og öðrum sóðaskap sem fylgir allri þessari bifreiðaumferð. Síðast en ekki síst teljum við það viðeigandi ráðstöfun að settar verði hraðahindranir á götuna til þess að draga úr þeim hraða sem er ótrúlega mikili á stundum og hlýtur að enda með ósköpum ef ekkert er að gert. Teljum við það sýnt að þar sem hraðahindrunum hefur verið komið fyrir hefur dregið úr hraða, íbúum gatnanna til ánægju og borgarbúum öllum til heilla. (N.B. Njálsgatan er tví- stefnugata). Jafnframt eru hraða- hindranir varanleg ráðstöfun. Hingað til höfum við ekki orð- ið vör við að neinar ráðstafanir hafi verið gerðar til þess að mæta þessu ófremdar ástandi, og er það einlæg von o^kar að á þessu verði breyting til batnaðar hið snarasta. Njálsgata: MEÐ HÆTTULEGUSTU GÖTUM I BÆNUM! Óánægjualda meðal íbúanna. Umferðin frá Laugaveginum öll á Njálsgötuna. Hreinsunardeildin í erfiðleikum vegna bíla.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.