Alþýðublaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 13
Laugardagur1. ágúst1987 13 Glasnost — stefnan í efnahagslífi Sovétríkjanna: „ENGIN HREYFING FRAM Á VIÐ ÁN SAMKEPPNI“ — segir forstjóri Efnahagsstofnunar Vísindaakademíu Sovétríkjanna Hinar miklu umbœtur sem standa yfir í Sovét- ríkjunum og ganga undir samheitinu Glasnost, hafa mikið verið til umrœðu í fjölmiðlum. Eftirfarandi viðtal við Leoníd Albalkin, forstjóra Efna- hagsstofnunar Vísinda- akademíu Sovétríkjanna birtist nýverið í sovésku tímariti og endurspeglar viðhorf ráðamanna til endurbóta Gorbachevs í efnahagsmálum Sovét- ríkjanna, jafnframt sem endurbœturnar eru séðar í sögulegu Ijósi og spáð í framvindu þeirra. Alþýðu- blaðið birtir hér viðtalið nokkuð stytt í íslenskri þýðingu til að lesendur blaðsins get glöggvað sig betur á umbótastefnu Sovétríkjanna í efnahags- málum frá sjónarhorni Sovétmanna. — Eru yfirstandandi endurbœt- ur skref aftur á bak eða fram á við? „í eðli sínu beinast endurbæturn- ar að því að efla sósíalisma og að því að endurnýja hann. Margt af því sem þær eiga að festa í sessi eru í raun hlutir, sem eru öðru vísi en það sem við höfum vanist. Þetta vekur stundum þá kvíðaþrungnu spurningu hvert við séum að halda. Fram á við, aftur á bak eða kannski á skjön við reglur sósíalismans? Svo áratugum skiptir höfum við vanist efnahagslífi, sem ekki er í jafnvægi. Okkur vantar allt — nú- tímavélar, málma, orku, matvæli, neysluvörur og það er skortur á húsnæði. Endurskipulagningin beinist að því að skapa efnahags- kerfi sem er í fullu jafnvægi. Ein- mitt slíkt kerfi mun gera áætlað efnahagslíf sósíalismans að veru- leika. Vöruskortur og biðraðir eru fyrirbæri, sem eru andstæð eðli sósíalismans. Þegar efnahagslifið færist nær jafnvægi og stöðugleika, verður það þróaðra og sósialískara. Önnur hlið vandamálsins. í landi okkar hefur jöfnun orðið mjög út- breidd og ekici er tekið tillit til þess hver árangurinn er af starfinu, hvorki hjá einstökum aðilum eða vinnuhópnum í heild. Endurbæt- urnar bjóða upp á nánari tengsl einkaneyslu við endanlegan árang- ur af starfi og aukinn mun á slíkum grundvelli. Þetta er réttlátt og mannlegt einnig frá sjónarmiði reglna okkar kerfis. Er hér um meiri eða minni sósíalisma að ræða? Er þetta skref í átt til þess að efla sósíalismann eða skref aftur á bak? Eg held, að öllum sé svarið ljóst. Hið sama á við um það kerfi, þegar rekstur stendur undir sér, sjálfsfjármögnun, innleiðingu sjálfsstjórnunar: Þarna er ekki ver- ið að fara á skjön við hlutina, hér er um að ræða skref í átt til þess að efla sósíalisma. Við erum ekki að hafna áætlana- gerð, leiðandi hlutverki hennar, heldur erum við að breyta um að- ferðir og framkvæmd í þessum efn- um, erum að hætta við fyrirskip- ana- og skrifræðisaðferðir í fram- kvæmd áætlunarinnar og korta- kerfinu til efnahagslegra aðferða. Við tengjum áætlunina rekstri, sem stendur undir sér, frumkvæði fyrir- tækisins, hagsmunum starfsfólks- ins. Og enn er um að ræða skref fram á við til að efla sósíalismann. “ Það verður að kalla hlut- ina réttum nöfnum — En samvinnurekstur og einkarekstur er það líka skreffram á við? „Það verður að kalla hlutina rétt- um nöfnum og menn mega ekki þykjast vera einhverjir sakleysingj- ar. Einkarekstur var áður veruleiki i efnahagslífi okkar. Skuggarekst- ur, neðanjarðarrekstur — það má kalla hann hvaða nafni sem er. Og hann hefur þrifist við aðstæður, sem eru í andstöðu við lögin, sem hafa að einhverju leyti í för með sér að tekjur renna á óréttlátan máta til fólksins, sem stundar þessa starf- semi. Við erum ekki að innleiða einkarekstur, heldur erum við að gefa þessu fyrirbæri skipulegt form, sem er í samræmi við sið- menntað þjóðfélag. Við erum að gera þennan rekstur löglegan, kom- um á skattakerfi og reglu á þessu sviði. Jafnvel frá fræðilegu sjónarmiði, sem ekki má gleyma, eru réttlætt notkun þeirra aðferða og rekstrar- forma, sem gefa bestan árangur. Þegar við tölum um einkarekstur og samvinnuform, hvers vegna hafa þá allir áhyggjur af því hversu mikið hver og einn vinnur sér inn? Margir hafa gaman af þvi að telja pening- ana í annars vasa . . . Það verður að setja þetta mál upp á annan máta: Verður þetta til þess að stuðla að því að þörfum fólks sé betur fullnægt? Er það samþykkt þessu formi þjón- ustu? Reynslan, bæði hjá okkur og í sósíalísku löndunum sýnir, að aukning í samvinnurekstri og einkarekstri kemur sér vel fyrir fólkið. Hér er ekki aðeins fullnægt þörf á sviði þjónustu, heldur er einnig verið að fá fram á sjónar- sviðið viðbótarkraft, viðbótar- vinnuafl, hjáellilífeyrisþegum, hús- mæðrum og nemendum. Ef við gerum okkur í hugarlund, að þetta sé breyting frá óskipu- lögðu, hálfólöglegu og eins konar sníkjudýrsformi til nútímalegs, menningarlegs og samræmds skipulags, þá held ég að við verðum einnig að líta á þetta sem djarft og ákveðið skref fram á við.“ — íupphafi níunda áratugarins var kreppuástand ríkjandi í land- inu. Og á miðjum sjöunda áratugn- um áttu sér stað efnahagslegar um- bætur. . . „Ég tel rétt að nota orð á borð við kyrrstaða, stöðnun, þegar um fyrir- bærin í lok áttunda og upphafs ní- unda áratugarins ber á góma. Þetta eru þættir, sem í raun eru utan Leoníd Albakin: „Það er nauðsyn- legt að byggja efnahagslífið á neyt- andanum sem hlýtur að vera hús- bóndinn." sósíalisma. Það má segja að við höfum verið komnir að kreppu. Hefðu ekki verið gerðar ákveðnar ráðstafanir, en fyrstu aðgerðirnar voru árið 1982 eftir nóvemberfund miðstjórnar, væri erfitt að gera sér grein fyrir afleiðingunum. Eftir aprílfund miðstjórnar árið 1985 hófst endurskipulagning. Þróun efnahagslífsins og þeirra framleiðsluafla, sem þar liggja til grundvallar er órofinn framgangur. Ef framleiðslutengslin og form þeirra verða óbreytt, ef stjórnunar- aðferðirnar og reksturinn haldast í sama formi, er óhjákvæmilegt að upp komi kreppa fyrr eða síðar. Þróun efnahagslífsins verður að engu í óhreyfanlegum formum framleiðslutengslanna og stöðnun hefst. Hjá slíku er hægt að komast í því tilfelli að ekki sé litið á fram- leiðslustengslin sem eilíf, heldur vitað að nauðsynlegt sé að endur- nýja þau og fullkomna stöðugt, við halda því, sem við köllum öra sam- svörun í þróun framleiðsluaflanna. Á tímunum eftir styrjöldina höf- um við að minnsta kosti rekið okk- ur tvisvar á þetta vandamál. Fyrstu kreppufyrirbærin gerðu vart við sig í upphafi sjöunda áratugarins, þró- unarhraðinn hægði á sér, félagsleg spenna gerði vart við sig og hlutföil- in í efnahagslífinu fóru ekki saman. Þess vegna var áttunda fimm ára áætlunin (1966—1970) sú sem best hefur tekist af undanförnum fimm til sex ára áætlunum; á 30 árum er þetta besta tímabilið í efnahagslegri og félagslegri þróun.“ — En endurbæturnar voru hvorki fugl né fiskur, voru ekki framkvæmdar til enda. „Já, það er rétt. í fyrsta lagi náðu þær ekki til allra sviða. í öðru lagi náðu þær aðeins til efstu laga stjórnunarkerfisins, einn staðall var settur í stað annars og breyting- ar áttu sér stað í miðstýrðu stofnun- um. Þær breyttu ekki ástandinu hjá meginhlekkjum þjóðarbúskaparins neitt verulega, þ.e. fyrirtækjunum og vinnuhópunum. Og í þriðja lagi var hér um að ræða endurbætur án þess að þær næðu til heildarum- bóta á sviði hins pólitíska kerfis, fé- lagslegra tengsla, þróunar andlegu og hugmyndafræðilegu sviði. í dag höfum við áttað okkur á því að ein þessara ástæðna nægir til þess að endurbæturnar gáfu ekki langtímaárangur. Yfirstandandi breytingar á efnahagssviðinu eru ekki einangrað fyrirbæri. Þær eru hlekkur í hinni almennu stefnu end- urskipulagningarinnar og hún get- ur borið árangur, þegar þær ná til allra lífssviða, fela í sér aukið lýð- ræði hins pólitíska kerfis, nýja af- stöðu til lausnar félagslegra mála og bætt ástand á hinu andlega og hug- myndafræðilega sviði.“ Þetta var tímabil beiskrar reynslu — Það má þá segja, að þjóðfé- lagið hafi tapað tuttugu árum? „Það er ekki um að ræða slíkt hreint tap á tíma. Við héldum áfram að þróast, öðluðumst reynslu og lærðum af mistökum okkar. Urðum vitrari. Við skildum að ekki var hægt að ná árangri með stjórn- unaraðferðunum einum saman. Þá ríkti sú hugmynd, tálmynd að ein- hverju leyti, að þetta væri hægt. Við höfðum ekki lært nóg. Þetta var tímabil beiskrar reynslu. Ávextir þessa lærdóms voru ekki sætir. Ég tel ekki að þessi tuttugu ár verði þurrkuð út úr sögunni. Við gerðum margt. En á slíku sviði sem vísinda- og tæknisviði, þegar verið var að hverfa yfir til nýrra tækni- kerfa, virkja hina félagslegu þætti, var um mikinn skaða að ræða. Það töpuðust mikil verðmæti, traust fólksins, trú þeirra á endurbæturn- ar, á möguleikana á djúpstæðum breytingum. Éndurbæturnar árið 1965 höfðu í för með sér mikinn eldmóð, sem fæddi af sér miklar væntingar og vonir. Nú stöndum við frammi fyrir mjög flóknu vandamáli þegar á að taka nýja afstöðu í stjórnun — áhugaleysi, sem hefur verið að grafa um sig í þjóðfélaginu. Fólk er orðið þreytt á orðum, loforðum og yfir- lýsingum og er hrætt um að enn á ný verði ekki neitt úr neinu. Margir hugsa sem svo: Við vitum hvernig hlutirnir verða, stöðugleika er lof- að, fólk byrjar að vinna og eftir eitt eða tvö ár verður horfið frá því sem áunnist hefur til áætlunar frá „aðalstöðvunum.“ Þessa vegna er betra að vera ekki að rjúka upp, ekki nota varaforðann, það er best að bíða og sjá til . . . Og það getur orðið erfitt að vinna bug á þessum hugsunarhætti." — Rekstur, sem stendur undir sér, markaður — þessi hugtök færa þjóðarbúskap okkar nær hinum kapítalíska. Það vaknar sú spurn- ing: Hversu langt frá sannleikanum voru þeir, sem aðhylltust samruna- kenninguna, sem spáðu því að kapítalismi og sósíaþsmi færðust nær hver öðrum? „Þetta er spurning, sem er alvar- legs eðlis. Það er ekki hægt að dæma um þetta á grunni viðræðna broddborgara og ytri samsvarandi aðstæðna. Nú er ljósara, þó að öll- um sé það kannske ekki ljóst, að reynsla mannkynssögunnar, reynsla efnahagsþróunar í heimin- um sýnir okkur tilvist nokkurra al- mennra efnahagskerfa, sem eru ein- kennandi fyrir framfarir hins mannlega samfélags, fyrir framfar- ir efnahags yfirleitt. Það er t.d. augljóst, að án sam- keppni, án baráttu, án þróunar samkeppnisgrundvallar, verður engin hreyfing fram á við. Og það er nauðsynlegt að byggja efnahagslíf- ið á neytandanum, sem hlýtur að vera húsbóndinn. Hann verður að hafa rétt til að velja það sem hann vill og hafna því sem honum líkar ekki. Og framleiðandinn verður að laga sig að hagsmunum neytand- ans, láta framleiðslu sína njóta eft- irspurnar. Vegna þess að rekstur fyrirtækisins, laun verkfólksins, fé- lagslegir sjóðir og fleira, er komið undir hæfileikum hans til að full- nægja eftirspurn neytenda. Hvað er þetta: Kapítalísk samkeppni eða tákn um almennt efnahagskerfi? í hinu kapítalíska kerfi tekur þessi samkeppni á sig mynd hömlulausr- ar keppni og löngunar til að gera út af við mótaðilann. Hjá okkur eiga allt önnur form að verða ofan á. Við skulum taka lánamál. Þau eru ekki hrein kapítalísk uppfinn- ing. Nú skiljum við það, þó að við hefðum átt að gera það áður, að hinir sígildu höfundar marxismans töluðu um lán, um banka sem tæki almennra reikningsskila, sem ekki er hægt að vera án þegar um reglu- legt eftirlit er að ræða. Þetta gleymdist og nú skiljum við hversu nákvæmt mat þeirra á þessum al- mennu efnahagsformum var. Þess mætti vænta að í náinni framtíð yrðu markaðsmálin i brennidepli. Það er markaður í hin- um kapítalísku löndum og við þró- um hjá okkur markað og þarna má segja að efnahagsskipanin sé lík. — En við erum ekki að innleiða kapítalíska þætti í efnahagslíf okk- ar þó að við eflum markaðinn? Nei. Markaður er ekki nýtt form, en eðli hans er annað hjá okkur, þar sem það mótast af eignaforminu í þjóð- félaginu. Það eru fyrir hendi sams konar aðferðir til að hafa stjórn á þróun endurnýjunar og án þeirra getur efnahagslíf ekki þróast. Við við- höldum þessum aðferðum. Við lít- um á að grundvallarmismunurinn á sósíalisma og kapítalisma sé ekki fólginn í forminu, heldur félagslegu og stéttarlegu eðli tengslanna: Hver er húsbóndi í landinu, hver á fram- Ieiðslutækin. Hér er ekkert sameig- inlegt. Eignarformið er annað. Hvað form varðar, á að taka allt hið besta. Ekki aðeins nota nýju form- in, heldur einnig hin gömlu, eins og * V.I. Lenín, skrifaði, ekki til þess að sætta okkur við þau, heldur til þess að gera þessi form að baráttutæki til að festa sósíalisma í sessi. En ein eða önnur efnahagsform, t.d. markaðurinn, bankar, lán og fleira, stuðla að auknum afköstum í framleiðslunni, herða á vísinda- og tækniframförum, skipulagn- ingu þjóðarbúskaparins og eru ekki í andstöðu við reglur okkar, hafa ekki í för með sér arðrán, kúgun á einhverjum þjóðfélagshópum, þá á að nota þau.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.