Alþýðublaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 1. ágúst 1987 Helgi E. Guðbrandsson, fulltrúi hjá Verslunarmannafélagi Reykjavíkur: „OSKANDI Afl VERSLUNAR MANNAHELGIN VERÐISLYSALAUS" Frídagur verslunar- fólks er nœstkomandi mánudag, en eins og alþjóð veit þá er þessi hátíðisdagur verslun- armanna fyrir löngu orðinn frídagur nœr allra landsmanna, og því þótti okkur til- hlýðilegt að spyrja forsvarsmenn hjá Verslunarmannafélagi Reykjavíkur hvernig þeir teldu að þróun þessa hátíðardags hefði orðið í tímans rás. Við lögðum því nokkrar spurningar fyrir Helga E. Guðbrandsson, full- trúa hjá Verslunar- mannafélagi Reykja- víkur, og fer spjallið við hann hér á eftir. — Ert þú sammála því að nánast öll þjóðin sé I fríi um verslunar- mannahelgina nema verslunar- mennirnir sjálfir? „Þetta er nú þannig að almennt er frí hjá öllu verslunarfólki nema því fólki sem vinnur í söluturnum og við gestamóttöku og í hliðstæð- um störfum. Og það er vegna þess að þetta eru sérsamningar fyrir þetta fólk. Og þessi dagur er frí hjá fólkinu en ef það vinnur þennan dag þá er það borgað aukalega. Þetta er einfaldlega í samningum hjá okkur. En skrifstofufólk almennt og afgreiðslufólk það á frí þennan dag. En með söluturnana þá eru þeir opnir allt árið um kring nema aðeins þrjá daga á ári, jóladag, páskadag og föstudaginn langa. Og reyndar hvítasunnudaginn einnig. En það er bara í samningunum að fólkið í söluturnunum vinnur alltaf þennan verslunarmannafrídag. Persónulega finnst mér það reyndar ekki nógu gott en þetta er nú svona samt.“ — En nú hefur þessi frídagur ‘'verslunarmanna þróast upp í það að verða einskonar alhliða frídagur allra landsmanna og því hefur fylgt fyllirí hjá unglingunum. Hvað vilt þú segja um þá þróun mála? „Auðvitað finnst okkur það mið- ur að þróunin skuli hafa verið í þessa átt en það er út af fyrir sig ekkert hægt að segja við því þó ým- is félagasamtök haldi svona skemmtanir og við getum ekki verið að dæma það eitt eða neitt. Aðal- atriðið er náttúrlega að svona skemmtanir fari vel fram, en eins og við vitum þá vill nú verða misbrest- ur á því. — Því miður. Og ýmis sveitarfélög hafa fallið frá því að halda slíkar skemmtanir vegna þess að þessu fylgja glerbrot t.d. sem fólk er jafnvel að skera sig á til margra ára. Ef til vill breytist það eitthvað með tilkomu plastdós- anna, en það er hlutur sem ekki er hægt að segja um fyrirfram. Hitt er svo annað mál að megnið Hamborg org er oft kölluð „borgin ; þvl þar er svo mikiö a nrstöðum. A sumrin f yst if á aötur, torg og garða ;;nana9r°Það líður.ekki svo rdagur að ekki se emhver mtidagskrá einhvers stato berum himni, hvoit sem eru rokktónleikar eða ball ninq. Arnarflug byður upP onar pakkaferðir til þess nnrna. Hafið sam- i okkar. - í áætlunarflugi Arnarflugs Amsterdam Þessi jjúfa heimsborg er í uppá- haldi hjá öllum sem hafa heim- sótt hana. Það er sérstaklega gaman og gott að versla í Amsterdam, þar er meira úrval af frábærum matstöðum en í flestum öðrum borgum og skemmtanalífið er fjölbreytt og létt. Engin flughöfn í heiminum býður upp á betri og auðveldari tengiflugsmöguleika en Schip- hol í Amsterdam. ^fARNARFLUG m. Lágmúla 7, sími 84477 Ziirich borgin ÞarílándL^Menn^nqa °9 skemmtanalíf er í samr^n e/nstaklega09vandaðar líslani

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.