Alþýðublaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 12
12
Laugardagur 1. ágúst 1987
Arnarstapi á Snæfellsnesi er meðal þeirra staða sem skoöaðir verða I
ferðinni.
UNGIR
JAFNAÐARMENN
í SUMARFERÐ
Kassakvhtun
Hreinar línur
í heimilisbókhaldið.
Ad reka heimili er eins og ad reka hvert annaö fyrirtæki.
Yfirsýnyfirreksturinn skiptir heilmiklu máli.
Við viljum auðvelda þérað gera heimilisreksturinn
hagkvæmari og fá hreinar línur í heimilisbókhaldið. Hjá
okkur veist þú í hvað peningarnir fara. Við bendum þérá
hagkvæmustu kaupin hverju sinni og kassakvittunin
sýnir svart á hvítu fyrir hvað þú varst að borga.
Frá okkur gengur þú út með allt á hreinu
Á kassakvittuninni kemurskýrum stöfum fram verð
vörunnar, heiti hennar og/eða verðflokkur. Kosturslíkrar
sundurliðunar er augljós. Að kaupunum loknum getur
þú í fljótu bragði fullvissað þig um að innkaup þín komi
rétt fram á kassakvittuninni og þegar heim er komið er
ekkert auðveldara en að færa sundurliðuð innkaupin inn í
heimilisbókhaldið.
KLIGARDUR
I HOLTAVEG
00
507
00
699
00
550
00
595
00
209
ÍLTR
30
26
iCE
70
32
00
99
lOGR
00
30
00
133
00
106
00
70
50
311
1195
.00
:sti
00
1195
5865
OO
00
6000
.60
114
16 ATR*
takk fyrir
Dagsetning innkaupanna.
Vöruflokkur og verð.
Heiti vörunnar og magn.
Samanlögð upphæð
innkaupanna.
Upphæðin sem þú borgaðir
og hversu mikið
þú fékkst til baka.
Fjöldi keyptra eininga.
Númerið á kassanum
og afgreiðslunúmer
strimilsins.
Tímasetning innkaupanna.
MeÓ innkaupin á hreinu.
JXL
AIIKLIG4RDUR
/HIKIÐ FYRIR LÍTIÐ
Ungir jafnaðarmenn fara í
skemmti- og skoðunarferö um
Snæfellsnes helgina 14.—16. ágúst
n.k. Jú, á Snæfellsnesi er mikil nátt-
úrufegurð og margar góðar gongu-
leiðir um sögufræga staði. Ólafs-
víkingar halda uppá 300 ára versl-
unarafmæli um þessar mundir og
hefjast hátíðahöldin sömu helgi. I
Ólafsvík stjórna kratar og munu
þeir taka á móti hópnum i stuttri
heimsókn á laugardag.
Ferðatilhögun verður þannig, að
lagt verður af stað frá Reykjavík
föstudaginn 14. ágúst kl. 18.00. Ek-
ið verður að Búðum og tjaldað þar
á mjög góðu tjaldstæði í dásamlegu
umhverfi. Lögð verður áhersla á að
hvílast vel fyrir ævintýri laugar-
dagsins, en þá verður haldið af stað
í skoðunar- og skemmtiferð kl.
10.00. Á dagskránni er: Áðurnefnd
heimsókn í Ólafsvík, þar sem
forseti íslands og aðrir framámenn
verða staddir. Gönguferð um Ein-
arslón, Djúpalónssand og Dritvík.
Þar er margt að skoða, t.d. rústir
mannabústaða í Dritvík en þar var
fyrr mikil og blómleg útgerð. Á
Djúpalónssandi geta menn reynt afl
sitt við steinana þrjá: fullsterkan,
hálfsterkan og amlóða. Skoðunar-
ferð um Hellna og Arnarstapa, sem
eru með fallegri stöðum á íslandi.
Gönguferð að Snæfellsjökli frá
Arnarstapa. Hæfilega löng göngu-
ferð áleiðis að jöklinum, með við-
komu í Sönghelli.
Eins og sést af þessari upptaln-
ingu verður þetta mikil ævintýra-
ferð. Engin af gönguleiðunum er
mjög löng og eru þær vel greiðfær-
ar. Þó er rétt að geyma háu hælana
heima og koma vel skóaður og
klæddur eftir veðurfari.
Áætlað er að koma til baka að
Búðum um kvöldmat. Þar verður
síðan útikvöldvaka með glens og
glaum. Nauðsynlegt er að rifja upp
gömlu góðu útilegusöngvana, og
taka með sér söngbækur og gítara.
Dagskrá kvöldvökunnar verður
ekki rakin hér, en hún á eftir að
koma á óvart. Þar munu mæta
þjóðfrægir menn og jafnvel kveðist
á við Kölska.
Um hádegi á sunnudag verður
haldið heim á leið með viðkomu í
sundlauginni á Lýsuhól. Áætlaður
komutími til Reykjavíkur er kl.
19.00.
Leitað var til „frjálslynda ferða-
félagsins" um leiðsögumenn í ferð-
ina og hefur félagið góðfúslega léð
okkur tvo af sínum mönnum, sem
jafnframt eru okkar menn. Það eru
þeir Erlingur Kristensson og
Tryggvi Harðarson, fjölkunnugir á
nesinu og víðar. Sagt er að þeir séu
í góðu sambandi við tröll og forynj-
ur á hinu dulmagnaða nesi.
Áætlað fargjald í ferðina er kr.
1200,- fyrir fullorðna og 600,- fyrir
börn, en gjaldið miðast við góða
sætanýtingu. Það sem taka þarf
með í ferðina er: tjald, nesti og ann-
ar útilegubúnaður (þó skal bent á
veitinga- og gistiaðstöðu á Hótel
Búðum).
Þeir sem áhuga hafa á ferðinni
þurfa að skrá sig fyrir 8. ágúst. Allir
eru velkomnir og takið með ykkur
gesti.
Upplýsingar og skráning: Skrif-
stofa Álþýðuflokksins s. 29244.
María s. 11741. Magnús s. 41922.
Erlingur s. 53450/687173.
(Frá SUJ)