Alþýðublaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 20

Alþýðublaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 20
Norræni sumar- háskólinn Dagana 1. ágúst til 8. ágúst verð- ur haldió hér á landi, að Bænda- skólanum á Hvanneyri, sumarmót Norræna Sumarháskólans. Mótin eru haldin ár hvert til skiptis á Norðurlöndunum, en þó einungis í annað hvert skipti á íslandi, eða 9. hvert ár. Síðast var mótið haldið hérlendis á Laugarvatni 1978. Um 170 þátttakendur frá öllum Norð- urlöndunum eru væntanlegir á mótið. Norræni sumarháskólinn er há- skóli sem var stofnaður af Norður- landaráði árið 1951 og dregur nafn sitt af sumarmótunum. Uppistaðan í starfsemi skólans eru hins vegar vinnuhópar sem starfa allan ársins hring víðsvegar um Norðurlöndin, en núna eru 150 hópar starfandi á 21 stað. NSU er frábrugðinn öðrum háskólum að Jdví leyti að hann er opinn öllum. I starfi hans taka þátt jafnt fólk sem starfar við rannsókn- ir og nemendur og fólk á vinnu- markaðnum. Markmið skólans er að skapa tengsl á milli Norðurlandabúa sem fást við svipuð verkefni í daglegu lífi. Lögð er áhersla á að starfið sé þverfaglegt og að það samtvinni fræðimennsku og verksvit á við- komandi sviði. Efnin eru hins vegar breytileg, og er hverju verkefni sinnt að meðaltali í þrjú ár, og reynt er að haga verkefnavali þannig að fengist sé við ný vandamál og nýjar aðferðir, sem enn hafa ekki brotið sér braut inn í viðurkenndar stofn- anir nema að litlu leyti. Jafnvel þó að hóparnir beri hver um sig ákveðna yfirskrift sem afmarkar það efni sem þar á að fjalla um, þá þykir það æskilegt að þátttakendur hópanna komi úr sem flestum átt- um þannig að umræðan verði sem þverfaglegust. Nú eru alls 11 hópar starfandi en þess er alltaf gætt að hópar á sem flestum sviðum séu í gangi samtím- is. T.d. er hópur starfandi sem nefn- ist „Subjektivitet og intersubjek- tivitet," en í honum er fjallað um heimspekileg og sálfræðileg við- fangsefni. Þá er starfandi hópur um þróunarleiðir í 3. heiminum og ann- ar, sem kannski er nátengdur, um tækniþróun og félagslegar afleið- ingar hennar. Þriðji hópurinn er fjallar um hagfræði- og stjórn- málafræðilega umræðu, heitir Framtíð Evrópu. Þá er- starfandi vistfræðihópur, hópur um ferðalög og frítíma og hópur um meðferðar- stefnur og áhuga nútímamannsins á sjálfsleit. í hóp sem nefnist „tíð- arandinn“ er fengist á vísinda- heimspekilegan hátt um skilning nútímamannsins á samtíma sínum. Þá er að nefna hóp sem nefnist „Æstetik, kön og kultur,“ en í hon- um er m.a. fengist við áhrif kyn- ferðis á fagurfræði og ménningu og öfugt. Loks er hópur um fagur- fræði tónlistar. Auk starfsemi hópanna fara ýmis stjórnunarstörf fram á sumarmót- inu og fjölbreytt menningardagskrá fer þar fram á kvöldin. Bestu kveðjur „ GEFÐU ÞÉR^ GOÐANTIMA ÁÐUR EN ÞU FERÐ URIANDI. Gjafir og glaðningur til vina, ættingja og viðskiptavina erlendis. Afþreyingarefni fyrir ferðina. Tslensk matvara hefur um áraraðir glatt íslendinga erlendis. Reyndar eru íslensk matvæli löngu orðin annað ogmeira en „þjóðlegsérviska“. Lostæti á borð við hangikjöt, reyktan lax, kavíar ogíslenska osta hefur ósjaldan skákað dýrindis réttum á borðum útlandanna. Minjagxipir og handveik eiga alltafvel við. Það er sama hvert tilefni ferðarinnar er eða við hvern þú átt stefnumót á erlendri grund. íslenskt handverk er gjöf sem gleður. Bækur um ísland. fslenskt sælgæti nýtur mikilla vinsælda handan hafsins. Þér er óhætt að hafa talsvert magn með þér - það verðurfljótt aðhverfa (stingdu strax undan eftirlætistegundinni þinni.) Glæsilegar gjaíir við flest hugsanleg tækifæri. Einstök landkynning sem gaman er að fletta með áhugasömum lesendum. Blöð Qg tfmarit fyrir ferðina. Öll nýjustu dagblöðin með glóðvolgum, íslenskum fréttum. Tímarit og bækur til aðlesa á leiðinni og í ferðinni. — Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Keflavíkurflugvelli. 31000 íslendingar eiga nú 6 milljarða króna á GULLBÓK og METBÓK BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS traustur banki

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.