Alþýðublaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 1. ágúst 1987 fimueuDin Sími: Útgefandi: Ritstjóri: Ritstjórnarf ulltrúi: Blaðamenn: Framkvæmdastjóri: Skrifstofa: Setning og umbrot: Prentun: 681866 Blað hf. Ingólfur Margeirsson. Jón Daníelsson. Ása Björnsdóttir, Elínborg Kristin Kristjánsdóttir Kristján Þorvaldsson og Orn Bjarnason. Valdimar Jóhannesson. Halldóra Jónsdóttir, Eva Guðmundsdóttir og Þórdís Þórisdóttir. Filmur og prent, Ármúla 38. Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsfminn er 681866. Réttlátt skattkerfi í augsýn Skattskrár fyrir áriö 1987 hafa verið lagðar fram. Eitt af helstu stefnumálum Alþýðuflokksins i síðustu kosningu var sanngjörn tekjuskipting í formi einfald- ara og réttlátara skattkerfis. Þar var lögð áhersla á að gera heildarendurskoðun á skattkerfinu og herða að- gerðir gegn skattsvikum. Rökin voru einföld: Skatt- kerfið þarf að afla ríki og sveitarfélögum nauðsyn- legra tekna til sameiginlegra verkefna landsmanna á þann hátt að allir — einstaklingar jafnt sem fyrirtæki — leggi sitt af mörkum. í því sambandi var undirstrik- að að sníða þyrfti skattreglurá þann veg, að álagning verði réttlát en jafnframt skilvirkari en verið hefur. m I málefnasamningi ríkisstjórnarinnar voru öll þessi helstu áhersluatriði í skattamálum skjalfest. Það er ánægjulegt að nýr fjármálaráðherra ætlar ekki að standa við orðin tóm heldur fylgja fast á eftir að eitt mesta réttlætismái á íslandi verði f ramkvæmt: að rétt- látir skattar verði lagðir á einstaklinga og fyrirtæki, undankomuleiðum verði lokað og hætt að svindla á almenningi í þágu hinna efnameiri og ófyrirleitnari. í Alþýðublaðinu í dag birtist viðtal við Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra: „Það er til gömul hugmynd um réttlæti í tekjuskatti: Þeim mun hærri sem tekjurnarverða, þeim mun meiraáviðkomandi að greiða í skatt. Þess vegna var skatturinn þrepaður... Reglan er einfaldlega þessi: Þeim mun hærri tekjur, þeim mun hærri skattur." Og á öðrum stað í viðtalinu segir Jón Baldvin Hannibalsson: „Meginverkefni rík- isstjórnarinnar, eins og kemur fram í hennar málefna- samningi, er að taka allt skattkerfið til heildarendur- skoðunar: Að koma á einfaldari framkvæmd á stað- greiðslukerfi skatta, að endurskoða frá grunni skatt- lagningu fyrirtækja þar sem meginreglan er sú að fækka frádráttarliðum og undanþágum og fylla út í skattagöt, breikka skattstofninn en lækka skatt- prósentu. í þriðja lagi að taka ákvörðun um skattmeð- ferð átekjum og fjármagni til samræmis við tekjurfyr- ir vinnuna. í fjórða lagi að koma á einföldu og undan- þágulausu neysluskattakerfi sem að lokum verður virðisaukaskattur og þar sem hægt er að koma við eft- irliti og viðurlögum ef út af ber. í heild sinni á þetta skattkerfi að vera einfalt, auðskilið og ódýrt í fram- kvæmd og þar með að verða til þess að auka virðingu mannafyrirog traust áskattkerfinu og komaí veg fyrir skjóttekinn gróða í formi skattsvika á kostnað samfé- lagsins." Alþýðublaðið fagnar því að nýr fjármálaráðherra hyggst láta hendur standa fram úr ermum til að tryggja þjóðfélaginu réttlátara og einfaldara skatt- kerfi sem tryggir ríki og sveitarfélögum jafnari tekjur, jafnframt því sem undanþágum og sérreglum verði fækkað og skattfrelsismörk hækkuð með aukningu persónuafsláttar og barnabótum. Með fastri skilvirk- ari og réttlátri skattstefnu er stigið stórt skref í átt að auknu jafnrétti á íslandi. Fyrirgreiðslustjórnkerfi Það eru ekki aðeins kjósendur sem virðast hafa undarlegar hug- myndir um alþingismenn og hlut- verk þeirra, eins og við skoðuðum í síðustu viku. Stór hluti þingmanna virðist einnig í vafa um hvert hlut- verk þeirra er, a.m.k. verður ekki önnur ályktun dregin af störfum þeirra. Skaffarar Þeir þingmenn eru ótrúlega margir sem líta ekki á það sem hlut- verk sitt að setja landinu lög og hafa eftirlit með framkvæmdavald- inu, eins og stjórnkerfið gerir þó ráð fyrir. Þeir virðast þvert á móti líta á það sem hlutverk sitt að sinna málefnum sem koma þingmennsku og löggjafarstörfum ekkert við. Þetta eru þeir sem oft eru nefndir fyrirgreiðslupólitíkusar. Þessir þingmenn beina einkum kröftum sínum að nefndum, sjóð- um og ráðum þar sem úthlutun pen- inga eða annarra verðmæta fer fram og reyna með ýmsum hætti að tryggja kjördæmi sínu, kjósendum og vinum hlut í kökunni. Þeir leggja ákaflega sjaldan fram þing- mál um hagsmunamál þjóðarheild- arinnar og sumir aldrei. Þeir eiga sitt undir því hvernig þeim gengur í skaffarahlutverkinu, enda virðist vera til nóg af kjósendum sem eru reiðubúnir að dæma þá á þeim for- sendum. Það eru þessir menn sem mest notuðu víxileyðublaðahilluna í AI- þingishúsinu þegar hún var enn uppi á vegg. Það eru þessir menn sem eyða meiri tíma á fundum í alls konar stofnunum heldur en þeir eru viðstaddir í þingsölum. Þeir eru slæmir þingmenn vegna þess að þeir hirða meira um sér- hagsmuni heldur en almannahags- muni sem þeim er þó ætlað að gæta. Það felst í eðli fyrirgreiðslu- starfa að þegar einum er veitt fyrir- greiðsla þá þýðir það að einhvers staðar er annar sem ekki fékk fyrir- greiðslu, einhver sem færðist aftar í biðröðina af því að hinum almennu leikreglum var ekki framfylgt. Það auðveldar þeim þó störfin að erfitt er að benda á neinn til tekinn sem tapar á þessu framferði; skaðinn er miklu fremur heildarinnar sem hef- ur sett sér almennar reglur sem ætl- unin var að fara eftir. n Plj Wmam é 1 ' P í ■ f’ \jK Ég held að ekki sé á neinn hallað þótt menn á borð við Albert Guð- mundsson, Eggert Haukdal og Stefán Valgeirsson séu útnefndir smákóngar fyrirgreiðslunnar. Þeir hafa gert fyrirgreiðsluna að ævi- starfi. Stjórnkerfið En það er ekki einungis kjósend- um og þingmönnum að kenna að hér viðgengst pólitík sem er skaðleg almannahagsmunum, skaðleg þingræðinu og skaðleg siðferðisvit- und í stjórnmálum. Fyrirgreiðslu- sendlarnir gætu ekki verið það sem þeir eru ef stjórnkerfið byði ekki upp á það. I Reykjavík hafa safnast saman mikil völd á fáar hendur. Hér eru teknar mikilvægar ákvarðanir um framkvæmdir og atburði út um allt land, oft án þess að þeir sem þær skipta mestu máli fái nokkuð um sagt. Hér hefur einnig safnast mik- ið peningavald í hendur stjórn- málamanna og afleiðingin eru þau óeðlilegu áhrif stjórnmálamanna á efnahags- og atvinnulíf sem eru undirrót eilífrar heimatilbúinnar efnahagskreppu. Það er því að nokkru leyti eðli- legt að þingmenn utan af lands- byggðinni líti á það sem hlutverk sitt að tryggja kjördæmi sínu hlut- deild í því sem hér er skipt. Þetta er þó eins óeðlilegt fyrir efnahags- og atvinnulíf og frekast má verða. Hvað halda menn t.d. að útgerðar- maðurinn í Cuxhaven þurfi oft að leita til þingmannsins síns vegna bankaláns eða annarrar fyrir- greiðslu? Ákvarðanir eru teknar af þeim sem fjærst eru atburðum, þeim sem minnstra hagsmuna eiga að gæta, ekki hinum sem til þekkja og eiga allt sitt undir afdrifaríkum ákvörðunum. Úr þessu má bæta með róttækum stjórnkerfisbreytingum. Byrja á því að færa völd úr stofnunum úr Reykjavík til stofnana heima- manna. Auknum völdum þurfa að fylgja tekjustofnar heim í hérað og einnig bein ábyrgð stjórnenda þar gagnvart íbúum. Þetta verður bezt gert með einhvers konar héraðs- stjórna- eða fylkjafyrirkomulagi sem mikið var rætt um fyrir síðustu kosningar. í annan stað er mikilvægt að flytja völd frá stjórnmálamönnum til ópólitískra stofnana sem lúta venjulegum viðskiptalögmálum. Hér er sérstaklega átt við ríkis- banka og sjóðakerfi sem veita stjórnmálamönnum alltof mikil peningavöld í þjóðfélaginu. Stjórn- málamenn halda lífæðum helztu at- vinnuvega í hendi sér i gegn um þessar stofnanir. Þetta er ákaflega skaðlegt heilbrigðu efnahagslífi. Það hlýtur t.d. að vera ljóst að und- irstöðuatvinnuvegurinn, sjávarút- vegur, má ekki stjórnast af öðru en hörðustu viðskiptasjónarmiðum. Ef undirstaðan er ekki traust er hætt við að hitt titri sem ofan á er reist. í þriðja lagi væri vænlegt að auka þá starfsemi þingsins sem lýtur að eftirliti þess með störfum fram- kvæmdavaldsins. Þetta er mikil- vægur þáttur í starfi löggjafans sem hefur verið vanræktur til þessa. Eft- irlitsnefndir þingsins eru annað hvort ekki til eða eru máttlausar af því að þingmenn vita ekki til hvers er ætlazt af þeim. Breytingum í þessa veru myndi fylgja aukið sjálfstraust þingmanna, heilbrigð- ara og skilvirkara stjórnkerfi. ALLIR i RÉTTA RÖÐ Allir í rétta röð. Nýtt og tullkomiö tölvustýrt simaborö tryggir snögga sim- svörun og afgreiðslu eftir réttri röö. Þegar þú hringir i Hreytil og heyrir lagstúf. veistu aö þú hefur náö sambandi viö skiptiboröiö og færð afgreiöslu von braöar. Hafnarfjörður, Garðabær og Mosfellssveit. Höfum opnaö nýjar biðstöövar viö Ásgarö í Garöabæ. Esso-stööina viö Reykjavikurveg i Hafnarliröi og viö Þverholt i Mosfellssveit. Þetta tryggir enn be'tn þjónustu. Höfuðborgarsvæðið er nú eitt gjaldsvæði. Nú getur Hreyfill ekið þér frá Laxnesi að Bessastööum eöa frá Austurvelli í Straumsvík á innanbæjartaxta Reykjavíkur \urmI7 68 55 22

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.