Alþýðublaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 1. ágúst 1987 „Ég er allur lurkum laminn, en ég er fljótari aö ná mér núna en oft áður. Það er eins og maður harðni með árunum," segir Jón Páll Sig- marsson, nýkominn úr keppninni „Sterkasti maður allra tima.“ Jón Páll Sigmarsson aflraunamaður: TAKA Á ÖLLU SÍNU“ Talað um sterkustu menn í heimi — hvernig tilfinning það er að draga á eftir sér 700 kílóa fallbyssu — nokkur orð um tröliið Bill Kazmaiir — Geoff Capes í sínu besta formi — að rölta um sér til skemmtunar með 700 kílóa hjólbörur og sitthvað fleira sem vissara er að lesa tvisvar. Viðtal: Örn Bjarnason Jón Páll Sigmarsson lœtur ekki að sér hœða frekar en fyrri daginn. Nú er hann nýkominn heim eftir að hafa tek- ið þátt í kraftakeppni þar sem þrír sterkustu menn veraldar reyndu með sér. Hver sigraði í því Siríði er reyndar leyndarmál ennþá, en hér á eftir fer viðtal við Jón Pál um þessa grimmilegu átaka- keppni. Öflugir andstœðingar — Jón Púll, þú ert nýkominn heim eftir að hafa tekið þátt í að keppa um titilinn „Sterkasti maður allra tíma.“ Hvar fór þessi keppni fram? „Þessi keppni fór fram í og við Huntleykastala sem er ekki langt frá Aberdeen í Skotlandi. Og auk mín tóku þátt í þessari keppni Geoff Capes, sem íslendingar kannast vel við, og svo Bill Kalzmaiir sem er Bandaríkjamað- ur, mjög þekktur þar í landi og raunar út um allan heim, því hann er það öflugur að hann er kallaður „The Recordbreaking Mountain of a Man!“ Og þetta er maður sem aldrei hefur tapað keppni, fyrir ut- an það þegar hann tók þátt í keppn- inni „Sterkasti maður í heimi,“ þá lenti hann í þriðja sæti. Síðan vann hann næstu þrjú ár í röð. Og þessi maður hefur verið talinn ósigrandi og hefur í rauninni verið það lengst af. Hann hefur alltaf unnið þessi mót sem hann hefur tekið þátt í með miklum yfirburðum. Og einmitt af því að við höfum aldrei keppt saman, þá hafa verið uppi vissar efasemdir um það hvort ég væri þess verðugur að bera titil- inn „Sterkasti maður í heimi. Og Bill þessi er geysilegt tröll. Þetta er sá hrikalegasti maður sem ég hef nokkurn tímann keppt við. Hann er vel yfir þrjúhundruð pund að þyngd og alveg tinnukvattaður eða skorinn, eins og það er kallað öðru nafni. Einnig er mikil dýpt í öllum vöðvamassanum, þannig að hann er ekki beint árennilegur! Og það er líka sagt um þennan mann að „Hann skilji ekki þá upplifun að lenda í öðru sæti“ þar sem það hafi hann aldrei reynt nema einu sinni fyrir mörgum árum.“ Sverð, skildir og fallbyssur — Og í hvaða greinum var keppt? „Við byrjuðum á því að halda sverðinu með annarri hendi og skildi með hinni og áttum síðan að halda þessum vopnum út frá Iíkam- anum eins lengi og við orkuðum eftir þar til settum reglum. Þar á eftir tókum við á steinum sem við áttum að bera nokkra vegalengd þar sem tímataka gilti. Þetta voru hnöttóttir steinar eins og notaðir eru í keppninni „Sterkasti maður í heimi.“ Þar næst drógum við fall- byssu upp brekku með handafli, en sú byssa vegur eitthvað um 700 kíló. Eftir það þá hentum við staurum eins langt og við gátum og það fór fram á grasvelli. En þess má geta að mótið er sett þannig upp að mótshaldararnir reyna að vera sanngjarnir við alla keppendur. Þarna eru sem sagt kastgreinar, lyftingagreinar. Eg verð að játa, að fyrirfram leist mér ekki þannig á, að ég hefði neina grein sem ég gæti kallað mína grein sérstaklega umfram hina tvo kepp- endurna. Þarna hafði Capes nokkr- ar kastgreinar, en þar er hann mjög góður og eins dráttargreinar sem hann er líka góður í og Kazmaiir hafði svo lyftingagreinar þar sem hann er sérfræðingur í. En Bill Kaxmaiir hann er sá maður sem hefur lyft mestu í kraftlyfingum fram að þessu. Jafnvel þótt hann hafi ekki keppt í mörg herrans ár í kraftlyftingum á opinberum mót- um. Og það hefur enginn getað náð honum ennþá þar og þetta er mað- ur sem er langt á undan sinni sam- tíð.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.