Alþýðublaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 6
6
Laugardagur 1. ágúst 1987
Snjallræði að nafni „Sumaráætlun“
verið farið fram á það við framleið-
endur að þeir tæki þátt í kostnaði
við að hreinsa þær upp. En auðvit-
að eigum við okkar þátt í þessu —
það er alveg rétt.
Sumir taka þetta reyndar til baka
aftur eins og þeir sem framleiða
vöru í glerumbúðum og borga þá til
baka fyrir endursendar umbúðir.
En Davíð Scheving hefur verið að
leggja áherslu á að þessar umbúðir
megi losna við með því að brenna
þær — nema lokin auðvitað sem
eru úr áli.
— Nú er það spurning hversu
vinsœlt það yrði að kveikja elda hér
ogþar í borginni, ekki síst með tilliti
til síðustu hörmungaratburða og
stórbruna í borginni?
„Það er vissulega alveg rétt og
þetta yrði að gerast á vissum af-
mörkuðum svæðum. Annað kæmi
ekki til greina. Og þetta er vand-
ræðamál sem verður að finna ein-
hverja trygga lausn á sem allir geta
sætt sig við. “
— Hefur salan aukist með dósa-
gosinu?
„Já, salan hefur aukist alveg gíf-
urlega. Við höfum engan veginn
undan að framleiða og málin
standa satt að segja þannig að við
erum ekki komnir með nema þrjár
tegundir af tíu sem meiningin er að
fari á markaðinn áður en lýkur. Og
það er sem sagt von á fleiri tegund-
um af þessum gosdrykkjum. Það á
t.d. eftir að koma appelsín og grape
fruit og eins súkkulaðidrykkur sem
Marinó Þorsteinsson,
skrifstofustjóri hjá Sól hf.
mun vera alger nýjung á markaði
hér. Og svo er von á enn fleiri teg-
undum.“
— En hvernig hefur útflutning-
urinn gengið?
„Hann hefur gengið mjög vel.
Það er mikil bjartsýni ríkjandi í
þeim efnum og það fara alltaf í viku
hverri gámar frá okkur til Bret-
lands. En enn sem komið er er það
eingöngu Svali sem við flytjum út.
Ég held ég fari rétt með það að það
eru farnar út yfir tvær milljónir
ferna af Svala til Bretlands. Það
sem af er þessu ári. Þannig að við-
tökurnar hafa verið framar öllum
vonum.
— En hafiði þá engar áhyggjur
af verslunarmannahelginni, aðeftir
hana verði einnota umbúðir út um
allt?
„Ja, við segjum nú að allt sé
skárra en bannsett glerið og úr ein-
hverju drekka þessir krakkar, — við
komum aldrei í veg fyrir það. Eins
nota krakkarnir mikið stóru belg-
ina. Maður hefur séð þau sveifla
þeim í kringum sig á þessum útihá-
tíðum. En aðalatriðið er að það er
minni slysahætta af plastinu. Það
er aðalatriðið. Þar að auki liggja
glerbrotin kannski í áravís og menn
eru ef til vill að skera sig á þessu
sama glerdóti aftur og aftur. Og
það hefur komið fram í fréttum að
menn eru enn að skera sig á gler-
brotum eftir fjöldahátíð 1982.“
Mikið er nú rœtt um ein-
nota umbúðir utan um
neysluvörur ýmiss konar
og sýnist sitt hverjum
eins og gengur. Hér á eft-
ir fer álit Marinó Þor-
steinssonar, skrifstofu-
stjóra hjá Sól hf, sem
framleiðir m.a. Sól-kóla.
— Nú hafa menn haft áhyggjur
af því að til komi aukinn sóðaskap-
ur vegna hinna einnota umbúða.
Hvert erykkar álit á því hjá Sól hf?
„Menn hafa talið það kost við
þessar umbúðir að þær er hægt að
brenna og losa sig við þær þannig
og eins hitt að það á að vera miklu
auðveldara að hreinsa upp þessar
einnota umbúðir en t.d. glerin."
— En nú er á þessum umbúðum
állok sem ryðgar ekki, og verður þá
um ókomin ár úti í náttúrunni.
Hvaða lausn hafa menn á því?
„Auðvitað hafa menn vissar
áhyggjur af þessu öllu saman vegna
þess að við vitum ekki um fram-
haldið, en það var haft eftir hreins-
unarmönnum eftir 17. júní s.l., að
þeim þótti gott að hafa þessar dósir
til þess að hreinsa upp miðað við
glerin sem alltaf hafa verið til vand-
ræða, sem eru að öllum jafnaði
komin í þúsund mola og eru þar að
auki hættuleg þar sem svo margir
hafa skorið sig illa á glerbrotun-
um.“ Eins er talið af hreinsunar-
mönnum að það sé miklu fljótlegra
að hreinsa upp dósirnar."
— Núframleiðið þið þessar dós-
ir: Er þá ekki íykkar verkahring að
sjá til þess að þœr séu hreinsaðar
upp?
„Mér vitanlega hafa fyrirtæki
sem framleiða umbúðavörur aldrei
tekið þátt í því að greiða kostnað
við hreinsun umbúðanna.
Það hefur nú aldrei verið viðhaft
með umbúðir hérna á íslandi. Þetta
hefur verið á vegum borgarinnar
hér á Reykjavíkursvæðinu og það
hafa verið alls konar umbúðir í
gangi og mér vitanlega hefur aldrei
„ALLT ER
BETRA EN
GLERBROTIN"
— eða hvernig á að gera vitlausa hluti rangt
Nú er fyrir nokkru farinn í hönd
sá tími sem opinberar stofnanir og
önnur málsmetandi fyrirtæki hafa
komið sér upp einhvers konar dul-
arfullri vinnuaðferð, sem hlotið
hefur nafnið Sumaráætlun. En
þetta snjallræði, Sumaráætlunin,
virðist aðallega fólgið í því að rugla
hinn vanafasta almenna borgara
gersamlega í því hvenær opinberar
stofnanir og fjölmörg önnur fyrir-
tæki hafa breytt og skekkt opnun-
artíma sinn yfir sumarmánuðina.
Kemur sér þetta vægast sagt afar
illa fyrir marga, því „homo
sapiens" er vanafast kvikindi eins
og menn vita og er lengi að taka við
breytingum á daglegum högum sín-
um og reyndar hefur heyrst af ein-
staka fólki sem er enn að leita að
þvi, sem sprenglærðir idjótar hafa
ákveðið að eigi að heita Sumaráætl-
un með stórum staf.
En í hverju er þessi Sumaráætlun
fólgin? Undirritaður er reyndar
ekki besti maðurinn til þess að
svara því, en þó fær hann ekki betur
séð en að fyrsta og helgasta boðorð
Sumaráætlunarinnar sé að rugla
svo með alla þá þjónustu hins opin-
bera hvað varðar tímasetningu og
opnunartíma stofnana, að tak-
markið sé það helst að enginn fái
notið þeirrar þjónustu sem gall-
harðir lærdómsmenn hafa verið
sammála fram að þessu að hafi þó
ekki verið of beysin fyrir. Sem
dæmi um þetta þá er opnunartími
pósthúsa kominn á eitthvert hringl
sem illmögulegt er að læra á fyrir
hinn stritandi einstakling í þjóðfé-
laginu. Annað hvort opna pósthús-
in hálf níu eða hálf tíu og fer það
eftir þvort er mánudagur eða ein-
hver annar dagur. Sama gildir um
lokunartímann. Þá er öllu lokað og
læst klukkan hálf fimm eða hálf
sex, allt eftir því hvort dagurinn
heitir fimmtudagur eða föstudagur.
Eða er það ekki annars? Svona
nokkuð getur nú komið vanaföst-
um og værukærum einfeldningum
úr skorðum. En þetta þykir auðvit-
að í góðu lagi þegar búið er að finna
yfir heilahristinginn gott orð, —
sem sé Sumaráætlun! Ég er á þeirri
skoðun að sá sem fann upp þetta
snjallræði með Sumaráætlunina sé
annað hvort ekki vinnandi maður
eða þá vinnandi maður sem mætir
sjaldan eða aldrei í vinnuna, —
hvað svo sem sá ómissandi maður
ÖRN
BJARNASON
SKRIFAR
kann að heita, sem ég hef auðvitað
enga hugmynd um.
Og þá eru það Strætisvagnar
Reykjavíkur eða S.V.R. eins og þeir
eru jafnan kallaðir á innanborgar-
máli. Þeir vagnar sem um langa
hríð hafa gengið fjórum sinnum á
hverri klukkustund eru nú allt í einu
farnir að ganga aðeins þrisvar.
Annað eins og þetta getur nú komið
værukærum meðalmanni úr skorð-
um. Og hvað skyldi nú þessi breyt-
ing heita hjá þeim ökuþórum annað
en auðvitað Sumaráætlun! Já,
hann er lífseigur heilahristingurinn.
Og eins og áður er sagt þá er mann-
skepnan vanakvikindi. Enda er það
svo að út um allan bæ sér maður
fólk sem húkir upp við biðskýli
S.V.R., rásar þar um í hringi, lítandi
á úrið sitt í sífellu og bölvar fyrir-
tækinu í sand og ösku fyrir þá mis-
skildu himnasendingu sem snjall-
ræðismenn hafa komið sér saman
um að kalla Sumaráætlun. Þetta er
nú öll hagræðingin fyrir háttvirta
kjósendur og eins gott að langt er til
næstu kosninga ef að líkum lætur.
Nei, Sumaráætlunin hefur farið
hálfilla með borgarbúa og væri
mörgum greiði gerður ef þessu yrði
breytt í hið fyrra horfið. Það ætti
varla að móðga neinn eða vonandi
ekki. En hver veit? Þetta eru nefni-
lega áríðandi menn sem ekki mega
vamm sitt vita og gætu sett herfi-
lega ofan ef kæmi upp úr dúrnum
að tuttugu ára langskólanám reynd-
ist, þegar allt kemur til alls, ekki
koma að hinum minnstu notum.
Það væri þokkalegur andskoti.
Annars virðist það vera einkenni
á opinberum stofnunum að engar
tvær eru opnar á sama tíma og ekki
veit ég hver fann upp þá höfuðlausn
íslenskrar hagræðingar. Hitt veit ég
að maður sem ætlar að læra tré-
smíði verður að vera í þar til gerðu
námi undir Ieiðsögn meistara í fjög-
ur ár, en hvaða rottuhali sem er
virðist geta ráðskast með opnunar-
tíma stofnana hins opnbera eftir
vild sinni. Kúnstin virðist einungis
vera sú að vera í réttum pólitískum
flokki, en það er nú önnur saga og
raunar efni í allþykka biblíu og út í
þann sálm verður ekki farið hér. En
Sumaráætlunin er gengin í garð, svo
mikið er víst, höfundum sínum til
verðugrar háðunsar.
Með sumarkveðju,
Örn Bjarnason.