Alþýðublaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 19

Alþýðublaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 19
Laugardagur 1. ágúst 1987 19 „Banda- ríkja- menn eru ekki Hreppsnefnd Hvalfjarðar- strandarhrepps mótmælir af- skiptum Bandaríkjamanna af hvalveiðum íslendinga innan eigin fiskveiðilögsögu.“ Banda- ríkin eru ekki sú vinaþjóð ís- lendinga sem álitið hef ur verið, “ segir í ályktun sem hrepps- nefndin hefur nú sent frá sér, en ályktanir hreppsnefndarinnar eru að verða árviss viðburður á þeim tíma árs sem hlé er gert á vísindaveiðum íslendinga. Ályktunin fer hér á eftir: Hreppsnefnd Hvalfjarðar- strandarhrepps ítrekar ályktun sína frá 29. júlí 1986 vegna af- skipta Bandaríkjanna af hval- veiðum íslendinga. Hrepps- nefndin mótmælir harðlega sí- endurteknum afskiptum Bandaríkjanna af hvalveiðum í vísindaskyni innan fiskveiðilög- sögu íslands. Hreppsnefndin telur með öllu óþolandi, að starfsemi og mannvirki hers Bandaríkjanna og Nató á ís- landi skuli ekki lúta íslenzkum lögum, en svo er t.d. ekki um mannvirki og starfsemi þessara aðila í Hvalfirði. Hreppsnefndin lýsir fyllsta stuðningi við atvinnustarfsemi Hvals hf. og harmar árásir á fyr- irtækið og forystumenn þess. Hreppsnefndin minnir á, að veiðar Hvals hf. hafa ávallt verið undir stjórnun og ströngu eftir- liti. Þess hefur jafnan verið gætt að nýta þá auðlind sem hvalur- inn er á skynsamlegan hátt, enda ósannað með öllu, að gengið hafi verið á hvalastofn- ana. Sem sjálfstæð þjóð hljóta íslendingar einir að ákveða, hvernig þeir nýta auðlindir fisk- veiðilögsögu sinnar á sem skyn- samlegastan hátt og til sem mestra hagsbóta fyrir íslend- inga sjálfa. Hreppsnefndin þakkar sjáv- arútvegsráðherra ötula og ein- dregna afstöðu hans í hvalveiði- málinu og skorar á ríkisstjórn- ina að fylgja stefnu hans fast eftir og láta hvergi undan síga fyrir hótunum og yfirgangi. Gefist íslendingar upp fyrir hót- unum, er sjálfstæði og sjálfs- ákvörðunarréttur þjóðarinnar í hættu. Hreppsnefndin átelur hlut- dræga afstöðu Sjónvarpsins í hvalveiðimálinu, en Sjónvarpið hefur þrásinnis átt viðtöl við andstæðinga íslands í þessu máli, jafnvel menn, sem stuðlað hafa að skemmdar- og ofbeldis- verkum á eignum Hvals hf. (Samþykkt einróma 28. júlí 1987) Prestur kosinn í Hjallaprestakall Á kjörmannafundi í Hjalla- prestakalli, sem haldinn var í Safn- aðarheimili Digranessafnaðar 29. júlí var séra Kristján Einar Þor- varðarson kjörinn fyrsti prestur þessarar nýju sóknar, sem stofnuð var í vor. Á kjörmannafundinum mættu 16 af 18 kjörmönnum, en þeir eru aðal- og varamenn í sókn- arnefndinni. Var þetta í fyrsta skipti, sem prestur var valinn með þessum hætti eftir nýjum lögum um prestskosningar frá því í vetur,þar sem fleiri en einn prestur sóttu um prestakall. Umsækjendur um Hjallaprestakall voru fjórir. En ákveðið hefur verið að gefa ekki opinberlega upp nöfn hinna um- sækjendanna, þar sem einn aðaltil- 1 gangur með nýrri lagasetningu var að sníða af ýmsa annmarka hinna gömlu laga, og þar var ekki sízt kapp meðal stuðningsmanna um- sækjendanna og sá klofningur, sem því fylgdi bæði meðal sóknarbarn- anna, þar sem kosningar fóru fram, og svo eftirköst, ef umsækjandi fékk ekki brauðið og hélt síðan heim aftur og var þá eins og honum hefði verið hafnað, þar sem hann vildi vera, en heimasöfnuðurinn yrði að „sitja uppi með hann“, þar sem aðrir vildu hann ekki. Var þetta ákveðið í þessum kosningum nú og eins í Hólabrekkuprestakalli, þar sem kjörmenn velja sér prest, fimmtudagskvöldið 30. júlí. En reglugerð hefur ekki verið sett enn. Séra Kristján Einar Þorvarðarson er 29 ára gamall frá Söndum í Mið- firði og var vígður 5. október 1986 og hefur þjónað síðan í Eskifjarð- r Barnabílstóll - bílpúði - belti! Notar barnið þitt öryggisbúnað í bílnum? ÚUMFERÐAR RÁÐ arprestakalli í fjarveru sóknar- prestsins. Kona séra Kristjáns er Guðrún Lára Magnúsdóttir og eiga þau einn son, 6 ára. Ef þú lœtur þig dreymaum framandi lönd undir stýri... áttu mikla möguleika á að draumarnir rcetist! VAKNAÐU MAÐURI Sofandaháttur viö stýriö, almennt gáleysi og kæruleysi öku- manna eru langalgengustu orsakir umferðarslysa. Flest slysin, verstu óhöppin, mestu meiðslin og flest dauðsföllin verða þegar skilyrði til aksturs eru best, bjart, þurrt, auðir vegir o.s.frv. Þá slaka ökumenn á - og stefna sjálfum sér og öðrum vegfarend- um í stórkostlega hættu. Breytum þessu strax! (Niöurstaöa úr könnun Samvinnutrygginga á orsökum og afleiöingum umferöarslysa). SAMVINNU TRYGGINGAR -gegngáleysi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.