Alþýðublaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 1. ágúst 1987 Ásgeir Lýðsson, lögreglumaður í Vestmannaeyjum: „Þjóðhátíð Vestmannaeyinga er hátíð landsins alls“ Talað um þjóðhátíð og tíðarfar — fólksstrauminn til Vest- mannaeyjadansleiki og kvöldvökur — tjaldbúðir til fyrirmyndar — þriggja daga fjör — drykkjuskap í lágmarki og stálhraust börn sem verða til á þjóðhátíðum! Lifandi Verslunarmannahelgi!!! Föstudagur 31. júlí RAS 2 9.05 Morgunþáttur Hljómsveitin Centaur heldur hljóm- leika í beinni útsendingu I þættinum og flytur frísklega blússlagara af plötu sinni „Blúsdjamm.“ Kristín og Skúli heyra hljóðið I mönnum I upp- hafi útihátíða víða um land, leika óskalög hlustenda úti á landi og leggja vinsældarlistagetraun fyrir hlustendur. Laugardagur 1. ágúst RÁS 1 Ferðatag 13.00 igurður Helgason fylgir ferðalöng- um úr hlaði I upphafi verslunar- mannahelgar, gefur góð ráð varðandi umferð og akstur og leikur tónlist í bland. RÁS 2 Laugardagsrásin 12.45 Sigurður Þór Salvarsson og Þorbjörg Þórisdóttir fara að vísu ekki langt um helgina nema þið, hlustendur góðir, leyfið þeim að slást (förina með fjöl- breytta dagskrá tengda útivist, ferða- málum og íþróttum hvar á landinu sem er á FM 87,7—99,9 Við grillið \ð Laugardagsrásinni lokinni reynir á kunnáttu Hrafns Bachmanns verslun- armanns við grillið (þegar glorsoltnir hátíðargestir um allt land finna reyk- inn af réttunum.) 18.00 Sunnudagur 2.ágúst RÁS 1 15.10 Sunnudagskaffi í Eyjum Ævar Kjartansson færir þeim, sem ekki leggja leið sína til Eyja, brot af þjóðhátíðarstemmningunni þar en auk þess er hann vís til að skjóta efni úr Eyjum inn I dagskrá rásar 2 um helgina RÁS 2 10.05 Við tjaldskörina Umsjónarmenn blða misjafnlega 'ufítrýf morgunsvæfs landans við tjaldskör-'' ' ina að morgni sunnudagsins með léttum lögum, rifja upp minningar frá fyrri verslunarmannahelgum og leika lög sem tengjast þeim. Þeir hafa samband við útisamkomur um allt land og fylgjast með umferð og um- gengni í þessari 12 stunda dagskrá sem stendur til kl. 22.00. Talað verður við fólk á flestöllum ferðamannastöð- um á landinu og einnig við þá sem fara hvergi en njóta næðisins heima hjá sér. Fastir sunnudagsþættir eins og Listapopp og Spilakassinn verða á sínum stað. Mánudagur 3. ágúst, frídagur verslunarmanna RAS 2 9.05 Hringiðan Broddi Broddason og Snorri Már Skúlason bjóðast til að verða ferða- fólki samferða heim. Þeir beina sjón- um sínum til Eyja í lok þjóðhátíðar og veita ferðalöngum gagnlegar upp- lýsingar hvar á landi sem er. Samt verða þeir sem heima sitja ekki sviknir um hefðbundin hringiðudamp í hjarta mannlífsins frekar en endra- nær. Ríkisútvarpid, félagi á ferðalagi allan sólarhringinn um allt land RIKISUTVARPIÐ Hin árlega þjóðhátíð þeirra Vestmanneyinga er löngu orðin landsþekkt og fjölmargir eru þeir sem láta sig aldrei vanta á þetta árvissa sumar- gaman. Alþýðublaðið hafði samband við Ásgeir Lýðsson, lögreglumann í Vestmannaeyjum og lagði fyrir hann nokkrar spurningar varðandi þessa hátíð sem öllum Vestmannaeyingum þykir svo vœnt um og eru svo stoltir af — Það er Íþróítafélagið Týr sem heldur samkomuna á þjóðhátíðinni í ár. Hvað eigið þið von á mörgum þjóðhátíðargestum að þessu sinni? „Það er nú dálítið afstætt. Þetta fer mikið eftir veðri en ég mundi vilja giska á svona um fimm til sex þúsund manns. Annars eru svo margar fleiri útihátíðir núna í ár að það er ekki gott að segja hvert straumurinn kann að liggja en Vest- mannaeyjarnar hafa alltaf verið vinsælar. En ef ég man rétt þá er um sex staði að ræða í ár þar sem í boði eru útiskemmtanir. Annars hefur maður verið að heyra að straumur- inn muni liggja í Húsafell þetta ár- ið, hvað sem svo verður.“ — Hvað verður svo helst til skemmtunar hjá ykkur í ár? Ein- hverjar óvœntar uppákomur kannski? „Það verður nú fyrst og fremst þetta hefðbundna: Dansleikir á kvöldin og svo kvöldvökurnar sem alltaf hafa verið mjög vinsælar. Fólk mætir þarna með gítara, harmonikkur og eflaust fleiri hljóðfæri að venju. Og svo hefur það alltaf verið venjan að fá ein- hverja skemmtikrafta úr borginni.“ — Þið eruð líka frægir fyrir ákaflega fallegar tjaldbúðir? „Ja, heimafólk kemur alltaf með hústjöldin sín inn í Herjólfsdal og það setur vissulega mikinn og tign- arlegan svip á samkomuna. Svo kemur fólkið frá meginlandinu með sín tjöld og saman gerir þetta mjög fallegan heildarsvip. “ — Og þetta er mikil hátíð og heilög fyrír alla Vestmannaeyinga? „Jú, þetta er geysilega mikil hátíð fyrir alla Vestmannaeyinga og þarna mæta yfirleitt allir sem vettlingi geta valdið. Þetta er árlegt tilhlökkunarefni. Eins er þetta löng hátíð sem byrjar með dansleik á fimmtudagskvöldið hérna niðurfrá í bænum og svo bætast við föstu- dagur, laugardagur og sunnudagur, þannig að þetta er ansi langt og mikið og gaman.“ — Hafiði þurft að hafa mikil af- skipti af drukknu fólki? „Yfirleitt er það ekki. Það er bara veðrið sem segir til um það. Ef það er gott veður þá er lítið að gera hjá okkur. En ef það er slagveðursrign- ing og svona þá situr fólk meira í tjöldum og þá er fólk oft drukkið. Þá sitja menn við flöskuna miklu frekar í stað þess að fara út í rign- inguna. Annars er yfirleitt svo mikil hreyfing á fólki á svona hátíðum — fólk er að labba um og sýna sig og sjá aðra og verður fyrir bragðið ekki eins drukkið. Og ef gott er veð- ur þá er alveg einstakt útsýni frá Eyjunum. Þannig byggist þetta mjög mikið á veðrinu hvernig til tekst.“ — En nú langar mig til þess að spyrja þig einkennilegrar spurn- ingar. Hefur það verið rannsakað hversu mörg börn fœðast u.þ.b. níu mánuðum eftir hverja þjóðhátíð? „Nei, ég þori ekki að upplýsa þig um það, en það er alltaf eitthvað og ég held að enginn hafi kvartað hing- að til yfir því að hafa ekki fengið óskir sínar uppfylltar á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. “ Viðtal: Örn Bjarnason

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.