Alþýðublaðið - 03.10.1987, Síða 9
Laugardagur 3. október 1987
9
Á Idrætsparken 1959. Frá vinstri: Björgvin Scram, formaður KSI, Rikki, Helgi Oan, Hreiðar Ársæls, Árni Njáls,
Þórólfur Beck, Örn Steinssen, Sveinn Teits, Sveinn Jóns, Garðar Árna og Hörður Felixson.
an og hvaðeina sem maður
tók sér fyrir hendur gekk upp.
Hvað er það sem veldur að
maður á góðan dag? Jó-
hannes á Borg minntist ein-
hvern tíma á þetta og hafði
heldurekki viðhlítandi skýr-
ingu. Þú verður hamhleypa..."
„Gullöld" Skagamanna
stóð vissulega ekki heila öld,
þó að segja megi að fáu eða
engu liði hafi tekist upp jafn-
vel á fótboltavelli og í jafn-
langan tíma og Skagamönn-
um. Flestir tengja öldina við
6. áratuginn. Gullið í öldinni
er i fótum manna eins og
Rikka. Þórði Þórðar, Þórði
Jóns, Donna, Guðjóni Finn-
bogasyni, Sveini Teits, Helga
Dan... og hvað þeir hétu nú
allir saman. Uppistaða lands-
liðsins var Skaginn. Komust
upp í það að vera með svo
gott sem fullt landsliðið af
Skaganum. Það var helst að
vantaði í vörnina — enda
vildi Skaginn skora mörk...
Og svo var það eins og
fótamenntin legðist í beinan
karllegg, Teitur Þórðarson
(Þórðar) varð meira en vel
gjaldgengur og Árni Sveins
(Teitssonar), Karl Þórðarson
(Jónssonar) o.fl...
1959 urðu nokkur þáttaskil
í knattspyrnunni. KR-liðið
dafnaði og margir KR-ingar
völdust í landslið. Einn af eft-
irminnilegustu landsleikjum
íslendinga var leikinn það ár
gegn Dönum á sjálfum
Idrætsparken. Danir máttu
þakka fyrir jafntefli... og kom-
ust á því á Ólympíuleikana.
Tveir á toppnum.
Ríkharður gat allt
Orvar Bergmark: Orvar
Bergmark var einn þeirra Svía
sem léku gegn íslendingum í
Reykjavík 1951 og í Kalmar
1953.
Við hringdum út f Örebro,
en Orvar er nú íþróttafulltrúi
bæjarins. Orvar man vel eftir
Rikka.
„Ég gleymi honum aldrei.
Hann var stórkostlegur og
gat allt. Ég held að enginn
hafi verið jafningi hans. Putte
Koch var að reyna aö fá hann
til Svíþjóðar. Á hverju strand-
aði það annars? Ég skil vel
að Putte hafi talið þá besta
Rikka og Puskas, það gæti
ég mætavel fallist á.
í Reykjavík 1951 vissum við
ekki fyrr en Rikharður hafði
gert 3 mörk og staðan 3:0.
Við vorum ekki vanir að leika
á malarvelli en það var engin
afsökun. Og í Kalmar 1953
héldum við að við þyrftum
ekkert að hafa fyrir þvi að
vinna ísland, en það var ekki
fyrr en á síðustu minútu að
við skoruðum þriðja markið
Sænski landsliðshópurinn 1951 á Þingvöllum.
og sigruðum 3:2. Eg kannast
við knattspyrnumenn af ís-
landi sem m.a. lentu I at-
vinnumennsku. Var ekki einn
niðri á Ítalíu með Milan? En
Rikharðúr var „lite extra“. Það
var aumt að hann varð aldrei
atvinnumaöur i knattspyrnu,"
sagði Orvar Bergmark að lok-
um. Orvar þessi æfði sænska
landsliðið i knattspyrnu á ár-
unum 1966-1970.
Nú þyrptist fólk á völlinn
Atli Steinarsson: „Gamlar
konur sem aldrei fóru á völl-
inn fylgdust með knattspyrn-
unni. Allir vildu hafa áhrif á
val á landsliði og höfðu skoð-
anir á því hvernig það var
skipað. Áhuginn á knatt-
spyrnunni var gífurlegur og
það urðu þáttaskiI á þessum
„gullaldar“árum. 1500-2000
manns höfðu horft á Clau-
sen-bræðurog Finnbjörn og
aðra álíka i frjálsum íþróttum,
og aðeins nokkur hundruð
höfðu skipt sér af fótboltan-
um. Þetta snerist við. Nú
þyrptist fólk á völlinn til að
sjá Skagann og aðra höfð-
ingja leika.
Rikki var möndullinn í
Akranesliðinu alla tíð. Ég veit
ekki hvernig Akranesliðið
hefði leikið ef hann hefði
ekki verið með. Rikki þurfti
mikinn radíus. Það var
kannski helst galli hans sem
knattspyrnumanns. Og eftir
því sem mótherjinn var betri,
komu þessir gallar betur í
Ijós. En skapið var mikið og
dugnaður óþrjótandi. Sigur-
viljinn fleytti Rikka langt,
hann var óbilgjarn og hafði
mikinn metnað.
Þó aö Rikki væri kannski
skærasta stjarnan á þessum
árum, voru aðrir i stjörnu-
heimi gullöldina. Þórður
Þórðar þessi eldsnöggi mið-
herji sem þekkti engin landa-
Atli að störfum i spennandi leik.
mæri í fremstu viglínu. Eitt
augnablik var hann kannski á
vinstri kanti og var svo fyrr
en varði kominn hinum meg-
in á völlinn. Donni var líka
óskaplega góður, og þessi
framlína þótti skæð. Af öðr-
um mætti nefna og það datt
einum í hug að nefna ein-
hverja aðra á miðjuna í lands-
liðinu á þessum árum en
Svein Teitsson og Guðjón
Finnbogason.
Var nokkur furða þó að
menn hefðu nefnt það i
gamni og alvöru að skipa
landslið Islands eingöngu
leikmönnum Akranessliðsins.
Flestir urðu þeir held ég 8.“
Þá var sko leikin
knattspyrna
Sigurður Sigurösson var
íþróttafréttamaður á gömlu
Gufunni í háaherrans tiö.
Hann fylgdist með Skagalið-
inu, tór með télagsliðum ut-
an og landsliði.
„Yfirmenn voru reyndar
ekki einsáfjáðir aö sendamig
með liðum til þess aó lýsa, ef
von var á stóru tapi,“ segir
Sigurður.
„Skaginn skapaðj áhugann
fyrir knattspyrnu á íslandi.
Þeir léku skemmtilegan bolta
og skoruðu mörk. Léku fyrir
augað. En hvernig stendur á
þessum áhuga uppi á Skaga?
Ætli það hafi ekki til dæmis
verið vegna þess að þeir áttu
menn brennheita í andanum,
menn eins og Guðmund
Sveinbjarnarson og Lárus
Árnason. Og svo höfðu þeir
sinn Langasand. Þetta var
stórkostlegt svæði. Það
reyndi bæði á leikni og út-
hald að hlaupa um í sandin-
um. Og engir stóðust Skaga-
menn í snúningi.
Það var ekki laust við að
Reykjavíkurfélögin agnúuð-
ust út í Skagaliðið, þegar þeir
voru að skjótast fyrst upp á
toppinn, upp úr 1950. Þetta
var talið heppni og væri ekk-
ert að marka til frambúðar.
En Skaginn átti eftir að sýna
yfirburöi á árunum milli 50
og 60. Og þá var sko leikin
knattspyrna. Allt á útopnu og
allt i uppnámi, þegar lið
sneru vörn í sókn.
íslensk lið komust áfram á
þessum árum. Fæstir höfðu
reyndar trú á þvi að íslend-
ingar myndu spjara sig á
grasinu. Félagsliðin voru vön
malarvöllum eins og gamla
Melavellinum. En það kom
bara í Ijós á grasinu að þeir
sem voru teknískir fyrir
sýndu enn frekar hvað ( þeim
bjó á grasinu. Menn eins og
Sveinn Teitsson, Gunnar
Guðmannsson og Guðjón
Finnbogason urðu enn betri
á grasinu en á möíinni.
Akranesliðið var sérstakt.
Þeir höfðu Rikka, sem var
öskufljótur og skotharður.
Oft var það þannig að and-
stæðingarnir settu besta
mann sinn til höfuðs Rikka.
Þá losnaði um hina framlínu-
mennina. Þórður Þórðar var
t.d. oft markahæstur á ís-
landsmótinu, og ég man ekki
betur en að minnsta kosti
einu sinni hafi Þórður Jóns
hreppt þann titil. Lék hann
þó á vinstri kanti, og voru
menn þá ekki viljugir að gefa
boltann út á vinstra kant...
Mér eru tveir leikir einkum
minnisstæðir. Leikurinn gegn
Svíum í Kalmar 1954 og gegn
Dönum í Kaupmannahöfn
1959. Þá var sanngjarnt að
við hefðum unnið. Þórólfur
gat t.d. skorað mark og við
unnið 2:0. í stað þess varð
jafntefli 1:1.
Og i Kalmar hafði ég ætlaö
mér að lýsa í 15-20 mínútur
eða þar til Svlar höfðu skorað
4 eða 5 mörk (þvl að allir áttu
von á stórtapi). En það fór
svo að ég lýsti í 2 tíma mitt
inni I þvögunni á vellinum, og
þorði ekki að leggja hljóð-
nemann frá mér ( hálfleik svo
að ég missti ekki samband
heim. Þá var ekki eins þráð-
laust og beint og nú er...“