Alþýðublaðið - 03.10.1987, Síða 15

Alþýðublaðið - 03.10.1987, Síða 15
Laugardagur 3. október 1987 15 SMÁFRÉTTIR Aðferö okkar var tiltölulega auðveld og einföld. Fundið var ódýrasta verö i hverjum vöruflokki. Miðað var við magn, sem var viðráðanlegt fyrir neytendur. Til þess að finna rétt einingaverð er t.d. ekki rétt að reikna kannski kílóverð á sykri miðað við að keypt séu 10 kíló ( einu, af því að þannig reynist kíló- verðið lægra en ef keypt er í minna magni. Við höldum okkur við handhægt magn, svo að ekki sé hægt að segja sem svo, að við séum að mis- muna — þeir neytendur sem eiga bíl séu betur settir en aðrir. Við vitum, að fólk fer lang- an veg í bíl til að gera hag- stæð innkaup. í okkar könn- un má segja, að ekki gæti fullkomins samræmis milli landa. Verðum viö t.d. ekki að viöurkenna, að langflest fólk sem verslar í Miklagarði, not- ar einkabíl til þess að koma sér i áfangastað. Það má líka finna að því að taka ævinlega ódýrasta verð í hverjum vöruflokki. Með því erum við að fullyrða að það sé ekki beint samband milli vöruverðs og gæða. Það sé ekki endilega vist að varan sé þeim mun betri sem hún sé dýrari. Neysluspekingar eru og á því, að ekki sé hægt að finna veigamikinn mun á gæðum eftir verði. Hollari vara dýrari? Stöldrum samt aðeins við. Okkar maður í Kaupmanna- höfn hefur t.d. þetta að segja (og grípum við niður í at- hugasemdadálk hans): „Þó eru hér í landi verslan- ireins og búðarkeðjan IRMA sem viðurkenna að verð þeirra sé gjarnan hærra — en gæðin aftur á móti hærri (fullyrða þeir). Hafa þeir að miklu leyti rétt fyrir sér. Mat- væli sem þessi keöja selur, eru svo til án litarefna og með lágmarksinnihaldi af rot- varnarefnum. Þetta sést á vörulýsingunni og hve lengi t.d. lifrarkæfa er til átu eftir opnun. Algengt í 2—3 daga. Algengt er hins vegar hjá öðrum að lifrarkæfan teljist góð í 2—3 sinnum lengri tíma, vegna þess að hún hef- ur alls kyns ósóma efni. Eins er það með hreinlætis- og þvottaefni frá Irmu. Þau hafa flest rétt? „ph-gildi“ og lág- mark ilm- og litarefna... Nefn- um svo eitt grátlegt dæmi: BRUGSEN hér í Danmörku reyndi að búa til pylsur án lit- ar- og rotvarnarefna, og með hærra hlutfalli kjöts (á kostn- að fitunnar). Pylsa þessi var að sjálfsögðu dýrari en áður. Seldist hún mjög illa. Hver var svo ástæðan? Jú, eitt var það, að ellilifeyrisþegar og aðrir sem þurfa að — horfa ( aurinn, geta sparað 30-40% á matarreikningnum, ef þeir kaupa ævinlega það sem er ódýrast (og þá kannski ekki það hollasta).“ Svo mörg voru þau orð Guðmundar Engilbertssonar, hagfræðings, okkar verð- könnuöar í Kaupmannahöfn. Með strætó. Um verslunina sem varð fyrir valinu í verðkönnuninni í Kaupmannahöfn, segir Guð- mundur: „Verslun þessi ligg- ur þannig að í nálægð henn- ar eru þéttbyggð láglauna- svæði, Holmbladsgade- Amagerbrohverfið ásamt Christianshavn. Reynsla mín er að fólk sem býr f allt að 1 kílómetra radíus versli þarna. Þetta eru ekki bílistar. Frá Sydhavnskvarteret koma menn i strætó, enda stoppar leiö 37 við dyrnar...“ Tilboöastríð. Gústaf Skúlason og fjöl- skylda hans fylgjast með verðlaginu í Stokkhólmi fyrir Alþýðublaðið. Þau hafa búið i þrjú ár úti og eru því orðin hagvön. Grípum niður f athuga- semdir Gústafs meö könnun- inni: „Hér I Sviþjóð er hörö samkeppni verslana og alls konar tilboð kaupmanna í gangi til að draga fólk að sin- um verslunum. Fyrir utan hefðbundnar útsölur vor og haust þá eru stóru fyrirtækin í eilifu tilboöastríði hvert við annað. Er nú svo komið að rætt hefur verið um að til- boðsverð (extrapris) þjóni ekki lengur tilgangi sínum, því að neytendur séu einfald- lega hættir að kaupa tiltekn- ar vörur nema þegar um til- boðsverð sé að ræða...“ Félagsbundiö fólk fær meiri afslátt. í Svíþjóð tiðkast að veita félagsbundnu fólki (í kaupfé- laginu eða öðrum samtökum) sérstakan afslátt, sem kemur þá jafnvel ofan á annan af- slátt sem er fyrir. í stað aug- lýsinga I sjónvarpi (sem eru bannaðar) leggja fyrirtæki mikið upp úr því að auglýsa á veggspjöldum og gefa út sér- staka bæklinga, pésa eða blöð sem erdreift inn á heimilin. Fylgja þá oft afslátt- armiðar, sem eru klipptir út og maður framvísar í búðum. Svartur listi. Neytendasamtök í Svíþjóð eru ekki frjáls samtök eins og hér á íslandi. Ríkið heldur uppi öflugri stofnun, sem skiptir sér af verði og gæð- um vöru og þjónustu. Upplýs- ingartil neytenda í fjölmiðl- um eru miklar. Vara og þjón- usta sem ekki stenst almenn- ar kröfur um neyslu, eru hreint og beint settar á svart- an lista. Allt virðist gert til að beina neytandanum á rétta braut. „Hreinræktaö“ verdur dýrara. „Holl“ fæða er dýrari en sú sem mest er á markaðnum. Er þá átt \£i<l „hteinræktaða" vöru. I Stokkhólmi eru kjúkl- ingar t.d. 30% dýrari, ef þeir eru aldir upp á grænmeti. Dæmið snýst reyndar við um fiskinn. Ómengaður fiskur á íslandi er til muna ódýrari en sá sem Dönum og Svium er uppálagt að borða. Þó að okkur þyki fiskbitinn allt of dýr hér, er hann þó miklu dýr- ari í útlandinu. Kaupfélagskeðjan i Svfþjóð (Domus, Konsum, OBS) fram- leiðir margar vörur án dýrra umbúða. Þannig má halda vöruveröi niðri. Þetta er að öllu leyti sambærilegt öðrum vörum. Iris - nýtt nafn á Stjörnunni íris Erlingsdóttir er nýtt nafn á útvarpsstöðinni Stjörnunni og tekur hún til starfa i dag, laugardag. íris sest í stól IngerÖnnu Aik- man sem heldur til náms er- lendis. Flestir kannast við ír- is úr sjónvarpinu en þar var hún þula um hríð, þótt ekki sjái hlustendur andlit hennar á Stjörnunni, heldur heyri rödd hennar einungis á laug- ardögum milli kl. 16 og 18 og á sunnudögum milli kl. 12— 14. Þættir Irisar eru þægileg- ir tónlistarþættir með göml- um, skærum perlum dægur- íris — úr sjónvarpi i útvarp tónlistar. Viö getum reyndar bætt því við að íris er í lög- fræðinámi og starfaði sem flugfreyja í þrjú ár. Stórtónleikar í Hollywood Stórtónleikar verða haldnir í Hollywood í næstu viku, nánar tiltekið fimmtudaginn 8. október. Það er hljómplötu- útgáfan Tóný sem stendur fyrir uppákomunni. Á tónlist- arkvöldinu koma fram ekki lakari skemmtikraftar en Magnús Þór Sigmundsson sem kynna mun nýja sóló- plötu sína sem út kemur fyrir jólin, Rúnar Þór Pétursson og stórhljómsveit sem kynna plötuna „Gísli,“ og Haukur Hauksson kynnir ennfremur plötuna „Hvílík nótt,“ með hljómsveit sér við hlið. Þá mun dúettinn „Bláskjár," öðru nafni Steingrímur Guð- mundsson og Ingólfur Steinsson kynna lög af vænt- anlegri hljómplötu sem inni- heldur islensk þjóðlög i þeirraeigin útsetningu. Að lokum skal þess getið aö fram kemur í fyrsta skipti op- inberlega ný hljómsveit sem nefnist „Tíbet — Tabú.“ Hvernig það nafn tengist hljómsveitarmönnum vitum við á Alþýðublaöinu hins veg- ar ekki. Sérskólanemar mótmæla nýjum matarskatti Framkvæmdastjórn Banda- lags íslenskra sérskólanema hefur mótmælt því harðlega að skólamötuneytum skuli framvegis vera gert að greiða 10% söluskatt eins og reglu- gerð sem fjármálaráðherra hefur gefiö út, gerir ráð fyrir. í fréttatilkynningu frá Banda- laginu segir m.a.: „Þessi skattlagning er ein- ungis lítill hluti þeirra neyslu- skattlagningar sem dunið hafa yfir landsmenn frá þvf núverandi rlkisstjórn tók við stjórnartaumunum. Fram- kvæmdastjórn Bandalags ís- lenskra sérskólanema mót- mælir harðlega allri skatt- lagningu á nauðsynjavörur. Svoleiðis skattlagning kemur langverst niður á þeim sem minnst hafa auraráðin eins og t.d. láglaunafólki, öldruð- um, öryrkjum, einstæðum foreldrum og námsmönnum I framhaldsnámi." í fréttatilkynningunni segir ennfremur að nú sé svo kom- ið að framfærsla Lánasjóðs- ins fyrir einstakling í leigu- húsnæði sé kr. 25950 á mán- uði. Fyrir þessa upphæð sé námsmanni ætlað að borga húsaleigu á hinum almenna markaði, greiða fyrir fæði og klæði ásamt því að greiða fyrirýmsan tilfallandi kostn- að. Þessa upphæð segja námsmenn gjörsamlega úr takti við allan raunveruleika. Þá segir í tilkynningu sér- skólanema, að af þessu megi vera Ijóst að hvers konar neysluskattur á nauðsynja- vörur komi mjög illa niður á námsmenn: „Með þeirri ákvörðun sinni að leggja söluskatt á skólamötuneyti hefur fjármálaráðherra sýnt i verki hug sinn til (slenskra námsmanna, þessi skattlagn- ing veröur mun óréttlátari þegar haft er í huga að af keyptum aðföngum til skóla- mötuneyta er greiddur sölu- skattur, því er fjármálaráð- herra í raun að tviskattleggja fæðiskostnað námsmanna." Að endingu lýsir fram- kvæmdastjórn BÍSN yfir mikl- um áhyggjum með þróun framfærslu islenskra náms- manna og segir Ijóst að Bandalagið horfi ekki upp á þessa þróun aðgerðalaust. Húsaleigan hækkar Hér koma slæm tíðindi fyr- ir leigjendur og væntanlega gleöifréttir fyrir húseigendur: Húsaleigan hækkar frá og með 1. október sbr. lög nr. 62/1984 eins og segir í frétta- tilkynningu frá Hagstofu Is- lands. Samkvæmt ákvæðum I lögum hækkar leiga fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnu- húsnæði sem lög þessi taka til, um 5.0% frá og með októ- berbyrjun 1987. Reiknast hækkun þessi á þá leigu sem er í september 1987. Október- leigan helst óbreytt næstu tvo mánuði, það er í nóvem- ber og desember 1987. Þá skal sérstök athygli vakin á því, að þessi tilkynning Hag- stofunnar snertir aðeíns húsaleigu, sem breytist sam- kvæmt ákvæðum i fyrrnefnd- um lcgum. Andar nokkur leigjandi léttar? í norðri Út er komið á vegum Námsgagnastofnunar og ís- landsdeildar Norðurlanda- ráðs námsefni fyrir 8. og 9. bekk grunnskólanna um nor- ræna samvinnu og umhverf- ismál. Bera hefti þau sem komin eru út yfirskriftina í norðri og eru staöfærðar þýð- ingar á heftum úr heftaröð- inni Nordpá sem gefin er út af Norðurlandaráði. Út eru komin í þeirri röð 11 hefti um ýmis efni, þ.á m. striös- og eftirstríðsárin á Norðurlönd- um, þróunaraðstoð og fíkni- efni. Þetta er fyrsta sinn sem gefið er út samnorrænt námsefni og eru heftin á dönsku að einu undanskildu en ( því eru kaflar á dönsku, norsku og sænsku. VERÐGÆSLA ALÞÝÐUBLAÐSINS

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.