Alþýðublaðið - 24.10.1987, Qupperneq 18
18
Laugardagur 24. október 1987
KVIKMYNDIR
Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
OÐUR TIL GOMLU GUFUNNAR
Mlchael Tucksr og Julle Kavner i hlutverkum slnum I nýjustu mynd Woody Allens „Útvarpstímar"
(Radio Days). „Listaverk som vekur upp sætar minnlngar um pá góðu. gömlu daga þegar útvarplð
var eltt um athygll lólks," skrllar Slgmundur Ernlr Rúnarsson um kvikmyndina.
Regnboginn, Útvarps-
tímar (Radio Days)
Bandarísk, árgerð 1987.
Framleiðandi: Robert
Greenhut. Leikstjórn og
handrit: Woody Allen.
Kvikmyndun: Carlo Di
Palma. Búningar:
Jeffrey Kurland. Tón-
listarumsjón: Dick
Hyman. Aðalleikarar:
Mia Farrow, Seth Green.
Diana Wieck, Julie
Kavner, Michel liicker.
Woody Allen er náttúrlega
einstakur. Á tlu árum hefur
hann breyst úr taugaveikluð-
um trúð I magnaðan meist-
ara. Hann er manneskja kvik-
myndalistarinnar. Hann hefur
einstakt næmi fyrir því smá-
gera I fari fólks, kringum-
stæður sem við viljum vart
kannast við úr hátterni okkar
verða að unaðslegum leik I
hans meðförum. Hversdags-
leg samtöl verða að gullkorn-
um, alvön augnaráð að
kerskni. Woody að Woodoo.
Þetta er vitaskuld galdur.
Ekkert annað. Flestar sföustu
myndir hans ganga þvert á þá
strauma sem hafa ráðið ferð-
inni hverju sinni ( kvikmynda-
gerðinni. Plott og klímax eru
aukaatriði. Kvikmyndin sjálf
er veisla sem verður ekki
byggð upp, heldur ræðst hún
af andrúmsloftinu hverju
sinni, anda fólksins og þess
sem um er rætt. Allen er
maöur augnabliksins. Hann
er á meöan er.
En stenst tlmans tönn.
Fagnar vinsældum. Enda
þótt flestar mynda hans fari
ótroönar slóöir hvað helstu
þætti listgreinarinnar snertir,
kemur fólk og horfir. Brosir
útvortis og innvortis, llður
vel, þekkir þær tilfinningar
sem bulla I þessum maka-
lausu og mörgu persónum
sem drengurinn sendir okkur
gegnum tjaldið með hverri
myndinni af annarri.
Allt frá Önnu Hall hefur
leiðin legið upp á við, áleiöis
virðingarstigann. í fyrstu
eimdi eftir af taugaveiklaða
vandræðagripnum sem
hræddist nánast næsta and-
ardrátt. En hann hefur verið á
undanhaldi, fleiri og marg-
brotnari persónur skotið upp
kollinum og Woody sjálfur
hopaö fyrir fjölbreyttari leik-
urum, sem vel að merkja,
hafa margir hverjir blómstrað
undir stjórn leikstjórans
Woody. Hann lætur þá ein-
faldlega leika tilfinningar
fremur en persónur — og fyr-
ir bragöiö hefur margt stein-
runnið andlitið dottið af
gömlum stjörnum sem mætt
hafa til leiks hjá Allen.
Radio Days er nokkuð rök-
rétt framhald af nokkrum slð-
ustu mynda Allens eins og
Hönnu og systrum hennar,
Kairórósinni og kannski
Broadway Danny Rose, þó
þar hafi vitaskuld kveðið við
nokkuð annan og glaðlegri
tón en i þessum þremur verk-
um sem eftir fylgja. Persónu-
sköpun Radio Days er um
margt svipuö og í Hönnu og
systrum hennar, svo og beit-
ing kvikmyndavéla og klippi-
græja, en áferðin og yfirborð-
ið ekki ósvipað mörgum köfl-
um Kairórósarinnar.
Annars er Allen sjálfsagt
lítill greiði gerður með þess-
um samanburði. Radio Days
ervitaskuld sjálfstætt lista-
verk sem vekur fyrst og
fremst upp sætar minningar
um þá góðu gömlu daga þeg-
ar útvarpið var eitt um athygli
fólks. Myndin gerist í miðju
seinna heimsstríði og segir
sögu gyðingastráksins Allen
Stewart Koningsberg sem
elskar sumar útvarpsþætti,
hatar aöra, en sankar þess
utan að sér snjöllum sögum
um útvarp og útvarpsfólk.
Radio Days er Allonsk
heimildarmynd um bestu ár
útvarpsins. Myndin byggist á
frásöguþáttum. Epikin talar
undir þessu dæmalausu
sketsum sem Allen dregur
upp af lífi almúgans i öngv-
um sínum yfir hversdagsstriti
og hversdagsþrám. Þetta er
stuttur og snjall óður til
þeirra möguleika sem útvarp-
ið hafði á árum áður, kannski
full sundurlaus á köflum, það
er að segja uppbyggingin er
óveruleg og myndin stundum
svo laus í sér að óeirð vekur
hjá áhorfenda.
Leikur er allur á einn veg;
einstaklega smekklegur og
mjúkur. Allen hefur hér feng-
ið til liðs við sig marga góð-
kunna leikara úr hans fyrri
meistaraverkum, svo sem
Kiönu Keaton, sem er hér (
litlu og notalegu sönghlut-
verki, Jeff Daniels sem menn
muna úr Kafrórósinni og
Diönu Wieck sem sló svo um
munaöi í gegn i Hönnu og
systrum hennar og fékk Osk-
ar fyrir. Mia er á sinum stað.
Athygli vekur góður leikur
Juliu Kavner og Michel
Tucker ( rullum foreldranna
og Seth Green i hlutverki
stráksa.
Radio Days er stutt mynd.
Þannig geta meistaraverk lika
verið.
FJÖLMIÐLAR
Árni Þórarinsson skrifar trt,
PRENTSMIÐJUDANSKA
Hvað væri islensk fjölmiölun
án dönsku blaðanna? Svar:
Hún væri islensk. Annað
svar: Hún væri snöggtum
fátæklegri.
Viðvarandi vinsældir
danskra vikublaða er eitt —
hvert sérkennilegasta ein-
kenni íslensks fjölmiðlamark-
aðar og um leið llfseigustu
eftirhreytur danska nýlendu-
veldisins hérlendis. Þar kem-
ur hvort tveggja til að íslend-
ingar hafa um áratuga skeið
keypt kynstrin öll af þessum
blööum og svo hitt að (s-
lenskir blaðaútgefendur hafa
boðið upp á staöfærðar stæl-
ingar á dönskum vikublaða-
formúlum. Dönsku blöðin eru
af ýmsu sauöahúsi: í fyrsta
lagi teiknimyndablöð eins og
Andrés Önd sem nú er gerö-
ur út á (slensku en, vel að
merkja, frá Danmörku. í öðru
lagi fjölskyldu- og heimilis-
blöð með jafn viöeigandi
nöfnum og Faniliens Journal
og Hjemmet, þar sem áhersl-
an er lögð á meinlaus
„hjemme-hos“ viðtöl við
þekkta Dani, mataruppskrift-
ir, sauma, leikara og þess
háttar. í þriðja lagi æsiblöð
með berum konum, bllum og
svaðilförum fyrir töffara af
karlkyninu, dæmi: Rapport.
Mitt á milli þessara tveggja
síöartöldu tegunda eru slúð-
ur- og myndablöö á borð við
Billed Bladet og Se og Hör.
íslensku stælingarnar á fjöl-
skyldu- og heimilispressunni
dönsku eru nú liðin tiö. Fálk-
inn varð útdauöur fyrir mörg-
um árum og i haust bárust
þau tiðindi að Vikan, rétt
tæplega fimmtug að aldri,
væri að leggja upp jaupana I
sinni gömlu mynd. í fyrradag
birtist Vikan svo aö nýju og
hefur ekki aðeins hysjað upp
um sig andlitið heldur skipt
um persónuleika: Hún hefur
flutt sig milli deilda I dönsku
stælingunum, — úr huggu-
legu heimilisdeildinni yfir í
slúðurtitrara — deild Se og
Hörs með Islenskum tilbrigð-
um.
Engin eftirsjá er að gömlu
Vikunni. Þeir sem fylgst hafa
með henni undanfarin árvita
að henni fór stöðugt hnign-
andi. Henni tókst ekki að
finna sér stað í breytilegu
landslagi islenska fjölmiöla-
markaðarins, — milli helgar-
blaða I dagblaðsbroti og
tímarita á glanspappír. Engu
var líkara en aöstandendur
hennar hefðu misst trúna á
blaðið. Vikan kom út meira af
gömlum vana en af þörf út-
gefenda og lesenda. Vel má
vera að formiö hefði enn átt
framtíð fyrir sér. En útgefand-
inn treysti sér greinilega ekki
til að fylla út í það. DV-veldið,
Frjáls fjölmiðlun hf., lét þvl
Vikuna frá sér, trúlega fegins
hendi, þegar tilboð barst.
Nýi eigandinn er Þórarinn
J. Magnússon sem um árabil
hefur rekið ásamt félögum
sínum Sam-útgáfuna meö
góðum árangri og gefið út Is-
lenskt Rapport undir heitinu
Samúel og (slenskt Bo Bedre
undir heitinu Hús og híbýli;
hvoru tveggja rit með tryggan
markað. Kaupin á Vikunni eru
hins vegar ekki byggð á
traustum markaði. Þau hljóta
að teljast nokkurt hættuspil.
Erfitt er að sjá að annað hafi
í rauninni verið keypt en úr
sér gengið vörumerki. Nýi út-
gefandinn hefur nefnilega
ekki trúað á Vikuna frekar en
sá gamli. Hiö lotlega heimil-
„Vlkan ar orðln Se og Hör, - íslenskt -
vel að merk|a," skrltar Arnl ÞArarlnsson
m.a. I greln slnnl um Ijölmlðla.
isblað á fátt eitt sameiginlegt
með nýju Vikunni annað en
nafnið. Spurningin er hvort
sá lesendahópur sem gamla
Vikan þó hafði, einkum
nokkrir sauðtryggir áskrifend-
ur, hafi áhuga á þeirri nýju.
Og hefði þá ekki verið heppi-
legra og ódýrara að hreinlega
stofna nýtt blað með nýju
vörumerki? Að mörgu leyti
virðist fýsilegra og auðveld-
ara að vekja áhuga lesenda á
nýju blaði en gömlu. En þetta
mun koma á daginn.
Hitt virðist Ijóst að menn
munu ekki finna framhalds-
söguna sina, smásöguna,
meinlausu „hjemme-hos“ við-
tölin, Póstinn, draumráöning-
arnar og ýmsa fasta liði aðra
á sinum stöðum. Og þótt f
efnisyfirliti standi að Gissur
Gullrass sé þar sem hann
hefur alltaf verið þá er hann
hvergi að finna i blaðinu; aft-
urámóti eru þar Binni og
Pinni, Skuggi, Andrés Önd
og Stina og Stjáni. í staöinn
er Vikan farin að reka nokkuö
æsikennda fréttamennsku
sem gæti flutt hana af stofu-
borðinu oni skúffu. Uppslátt-
armál þessa fyrsta tölublaös
nýju Vikunnareru þannig
grein um lifshættulega of-
neyslu jurtafitu á Islenskum
heimilum og heldur sjúskuð
frásögn af fjölskylduharmleik
um kynferöislega misnotkun
stúlkubarns, — dansks, vel
að merkja, — sem flúöi af
Unglingaheimilinu I Kópavogi
f sumar. Innanum og saman-
við þessa samsetningu has-
arblaðs og heimilisblaös er
svo allra handa smælki úr
heimi skemmtanalífs, popps,
tísku, íþrótta og jafnvel
menningar, auk sérstaks út-
varps- og sjónvarpsvlsis. Þótt
reynt sé að höfða vítt og
breitt er Ijóst að Vikan veðjar
mest á slúðurmarkaðinn;
þannig birtir hún til dæmis
nafn íslensks guöfræöings
sem dæmdur var fyrir fikni-
efnasmygl, — í Danmörku,
vel að merkja.
Vikan er oröin Se og Hör,
— islenskt, vel að merkja. Óg
hvaö sem smekk manna á
þeirri formúlu llður er komið
lifsmark f dauðvona vöru-
merki. Vikumenn þurfa hins
vegar að laga eitt og annað
til þess að fullnægja Se og
Hör-kröfum. Þar rlður mest á
að laga myndprentun I svart-
hvitu sem er afleit; blöð af
þessu tagi sem leggja mikið
upp úr myndmergðinni geta
ekki leyft sér hálfkák i þeim
efnum. Þetta og sitthvað
fleira, eins og forslða sem
mest likist auglýsingu fyrir
stórmarkað, flokkast vafa-
laust undir byrjunarörðug-
leika.
Hvað væri islensk fjölmiðl-
un án Vikunnar? Svar:
Dönskuskotnari.