Alþýðublaðið - 24.10.1987, Síða 20

Alþýðublaðið - 24.10.1987, Síða 20
20 Laugardagur 24. október 1987 ALÞÝÐUBLAÐIÐ AÐ TJALDABAKISTJÖRNUSTRÍÐSINS Ingólfur Margeirsson skrifar 3. Grein VOPNAFRAMLEIÐENDURNIR Geimvarnaráætlun Bandaríkjanna — SDI (Strategic Defense Initiative), oft nefnd Stjörnustríð Reagans forseta, er og verður ein umdeildasta hernaðarákvörðun Bandaríkj- anna á síðari árum og hefur valdið miklum usla í alþjóðlegum stjórnmálum. Nýverið ferð- aðist ritstjóri Alþýðublaðsins um þver og endilöng Bandaríkin, heimsótti helstu staði sem tengjast áætluninni og ræddi við ráða- menn, vísindamenn og vopnaframleiðendur. Tvær fyrri greinar birtust laugardagana 10. okt. og 17. okt. s.l. Los Angeles (Alþýöublaðiö) „ Við höfum gert 43 mismunandi samn- inga við Bandaríkjastjórn um rannsóknir á geimvarnarvopnum með framleiðslu í huga. Þessir samningar hljóða alls upp á 582 milljónir dollara. Og hvers vegna erum við að þessu? Vegna þess að viljum leggja okkar að mörkum til að mœta kjarorku- vopnauppbyggingu Sovétmanna og auka öryggi Bandaríkjanna og bandamanna þeirra. “ Þetta segir doktor Michael I. Yarym- ovych, aðstoðarforstjóri geimvarnardeildar Rockwell-samsteypunnar. A Iþýðublaðið hitti hann að máli í dauflýstu stjórnar- herbergi aðalstöðva fyrirtœkisins í Los Angeles. Einn mikilvægasti hlekkur geimvarnaráœtlunar Bandaríkjanna eru fyrirtœkin. Þar liggur þekkingin, fjár- munirnir og tœkniþróunin. Stœrsti hluti vísindamannanna vinnur hjá stórfyrir- tœkjunum. Það má því segja að stjörnu- stríð hefjist og Ijúki hjá vopnaframleiðendum. Rockwell-fjðlþjóðafyrirtaeklð rannsakar nú framjeiðslu á vopnapalli i geimnum sem sendir Irá sér litlar flaugar sem skjóta nlöur kjarnaodda I hugsanlegu stiornustriói. Rockwell er eitt þeirra fjöl- mörgu, bandarísku stórfyrir- tækja sem tóku viðbragö eft- ir aö Reagan Bandaríkjafor- seti hélt svonefnda stjörnu- striðsræöu sína í marsmán- uöi 1983. Likt og önnur her- gagnaframleiðsla fyrir Banda- ríkjastjórn, þýddu nýjar geim- varniraukin tækifæri fyrir vopnaframleiðendur. Þetta nýja kapphlaup fyrirtækjanna um hugmyndirog samninga, var þó dálítið óvenjulegt. I fyrsta lagi var ekki öllum Ijóst hvernig geimvarnir litu út eða hvaða vopn átti að hanna á teikniborðunum. í öðru lagi er fyrsta stig geim- varnaráætlunarinnar aðeins byggt á rannsóknum. Fram- leiðslan sjálf sem gaf stóra ávinninginn var hins vegar brot á gagnflaugasamningi stórveldanna. Blóðug samkeppni En allt frá 1983 hafa hug- myndirnar um geimvarnar- vopn þróast og nú eru rann- sóknir og minni háttar til- raunir með slik vopn í fullum gangi. Samningarnir milli fyr- irtækja og hersins hafa einn- ig tekið á sig fastari mynd, þótt auðvitað sé samkeppnin i fullum gangi fyrirtækjanna á milli að hreppa hagstæð- ustu samningana. „Þettaer blóðug samkeppni," sagði deildarforstjóri eins fyrir- tækisins við mig. Árlega ver Bandaríkjastjórn um 3.5 milljörðum dollara til geimvarnaráætlunarinnar. Reagan forseti hefur ítrekað reynt að hækka þessa fjár- hæð en þingiö hefur ávallt brugðið fyrir hann fæti. Upphæð þessi skiptist á milli fyrirtækja (sem framleiða vopn, skynjara, radara og önnur tæki sem eru i þróun áætlunarinnar), rannsókna- stofa rikisins, háskóla, stjórnarstofnana og annarra. Lang stærstum hluta þess- arar fjárhæðar, eða rúmlega 60 % er variö til fyrir- tækjanna. Alls er því varið rúmlega 2 milljöröum dollara (af 3.5 milljörðum dollara alls) til fyrirtækjanna árlega. Það eru um 82 milljarðar (sl. króna. Þettaeru talsverðir peningar til að bítast um, en i rauninni smápeningar meðan vopnin eru á rann- sóknarstigi. Ég heimsótti 7 fyrirtæki, vítt og breitt um Bandaríkin sem náð hafa samningum við Bandaríkjaher um rannsóknir, þróun og hugsanlega fram- leiðslu á geimvarnarvopnum. Þau voru Raytheon og Mitre i Boston, Lockheed-verksmiðj- urnar i Sunnuyvale, Kali- forníu, Boing-verksmiðjurnar í Seattle, Hughes-verksmiðj- urnar i Los Angeles, og TRW og Rockwell i Los Angeles. Ég sat í dauflýstum stjórnar- herbergjum og hlustaði á for- stjóra og sérfræðinga fyrir- tækjanna útskýra þátttöku sfns fyrirtækis i geimvarnar- áætluninni, ræddi einslega við yfirmenn og sérfræðinga i hádegisverðarboðum og hanastélsmóttökum að lokn- um vinnudegi og hlýddi á ýmis sjónarmið manna sem þeir bæði vildu láta hafa eftir sér og ekki. Þessi grein er tilraun til að taka saman þátt fyrirtækjanna i geimvarnar- áætluninni. Sú tilraun er byggð á persónulegu mati mínu eftir heimsóknir i fyrir- tækin og viðtöl við fjölmarga yfirmenn þeirra. Byggt á fyrri reynslu Flestöll fyrirtækin hafa áður gert samninga við Bandarikjaher um framleiðslu á hergögnum. Þannig lifir Hughes flugfyrirtækið á hergagnframleiðslu eða um 90 % af framleiðslu fyrir- tækisins. Mörg þeirra hafa þróað árum og jafnvel ára- tugum saman tækni sem nýt- ist þeim í kapphlaupinu um samninga í stjörnustrlðs- áætluninni. Til að mynda fyrirtækið Raytheon, sem lengi hefur þróað skynjara og radara. Boing-verksmiðjurnar framleiða flugvélar eins og allir vita, og hafa þar að auki þróað flugvélar búnar hátæknibúnaði til eftirlits og njósna eins og AVACS- vélarnar. Það lá því í hlutarins eðli að þeir náðu samningi um eftirlitsvélar á lokastigi kjarnorkuvopnaárásar, sem skynja árásarodda sem sleppa gegnum gufuhvolfið. Sú vél heitir reyndar AOA (Airborne Optical Adjunct) og er venjuleg Boing 767 með óvenjulegri yfirbyggingu sem geymir skynjara, radara og tölvubúnað. Til margs aö vinna Fyrirtækin missa mörg hver framleiðslu á hefð- bundnum vopnum og skammdrægum kjarnorku- flaugum við nýja afvopnunar- samninga. Ótryggur markað- ur gerir það að verkum að vopnaframleiðendur eru stöð- ugt með augun hjá sér ef nýj- ungar berast frá Hvíta hús- inu. Geimvarnaráætlunin var því mikilvægt startskot, þótt framleiðsla slíkra vopna sé enn ekki leyfileg samkvæmt gagnflaugasamningnum. Jafnframt þvi að tryggja sér samningavið rannsóknir, tryggja fyrirtækin sér samn- inga um framleiðslu á siðara stigi áætlunarinnar. Þátttaka í geimvarnaráætluninni þýðir ennfremur þátttöku í geim- iðnaði sem er að öllum lík- indum næsta bylting iðn- tækni og atvinnuþróunar. Það mætti kannski orða það svo að geimurinn væri næsta, óunna heimsálfan sem býr yfir ótæmandi auð- lindum og rannsóknarefnum. Og síðast en ekki síst gera samningar við Bandaríkjaher það kleift að setja á stað rannsóknir sem nýtast fyrir- tækjunum, hvort sem verður af geimvörnum eða ekki. Hliðaruppgötvanir nýtast bæði í geimiðnaði og hefð- bundnum iðnaði og sérstak- lega á þetta við tölvuþróun. Með öðrum orðum: Banda- ríkjaher greiðir óbeint fyrir almennar rannsóknir fyrir- tækjanna. Það er því til margs að vinna. Markmiðið: Ódýrt og létt Fyrirtækin spila því með í geimvarnaráætluninni. Stóru peningarnir eru ekki enn farnir að rúlla inn meðan vopnin og varnarkerfið er á rannsóknarstigi. En um leið og framleiðsla hefst, fer stóra lottóið í gang. Sumir telja að framleiðsla sliks kerf- is sé svo óhemju kostnaðar- söm aö Bandarikin ráði ekki við þær upphæðir. Þess vegna er mesta áherslan lögð á tvennt í rannsóknum fyrir- tækjanna á geimvörnum: Kerfið verður að vera sem allra ódýrast í framleiðslu og einstakir hlutar þess verða að vera sem minnstir og létt- astir svo hagkvæmt og auð- velt sé að skjóta þeim út í geiminn með sem minnstum tilkostnaði. Geimvarnardeildir Flest þau fyrirtæki sem náð hafa fótfestu í samning- um við herinn, hafa sett á stofn eigin geimvarnardeildir í fyrirtækjunum. Rockwell- samsteypan, sem framleiðir allt frá öxlum og bremsum í bíla,og prentvélum upp í raf- eindabúnað í eldflaugar, B1B sprengjuvélar og vélar i geim- flaugar, (t.d. geimskutluna), hefur steypt geimvarnarmið- stöð sinni saman úr geim- deildinni, flugdeildinni, og rafeindadeiidinni. „Geimvarn-

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.