Alþýðublaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 6
6
Mióvikudagur 16. desember 1978
sem snýr sjálfa sig niöur og
hefur þó engan andstæðing
nema eigin spegilmynd.
Guðmundur Andri Thors-
son sagði í sjónvarpi aö
Kaldaljós væri „þjóðlegur
fróðleikur". Hvað finnst þér
um það?
Hann sagði eitthvað á
þessa leið. Mér fannst það
ekki annað en gaman. Það að
Islensk saga hafi I sér fólg-
inn þjóölegan fróðleik er ekki
nema gott mál og skemmti-
legt. Og llka satt I Kaldaljósi.
Hann sagði líka að þú
sýndir kjark að þora að hafa
ris i enda beggja helminga
sögunnar. Fannst þér það út-
heimta kjark?
Ég man nú ekki hvað hann
sagði nákvæmlega en skildi
það þannig aö á einhverjum
tlma hafi höfundar fælst að
hafa ris I sögum. Ris i sögu
kemur kjarki ekkert við, alls
ekki, það tilheyrir byggingu
hennar. í Kaldaljósi haldast
tvö ris I hendur. Og ég tók á
honum stóra mlnum þegar
ég lauk við þessa byggingu.
Á skáldsagnamarkaðnum
vekur kannski tvennt athygli:
margar konur og mörg Ijóð-
skáld. Kanntu eínhverja skýr-
ingu á þessu?
Markaðurinn stjómast ekki
af dulrænum öflum. Markaðs-
öflin eru skýr og Ijós þótt á
þeim sé stundum lltið geðs-
leg skýring. En af hverju
margar konur og mörg Ijóð-
skáld? Þvl get ég ekki svarað
nema kannskl I langri ritgerð
og henni leiöinlegri. En mér
finnst allt I lagi að menn átti
sig nú á þvi, þegar þeir kasta
mæðinni eftir hlaupin að
konur sem senda frá sér
bækur eru mun færri en karl-
ar en þær hafa fengiö meiri
athygli og hvort á þvi er dul-
arfull skýring eða Ijós veit ég
hreint ekki.
Veistu, að ég held annars
að þessi spurning sé efni í
langan og fróölegan þátt I
sjónvarpi. Þú ættir aö varpa
henni aö ráðamönnum rlkis-
útvarpsins og athuga hvort
þeir kippist ekkl við. Þeir
hafa á þessu skoðun. Það er
ég viss um.
Og þetta með Ijóðskáldin.
Ég veit ekki hvort sú fullyrð-
ing stenst frekar en hin, ef
vel er taliö. Ég held að
minnsta kosti aö sú kenning
sé röng, að Ijóðaskáld vindi
sér yfir I skáldsagnagerð til
að þjóna duttlungum for-
leggjara eins og ég heyrði
einhvers staöar.
Sú skýring hlýtur að vera
nærtækari að sum Ijóðskáld
hafi eitthvaö aó segja sem
þau telja aö komist frekar til
skila I skáldsögu en Ijóði.
Menn ættu aö (huga þá skýr-
ingu og um leið nauösyn
þess að sýna vinnandi fólki
virðingu þegar um það er
fjallað opinberlega. Rithöf-
undar eru nefnilega vinnandi
fólk þótt vinnutlmi þeirra sé
ekki lögbundinn og einn og
samur. Þaö ætti ekki að
gleymast. Ég er oröin leið á
sleggjudómum og virðingar-
leysi gagnvart listinni. Þeir
eiga ekki víð. Þeir eiga hvergi
við.
Þetta meö konurnar. Eiga
þær kannskl auðveldara meö
að komast að núna? Eru
konubækur í tisku?
(Nú brosir Vigdls dálltið
glannalega og hellir kaffi I
bollann sinn en býður mér
ekki. Ég læt mér ekki segjast
og fæ mér sjálfur).
Nú ertu kominn enn inn á
sjónvarpsþáttinn.
Eitt er vlst að það er að
minnsta kosti auðveldara
fyrir konur nú en áöur. Jafn-
réttisbarátta, barátta skáld-
kvenna og ýmissa bóka-
manna fyrir tilverurétti kon-
unnar I bókmenntum hafa
auðvitaö haft mikil áhrif.
Þetta hefur verið bókmennt-
unum ómetanlegt. Bækur
kvenna og karla verða auð-
vitað að vegast á sömu vog-
arskálum. Og trúum þvl að
það sé gert. Vonum það. En
kannski ættu þeir sem
stjórna vogarskálunum aö
svara svona spurningum.
Já, ég held að þeir ættu
bara aö gera það.
Og varðandi konubækur!
Æi, ég skil bara ekki orðiö.
Og svo skil ég ekki tlskuna
heldur. Og núna skil ég ekki
orðið karlabók. Og það sem
meira er, ég kæri mig ekkert
um að skilja svona orð. Mér
finnast þau beinagrindur og
mér leiðast beinagrindur.
Vigdís, við erum vist af
fyndnu kynslóðinni, eða
svona aftarlega á henni.
Erum við af henni? Ertu
viss?
Það hef ég heyrt. En þú ert
samt ekkert fyndin...
Er ég ekkert fyndin?
Ég meina, þú ert frekar
alvarlegur rithöfundur. Þér er
mikið niðri fyrir.
Sko, ég hef aldrei heyrt um
heila kynslóð sem hefur eitt-
hvert eitt sérkenni. Það er
bara misskilningur. Og þess
vegna hefur engin kynslóð
rithöfunda rottað sig saman
og ákveöið leynilega að vera
fyndin. En svo er þaö óllkt
mál að sumir rithöfundar
nota fyndnina að vopni og
tekst vel. Auðvitaö skrifar
enginn til lengdar fyndninnar
vegna. Það væri yfirborös-
mennska og stöðnunin fylgir
henni. Ég trúi ekki á yfir-
borðsmennsku. En vittu eitt.
Að ef fólki finnst texti höf-
undar fyndinn, þá er það bara
gott, kannski höfundi hafi þá
tekist aö hlæja sig inn á les-
endur. Það er ekki öllum
lagið. Fyndnin er lúmsk.
Menn ættu ekki að gera lltiö
úr þeirri list. Alvarlegir rithöf-
undar eru oft fyndnir. Þúsund
dæmi sanna það. Og þeím er
llka oft mikið niðri fyrir. Önn-
ur þúsund dæmi sanna það.
Ég er ekki fyndin nema
tvisvar I viku. Og það er llka
allt I lagi. En þó svo sé þá
vonast ég til að fólk finni til
húmors Grlms. Ég geri þaö.
Það geri ég lika...
En samt sagðirðu áðan aö
ég væri ekkert fyndin.
Ég meinti það ekki þannig.
Þú ert mjög fyndin.
(Nú verður dálltiö vand-
ræðaleg þögn. Við fáum okk-
ur bæði meira kaffi, ég helli I
fyrir Vigdfsi, og viö kveikjum
I enn einni slgarettu. Vigdls
blæs reyknum þóttalega út I
loftió og fer svo aö hlæja.)
Vigdís, viltu lýsa dæmi-
gerðum rithöfundardegi
þínum?
Ég hef aldrei lifað dæmi-
gerðan dag. Þaö er ævinlega
eitthvaó I hverjum degi sem
kemur á óvart. Og dæmigerð-
ur rithöfundadagur minn er
ekki til. Stundum skrifa ég
eins og skepna I marga daga
samfleytt og án þess að sofa
og stundum skrifa ég ekkert.
Ekki staf. Ekki punkt.
Svona verö ég að haga
þessu af þvl aó ég er engin
reglumanneskja og hef aldrei
getaö veriö þaö hvernig sem
ég hef reynt.
Eiga rithöfundar að hafa
sérstakt hlutverk, eins og tré-
smiðir smíða og strætóbíl-
stjórar aka okkur á milli
staöa? Eða eru kannski rit-
höfundar mest að skemmta
sjálfum sér?
Rithöfundar eiga ekki neitt
I þessum skilningi. Þeir
ákveða þetta meö sjálfum sér
um leið og þeir skemmta
sjálfum sér meö skrlfum sln-
um þvl það hljóta þeir að
gera, jafnvel þótt skriftirnar
séu þeim kvöl stundum, svo
skringilegt sem það kann að
virðast. Sumir rithöfundar
segjast eiga erindi við fólk,
aörir ekki. Ég virði hvort
tveggja. Ég vil eiga erindi við
fólk og skipa mér á bekk
þeirra sem smlða báta, brýr
og hús og þeirra sem aka
fólkl milli staöa, verða erind-
ismaður. Ætli það geti ekki
veriö?
Ertu að spurja mig?
Nei.
Til hvers ertu þá að skrifa?
Ég myndi sennilega fá
bágt fyrir svarið við þessari
spurningu ef þetta væri próf.
Svarlð er nefnilega hvorki tor-
rætt né merkingarþrungiö.
Það er einfalt. Eg skrifa fyrir
mig og aöra. Og mér er það
nóg ástæða.
Eg hef oft sagt að mér
finnist ég vera heppin aö fá
að vinna við það skemmtileg-
asta sem ég geri, þvl um leið
verður vinnan leikur og hvað
er hægt að hugsa sér betra?
Ég vildi óska að fleiri fengju
sllk tækifæri.
Viðtal: Elrlkur Brynjólfsson.
Mynd: Róbert.
Ég nenni ekki að vera með neinn
væl en ég held að fáir rithöfund-
ar á íslandi lifi á skrifum sinum.
Marglr reyna en fáir geta það. Ég
reyni.