Alþýðublaðið - 16.12.1987, Page 15

Alþýðublaðið - 16.12.1987, Page 15
Miðvikudagur 16. desember 1978 15 SKEMMTILEGASTAR" Börnin á Litluhlíö dœma barnabœkur Fyrir þessi jól, eins og endranær, kemur út fjöldi barnabóka. Að vísu virðist oft áður hafa verið meira úrval barnabóka en að öllu saman- lögðu ættu börn að finna eitthvað við sitt hæfi i þessu voðalega bókaflóði. Við brugðum á það ráð að láta börnin sjálf meta bæk- urnar í stað þess að láta full- orðið fóik segja til um hvað hentaði börnum best. Allar barnabækur sem blaðinu bárust, því miður sáu ekki allir útgefendur sér fært að vera með, voru sendar börnunum á skóladagheimil- inu Litluhlíð en börnin þar eru á aldrinum 5-8 ára. Fóstr- urnar lásu síðan fyrir börnin og börnin lásu sjálf og gáfu blaðamönnum síðan skýrsl- urnar sem hér birtast. Lengri bækurnar voru framhaldssögur og Jólagraut- urinn var lesinn í ferðalagi í Heiðmörk og var andrúms- loftið þar mjög í vil búálfa- sögum. Og hafi einhver haldið að börn gætu ekki verið dómar- ar um bækur sínar verður hann skjótlega að skipta um skoðun. Börnin ritdæmdu af mikilli leikni og áhuga. En vegna þess að áhuginn varð stundum kurteisinni yfir- sterkari gripu börnin hvert fram í fyrir öðru og botnuðu setningar hvert fyrir annað. Við ákváðum þvi að birta samræður þeirra og frásagnir óbreyttar. Kann að vera að rit- dómarnir verði ruglingslegir og lítt hefðbundnir fyrir bragðið en þeir verða sannir því börn skrökva ekki. Börnin heita: Aðalbjörg, Andri, Davíð, Davíö J., Dýrleif, Eiríkur, Freyja, Gísli, Guðni, Guðrún,_Hervör, Héðinn Þór, Jómar, Olafur, Svavar og Þóra. Við kunnum þeim og fóstr- unum Margréti, Heru og Gróu, bestu þakkir fyrir vel unnið verk. SNATI STÓD Á HAUS... Kuggur eftir Sigrúnu Eldjárn Forlagið 1987 — Kuggur er skemmtileg- asta bókin. Það er strákur, það er hann Kuggur, og hann er nýfluttur og þá hittir hann gamla konu og hún hefur fundið eitthvert dýr. Litli græni kallinn, hann er mosa- blesi en Kuggur stakk upp á að kalla hann Mosa. Gamla konan er Málfríður en hin er mamman, hún á mömmu sem er ennþá meira gömul. — Hún er alltaf í þessum kjól. En Málfríðurog Kuggur eru i alveg eins skóm, nema Kuggur er í grænum. — Mosi er ógeðslega sterkur. Hérna er hann að lyfta rosa snjóbolta. Hann er aleinn að lyfta svona snjó- bolta. Og svo fóru þau í snjó- boltakast og þá bjuggu þau til snjókall og mamman þurfti að vera fyrirsæta. Og slðan komu krakkar og stríddu þeim og fóru að henda snjóbolta en hún bjó bara til snjóbolta. „Bestu bækurnar eru fyndnar og skemmtilegar.“ — Hún er æðislega skemmtileg. — Það var einu sinni hér, manstu, æ, hvað var það, snjóboltavélin. — Það var frábært. Maður notar snjóboltavél til að búa til snjóbolta. Það var svona ryksuga, svo sneri Kuggur og það komu vettlingar sem hnoðuðu snjóboltaog hentu strax og þeir voru búnir að hnoða. Mérfannst soldið spennandi hvernig svona snjóboltahnoðunarvél mundi virka. — Það er líka önnur vél í sveitinni. Hérna á að slá og hérna á að safna saman hey- inu, hérna átti að mjólka belj- urnar, nei, hérna á að snúa og safna heyi fyrir aftan og Mosi fer með það heim á bæ. Hérnatekurðu eggin hjá hænunum og hérna gefurðu hænunum og það er líka hægt að gefa hænunum hérna og svo er hérna til að mjólka beljurnar og skrifa grein í bæjarblaðið eða eitt- hvað. Síðan eldar hún bara kjöt fyrir þau eða fisk eða eitthvað. — Það eru öskuhaugarnir fyrir aftan og Málfríöur er svo klár að búa til allskonar vélar úr drasli og dóti. Hún bjó til úr öllu þessu. — Þetta er ofninn. — Hérna er ofninn skær, alveg hvítur. — Mosi er svo sterkur, hann hjálpaði til. — Síðan fóru þau í skól- ann og hún átti aö lesa sögu. Hún fór með i skólann, hún Málfríður, það er gömul kona, og hún átti að lesa. Og hún las: Snati stóð á haus útí miðjum drullupolli og það kom önd. — Nei, svanur! — Og beit hann í rassinn. Og svo fóru þau eitthvað á Grísastaði og hún bjó til vél og hún, bara vélin var alveg svona, hún gerði allt. — Nei, ekki Grísastaði, heldur eitthvað tá. — Grísatá. — Já, Grisatá. Og mér finnst stundum í skólanum, þegar þau fóru eitthvað svona og hann klæddi sig í skinkuna, hann Mosi, hann hafói ostinn fyrir skinku. — Skikkju! Heldurðu að maður sé með einhverja skinku hérna á bakinu! — Bókin er svo fyndin. Þetta eru fyndnar sögur og trúður sem hoppar og skopp- ar. Konungssonurinn var ung- ur og núna er hann orðinn eldgamall. Prinsinn var fangi í nokkur ár. Hann er með svona langa, langa fléttu. Hann var búinn að safna til að hún gæti hjálpað honum niður. — Hann var í fangelsi. — Manstu, svo kom Mosi og var að leika við drekann. Siðan fór drekinn að grenja þegar Mosi fór. Hann er líka búinn að ráöa við dreka. — Og þeir voru bara aö leika sér, drekurinn og hann. Hann er rosalega skemmti- legur. Síðan renndu þau sér bara niður fléttuna. — Kerlingin sagði söguna svo vitlaust út af því aö hún sneri bókinni á hvolf. Hún sagði: Er þetta einhver kín- verska eöa hvað? Hún sagði: Snati stóð á haus úti miðjum drullupolli. Þá kom önd. — Gæs. — Og beit hann í rassinn. — Bókin er öll full af myndum. — Þetta var skemmtileg- asta bókin. ÆDISLEGA SPENNANDI BÓK Olla og Pési eftir Iðunni Steinsdóttir Almenna bókafélagiö 1987 — Hún er um strák og stelpu. Olla það er stelpa sem, æi, það er einhver kona sem var ráðskona hjá þrem mönnum og svo fór hún og skildi barnið sitt eftir og einn þeirra átti að vera mamman og einn þeirra átti að vera pabbinn og einn átti að vera afinn. Og svo ólst hún upp og svo var hún orðin tiu ára og svo stálust þau útí Viðey og það voru einhverjir þorpar- ar sem vildu ekki taka þau heim og þau misstu af bátn- um. Þau vildu ekki hringja í mömmunaog pabbann. — Þegar þau voru útl Við- ey. — Þau misstu af bátnum. Og svo fór sko Pési með ein- um þorparanum, hann stald- ist með bátnum og þorparinn fór með hann til lands, og fór heim til Gísla og náði I pass- ana og sagði þeim að Olla væri útí Viðey og svo fóru þeir að leita og svo fóru þeir með þorparanum. — Nei, svo voru þau alltaf „MÉR FINNST ALLAR

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.