Alþýðublaðið - 16.12.1987, Page 16

Alþýðublaðið - 16.12.1987, Page 16
16 Miðvikudagur 16. desember 1978 að reyna að finna þorparann og fóru svo með hann á lög- reglustöðina. — Manstu eftirSkálda, hann er frábær! Hann les bara óþekktarsögur. Hann býr til Ijót orð og skrifar þau. Og strákurinn þarna, hann Pési, hann er svartur. — En manstu þegar Olla sagði: Þú ert svo skítugur. Nei, ég fór f bað í gær. — Nei, hann sagði: Ég er nýbúinn að þvo mér. — Gísli er mamman. Og, æi, hvað hét hann aftur? — Bessi er pabbinn. Og, og ég man ekki hvað hinn hét. — Nei, ég held að Bessi hafi verið afinn. — Nei! Eða jú, það voru þrír Bessar. Einn Bessi var pabbinn og einn Bessi sem var afinn. — Þetta er æðislega spennandi bók. Við vorum að drepast úr spenningi. — Olla og Pési er skemmtileg af því að krakk- arnir eru svo skemmtileg. Bestu bækurnar eru fyndnar og spennandi. — Þaö er gaman að svona klukkubókum. Ef að klukkan væri nú svona þúsund mínút- ur yfir ellefu. Þá mundi hún fara í marga hringi, svona. Kúkú—kúkú—kúkú! LEGGUR, ÞAO ER SVONA BEIN Leggur og skel eftir H.C. Andersen og Jónas Hallgrímsson Svart á hvítu 1987 — Mér finnst ekki Leggur og skel voðalega skemmti- leg. Þetta er leggur og skel, það er hægt að leggja svona aftur. Hún er um, það lekur. Það lekur úr skelinni. — Neineinei, það er bara leggur. Það er leggur, það er svona bein. — Skelin, það vildi enginn vera vinur hennar. Og svo var hún gleymd úti á grasi, hún var blá. Og leggnum var hent út á haug og svo fann vinnu- kona legginn og hún vildi endilega mála hann grænan og setti spotta utan um hann. Svo týndist hann og það var alltaf leitað að hon- um. Þau fundu hann ekki neins staðar. Svo fann vinnu- konan hann aftur, hún sagði bara: Þarna er leggurinn minn. Hun tók hann bara og fór með hann eitthvert. — Mér finnst hún spenn- andi. Það er svo spennandi að gá hvað verður um skel- ina, nei, legginn. Það er svo spennandi hvort þau finna hann. SPENNANDI EN DÁLDIÐ SORGLEG Saga af Suðurnesjum eftir Jóhannes úr Kötlum Mál og menning 1987 — Þetta er um strák sem fór þarna að veiða og svo datt hann i sjóinn til systur sinnar. Hún var líka búin að detta í sjóinn. Þetta er rím- bók. Það er bara gaman að lesa Ijóð. — Eins og hann var alltaf að hlæja en svo hætti hann að hlæja þegar systir hans datt í sjóinn. — En mér finnst svo skrýt- ið, þau komust alveg upp úr sjónum. — Það var einhver selur, hann andaði inní þau svo þau gátu lifað í sjónum. — Og svo synti hann með þau upp i fjöru og svo fór systir hans aftur og æi, og var að tala við selinn. Og svo var pabbinn alltaf að veiða og svo veiddist enginn fiskur og hann fór útí sjó. — Nei, það veiddist eng- inn fiskur um jólin og þau fengu laxa, tvo dauða laxa, ÉG HEF LESID MILLJÓN BÆKUR UM BÚÁLFA Jólagrauturinn eftir Sven Nordkvist Forlagið 1987 — Mér finnst ekki góður jólagrautur! — Hún er frábær. Þetta er um búálfana. Og jólasveinn- inn kom. Jólasveinninn kom bara í húsiö. Þeir ná í graut- inn sem er settur út en eitt kvöldið gleymdu þau grautn- um og þá fóru þeir bara að ná i grautinn. Þeir þjóta upp skápinn. — Það eru stigar þar. Þeir eiga heima í skápnum, þess vegna eru stigar þar. — Ég hef lesið milljón bækur um búálfa en þeir eru ekki til. Ég hef ekki gáð í skápinn. Eg sáeinu sinni mús í skápnum. — Ætli það hafi ekki bara verið hamsturinn þinn! — Nei, mýs eru gráar en ekki hvítar eða brúnar. — Ég átti hamstur með frænku minni, en hann dó. — Þetta eru álfar og síöan fóru þeir til að sækja grautar- skálina hans pabba af því þau gleymdu að setja graut- inn. Þeir reyndu að plata kall- inn til að fara og mamma sagði að ein kindin væri hérna föst í girðingu. Mamma finnur allt á sér. Hún fann að fólkið myndi gleyma hérna að setja grautinn. „Þetta er um strák sem fór aö veiða og svo datt hann í sjóinn til systur sinnar.“ — Hún er æði. — Hún er mjög mjög spennandi. Þau voru að halda jól, jólasveinarnir eða ein- hverjir, og þau gáfu alltaf liltu búálfunum jólagraut með sér, bara á litlum diski. En svo einu sinni ein jól, þegar þau voru að borða jólagraut, þá gleymdu þau að gefa búálf- unum graut þannig að búálf- arnir bara fóru og náóu sér í skeið eða eitthvað og létu í lítinn disk smá jólagraut og þá komu þau og vöknuðu við að klukkan hætti að slá og þá sá eitthvað af litlu börnun- um búálfana, og sagði pabba og mömmu. Þau sögðu þeim alveg hvernig það var, þau sögðu þeim alveg að þau höfðu séð en pabbi eða mamma trúöu þeim ekki en svo sáu þau búálf, lítinn. Þau fengu graut og hlupu með hann þar sem þau áttu heima, þau áttu heima í hús- inu hjá þeim. Þau höfðu get- að farið þarna upp og átt heima þarna upp á lofti. Og svo bara þegar þau voru búin að ná í jólagrautinn þá voru jól hjá þeim. — Mamma lét smjörklessu og þá sá stelpan mömmuna, hún lét smjörklessu hérna í og svo hlupu þau burt með jólagrautinn. Og hérna sáu þau að þau höfðu gleymt að láta jólagrautinn og svo varð allt gott hjá þeim og þau fóru öll að sofa, búálfarnir og allir. HANN ER ALLTAF SVO SKEMMTILEGUR Paddington á flugvellinum eftir Michael Bond Örn og Örlygur 1987 — Hann er hérna á flug- vellinum, hann ætlaði á sól- arströnd. Hann lét töskuna sina hér en hljóp síðan bara á eftir henni. Og síðan rann hún hér út og fór hér inni ferðabílinn og Badminton fékk far til aö fara til Ítalíu eða eitthvað og hann var með fulla tösku af samlok- um. — Það er hægt að opna svona dyr. — En ekki þar sem tösk- urnar eru. Það er ekki hægt að taka töskurnar. — Jú, það er hægt að rífa þetta svona út, það kemur önnur taska á endanum. — Bókin heitir Badminton á flugvellinum. — Mér finnst líka Padding- ton á flugvellinum skemmti- leg. Hann vildi ekki láta tösk- una sína hjá hinum töskun- um og hann fór bara á eftir henni. Hann fór á færibandi. Hann fékk sérstaka aðstoð til að komast inn í vélina svo hann færi ekki í vitlausa vél. Já. Og svo spurðu þau: Hvernig komstu hingað? Og hann sagði: Ég fékk sérstaka aðstoð. Hann var að fara til útlanda. — Til Frakklands. — Það voru eiginlega bara samlokur í töskunni, hann vildi ekki láta týna samlokun- um sínum. Hann sagði: Gott að ég merkti töskuna mína vel, annars gæti ég týnt öll- um samlokunum. — Hann er alltaf svo skemmtilegur. KLUKKUSTJÓRI ALGJÖR Paddington og klukkan eftir Michael Bond Örn og Örlygur 1987 — Hann á að læra á klukk- una. Hann á svo mikið af klukkum. Hann er bara klukkustjóri algjör, svona maður sem stjórnar öllum klukkum í heiminum. Hér sýnir hún hvað klukkan er. — Bókin er skemmtileg. Það er svo mikið af klukkum. — Ekkert mikiö. Það þarf að hugsa og fletta áður en bækur eru dæmdar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.