Alþýðublaðið - 16.12.1987, Page 21

Alþýðublaðið - 16.12.1987, Page 21
Miðvikudagur 16. desember 1978 21 BÓKMENNTIR Sigríður Tómasdóttir skrifar BÓK UM MÓÐURÁST Álfrún Gunnlaugsdóttir: Hringsól Mál og menning 1987. Þriðja skáldsaga Álfrúnar Gunn- laugsdóttur er komin út. Áður útkomn- ar bækur hennar „Af manna völdum" og „Þel“ vöktu báðar verðskuldaða at- hygli fyrir vönduð vinnubrögð. Sá sem væntir jafn vandaðra vinnu- bragða frá hendi Alfrúnar verður ekki svikinn af nýjustu bók hennar „Hring- sól“. Hún fjallar í sjálfu sér ekki um svo stórkostlega atburði, heldur er efnismeðferðin svo einstök að hún skipar bókinni í flokk með bestu bók- menntum sem undirrituð hefur lesið. „Hringsól segir frá ævi konu. Hún fæðist i ótilteknu þorpi við sjó. Vegna erfiðleika föður hennar er hún send í fóstur til efnafólks sem reynist ekki ekki illa í veraldlegum efnum. Það fæðir hana og klæðir og veitir henni húsaskjól. Þó ræður efnafólkið ekki við að gefa henni það sem hún má síst án vera — ástina. Ástleysið stendur stúlkunni fyrir þrifum og mót- ar allt lífsferli hennar. Aðalpersónan er ekki sú eina sem þjáist af ástleysi heldur á það jafnt við um aðrar per- sónur sögunnar. Aðal ógæfuvaldurinn í lífi fólks er því ástleysið og það er sú þungamiðja sem allt snýst um. í skáldsögunni er ekki um eiginlega kaflaskiptingu að ræða. Sögunni er skipt í fjóra hluta sem segja má að hver um sig spanni í sundurtættum brotum alla ævi konunnar. Ævi hennar á hinum ýmsu timaskeiðum er þó gerð skil I mismundandi heillegri frá- sögn hlutanna fjögurra. Þannig segir t. d. fyrsti hlutinn mest frá upphafinu — komu konunnar til Reykjavíkur, áhrifunum af nýja heimilinu og and- stæðunni við það, fyrra lífi í föðurhús- um í þorpinu við sjóinn. Þó má ekki skilja ofangreint sem svo að æviatrið- um í lífi konunnar sé raðað í tímaröð, heldur er lesandanum miðlað af ákveðnum minningum eða minninga- brotum. Við þessi minningabrot er bætt og aukið þangað til vitneskja fæst um alla ævi konunnar að lokum. Sögumaðurer konan sjálf sem lítur yfir farinn veg, skynjar sjálfa sig að utan en er jafnframt nálæg sjálf. Þessi frásagnartækni hæfirefninu einkar vel og gerir það að verkum að endur- minningarnar virka fyrst og fremst á skynjun, þær eru hugblær og tilfinn- ingar frekar en raunverulegir atburðir. Sem dæmi um þessa áherslu á tilfinn- ingarnar má nefna að ósamræmis gætir í minningu konunnar um dauða móður hennar og þess sem faðir hennar segir henni um þann atburð. Konan í „Hringsóli" er mestmegnis þolandi. Hún er send í fóstur þegar hún er barn að aldri. Þar verður hún að falla inn I fyrirfram ákveðið hlut- verk sem fósturforeldrar hennar ætla henni sem fósturbarni. Hún á sér ekki tilverurétt sem einstaklingur í húsi fósturforeldranna — er ekki elskuð sjálfrar sín vegna heldur er ætlað það hlutverk að vera skrautfjöður í hatti fósturmóður sinnar. í föðurhúsum nýtur hún ástar og hlýju og þar er minningin og táknið um móðurina — nesið sem minnti á konu á líkbörum. í uppfóstrinu er hún lokuð inni i húsi og hurðin á húsinu er með læsingu sem minnir á miðalda- kastala. Hún er fangi þessa húss bæði í eiginlegri merkingu og óeigin- legri. Húm má ekki yfirgefa það nema til þess að fara í annað fangelsi — skólann. Þar er kennarinn með „rán- fuglsklærnar" I líki fangavarðar líkt og fósturmóðirin heima fyrir. Til að undirstrika þolanda hlutverk konunnar I „Hringsóli“ er hún nafn- laus til að byrja með. Flestar aðrar persónur eru nefndar með nöfnum strax í fyrsta hluta. Það kemur ekki í Ijós fyrr en seinna að hún gengur und- ir nafninu Bogga. Því næst verður lesanda Ijóst að pabbi hennar hefur kallað hana Ellu. Það er ekki ívrr en konan brýst út úr einangruninni í húsinu við Tjörnina að klofinn per- sónuleiki hennar sameinast og hún er nefnd fullu nafni. Gælunöfnin mynda þannig eina heild þegar konan finnur þann sem hún heldur vera stóru ást- ina í lífi slnu, Knút. í húsinu við Tjörnina hrjá innilokun og sambandsleysi fbúa þess. Sam- skipti annars fólks og íbúana eru tak- mörkuð. Einu samskiptin milli fólks eru kynferðislegs eðlis þar sem hver sem það getur reynir að svala öfug- snúnum kenndum ófullnægðar ástar- þrár. Allar persónur sögunnar eru að leita að ástinni — hringsóla í kringum hana er fæstar finna hana. Aðalpers- ónan hélt um stund að hún hefði höndlað hana, en glatar henni og er færó aftur í húsið til þess eins aö vera e. k. peð í valdatafli heimilisins sem byggt er á kynferðislegum grunni. Þessari eilífu leit mannsins að ást- inni eru gerð góð skil í bók Álfrúnar Gunnlaugsdóttur. Það má deila um hvort við finnum hana eða hvar. Eða hvort hún er fólgin í sorginni og treg- anum því hann getur enginn tekið frá okkur. „Hringsól" gefurengin ótvíræó svör. Þó endar aðalpersóna verksins sína ævireisu með að takast á hendur för til átthaganna — upphafsins — móðurskautsins í þorpinu við sjóinn. Það má því lesa það út úr verkinu að móðurástin sé sterkust ef annars nokkra ást sé um að ræða í þessu jarðvistarróli. Sigriður Tómasdóttir Höf. er háskólanemi. BÓKAFRÉTTIR Nýir eftirlætisréttir. Eftirlæti fimmtíu íslendinga Út er kominn hjá Vöku- Helgafelli ný bók sem ber titilinn „Nýir eftirlætisréttir". Er hér um að ræða fimmtíu mataruppskriftir sem fengnar hafa verið frá fimmtíu þjóð- kunnum íslendingum. Öll hafa þau valið til bókarinnar rétti sem þau hafa sérstakt dálæti á. Fyrir sex árum kom út bók svipað uppbyggð, „Eftirlætis- rétturinn" og naut mikillavin- sælda. Því þótti ástæöa til, segir í frétt frá forlaginu, að leita aftur fanga meðal þekktra samferðamanna okk- ar. Ennfremur segir I fréttinni að „Nýir eftirlætisréttir" sé bók fyrir alla þá sem hafa gaman af að búa til góðan mat, ekki síður en fyrir þá sem hafa áhuga á að kynnast betur samtímamönnum sín- um. Klukkuþjófur- inn klóki Bókaútgáfan Vaka-Helga- fell hefur gefið út nýja bók eftirGuðmund Ólafsson rit- höfund og leikara, sem hlaut íslensku barnabókaverðlaun- in í fyrra fyrir bók sína „Emil og Skundi". Nýja bókin heitir „Klukku- þjófurinn klóki“ og segir frá hópi af hressum strákum i kaupstað á Norðurlandi. Þeir lenda í ýmsum ævintýrum, eiga í útistöðum við aðra strákahópa og hrella full- orðna fólkið með ýmsum uppátækjum. Guðmundur lýsir hversdagsleikanum svo hann umbreytist í spennandi ævintýraheim. Afmælisveisla umbreytist í atómtertustyrj- öld og heil þjóðmenning sprettur upp í kofaborginni. Bókin er 128 bls. prentuð hjá Prentstofu G. Benedikts- sonar í Kópavogi og bundin í Bókfelli hf. Guðmundur Ólafsson Klukkuþjófurinn klóki FAGMENNIRNIR VERSLA HJA OKKUR Því aö reynslan sannar að hjá okkur er yfirleitt til mesta úrval af vörum til hita* og vatnslagna. BURSTAFELL byggingavöruverslun Bíldshöfða 14 sími38840

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.