Alþýðublaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 3
Laugardagur 21. maí 1988 3 FRÉTTIR Upplýsingar um gjaldeyrisúttekt „Svarta miðvikudaginn“: SEÐLABANKINN RAUF ÞÖGNINA 3 aðilar tóku út Seðlabankinn er bæöi formföst og staðföst stofnun, a.m.k. gjaldeyris- eftirlit bankans sem tekur ekki mark á óskum ráðherra nema þær séu skriflegar. meira en 1 milljón. Seðlabankinn útskýrir þann drátt sem orðið hefur á afhendingu skýrslunnar. Gjaldeyriseftirlit Seðla- bankans sendi Jóni Baldvin Hannibalssyni í gær yfirlit yfir þá aðila sem tóku meira en 1 milljón króna þrjá síð- ustu daga fyrir gengisbreyt- ingu. Samkvæmt tölvuskrám eru aðilarnir 243. Farið er með nöfn þeirra sem trúnað- armál, en samkvæmt heim- ildum blaðsins verður ekki séð á listanum að um óeðli- lega úttekt hafi verið að ræða hjá einstaka aðilum. í fréttatilkynningu útskýrir Seðiabankinn þann drátt sem orðið hefur á opinberun þessara upplýsinga, en á tímabili virtist sem bankan- um væri óljúft að afhenda þær ráðherra. Það var á mánudagsmorg- un sem Jón Baldvin Hanni- balsson óskaði eftir því beint hjá viðskiptabönkunum að þeir gæfu upplýsingar um gjaldeyrigviðskiptin næst á undan gengislækkuninni. Jón Baldvin hefur þessa vik- una gegnt starfi viðskiptaráð- herra i fjarveru Jóns Sigurðs- sonar sem sat aðaifund OECD. Samkvæmt fréttatil- kynningu frá Seðlabankanum hafði viðskiptaráðuneytið ekki samband við gjaldeyris- eftirlit Seðlabankans fyrr en síðla á þriðjudag og var þá spurst fyrir um það hvaða upplýsingar gjaldeyriseftirlit- ið hefði um þessi viðskipti. í fréttatilkynningunni segir að forstöðumaður gjaldeyris- eftirlitsins hafi svarað því, að slíkar upplýsingar væru til- tækar og væri gjaldeyrisefti r- litið að vinna úr gögnum málsins, en í samtalinu hafi engin beiðni verið lögð fram um afhendingu ákveðinna gagnatil ráðuneytisins. Það var siðan í kjölfar frétta í fjölmiðlum sem Seðlabankinn hafði samband við viðskiptaráðuneytið og óskaði eftir að fá skriflega beiðni um hvaða upplýsingar ráðherra óskaði eftir að fá. SAMNINGAR Á FÆRIBANDI Óttinn viö bráöabirgöalög hleypti miklu kappi í samn- ingaviðræður i fyrrinótt og var gengið frá kjarasamning- um við fjölda félaga. Samið var m.a. við málm- og skipasmiöi, byggingar- menn, Trésmíðafélag Reykja- vikur, starfsmenn virkjana og Rafiðnaðarsambandið. Samningarnir fela í sér meiri hækkun en bráða- birgðalögin gera ráð fyrir. \cixtasneið Afmæll sreikningsins er heil kaka út af fyrir sig Afmælisreikningur er sterkur reikningur sem upphaflega var stofnaður í tilefni 100 ára afmælis Landsbankans 1986 og var aðeins opinn út afmælisárið. Reikningurinn öðlaðist skjótt miklar vinsældir og hefur nú verið opnaður á ný. Afmælisreikningur er að fullu verðtryggður og gefur að auki fasta 7,25% ársvexti allan binditímann sem er aðeins 15 mánuðir. Hann hentar því mjög vel til almennra tímabundinna nota og er auk þess kjörin afmælisgjöf. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.