Alþýðublaðið - 21.05.1988, Side 16

Alþýðublaðið - 21.05.1988, Side 16
QQrih Vprr rC vi,prh''CPi'p l BALTIMORE WASHINGTON 3xíviku FLUGLEIÐIR -fyrír þíg- HELSINKI 1 x í viku FLUGLEIÐIR -fyrírþíg- KAUPMANNAHÖFN 14xíviku FLUGLEIÐIR -fyrírþíg- Forval vegna f hugbúnaðarútboðs Á næstunni verður leitað tilboða í lokuðu útboði í bókhaldskerfi, fjárhags- og viðskiptabókhald fyrir sjúkrahús og fleiri stofnanir. Notaður verður bók- haldslyki11 svipaður lykli ríkisbókhalds. Deildaskipt- ing og hvers konar sundurliðun á mismunandi svið lykilsins þarf að vera auðveld. Viðskiptabókhald er ekki stór þáttur, en þarf að vera þjált í meðförum. Kröfur verða gerðar um öryggi gagna, að kerfið upp- fylli kröfur um endurskoðun, um skjölun og lipurt notendaumhverfi. Reiknað er með að notaðar verði einmenningstölvur, en notkun á neti eða í annars konarfjölnotendaumhverfi kemurtil greina. Þarsem tími til kerfisgerðar er stuttur verður sérstaklega lit- ið á þann möguleika að aðlaga kerfi, sem þegar hef- ur fengist reynsla á í notkun. Fyrirtæki, sem óska að taka þátt í forvali þessu sendi vinsamlegast upplýsingar um fyrirtækið og kerfi, sem þau hafa að bjóða til Fjárlaga- og hag- sýslustofnunar, Arnarhvoli, í síðasta lagi 26. maí. Upplýsingar gefa Jóhann Gunnarsson í síma 25000 eöa Erna Bryndís Halldórsdóttir í síma 27888. m REYKJNUÍKURBORG Ifí SKÓLASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR Staða umsjónarmanns við Fjölbrautarskólann í Breiðholti er laus til umsóknar. Upplýsingar í síma 75600. KRATAKOMPAN Jón Baldvin á fyrirspurnarfundi Reykvikingar nærsveitamenn! Viljið þið spyrja fjár- málaráðherra um efnahagsmál. Mætið þá á opinn fund í Múlakaffi næstkomandi laugardag klukkan 10 fyrir hádegi. Fulltrúaráöið. Laugardagur 21. maí 1988 „Engin rikisstjórn getur með rétti gert kröfu til valda nema hún byggi á vilja alþýðunnar." „Suður-Afríkusamtökin — gegn Apartheid“ stofnuð annan laugardag: „TILHEYRIR 0LLUM“! Laugardaginn 28. maí verða stofnuð samtök hér á landi til stuðnings baráttu meirihluta íbúa Suður-Afríku fyrir mannréttindum. Samtök- unum sem munu bera heitið „Suður-Afríkusamtökin — gegn APARTHEID" er eins og nafnið bendir til ætlað að upplýsa um siðleysi aðskiln- aðarstefunnar og vinna að því að viðskiptabannið við Suður-Afríku verði haldið. Þá segir í frétt undirbún- ingsnefndar að geti eitthvað öðru fremur haft áhrif á stjórn minnihlutans I Suður- Afríku sé það alþjóðlegur þrýstingur. „Það skiptir hins vegar öllu máli að sá þrýstingur komi til áður en suður-afrískir blökku- menn rísa upp til lokaupp- gjörs gegn vel búnum her og lögreglu Suður-Afríkustjórnar. í því blóðbaði, þar sem milljónir gætu fallið jafnt full- oríjnirsem börn og gamal- menni, yrðu engum hlíft. Það er ekki spurning lengur hvort APARTHEID kerfið verði lagt af heldur hvenær og þá hvernig. Um þetta eru allir leiðtogar suður-afrískra blökkumanna sammála." í hálfa öld hélt Afríska þjóðarráðið upp friðsamlegri baráttu fyrir mannréttindum blökkumanna. Sharpville 1960, handtaka Nelsons Mandela 1962 og blóðbaðið 1976, þegar yfir 7 hundruð börn og unglingar voru drepnir, eru tákn viöbjóðs- legra aðgerða stjórnvalda í Suður-Afrlku. 33 ár eru liðin síðan Afríska þjóðarráðið hvatti til þings alþýðunnar, en þar var Frelsisskráin sam- þykkt. í henni eru tilgreind almenn mannréttindi eins og þau að engin ríkisstjórn geti gert tilkall til að ráða nema það sé vilji fólksins sjálfs. Suður-Afríka tilheyri öllu. Stofnfundur samtakanna verður í Gerðubergi lauga- daginn annan kl.14, en aðild að þeim geta allir átt sem styðja tilgagninn heilshugar. Listahátíð 1988: Miðasala helst á þriðjudag Listahátíð hefst 4. júní, en á þriðjudag verður byrjað að selja miða á öll atriði hátíðar- innarog „hátíðaraukann", sem eru tónleikar Leonards Cohens föstud. 24. júní. Miðasalah verður opin frá klukkan 13.30 til 19.00 alla daga, en tekið verður við miðapöntunum í síma 28588 til klukkan 22.00 öll kvöld. Fólk er hvatt til að kynna sér dagskrá Listahátíðar og tryggja sér miða tímanlega þar sem tónleikar vinsælla tónlistarmanna, eins og Cohens, franska jazzfiðlu- snillingsins Stephane Grapp- ellis og einleikstónleikar Vladimir Ashkenazys, verða aðeins einu sinni og búast má við að færri komist að en vilja. Amalía Líndal endurúrgefin Bók Amalíu Líndal, Ripples from lceland, kemur út hjá Bókaforlagi Odds Björnsson- ar þann 19. mai n.k. Þessi nýja útgáfa er í kiljuformi og er fyrst og fremst ætluð er- lendum ferðamönnum. Amalía Líndal er fædd og uppalin i Bandaríkjunum. Hún kynntist íslenskum námsmanni sem var samtíma henni við háskólanám I Boston, giftist honum og þau stofnuðu heimili i Kópavogi. AUGLÝSING um starfslaun til listamanna Menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar auglýsir eftir umsóknum um tvenn starfslaun til listamanna. Annars vegar eru starfslaun til 12 mánaða hið lengsta og fer úthlutun þeirra fram í júnímánuði, en hins vegar eru starfslaun til þriggja ára og fer úthluí- un þeirra fram hinn 18. ágúst. Þeir einir listamenn koma til greina við úthlutun starfslauna, sem búsettir eru í Reykjavík og að öðru jöfnu skulu þeir ganga fyrir úthlutun, sem ekki geta stundað listgrein sína sem fullt starf. Listamenn skulu skuldbinda sig til þess að gegna ekki fastlaunuðu starfi meðan þeir njóta starfs- launa. • v Umsóknarfréstur er til 10. júní 1988. Menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar, Austurstræti 16. IF FÉLAGSSTARF ALDRAÐRA í REYKJAVÍK Sýningar á unnum munum í félagsstarfinu á sl. vetri verða haldnar í Bólstaðarhlíð 43, Hvassaleiti 56-58 og Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi dagana28., 29. og 30. maí frá kl. 13.30 til 17.00. Sala á handavinnu aldraðra Reykvíkinga verður á áðurnefndum stöðum og einnig í Lönguhlíð 3. Kaffisala á öllum stöðunum. Allir velkomnir. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. fc i

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.